Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Qupperneq 2
DRÁP Ýmis. Teikning: Ómar Stefánsson. Sköpun manna er lýst þannig að eitt sinn er Burssynir gengu með sjó fram fundu þeir tvö tré rekin á ströndinni: Gaf inn fyrsti önd ok líf, annarr vit ok hræring, þriði ásjónu, mál ok heyrn ok sjón. Þau nefndust Askur og Embla og frá þeim eru menn komnir. LlFANDI JÖRÐ í formála sínum að Eddu (prologus) útskýr- ir Snorri uppruna heiðninnar og setur fram skemmtilega tilgátu um þær hugmyndir fom- manna að jörðin væri lifandi vera. Hann nefnir einkum þijár ástæður: Þat hugsuðu þeir ok undruðust, hví þat myndi gegna, er jörðin ok dýrin ok fuglarnir höfðu saman eðli í ýmsum hlutum ok þó ólík at hætti. Þat var eitt eðli, atjörðin vargrafin í hám fjalltindum ok spratt þar vatn upp, ok þurfti þar eigi lengra at grafa tii vatns en í djúpum dölum. Svá er ok dýr ok fugiar, a t jafnlangt er til blóðs í höfði ok fótum. Önnur náttúra er sú jarðar, at á hverju ári vex á jörðunni gras ok blóm, ok á sama ári fellr þat allt ok fölnar, svá ok dýr ok fuglar, at vex hár ok fjaðrar ok fellr af á hverju ári. Þat er hin þriðja náttúra jarðar, þá er hon opnuð ok grafin, þá grær gras á þeiri moldu, er efst er á jörðunni. Björg og steina þýddu þeir móti tönnum ok beinum kvik- enda. Af þessu skilðu þeir svá, at jörðin væri kvik ok hefði líf með nokkrum hætti [...] Þessi tilgáta verður að teljast nokkuð rök- rétt og erfitt að hafna henni, enda finnast samsvaranir sem styðja þessa kenningu Snor- ra í goðsögum annarra trúarbragða — m.a. frá Persíu og Indlandi. Heimildir Snorra Og Túlkanir Fræðimanna Við mat á áreiðanleika Gylfaginningar sem heimildar um sagnaheim norrænnar heiðni ber margt að varast. Snorri hefur að öllum líkindum bætt sínum eigin túlkunum og hug- myndum inn í sjálfan textann þar sem hann skorti heimildir, enda er bókin rituð röskum 20_0 árum eftir að ásatrú var formlega aflögð á íslandi. Rétt er í þessu sambandi að hafa í huga að heiðin trú var ávallt lifandi meðal fólksins: Engin trúarrit voru til og því barst vitneskjan munnlega frá manni til manns. Með tímanum hafa því ýmsar goðsögur glat- ast eða breyst í munnlegum meðförum manna. Til að fá fram sem heillegasta mynd af sagnaheimi heiðninnar hafa fræðimenn rann- sakað og borið saman heimildir þar sem því verður við komið. Oft er þó erfitt um vik því þær eru fáar og jafnvel sundurleitar. Stund- um er þá gripið til þess ráðs að áiykta út frá efninu þar sem heimiidir skortir en um leið er alltaf viss hætta á oftúlkunum: 59. Sköpunheimsins. Löngu áður en himinn ogjörð urðu til, var tómt rúm, sem kallað var Ginnungagap. Þar var lengst í norðri heimur myrkurs og kulda, sem hét Niflheimur (þ. e. Þokuheimur). Þaðan komu ár þær, er hétu Elivogar [...] Úr Elivogum mynduðust mörg íslög hvert yfir öðru og fylltu allan norðurhluta Ginnungagaps. Þannig kemst Ólafur Briem að orði í bók sinni Norræn goðafræði. Þessi stutta klausa veldur nokkrum heilabrotum því að í Gylfa- ginningu er hvergi minnst á það berum orðum að Élivágar eigi upptök sín í Niflheimi. Við nánari athugun verður ekki betur séð en að þetta sjónarmið sé einnig að finna í öðrum seinni tíma ritum tengdum norrænni goða- fræði: / Niflheimi miðjum er brunnur sá er Hvergelmir heitir. Þegar árnar Elivogar, sem frá honum streyma til suðurs, [...] (sbr. Goð og hetjur í heiðnum sið.) Við lestur Gylfaginningar er mikilvægt að hafa í huga að sagan sem slík er að öllum líkindum hugarsmíð Snorra: Hann dregur saman þann fróðleik sem hann býr yfir