Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Qupperneq 11
Mynd: Pétur Halldórsson. Næturvörður kaupir úr Smásaga eftir ÁGÚSTÍNU JÓNSDÓTTUR ARATUGUM saman hefur hann búið ásamt nokkrum kattakyn- slóðum í höfuðborginni og hefur lengi amast yfir að tíminn sé fleygur sem bjúgverpill. Fyrir tveimur mán- uðum þegar hann virtist í miklu tímahraki með verkefni morgundagsins var dyrabjöll- unni hringt. Þegar hann opnaði bauð sér inn til hans ókunn kona í gæruskinnúlpu og slitnum skóm með innkaupatösku í hend- inni. Hún tók sér sæti við hlið stóru klukk- unnar, sem í sama bili sló nokkur högg og maðurinn giskaði á að þessi kona væri að vestan, en komst að raun um að hún var úr öðrum stað. í fyrstu þagði hún en sagð- ist svo vera að rukka fyrir blaðið. Hann fann gremju magnast innra með sér og svar- aði: „Ég sóa ekki tímanum í slíkt, ég nota greiðslukort - Visa, þú skilur?" „Ég sel einnig klukkur og úr,“ sagði hún. Hann hreytti út úr sér: „Eins og þú sérð eru klukkur ekki það sem mig bráðvantar og helvítis tíminn líður víst nógu hratt þótt ég bæti ekki einni við.“ Eftir skamma þögn sagði hún kuldalega: „Þú veist eflaust að úr eru hvert öðru ólík. Ég sel óvenjuleg úr eins og þetta Invarúr. Sjáðu skífuna, tölurnar og glerið, úrið er viðurkennt fyrir gæði og hönn- un. Það er frá því fyrir aldamót." Invarúrið hafði bersýnilega verið handfjatlað af æði mörgum og hann grannskoðaði útlit þess og hönnun. Hún sagði: „Ég hef heimildir fyrir því að umbótasinnaðir þjóðhöfðingjar, inn- blásnir af stjórnmálahugsjón, báru svona úr.“ Hann handlék úrið og sá að það var harla óvenjulegt; lítil myndskreyting af Lög- réttuhúsinu á Þingvöllum var grafin á skíf- una. Á gafli hússins var klukka fest við bjálka upp í kverk. „Þú skalt skoða myndina vel því að þú færð aðeins þetta eina tækifæri til þess. Á morgun verð ég búin að selja úrið.“ Hún sagði þetta eins og um væri að ræða kjarr- lyktina úr Bláskógum sem aðeins er til í minningu manns. Hann rétti konunni úrið aftur. „Þetta er eitthvað fyrir safnara, er ekki svo?“ spurði hann. ,,Já og nei,“ sagði hún og lækkaði róminn: „Ég fékk það á fornmark- aði og mig grunar að eigandinn hafi verið fávís um klukkur og úr og þar af leiðandi ekki áttað sig á verðmæti þess. Það er hætt að mæla tímann og þess vegna er það tákn þess að hann er hættur að líða.“ „Er úrið hætt að ganga?“ spurði hann efins um að hann hefði skilið orð hennar rétt. Hún svar- aði: „Tíminn er hættur að líða.“ Þetta úr var nú farið að freista hans meira en hann kærði sig um að viðurkenna: „Láttu mig hafa það,“ sagði hann einbeittur: „Ég get gefið það góðvini mínum.“ Hún sagði: „Það er vonandi úravinur. Mér er ekki sama hvar mínar klukkur og úr liggja. Engin klukkna minna hefur enn sem komið er lent á milli óheiðarlegra fingra.