Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1996, Blaðsíða 3
LESBOK
® 0 S @1 [yMS 1! B ® 11 ® Œ) 0 E
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Dýrgripir
Að líkindum eru ekki færri en 500 íslenzkir forn-
gripir í Þjóðminjasafni Dana, segir Guðmundur
Magnússon sagnfræðingur, - það eru hinir
gleymdu dýrgripir íslendinga. Nokkrir eru úr
kumlum, en margir úr kirkjum frá kaþólskum
tíma; einnig útskurður alþýðufólks og fjöldi ann-
arra gripa. Sumir þeirra voru jafnvel seldir safn-
inu eftir að fornminjalög gengu í gildi en þau
áttu m.a. að stemma stigu við útflutningi forn-
gripa.
Igaliko
er fallegt nafn á friðsælu þorpi í háum fjallasal
við botn Einarsfjarðar á Grænlandi. Þar er sögð
einstök viðursæld og friður og kyrrð ríkjaþar og
enginn asi á þeim 40 sálum sem þar búa. A þess-
um stað stóð áður biskupssetrið Garðar, segir í
síðari grein frá ferð mannfræðinema við Háskóla
íslands til Grænlands.
Dysjar
í Kópavogi - nánar tiltekið við Hafnarfjarðarveg-
inn hjá Kópavogsbrúnni - hafa verið grafnar upp
og fundust þar mannabein. Er talið að þar hafi
verið dysjuð Steinunn og Sigurður í Árbæ, sem
tekin voru af lífi fyrir mannsmorð við Skötufoss
og frá var sagt í Lesbókargrein 1995. Guðmund-
ur Ólafsson skrifar greinina.
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ HÖMRUM
Með sól
Þótt grúfi nótt og stjarna ei sé til sagna,
mér syngja ljóssins þrestir í draumsins meið.
Er dagur skín ég fullvissu þeirri fagna:
ég er förunautur sólar á vesturleið.
Á vorin sólin ekur um óravegi
og ofurljóma stafar af hennar brá.
Þótt nemi sæ við ísland, hún blundar eigi,
um óttustund hún vakir þar norður frá.
Hún fyllir regnsins bikar í hafsins brunni
og bergir því á gróðursins þyrstu vör.
Og sólin vekur söngfugl í hverjum runni,
en sunnanblærinn angar við hennar för.
Með fjaðurstöfum geislans hún letrar löndin
ojg Ijóssins rúnir skrifar í öldugráð.
I eldsins máli reiðir. hún refsivöndinn,
en reiðiorðin lætur í sandinn skráð.
Um vetrarsólhvörf rís hún við raðir fjalla,
sem risablóm sé vaggi á skuggans grein.
í dalnum geislar glitra um stund og falla
sem gullin öx á snævarins hvítu rein.
Og aftur duftið vaknar að þínum vilja,
er vindar himins anda um legstað minn.
Þvi okkur var ei skapað, ó, sól, að skilja.
Við skiljum ei, fyrst lífið er geisli þinn.
1
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum, 1899-1946, var Þingeyingur, fædd á
Arnarvatni í Mývatnssveit, en kenndi sig við Hamra í Reykjadal. Hún lagði
stund á tónlistarnám en fékk ekki notið sín sökum vanheilsu. Ljóð sin
gaf hún út á fullorðinsaldri í tveimur Ijóðabókum.
Saga
um skel
Nútíminn snýst um
ímyndir, lífsstíl, stöður
og titlatog. I nafni
jafnréttis og jöfnuðar
má enginn skera sig
úr. Útlit virðist skipta
meiru en innihald, útlit
eftir ströngustu kröf-
um tísku og markaðssetningar. Markaðs-
setning meðalmennsku er vænlegust til
gróða. Enginn gengst við því að hafa haft
rangt við í kapphlaupinu um ímyndirnar.
