Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Side 5
vaxandi velmegun, auknar kröfur til mennt- unar og vaxandi námslöngun og síðast en ekki síst hinn greiða aðgang að stúdentsprófi. Til þess að andæfa gegn fjölguninni voru fjórar leiðir einkum ræddar: Að takmarka flölda þeirra sem lykju stúdentsprófi, þyngja námið í háskólanum, takmarka aðgang að einstökum deildum skólans eða stofna til hag- nýtra kennslugreina og stuttra námskeiða. Nefndin lagði til að aðgangur að lærdóms- deild menntaskólans yrði takmarkaður, þann- ig að færri ættu þess kost að ljúka stúdents- prófi, og að stofna til kennslu í hagnýtum fræðigreinum í háskólanum. Það var einkum aðsóknin að læknadeild og lagadeild sem olli áhyggjum og þótt nefndin vildi takmarka fjölda þeirra sem hefðu möguleika á að taka stúdentspróf, og þar með fjölda þeirra sem háskólinn var skyldur að taka á móti, þá lagði hún áherslu á að auka námsframboð í háskólanum. Greinargerð nefndarmanna var lögð fram í háskólanum og kallaður saman almennur kennarafundur. Þar var samþykkt: Að stofn- aður verði gagnfræðaskóli í Reykjavík og menntaskólanum breytt í samfeldan lærðan skóia, að óhjákvæmilegt sé að takmarka aðgang að embættadeildum háskólans þann- ig að ekki verði fleiri teknir inn en þarfir þjóðfélagsins leyfa, að nauðsynlegt sé að stofna verslunar- og kennaradeild við háskól- ann og að háskólaráð hafi frumkvæði að nauðsynlegum lagabreytingum svo hægt verði að koma þessum málum í framkvæmd. Áður en tillögumar kæmu til afgreiðslu í Háskólaráðinu var ákveðið að senda þær til umsagnar hjá Stúdentaráðinu til að kanna hug þess. Meirihluti Stúdentaráðs, 6 af 9, taldi sérstakt inntökupróf í deildimar ömgg- ustu leiðina til að fækka í embættadeildunum. Það tók hins vegar ekki ákveðna afstöðu um hvort heppilegt væri að takmarka aðgang að menntaskólanum. Ráðsliðar vom allir sam- mála um nauðsyn þess að koma á fót nýjum deildum í „verslun og viðskiptum og kennslu í verklegum fræðum“ og auk þess vildu þeir láta stofna alþýðuskóla í Reykjavík og á Akur- eyri. Fjöldi stúdenta undir forystu Bjarna Benediktssonar, síðar forsætisráðherra, og Guðna Jónssonar, síðar prófessors, var alls ekki ánægður með samþykkt meirihluta Stúd- entaráðs og krafðist þess að haldinn yrði al- mennur stúdentafundur. Á þeim fundi lýstu stúdentar sig algerlega andvíga hvers konar takmörkunum og vildu að „opnaðar verði sem fiestar leiðir til þess að almenningur fái aflað sjer hagnýtrar mentunar." Háskólaráðið hélt fund þann 16. desember 1927 og málið hefði átt að vera fljót- af- greitt þrátt fyrir andstöðu stúdenta. Svo reyndist þó ekki vera og Háskólaráð ákvað að senda eftirfarandi spurningar til deildanna til að fá einhverja niðurstöðu í málið. 1. Vill deildin að settar séu skorður þegar á næsta hausti við of mikilli aðsókn að deildinni? 2. Sé svo, vill deildin þá koma með tillögur um, hve mörgum skuli veitt viðtaka, og hvernig valið skuli úr umsækjendum? 