Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 7
FRA QAQORTOQ. Nýtískuleg hús hafa verið byggð uppi á bergstöllum. Ljósmilnga Dagmar Karlsdóttir. BRYGGJUSTEMMNING við Qaqortoq. Höfnin er full af ísjökum. um þijá og hálfan tíma. Fyrst um sinn var mannskapurinn uppi á dekki til að berja ýmsa ísjaka á haffletinum augum. Oft má sjá skemmtilegar kynjamyndir úr ísjökunum og sumir eru óttalega stórir, ekki síst þegar haft er í huga að um níu tíundu hlutar ísjak- ans eru í kafí. Skipstjórinn sagði að ísinn sem myndaðist úr ístungunum af ísbreiðunni væru stærri og harðari en þeir sem mynd- ast á vetrum úti á haffletinum. Svo bætti hann því við að ekki þýddi að leggja á minnið hvar farið væri um hveiju sinni í þeim til- gangi að fara sömu leið til baka því ísjakarn- ir væru á talsverðri hreyfingu þannig að staða þeirra og afstaða hvers til annars væri síbreytileg. Fljótlega tók að kólna og mannskapurinn sem var uppi á dekki fór allur inn undir þar sem ágætir bekkir voru og heitt kaffí á hita- könnu í nokkurskonar matsal. Nú var fylgst með ísjökum út um gluggana á matsalnum og um leið hugsað til ferða Eiríks rauða og fylgdarliðs hans árið 985. Hér sigldi fólkið um í opnum langskipum. Hvemig skyldi því hafa liðið um borð? Napur kuldinn á firðinum var búinn að reka okkur inn í upphitaðan matsalinn þrátt fyrir að allir klæddust ágæt- um nútíma skjólfatnaði. Þegar Narsaq nálgaðist vakti mestu undrun öll náttúran umhverfis. Reyndin er sú að Narsaq, þótt nafnið þýði „Sléttan", er byggt frá fjöru og nokkuð upp í hallandi rætur íjalls sem rís bratt yfir bænum og mælist um 700 m yfir sjávarborð. Norðan bæjarins er hins vegar sjaldgæft, slétt undirlendi sem bærinn er nefndur eftir. Húsin virtust flest með líku sniði, tiltölu- lega smá, byggð úr timbri og máluð ýmist bláum, rauðum, gulum eða grænum lit. En í bænum eru einnig stærri hús, m.a. nýlegt fjölbýlishús og skólabygging og ein stærri bygginganna hýsir pósthús og banka. Islendingurinn Helgi Jónsson, sem búsettur er í Narsaq, tók á móti hópnum á bryggj- unni. Helgi rekur nokkurskonar farfugla- heimiii rétt norðan bæjarins sem hann kallar Narsaq Farm House. Þangað hélt hópurinn neðan af bryggjunni því þar átti að gista næstu tvær nætur. Húsin sem Helgi býður upp á eru afbragðs vistarverur og töluvert nýttar af ijúpnaveiðimönnum. Þann tima sem dvalið var í Narsaq naut hópurinn ágætrar þjónustulundar og félagsskapar Helga. Hann 'hefur m.a. tekið þátt í hreindýrabúskap í Grænlandi og útvegaði hópnum hreindýrakjöt sem grillað var samdægurs. Hreindýrakjöt er ákaflega gott enda luku allir upp einum rómi um einstök gæði kjötsins. í Narsaq búa um 2000 manns en auk þeirra sem búa í þorpinu sjálfu tilheyra bændur ýmissa bújarða í Eiríksfirði Narsaq. Á flestum bújörðunum er stundaður fjárbú- skapur en langt er milli bæjanna og yfirleitt mjög fjalllent allt í kringum smá bæjarstæð- in. Það vakti jafnan undrun okkar að sjá íbúðarhús á þessum litlu bölum í firðinum. Engu er líkara en að þar sem mögulegt var að byggja eitt einasta hús sé slíkt komið. En bestu beitarlöndin í Eiríksfirði eru um- hverfís Bröttuhlíð og svo nærri Igaliko eða Görðum eins og það hét áður. Á haustin er fé víða af Suður-Grænlandi flutt í bátum til Narsaq þar sem því er slátrað. Helsti atvinnuvegurinn er fiskveiðar. Auk veiða á hinum magra grænlandsþorski hafa rækjuveiðar á Grænlandsmiðum mikla þýð- ingu fyrir afkomu fólksins. Eitt nýtískuleg- asta fiskvinnsluhúsið í Grænlandi er einmitt í Narsaq. í bænum miðjum er fiskmarkaður í litlum timburskúr. Þar hittast húsfreyjur og veiði- menn og versla með nýveitt sjávarfang. Selkjöt er þar áberandi enda ennþá algengur matur á borðum Grænlendinga, jafnvel hversdagslegra en lambakjöt á borðum ís- lendinga og svínakjöt á borðum Dana. I Narsaq er rekin skinnaverksmiðjan Esk- VISTGATA í Narsaq. Hús í Grænlandi eru yfirleitt máluð í einliæfum og oft skærum litum. SMAIR ísjakar nema land í fjöruborðinu neðan við gisti- hús Helga Jónssonar í Narsaq. EITT AF fjölmörgum útilistaverk- um sem prýða Qaqortoq. Ljósm.Inga Dagmar Karlsdóttir. imo Pels sem hópnum gafst færi á að skoða. Þar er einkum unnið úr selskinni og voru falleg selskinnsvesti þar til sölu en þau voru sögð vinsæl meðal sportveiðimanna. Athygli vöktu einnig íslensk hráefni sem nýtt