“ Orð hennar gerðu hann önugan. „Þú ert rukkari og sölukona með tilfinningu fyrir klukkum og hringingum,“ sagði hann. „Já,“ sagði hún: „Tímaskyn mitt er ná- kvæmt. Ég veit alltaf hverjum klukkan glym- ur. Ég er sannfærð um að klukkur eiga er- indi við íslendinga því að það eru ekki einung- is hringingar, sem greina heilagan tíma frá hinum veraldlega, heldur einnig klukkur þeirra. Ég var ekki að braska þegar ég lét náungann á markaðinum hafa loftvogina í skiptum fyrir Invarúrið en hann hafði meiri not fyrir loftvog en klukkuna, sem hafði sagt skilið við tímann." Hann fullvissaði hana um að hann sjálfur teldi hana hafa farið heiðarlega að ráði sínu. Seljandinn hefði viljað losna við gripinn, sem var honum gagnslaus. Það var einmitt hér sem hann uppgötvaði að hún var ein af þess- um kerlingum sem sagan greinir frá og fór að tala um forlagatrú. Örlítið hæðnislega spurði hann hana síðan hvort hún hygðist bjóða úrsmiðafélaginu djásnið eða hvort það væri nú þeg&r selt. Hún setti upp óræðan svip og sagði: „Þú færð það. Ég sel aldrei sama úrið tvisvar. Upphæðinni ræður þú.“ Hann svaraði að greiðslugeta sín væri lítil en hann ætti spari- fé í læstum skáp og bætti við að líklega væri þetta rétta stundin til að losa sig við það og fjárfesta í fornum hlut. „Ég heyri að þú ert á réttri leið,“ sagði hún. „Þú færð úrið.“ Hann seildist í öryggis- skáp á bak við stórt olíumálverk og tíndi fram úr honum væna fjárfúlgu. „Þetta eru góð skipti,“ sagði hún. Honum fannst skrýtið að nú talaði hún hátt og með áhersluþunga í röddinni. Augljós- lega var hún lunknari en honum virtist í fyrstu. Hún tvítaldi peningana, tróð þeim í innkaupatöskuna og hneigði sig þrisvar sinn- um áður en hún gekk auðmjúk afturábak út um dyrnar og hvarf í mannhafið. Hann minntist þess ekki að hún hefði sagt til nafns og hann hefur aldrei séð hana öðru sinni. Urið ætlaði hann að varðveita í læstum skápn- um á bak við olíumálverkið og stakk því inn í hann. Hann fór í sturtu um kvöldið, lagðist til svefns en lá andvaka fram eftir nóttu og bylti sér. Um miðja nótt tiplaði hann fram úr rúmi sínu og náði í úrið. Á bakhlið þess voru grafnir tveir bókstafir sem espuðu upp í honum forvitnina: MM. Hann sagði engum frá viðskiptum sínum. Við ástríðuna, sem fylgdi því að handleika úrið, bættist heift og ónotatilfinning. Hvað ef hann týndi lyklinum að skápnum og kæm- ist ekki oftar í hann? Sú hugsun magnaði efasemdir hans og varð til þess að hann geymdi lykilinn á sér, eins og verðmætan hring. Hann varð lykiavörður efans og fór æ sjaldnar út fyrir hússins dyr. Honum tókst að sefa sig nokkuð með því að telja sér trú um að úrið væri fornt og þyrfti ekki á nýjum eiganda að halda. Hann tók blað og blýant og hóf að skissa það í teikniblokk en blokkirn- ar urðu tvær, fjórar, sex og þeim hélt áfram að fjölga þar til hann fínteiknaði úrið og lykil- inn jafnt í vöku sem svefni. Um áramótin áttaði hann sig á að Invarúrið var orðið of ásækið og allt í einu tók hann eftir því að það var farið að tifa og vísarnir að hreyfast; tíminn var lagður af stað! Ekki bætti úr skák að honum fannst sem hann væri óþolandi í þessum úraleik; orðinn leiksoppur eigin tíma sem hafði dregið hann inn í veröld vísanna. Var hann að líða burt þar sem hann eigraði fram og aftur um íbúðina með köttinn í sín- um tíma og sjálfan sig í öðrum? Honum varð oft litið til bíla sem fluttu rusl en var efins um að með þeim færi úrið beint á haugana. Hann rifjaði upp nokkuð sem hann sá í kvik- mynd um klukkur sem hægt var að eyða eins og blikkdósum eða grafa þær í vígða mold. Áður en hann hóf störf sem næturvörð- ur, starfaði hann sem kistusmiður. Honum