Unga fólkið okkar kallast nú „unglingar"
fram yfir tvítugt. Við tökum það sjaldan
alvarlega, veitum því frelsi afskiptaleysisins
og troðum því í bása sem einkennast af
sérkennilegu glysi og tómhyggju. Fyrir-
myndimar eru á reiki og æskunni nánast
sagt að hún sé annarrar gerðar en hinir
fullorðnu, og þurfi því ekki að bera ábyrgð
nema á eigin ímyndum. Börn óttast „ungl-
inga“ og hræðast þau örlög. Unga fólkið
mátar sig áttavillt við ímyndirnar og finnur
sig vanmáttugt andspænis þeim. Hvernig
á það að líta út og hvernig á það að hegða
sér? Fjölmiðlar bregða upp speglum í tali,
myndum og tónum og festa þar við merkim-
iða; X-kynslóð, eða kannski E-kynslóð.
Nýlega fór ég á tónleika þar sem ungt
fólk kom saman. Skemmtistaðinn þekki ég
vel, enda sótti ég hann sjálf á mínum sokka-
bandsárum. Fátt hafði breyst í hinni ytri
umgerð, hljómlistin var hávær en æsandi
og seiðandi þegar best lét. Það sem vakti
athygli mina var hversu kurteist og elsku-
legt þetta unga fólk var. Ung söngkona,
ímyndin sjálf holdi klædd, átti þetta kvöld.
Hún var smávaxin og fíngerð, með sér-
kennilega hárgreiðslu, klædd svörtum leð-
urbússum og örstuttum silfurkjól. Hún
minnti á draumveruna einhyrning í þessari
múnderingu. Hún söng grófri en hljómfag-
urri röddu, afar músikalskt, stappaði og
skók sig reiðilega. Þegar áheyrendur fögn-
uðu, hneigði stúlkan sig djúpt og þakkaði
blíðlega fyrir, á gullaldaríslensku líkt og
virðulegur barnaskólakennari af aldamóta-
kynslóðinni. Flestir tónleikagestanna voru
allsgáðir og lítið um reykingar. Öðru vísi
mér áður brá. Hrædd er ég um, að hefðu
þessir tónleikar verið fyrir tuttugu árum,
hefðu dyraverðir hússins haft nægan starfa
við að leiða út ýmsa gömlu skólabræður
mína sem nú verma valdastóla, háheilagir
á svip og fullir vandlætingar yfir „ungling-
unum“.
Fyrir skömmu sýndu 90 íslenskir ung-
lingar verk sín í tónum, formum, myndum
og dönsum á Listasafni íslands. Yfirskrift
sýningarinnar var Ný öld - norræn framtíð-
arsýn. Þessi sýning var hluti af samnor-
rænu verkefni sem sett verður saman í
Kaupmannahöfn í haust af því tilefni að
hún er nú um stundir menningarborg Evr-
ópu. Sýningin naut lítillar athygli fjölmiðla,
enda brá hún upp jákvæðri mynd af æsku
landsins og verkum hennar. Sköpunarmátt-
ur unga fólksins bar með sér ákall til fram-
tíðarinnar um ást og vináttu, tíma, frið og
fordómaleysi.
Þegar ég hugleiði markaðssetningu
ímyndanna, hroka okkar hinna fullorðnu
og viðkvæmni æskunnar dettur mér í hug
lítil saga frá Maórum á Nýja-Sjálandi. Hún
er svona:
Einu sinni fyrir löngu bjó döpur og ein-
mana skepna á hafsbotni. Hún hét Paua.
Hún leitaði að vini um allan sjó, en fann
engan. Það voru svo fáar skepnur til henni
líkar, því þær voru varnarlausar og gátu
ekki forðast hungraða fiska. Þær voru líka
hægfara og komu ekki auga hver á aðra
fyrir þara, klungrum og gjótum hafsbotns-
ins. Því kúrði Paua undir þangi ein síns
Iiðs og sárhrygg. Allt í einu ólgaði sjórinn
og svipti burt þangblaðinu sem huldi Pauu.