3. Hveijar' breytingar telur deildin nauðsynlegar á há- skólalögunum þessa vegna? Svörin voru á þá leið að engir nema lækna- deildin töldu ástæðu til takmörkunar. í svari heimspekideildar kom m.a. fram að í náminu væru próf og þau væru nægilegur þröskuld- ur, þ.e. ef menn stæðust þær kröfur senr gerðar væru til þeirra væri ástæðulaust að meina þeim aðgang að háskólanum. Læknadeildin samþykkti að það væri há- skólaráðs að ákveða í samráði við deildina á ári hveiju hve margir fengju inngöngu og hvernig valið skuli úr umsækjendum. Þegar læknadeildarmenn höfðu afgreitt þetta sam- þykktu þeir einu hljóði að: „Deildin vill taka það fram, að tillögur þessar voru aðallega gerðar vegna þess, að öll kensla verður nú ómöguleg vegna skorts á kensluplássi, kensluáhöldum og sjúklinga- fæð, þará meðal skorti á ókeypis lækning- um. Sjái stjórn og löggjafarvald sjer fært að bæta úr þessu hið fyrsta, virðist ekki frá deildarinnar hálfu bráð nauðsyn að takmarka inntöku nýrra stúdenta í deildina." Þegar svör deildanna lágu fyrir hélt Há- skólaráðið fund og þar var samþykkt að taka svar læknadeildarinnar til greina og gera það að svari háskólans. Samþykkt Háskólaráðs var nú send ráðuneytinu sem undirbjó málið fyrir Alþingi. Þar var áðurnefnt frumvarp lagt fram en fékk engar undirtektir. JÓNAS, AKUREYRIOG Reykjavík í ársbyijun 1927 tók ný ríkisstjórn við valdataumunum og í stól kennslumálaráð- herra settist Jónas Jónsson frá Hriflu, einn umdeildasti stjórnmálamaður þess tíma. Eitt af fyrstu embættisverkum Jónasar var „að ræsta út fúlu lofti Menntaskólans í Reykja- vík“ en síðan fylgdu fleiri aðgerðir í kjölfar- ið. Jónas hafði lengi haft horn í síðu skólans og það var því miður ekki einungis stofnun- in sem slík sem átti sér óvildarmann í ráð- Próf esscjraefna-atið. PRÓFESSOREFNA-ATIÐ á teikningu Tryggva íSpeglmum. fc'egar öómsmálardöherrann kom til höfuöstaðar Harðurlanös, fjehk hann alúðar-uiðtökur hjá auðualöinQ, — og er það síst aö lasta. JÓNAS kemur færandi hendi norður með réttindi handa Gagnfræðaskólanum á Akureyri til að brautskrá stúdenta. Teikning Tryggva Magnússonar. herrastólnum heldur einnig stúdentar og langskólagengnir menn. Tveimur mánuðum eftir að Jónas settist í ráðherrastólinn var hann kominn norður með fagnaðarboðskap til handa Norðlending- um. Á Akureyri las Jónas upp ráðherrabréf fyrir nemendur Gagnfræðaskólans á Akur- eyri þar sem hann veitti skólanum rétt til að brautskrá stúdenta. Við skólann hafði verið starfandi lærdómsdeild síðan 1924 en nemendur urðu að fara suður og þreyta stúd- entsprófið við Menntaskólann i Reykjavík. Þetta virðist hafa verið gert til að efla Akur- eyri sem skólabæ en einnig til að andæfa gegn Menntaskólanum og Reykjavík og skal ósagt hvort hefur vegið þyngra í huga ráð- herrans. Háskólaráðið hafði látið uppi efasemdir um að nægilega góðir kennarar væru fyrir norðan til að halda þar uppi lærdómsdeild. Snemma árs 1927 hafði ráðið hafnað því að taka stúd- entspróf frá Gagnfræðaskólanum gilt, eftir fýrirspurn frá þáverandi kennslumálaráðherra Magnúsi Guðmundssyni. Gátu því stúdentar að norðan ekki vænst þess að fá inngöngu í háskólann. Þegar Jónas tók ákvörðun um að leyfa Gagnfræðaskólanum að útskrifa stúd- enta hefur honum væntanlega verið kunnugt um afstöðu Háskólaráðs. Hann hefur einnig þekkt hugmyndir nokkurra háskólakennara um möguleika á að takmarka aðgang að há- skólanum sem féllu vel að hans eigin hug- myndum. Ráðherrann sendi fyrirspurn til Háskólaráðs snemma árs 1928 um hvort stúd- entum frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri yrði veitt viðtaka og svaraði ráðið því játandi að því tilskildu að námið uppfyllti sömu skil- yrði og námið í Reykjavík. Hann hefur talið að jáyrði Háskólaráðs hafi verið nauðsynlegt til þess að Norðlingarnir fengju inngöngu og svar Háskólaráðsins er athyglisvert í ljósi fyrri yfirlýsinga. Líklegt má telja að Jónas og há- skólaráðið hafi talið það víst að aðgangur að háskólanum