var ljóst að í smiðjunni voru tilbúnar kistur geymdar á lagernum vestanverðum. Hann tók sig til einn morgun og heimsótti gamla vinnu- staðinn sinn og fór fram á að mega svipast þar um. Með því móti tókst honum að lauma úrinu í eina hvítmálaða kistu, fella það inn í viðinn, gera krossmark yfir áður en hann fór frá staðnum og gekk öfugsnúinn heim; uppgefinn á erfiðum tíma. Höfundur er rithöfundur. PJETUR ST. ARASON Fangi nr. 2001 Klefi minn er dimmur, hann erjafnlangur á hverja hlið, fjögur skref, veggirnireru hálfs metra þykkir og það eru rimlar fyrir glugganum. Það kemur maður tilmín þrisv- ar á dag og opnar rifur á hurðina réttir matarbakka inn til mín og lokar, hann ger- irþetta afar hljóðlega, stundum erégsof- andiþegar hann kemur, þá fá mýsnar matar- skammtinn. Þær eru brúnar, en sumarþeirra eru hvítar. Ég syng stundum fyrirþær, en ekki hátt, því þá koma mennirnir og segja mér að þegja. Músunum finnstgott að láta klóra sér bak við eyrun og einstaka sinnum tek ég eina í lófa minn og klappa henni. Stundum berast til mín flaututónar, fjar- læg tónlist. Þá tek ég mig til og flýg útá milli rimlanna. Ég sé fólkið, hvarþað hleyp- ur milli h úsa, leikur sér í almenningsgörðun- um, kyssist, hlær, þama eru krakkar í bolta- leik, strákar í skylmingaleikjum, þeirleika riddara og sjóræningja. Fólkið veit ekki af mérþar sem égsvíf þarna með fuglunum. Ég er hvít dúfa með pílviðargrein ígogg- inum, þarsem égflýg um loftið, fjöllin blá í fjarskanum, himininn heiður ogá honum tásur Maríu meyjar. Stundum sest égá grein ígarðinum oghvílimig. Kannski til að hlusta á hjal elskenda, svo tek égflugið á ný, þá hætta tónarnir og ég verð að snúa aftur í vistarverur mínar. Þar sit égnúog skrifa þessi skilaboð til flautuleikarans. Höfundur er kennari á Stöðvarfirði. TRYGGVI V. LÍNDAL Uppreisnin í Quebec Þeir eru að fara að kjósa; froskarnir í Quebec. Stúlkurnar montreölsku, og strákarnir með skáldskapinn sem enginn skilur nema kannski Frankar. Þeir eru að tala um að verða ein þjóð, þeir sem hafa alltaf þústast með öðrum þjóðum Kanada: Rétt mátulega trúverðugir tala þeir sína hrognaensku. En vöflur eru komnar á hina; grípa hatt sinn og staf og faxtækjaskjalatösku: Betra að hafa varann á með þessa elstu íbúa Kanada (sem ekki eru indíánar); hafa dansað í þorpskrám og efast um gildi konunga löngu áður en það þótti sniðugt. BastiIIa orðanna er að bresta og skáld og meyjar berast fram á rauðbrúnu leysingarfljóti uppsafnaðrar þrár. Höfundur er skáld og þjóðfélagsfræðing- ur í Reykjavík. EGGERT E. LAXDAL Hvítar bárur LítiII bátur úr hljóðri vör hrekst á öldunum, hvort mun hann aftur ná landi? Brostin augu táka í klukkustrengina sem hefja harma söng með tómlátum hljóm yfir víkina. En í morgunskímunni sáu árvakrir menn að hvítar bárur fluttu hann að landi. Hvítar bárur fluttu fluttu hann að landi. Saltar hendur þreifa á grundinni, þar sem þörungarnir gráta og hvítar bárur velta upp í sandinn, bárur velta lengra upp í sandinn. Hljóð er ströndin og bárur kyssa steinana og velta lengra og lengra upp í sandinn, bárur velta lengra upp í sandinn. Höfundurinn er skáld í Hveragerði. LESBÓK M0RGUN8LAÐSINS 16. MARZ 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.