Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Qupperneq 9
Á Rölti Um Salzburg Og KONSERT AÐ KVELDI Fyrsta daginn notaði ég í rölt um Salz- burg - gamla borgarhlutann þar sem mest ber á höllum, kirkjum og klaustrum erki- biskupanna sem drottnuðu yfir borginni og . héraðinu umhverfis um hundruð ára, bæði sem kirkjulegt og veraldlegt yfírvald. Kast- alann sjálfann ákvað ég að láta bíða þar til síðar. Kaffihús í öðru hverju húsi freist- uðu mín líka til að setjast niður öðru hverju, svo tíminn var fljótur að ltða þennan dag. Þó að engin af hinum meiri háttar tón- listarhátíðum stæði yfir á þessum tíma, þá var mikið um ferðamannahópa og svo mun vera nær allt árið út t gegn. Mér var sagt að um tvö hundruð hótel og gististað- ir væru í borginni sem gætu hýst tíu þús- und ferðamenn samtímis. Það má því segja beint og óbeint að Mozart sé stærsti vinnu- veitandi borgarinnar sem færir Salzburg og íbúum hennar ómældar tekjur ár hvert. Þó að engin sérstök tónlistarhátr'ð væri í gangi, þá var hægt að velja um nokkra áhugaverða konserta þetta kveld. Mirabell höllin sem stendur á árbakkanum aðeins fímm minútna gang frá hótelinu hefír að geyma sögufrægan konsertsal þar sem Leopold Mozart kom fyrst fram með soninn Wolfgang Amadeus og dótturina Nannerl auk þess sem Mozart sjálfur á starfsárum sínum t' Salzburg hafði stjómað og haldið konserta í þessum sal. Þetta kveld hélt þar hljómleika blásturshljóðfærahópur frá Ungverjalandi (Budapester Bláseren- semble). Ég valdi þennan konsert, eftir að hafa tryggt mér aðgangskort í gegnum hótelið. Það kom í ljós þegar ég var að leggja af stað frá hótelinu að fleiri gestir þar ætluðu á þennan konsert, svo ég fékk þarna mjög ánægjulega samfylgd sem gerði kveldið ennþá eftirminnilegra. Þessi ungverski tónlistarhópur var frábær, lék verk eftir Mozart, Haydn, Weber og fleiri minna þekkt tónskáld. Það jók svo áhrifín að vera í þessum sögufræga sal. Það er mjög ánægjulegt að finna þá þróun sem orðið hefir á síðustu áratugum, einnig hjá okkur á íslandi, í myndun allra þessara smærri tónlistarhópa (ensemble) og kammersveita. Þessir hópar eru miklu hreyfanlegri en stærri hljómsveitir til að ferðast milli landa og borga. Þessir hópar hafa einnig gerst brautryðjendur að draga fram í dagsljósið mörg tónverk frá eldri tímum, barokk og endurreisnartímanum, sem löngu voru gleymd og grafin ásamt tónskáldunum sjálfum. Salzburg er ein af þessum borgum þar sem slíkir hópar koma og láta mikið að sér kveða. Þó að aðaltónlistarhátíðin í Salz- burg sé talin mjög íhaldssöm og stöðnuð í tónlistarvali, þá kynna þessir hópar einn- ig nútímatónlist inn á mili og eru vettvang- ur útbreiðslu hennar og persónulegra kynna. Þrátt fyrir það að mikið af nútíma- tónlist sé blikk og stál með tölvusál, þá eru höfundar hennar í raun að gera skyldu sína í að túlka samtímann og tilfinningalíf hans í tómum hljóðum (empty sounds). Salzburg - Erkibiskupinn Og Tónlistin Salzburg á sér langa sögu, allt frá því að vera keltnesk miðstöð í tengslum við hinar miklu saltnámur í nágrenninu - síð- ar sem rómversk herstöð sem í lok þjóð- flutningatímans var rústir einar. Biskups- dæmi mun hafa verið stofnað þar um miðja áttundu öld og síðar erkibiskupssetur. Þar með hófst uppgangstími borgarinnar sem segja má að staðið hafi fram á þennan dag. Erkibiskuparnir í Salzburg urðu brátt mjög voldugir, þeir héldu sig að hætti þjóð- höfðingja, reistu sér og sínum glæsihallir og héldu um sig hirð, fóru bæði með kirkju- leg og veraldleg völd. Það sem hvað áhuga- verðat er, að þeir héldu uppi mikilli