yrði takmarkaður með breytingu á háskólalögunum. Virðist því mega ætla að hér hafi verið gert samkomulag bak við tjöldin milli Háskól- aráðs og kennslumálaráðherra um að háskól- inn tæki við Norðlendingum en ráðherra sæi til þess að hægt væri að takmarka aðsóknina að háskólanum. Þessu til stuðnings má benda á að Haraldur Níelsson, sem var háskólarekt- or 1927-1928, hafði fallist á að vera prófdóm- ari fyrir norðan. Varla hefði hann verið að taka það að sér ef námið uppfyllti ekki sömu skilyrði og námið í Reykjavík. Haraldur lést í mars 1928 og fékk Jónas þá Guðmund Thoroddsen, sem verið hafði rektor 1926- 1927, til að vera prófdómari fyrir norðan. Þetta gerðist áður en útséð varð um afdrif frumvarpsins á Alþingi. Um vorið 1928 var gefið út ráðherrabréf þar sem aðgangur að Menntaskólanum í Reykjavík var takmarkaður við 25 nemendur á ári en 42 höfðu staðist inntökupróf og hélst þessi skipan mála (nemendur voru á bilinu 28-32) þar til landspróf var tekið upp árið 1946. Jafnframt þessu voru samþykkt lög um ungmennaskóla í Reykjavík sem eink- um átti að veita hagnýta og verklega mennt- un og beina ungu fólki frá bóknámi Mennta- skólans. Afstaða Reykvíkinga til þessara aðgerða var tvíbent. Margir fögnuðu þeim möguleika sem ungmennaskólinn bauð upp á þótt þeir væru ekki alls kostar sáttir við stefnu hans en aðrir fundu honum flest til foráttu. Sú ákvörðun að takmarka fjölda þeirra sem fengju inngöngu í Menntaskólann olli miklum deilum enda var verið að koma í veg fyrir að reykvísk ungmenni gætu aflað sér framhaldsmenntunar. Andstæðingar Jón- asar með Pétur Halldórsson bæjarstjóra í broddi fylkingar stofnuðu Gagnfræðaskóla Reykjavíkinga og var Ágúst H. Bjarnason prófessor ráðinn skólastjóri hans. Haustið 1928 tóku því tveir gagnfræðaskólar til starfa í Reykjavík þar sem enginn hafði ver- ið áður. Aðgerðir Jónasar í skólamálum voru í sam- ræmi við yfirlýstan vilja meirihluta Háskólar- áðs og líklega einnig allmargra framámanna í þjóðfélaginu. Andstaðan við þær virðast einkum hafa verið af flokkspólitískum og persónulegum ástæðum. Afstaða Jónasar frá Hriflu var ljós. Hann hafði m.a. látið þess getið í þingræðu 1924 að takmarka ætti aðganginn að Menntaskól- anum og hann vildi koma í veg fyrir fjölgun háskólamenntaðra manna. Formleg ákvörðun um takmörkunina er þó ekki kynnt fyrr en vorið 1928 eftir að útséð varð um að frum- varpið um heimild til breytinga á háskólalög- unum næði fram að ganga. Telja má líklegt að aðgangur að Menntaskólanum hefði verið takmarkaður hvernig sem háskólamálinu reiddi af. Takmörkunin í Reykjavík var nauð- synleg m.a. til að vega upp hugsanlega fjölg- un frá Akureyri. Það var eitt af markmiðum ráðherrans að fækka Reykvíkingum í hópi menntamanna og skilvirkasta leiðin til þess var að ráðast gegn Menntaskólanum. Þorleifur, Pálmi, ThorOg árni Atburðir í skólamálunum áttu eftir að draga dilk á eftir sér innan Framsóknar- flokksins. Þorleifur H. Bjarnason var settur rektor Menntaskólans til eins árs vorið 1928 þegar Geir T. Zoéga lést. Þorleifur var ein- ungis rektor í eitt ár því haustið 1929 var Pálmi Hannesson skipaður í hans stað. Pálmi var arinað hvort kommúnisti eða krati á þess- um árum og ljóst er að skipun hans var fyrst og fremst pólitísk og andstaða Jónasar við Þorleif var bæði pólitísk og persónuleg. Þor- leifur var bróðir Ágústs prófessors, Lárusar hæstaréttardómara og Ingibjargar alþingis- konu en þau töldust til helsta fyrirfólks