voru í verksmiðjunni svo og hundsfeldur frá Rúss- landi. Auk skinnaverksmiðjunnar er starf- rækt ullarverksmiðja í bænum þar sem lopi er framleiddur. Margir bæjarbúar starfa við þjónustustörf en í bænum er pósthús, banki, bakarí, hót- el, skyndibitastaðurinn Narsaq-Grill, útibú danska kaupfélagsins Brugsen, Spar-kjör- búð og fáeinir skemmtistaðir. Það vakti at- hygli okkar að þó nokkrar vörur í kaupfélag- inu höfðu runnið sitt neysluvæna skeið á enda en þegar leið á ferðina hættum við að kippa okkur upp við þetta atriði. En okkur þótti verra að erfitt var að fá gott græn- meti og ávexti. Bakaríin eru þó með ágætum og öll upp á danska vísu. Nýlegt minjasafn er að finna í bænum og fengum við góða leiðsögn um það hjá safnverðinum sem er dönsk kona. Hún tjáði okkur að örðuglega gengi að afla muna í safnið þar sem flestar minjar frá svæðinu væru varðveittar í Þjóðminjasafninu í Kaup- mannahöfn en það skýtur dálítið skökku við að geta ekki virt fyrir sér fornminjar svæðis- ins nærri upprunastað sínum. Þarna gafst þó tækifæri til að virða fyrir sér hýbýli manna frá upphafi aldarinnar en það er lít- ill steinhlaðinn kofi sem allt að fimmtán manns bjuggu í á árum áður. Þegar hópur- inn tróð sér inn í húsið varð ljóst að þar VIÐSKIPTI í Narsaq. Kona kaupir hertan fisk. mun hafa verið þröng á þingi á köldum vetr- arnóttum. Um átta kílómetra norður af bænum eru úrannámur, reyndar þær einu í Grænlandi sem mönnum fannst taka að nýta til vinnslu úrangrýtis. Starfsemi námanna hefur þó verið lögð niður vegna geislamengunar og þeirrar hættu sem steðjaði að íbúum Narsaq. Rétt vestan bæjarins er sorp brennt á opnum haugum. Þótt slíkt sé ófagurt á að líta hefur maðurinn víða notað þessa aðferð til að losa sig við ýmislegt sem fellur til við að lifa sem manneskja. 1 Grænlandi er sorp- brennsla nánast eina úrræðið því jarðvegur er lítill sem enginn til urðunar og það að demba sorpinu í hafið er vondur kostur, ekki síst í hugum Inúítana sem þegið hafa lífsbjörgina úr hafinu í aldaraðir. Nokkuð austan bæjarins eru mannabein í opnum gijóthaugum frá fyrri tíð. Víða í Grænlandi má sjá slíka hauga en ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er m.a. sú að erf- itt er að fínna jarðveg hentugan til að grafa lfk manna og frost í jörðu á þátt í þessu. Haugamir nærri Narsaq eru nokkrir talsins á berangurslegu nesi og hefur fallið úr sum- um þeirra svo það glittir í mannabeinin. Það er sérstök upplifun að horfa í tómar augna- tóttir raunverulegrar hauskúpu frænda síns, þótt fjarskyldur sé. Og maður spyr: „Hvert fór hugur þinn, frændi?“ en svarið er ekkert nema þögn í tómri höfuðskel sem loftið leik- ur um. Víða nærri fjöruborðinu má sjá ísjaka, suma komna á þurrt en aðra lónandi skammt undan landi. Á stundum er engu líkara en skúlptúrar listamanna séu á ferðinni, bænum og umhverfinu til prýði. I návígi skynjar maður þó að þeir eiga rætur sínar að rekja til einhvers annars en mannanna. ísjakarnir eru forgengilegir, draga til sín hita og leka niður i dropatali og sumir virðast þannig lifandi. Umkringdur ísjökum er maður á stundum ekki viss hvort hann sé að upplifa raunverulegt ævintýri eða hvort undarlegar verur séu komnar í hópum. Eða kannski ísjakarnir séu tjáningarform hafsins. Það er eins og þeir reyni að segja manni eitthvað en þegar þeir skynja eftir mikla áreynslu að mannskepnurnar tilheyra annarri vídd tárfella þeir um leið og þeir hverfa smátt og smátt til heimkynna sinna. Það er margt í náttúru Grænlands sem glatt getur ferðamanninn. Fjöllin bjóða hon- um að klifra upp á sig og njóta útsýnis yfir fjölmarga firði og inn á jökulbreiðuna miklu. Þá er dýralíf í Grænlandi með sérstökum hætti og einstakt er að upplifa ísjakana ótelj- andi. Aukin áhersla er á þjónustu við ferða- menn í landinu enda eykst fjöldi þeirra með hvetju ári. Frá Narsaq er boðið upp á ýmsar ferðir, t.d. veiðiferðir og gönguferðir og sigl- ingar innan um ísjakana í fjörðunum. Þegar tvær nætur voru liðnar var komið að því að yfírgefa Narsaq. Helgi Jónsson skutlaði farangri okkar niður á bryggju í bíl sínum. Þegar við höfðum kvatt hann og þakk- að honum gestrisnina lét „Perlan“ í haf og sigldi úr Eiríksfirði yfir í Einarsfjörð. Áfanga- staðurinn var Qaqortoq en á leiðinni þurfti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.