Hún heyrði rödd sem spurði: „Paua, hvers
vegna ertu svona sorgbitin?" Þetta var
Tangaroa, sjávarguðinn. „Ó, Tangaroa“,
svaraði hún, „ég er svo einmana. Bládopp-
ótti flugfiskurinn með fallega bleika skráp-
inn hæðist að mér þegar hann þýtur hjá
og fer lengra í einu stökki en ég kemst á
heilum degi. Þangið sveigir sig til og frá
og faðmar klettana og klæðir þá i dásam-
legan búning. ígulkerið hreykir sér af
hvössum broddum sínum og skreytir sig
litríkum steinum. Aðrar skepnur hafsins
bera fíngerðar skeljar og hlæja að þykkum,
svörtum togleður-vörum mínum. Ég er svo
ljót, svo hægfara og varnarlaus." Paua há-
grét. Tangora hugsaði sig um. Hér var lítið
staðfast dýr sem átti skilið eitthvað alveg
sérstakt, eitthvað sem hæfði því einu. Svo
mælti hann við Pauu: „Ég skal taka tær-
asta blámann úr ríki mínu, sækja skærasta
græna lit skógarins til Tane bróður míns
og blanda saman við þetta ögn af fjólubláu
úr árroðanum og dumbrauðum lit sólarlags-
ins. Loks skal ég strá perlumóðu yfír mynst-
ur sem verður jafnfíngert og hjá fínustu
Nautilusskel.“ Þannig skapaði Tangora und-
urfagra kápu handa Pauu. Kápan var svo
fögur að allar skepnur hafsins komu til að
virða fyrir sér þessa glitrandi veru sem var
komin mitt á meðal þeirra. Sjávardýrin voru
forvitin en líka öfundsjúk. Þau ýttu við
Pauu, nudduðu sér upp við hana og klóruðu
hana þar til kápan góða rifnaði í tætlur.
Þá hröðuðu þau sér burt og Paua var aftur
orðin ein. Þegar Tangora sá hvað sjávardýr-
in höfðu gert safnaði hann litunum saman
á ný, en í þetta sinn hlóð hann hveiju lag-
inu ofan á annað svo kápan varð nægilega
sterk til að þola ágang dýranna. Þetta þoldu
þau ekki og urðu enn öfundsjúkari og ágeng-
ari en fyrr. Nú sættu þau færis og stríddu
Pauu og hæddust að henni hvar sem þau
rákust á hana. Hún gat hvergi falist, það
gerði kápan fagra. Enn heyrði Tangora
Pauu gráta. „Mér þykir undurvænt um káp-
una mína fögru," snökti Paua, „en hin dýr-
in fyrirlíta mig og öfunda. Ég þrái frið, en
get hvergi falið mig, því ég er svo áber-
andi.“ Nú reiddist Tangora öllum þeim sem
höfðu gert Pauu lífið leitt og sagði: „Ég tek
gráa lit steinsins og sveipa honum yfir káp-
una þína. Þér einni gef ég fegurð og lita-
dýrð. Það skal verða ævistarf þitt að bæta
við kápuna hveiju laginu á fætur öðra af
fíngerðu mynstri, jafn fíngerðu og á fínustu
Nautilusskel". Þannig vildi það til að Paua
eignaðist sjálf skelina fögru. Fegurðin vís-
aði inn og umvafði Pauu en kom ekki fyrir
augu annarra fyrr en hún hafði lifað sitt
skeið og tóm skelin barst á land með sjávar-
föllunum. Þá fyrst komu listaverk Pauu í
ljós, óviðjafnanleg hljómkviða lita og forma,
hvert undursamlega snilldarverkið undir
öðru.
Setjum okkur í spor sjávarguðsins Tang-
aroa og spyijum hvers vegna svo mörgu
æskufólki í þessu landi líður svona illa og
reynum að bæta þar um. Það erum við sem
mótum þjóðfélagið. Það er ekki sæmandi
að gera æskuna að blóraböggli mistaka
okkar.
DÓRA S. BJARNASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. MARZ1996