bæj- arins. Með því að hafna Þorleifi var verið að hafna fulitrúa þess hóps sem svo lengi hafði setið að helstu embættum landsins. Það er athyglisvert að Tryggvi Þórhallsson, bisk- upssonurinn frá Laufási, vildi hvergi nálægt þessari skipun koma þótt það væri í hans verkahring sem staðgengill Jónasar sem þá var erlendis. Skipun Pálma olli jafnvel meira írafári en fjöldatakmarkanirnar árið áður og jaðraði við uppreisn gegn honum innan skól- ans eftir að hánn tók við starfinu. Um haustið bauð Pálmi sig fram í for- mannsembætti í Stúdentafélagi Reykjavíkur á móti Thor Thors. Telja má næsta öruggt að þetta hafi verið gert með ráðum Jónasar. Félagar í Stúdentafélaginu voru flestir mennt.a- og embættismenn landsins sem bjuggu í Reykjavík. Stúdentafélagið hafði mikilvægu menningarpólitísku hlutverki að gegna á þessum árum og álit þess og umræð- ur innan félagsins gátu haft áhrif á fram- gang mála á Alþingi. Thor sigraði Pálma með yfirburðum og fremstur í flokki stuðn- ingsmanna hans var Árni Pálsson bókavörð- ur. Pálmi og félagar hans stofnuðu þá nýtt stúdentafélag sem þeir kölluðu Nýja Stúd- entafélagið. Á stofnfundi félagsins nokkru síðar fékk það nafnið Félag róttækra stúd- enta og var Pálmi formaður þess en aðrir í stjórn voru Þorkell Jóhannesson skólastjóri, Helgi P. Briem skattstjóri, Einar Magnússon kennari, Sigurður Thoroddsen verkfræðingur og laganemarnir Jóhann Skaftason og Sig- urður E. Ólason. Litlum sögum fer af þessu félagi en það var undanfari Félags róttækra háskólastúdenta sem var stofnað nokkrum árum síðar. Árið 1930 losnaði staða prófessors í sögu við háskólann þegar Páll Eggert Ólason varð bankastjóri hins nýstofnaða Búnaðarbanka. Háskólaráð ákvað að hafa samkeppnispróf um stöðuna og að því loknu komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að Árni Pálsson væri hæfastur til starfans. Telja má líklegt að Árni hafi m.a. verið valinn af persónulegum og pólitískum ástæðum en ekki eingöngu fræðilegum og af sömu ástæðu var skjólstæð- ingi Jónasar, Þorkeli Jóhannessyni síðar há- skólarektor, hafnað. Háskólaráð sendi beiðni til ráðherra um að Árni yrði skipaður í stöð- una en Jónas var þá horfinn úr ráðherrastóln- um um stundarsakir. Tryggvi Þórhallsson rauf þing og boðaði til nýrra kosninga á vordögum 1931 til að koma í veg fyrir að stjórn hans yrði borin vantrausti á Álþingi. Jónas hvarf úr stjórninni í kjölfarið og tók ekki við embætti að nýju fyrr en 22. ágúst en á meðan gegndi Tryggvi ráðherraembætt- um hans. Á þessum tima tók Tryggvi m.a. þá ákvörðun að próf úr Gagnfræðaskóla Reykvíkinga gjlti sem inntökupróf í fjórða bekk Menntaskólans og var þannig farið í kringum tilskipun Jónasar. Jónas breytti þessu samstundis aftur þegar hann tók við embættinu en hún var innleidd að nýju þeg- ar hann fór frá ári síðar. Beiðni Háskólaráðs um skipun Árna Pálssonar hafði legið óaf- greidd í ráðuneytinu frá því um vorið. Á síð- asta degi sem Tryggvi gegndi ráðherraemb- ættum sem Jónas hafði áður gegnt sendi hann skeyti til konungs um að skipa Árna í prófessorsembættið. Telja má öruggt að þetta hafí verið í algerri andstöðu við vilja Jónasar þótt óvíst sé hvort þeir hafa rætt þessi mál eða Jónas vitað af fyrirætlan Tryggva. Sama dag og konungur staðfesti skipun Árna staðfesti hann einnig skipun Jónasar í ráðherraembætti að nýju. Höfundur er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16.MARZ1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.