tón- listarstarfsemi bæði trúarlegri og verald- legri. Það myndaðist því mikil tónlistarhefð í borginni, sem hafði af að státa mörgum afburða tónlistarmönnum. Einn af þeim, svo einhver sé nefndur, var Ignaz Franz Biber ættaður frá Bæheimi. Biber þessi var talinn eitt af merkustu tónskáldum barokktímans þó að nafn hans hafi fallið í skugga hinna stóru meistara þess tíma, Hándels, Bachs og Vivaldi. Biber þessi mun hafa verið sæmdur aðalstign af Leopold keisara I fyrir tónsmíðar sínar. Undrabarnið Mozart fæddist því inní rótgróið tónlistarumhverfi en tilfinninga- legt viðhorf hans síðar meir til fæðingar- borgar sinnar, föður síns og erkibiskupsins var beiskju blandið. í einu sendibréfa Moz- arts má fínna eftirfarandi ummæli: „Ich SALZBURG er tímælalaust borg tónlistarinnar. En hún er þar að auki ein- staklega fögur borg eins og myndin ber með sér. FJÖLSKYLDA Mozarts, samtíma olíumálverk eftir Johann Nepomuk della Croce, sem sýnir systkinin Nannerl og Amadeus til vinstri og föður þeirra, Leopold Mozart til hægri. Móðirin var látin þegar hér var komið sögu, en hún er í mynd á bakveggnum. hoffe nicht das es nötig ist zu sagen, das mir an Salzburg sehr wenig und am Erzb- ischof gar nichts gelegen ist. “ Ég vona að það sé óþarfi að taka það fram, að um Salzburg er mér mjög lítið gefið, og um erkibiskupinn hreint ekki neitt. Eitthvað á þessa leið eru þessi ummæli, sem munu ekki hafa verið að ástæðulausu. NÝ ÆVISAGA MOZARTS Alþjóðlega Mozarteum stofnunin í Salz- burg hefir að geyma mikið bréfasafn úr eigu Mozart fjölskyldunnar, þar á meðal eitt hundrað og áttatíu einkabréf skrifuð af Mozart sjálfum og eitthvað um þijú hundruð og áttatíu bréf skrifuð af föður hans Leopold auk bréfa annarra fjölskyldu- meðlima. Án efa hefir tónlistarfræðingur- inn og rithöfundurinn Maynard Salomon farið rækilega í gegnum þetta einstæða bréfasafn þegar hann settist niður og skrif- aði nýjustu ævisögu Mozarts (Mozart: A Life) sem kom út á síðasta ári og vakið hefir feikna athygli. Bókin er hvorki meira né minna en rúmar sex hundruð blaðsíður og á þeim dregur Maynard upp nýja mynd af Mozart og baráttu hans sem ungs manns við að bijóta af sér þau helsi og þá ímynd sem faðir hans var búinn að setja á hann allt frá barnæsku og reyndi til hins ýtrasta að viðhalda í lengstu lög. Mynd sú sem dregin er upp af Leopold föður Mozarts er síður en svo geðug. Hann gerði sér strax í upphafi ljóst að hann var með forsjá yfir mesta undri tónlistarsögunnar og byijaði að nýta sér það til hins ýtrasta sem nálgað- ist hreina græðgi, til að tryggja sinn eigin fjárhag. Sú ímynd sem honum tókst að byggja upp vegna einstæðra hæfileika son- ar síns varð að undrabarninu Mozart sem hann kynnti sem Kraftaverk Guðs (Miracle) sem komið hafði fram í Salzburg. En Moz- art varð að ungum manni - sumpart ung- um reiðum manni ef marka má orðbragð hans og ýmis viðbrögð á þessum tíma, jegar hann var að reyna að losa sig undan valdi föður síns og erkibiskupsins. Það kemur í ljós í bréfum Mozarts að mörg hans mestu tónverk voru árangur gífurlegrar vinnu og álags en ekki fyrir- hafnarlaus innblástur að ofan. Það má því teljast næsta furðulegt að beiskja hans og erfiðleikar koma ekki fram í verkum hans, sem eru yfirleitt full af sístreymandi tær- leika og upphefjandi fögnuði og gleði þó dramatískur þungi geti verið undir niðri - Jupiter sinfónían sem dæmi. Mozart og Haydn - þessir tveir stórmeist- arar klassíska Vínarskólans lifðu báðir og störfuðu á rókokkótímanum, en þetta stíl- tímabil, sem m.a. innihélt hugmyndafræði Rousseau, er