Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1996, Blaðsíða 1
O R G U N
L A Ð S
Stofnuð 1925
12. tbl. 23. marz 1996 — 71. árg.
Keldnaskrínið (Na. CMXXIII) er úr kirkjunni á Keldum á Rangárvöllum. Það
er talið vera frá 13. öld. Skrínið er húslaga eins og helgidómaskrín voru
yfirleitt og undir því eru súlnaraðir. Það er gert úr tré en klætt gylltum,
drifnum látúnsplötum. Á annarri hliðinni má sjá Krist á krossinum og postu-
lana Markús og Jóhannes. A bakhlið eru myndir postulanna tólf. Á þakfleti
er hinn upprisni og sigrandi Kristur. Hann situr á regnboga umgirtur albaug
með bók í vinstri hendi og þeirri hægri upplyftri til blessunar. Þá koma tveir
menn og loks englar með útbreidda vængi. Nánar má fræðast um skrínið í
bókinni Frásögur um fornaldarleifar, Reykjavík 1983, bls. 182-183.
Drykkjarhorn ívars hólms (Na. MCDXXII). Hann var hirðstjóri konungs hér
á landi 1352-1357. Hornið er gert úr stóru nautshorni. Um op þess er beit
úr gylltu silfri með upphleyptum myndum, þar sem skiptast á krýnt ljón
með öxi í framlöppum (norska konungsljónið) og tvískipt gotneskt súlnahlið,
hvort um sig endurtekið 6 sinnum. I fjórum súlnahliðanna eru myndir af
biskupi og konungi í hásæti, í hinum tveimur krýndar persónur, líklega
konungur og drottning. Nánari lýsingu á horninu er að finna í bók Krist-
jáns Eldjárns Stakir steinar, Akureyri 1961, bls. 100-104.
I
Altarisklæði frá Hrafnagili í Eyjafirði (Na. 15379), refilsaumur, stundum
hefnt Postulaklæðið, enda sýnir það hina tólf post-ula Krists. Elsa E. Guðjóns-
son textílfræðingur hefur bent á að klæði þetta sé að efni og frágangi líkt
altarisklæði frá Draflastöðum (Þjms. 3924) og biskupaklæðinu stóra frá
Hólum í Hjaltadal (Þjms. 4380 b). Leiðir hún rök að því í Árbók Fornleifafé-
lagsins 1979 að öll klæðin hafi verið unnin á Hólum í Hjaltadal af eða und-
ir umsjón Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns biskups Arasonar.
Hinir gleymdu
dýrgripir
íslendinga
Eftir GUÐMUND MAGNÚSSON
Fjöldi fagurra og merkra
forngripa frá Islandi er
enn í Þjóðminjasafni Dana
í Kaupmannahöfn (Nati-
onalmuseet), sumir í sýn-
ingarsölum, en flestir í
geymslum. Fáeinir þess-
ara gripa fundust í kuml-
um miðaldamanna á öldinni sem leið. All-
margir eru úr kirkjum okkar frá kaþólskum
tíma. Einnig eru í safninu mörg útskurðar-
verk alþýðufóiks frá fyrri öldum: lárar, ask-
ar, trafakefli, skápar og stokkar, kistlar og
könnur, svo nokkuð sé nefnt. Ennfremur
sundurleitir munir frá ýmsum tímaskeiðum:
kvenskart, drykkjarhorn, fatnaður, lampar
og verkfæri. A síðustu árum hafa svo fund-
ist í safninu gripir frá íslandi, sem ekki var
vitað um hér á landi, þ.á m. innsigli Jóns
Arasonar og Steinmóðar ábóta í Viðey og
skírnarfat frá miðöldum.
Allir eiga þessir gripir með réttu heima
á íslandi. Sumir þeirra hafa mjög sterka
skírskotun til sögu okkar og menningar, svo
sem Grundarstóllinn, helgidómáskrínið frá
Keldum, Maríudúkurinn úr Reykjahlíðar-
kirkju, Postulaklæðið frá Hrafnagili, drykkj-
arhorn ívars hóims hirðstjóra og biskupsmít-
ur frá dómkirkjunni í Skálholti. Um sögu
og uppruna margra gripanna er þó lítið
annað vitað en að þeir eru frá íslandi komn-
ir og bera sterk íslensk sérkenni. Nákvæm
tala um fjölda þeirra er ekki á hreinu, enda
oft fleiri en einn gripur undir hveiju safn-
númeri. Talan 500 lætur þó líklega nærri.
Krafan um endurheimt forngripanna i
danska þjóðminjasafninu var ríkur þáttur í
sjálfstæðisbaráttu íslendinga á fyrri hluta