ef til vill heilsteyptasta stfl- tímabil í sögu Evrópu. Það spannar bæði lífsstíl, klæðnað, hegðun, bygginga- og skreytilist utanhúss og innan ásamt tónlist og alþjóðlegri menningu. Tónlist þeirra Haydns og Mozarts gefur tilfinningalega innsýn í þetta tímaskeið. Þeir túlkuðu sam- tíma sinn í verkum sínum. En tímaskeið þetta hefír fyrst og fremst verið dæmt vegna óhófs, yfírborðsmennsku og pijáls yfírstétt- anna, aðalsins sem hafði efni á að tileinka sér þennan stfltíma með öfgakenndu útflúri í lifnaðarháttum. Franska byltingin þurrk- aði þetta allt út og við tók þröng þjóðemis- hyggja og rómantíkin í bókmenntum og tónlist sem leiddist út í hetjudýrkun og goðsagnakenndan gigantisma Wagners. Það má því segja að síðasta verk Mozarts, sálumessan, Requiem nr. 626 sem hann vann við eftir pöntun í banalegu sinni, hafí orðið hans eigin sálumessa og þess tíma- skeiðs sem hann lifði og starfaði á. Ég las nýlega minningargrein um rúm- ensk-franska heimspekinginn og rithöfund- inn Emil Mihai Cioran, sem lést í París á þessu ári. Bölsýni hans á mannkynið og innræti þess var slík, að hann lét frá sér fara þau ummæli, að banna ætti útfarir - menn ættu að harma fæðingu hvers manns en ekki lát hans. Þessi ummæli komu mér í hug sem fáránlegasta mótsögn sem hugs- ast getur ef. tekið er mið af fæðingu og dauða Mozarts, því allur heimurinn getur um ókomna tíð í gegnum tónverk hans fagnað fæðingu hans og harmað ótíma- bært lát hans. En það er eins og samtíð hans hafi verið búin að tileinka sér þessa óhugnanlegu kenningu, því hún tók ekki þátt í útför hans og fylgdi honum ekki til grafar. Legstaður hans er ókunnur. SÍÐASTIDAGUR í SALZBURG Það var komið að þriðja og síðasta degi mínum í Salzburg sem var sunnudagur. Síðdegis ætlaði ég að taka lestina að nýju áleiðis til Ítalíu. Ég ákvað því að taka kastalann (Hohensalzburg) með áhlaupi þennan morgun. Veðrið var hagstætt og nú hafði ég á að skipa glæsilegum liðs- auka. Kastali þessi frá elleftu öld er talinn best varðveitti miðaldakastali í Evrópu. í ljósaskiptunum þegar maður horfði yfír til gamla borgarhlutans með kastalann gnæf- andi við himin, þá var það líkast því að horfa inn í riddarasögu frá miðöldum - eða að þetta væru stórkostleg leiktjöld úr Wagneróperu. Það var hægt að hugsa sér að þessi kastali væri viðeigandi umgjörð um söngvakeppnina í óperunni Tannháuser eða leiksvið úr Parsifal. Svo að ég vitni aftur í viðtalið við hljómsveitarstjórann —Riccardo Muti þá segir hann þar, að eftir að hann stjórni flutningi á óperum Wagn- ers, og tekur Parsifal sem dæmi, þá taki það sig nokkurn tíma að komast aftur til jarðar, svo mögnuð séu hin goðsagna- kenndu áhrif af tónlistinni. Nú - áhlaup okkar á kastalann gekk að óskum, enginn varnaði okkur uppgöngu þennan fagra sunnudagsmorgun. Eftir að hafa gengið um nokkra sali kastalans sett- umst við út á veitingastaðinn þar með stór- kostlegu útsýni yfir borgina og umhverfi hennar. Þarna fengum við frábæran austurrískan hádegisverð með tilheyrandi drykkjarföngum og að sjálfsögðu striidel og kaffi í lokin. Ég held að það væri ákjósanlegt að Reykjavík og Salzburg yrðu vinaborgir eða tækju upp menningarsamskipti, sérstak- lega á tónlistarsviðinu. Flugleiðir hafa um árabil verið með beinar flugferðir til Salz- burg hluta af árinu sem gæti auðveldað slík samskipti. Ég beini þessari hugmynd til borgar- stjórans í Reykjavík til athugunar. Borgar- stjórinn í Salzburg heitir Jósef Dechant og opinber skrifstofa hans er í Mirabell höll- inni í Salzburg. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.