varð- andi tiltekið efni og fléttar það síðan á listileg- an hátt inn í ákveðna rammafrásögn. Hann hefur að langmestu leyti stuðst við Völuspá, Vafþrúðnismál og Grímnismál, en tilfærir einnig vísubrot úr öðrum Eddukvæðum, frá- sögninni til stuðnings. Stíifræðileg umgjörð Gylfaginningar er vel þekkt í bókmenntasög- unni — spurningakeppni og leikur með sjón- hverfingar var vinsælt form í mörgum latínu- bókmenntum. Fýrirmynd Snorra að Gylfag- inningu gæti því sem best verið fenginn úr kennslubókum þeirrar tíðar svo sem Elucidar- ius og Viðræðum Gregoríusar. En hvað segir í Gylfaginningu um Éli- voga? Það er einmitt hér sem vert er að staldra aðeins við og líta örlítið nánar á skrif Snorra: Ár þær, er kallaðar eru Élivágar, þá er þær váru svá langt komnar frá uppsprettum, at eitrkvika sú, er þar fylgði, harðnaði svá sem sindr þat, er renn ór eldinum, þá varð þat íss. Ok þá er sá íss gaf staðar ok rann eigi, þá hélði yfir þannig, en úr þat, er af stóð eitrinu, fraus at hrími, ok jók hrímit hvert yfir annat allt í Ginnungagap. Af lýsingunni verður vart annað ráðið en að Élivágar séu fljót enda hallast flestir fræði- menn að þessari skoðun Snorra. Það er hins vegar athyglisvert að þær rituðu heimildir sem hann virðist styðjast við, Vafþrúðnismál og Hymiskviða (orðið Élivágar kemur ekki fyrir í öðrum Eddukvæðum!), nefna aldrei berum orðum að hér sé um að ræða fljót — þó vissulega megi skilja það þannig: Vafþrúðnismál: 31. Ór Élivágum stukku eitrdropar, svá óx, unz ór varð jötunn; þar eru órar ættir komnar allar saman; því er þat allt til atalt. Hymiskviða: 5. Býr fyr austan Élivága hundvíss Hymir at himins enda; á minn faðir móðugr ketil, rúmbrugðinn hver, rastar djúpan. Það verður því að gera ráð fyrir því að annaðhvort hafi Snorri haft aðgang að öðrum heimildum, sem í dag eru glataðar, eða að hér sé um að ræða persónulega ályktun hans og stílfærslu út frá óljósri sögn. Gæti hugs- ast að Élivágar séu dæmi um brenglaðan hluta goðsagnar eða rangtúlkun Snorra? Voru Élivogar fljót eða gegndu þeir öðru hlutverki í sagnaheimi heiðninnar? Brunnurinn Hvergelmir stendur í miðjum Niflheimi (sbr. Gylfaginningu) og Snorri telur upp einar ellefu ár sem þaðan falla. í Grímnis- málum eru öll vötn talin eiga sér upptök í Hvergelmi: 26. Eikþymir heitir hjörtr, er stendr höllu á ok bítr af læraðs limum;- en af hans hornum drýpr í Hvergelmi, þaðan eigu vötn oll vega í næstu þremur erindum Grímnismála er svo nafngreint 41 fljót (þar með taldar þær ellefu ár sem Snorri tilgreinir í Gylfaginn- ingu). Athygli vekur að þar eru Élivágar hvergi nefndir á nafn. Það verður að teljast ákaflega ólíklegt að í allri þeirri upptalningu fljóta sem koma úr Hvergelmi sé ekki minnst á Élivága ef þeir eiga þar upptök sín. í bók sinni Hugtök og heiti í norrænni goðafræði bendir Rudolf Siemek á að hugsanlega sé orðið Élivágar samnefni þeirra ellefu fljóta sem Snorri telur upp í Gylfaginningu og að Éli- sé þá einhvers konar afieiðsla af töluorð- inu ellefu. Sú tilgáta er nokkuð vafasöm því Élivágar eru nefndir í Vafþrúðnismálum og Hymiskviðu án nokkurrar tengingar við ell- efu fljót. Bæði þessi kvæði eru eldri en Snor- ra-Edda, — Vafþrúðnismál frá fyrrihluta 10. aldar og Hymiskviða frá síðari hluta 11. ald- ar. Frumhaf Þar Sem ÖldurMynda Él E.F. Halvorsen kom fram með þá tilgátu að hugsanlega geti nafn Élivága verið samsétt af orðunum él og vágar. Orðið él var í fornu máli ritað él og merkti vindhviða. Vágur (ft. vágar) merkti í fornu máli sjór eða haf, sbr. Alvíssmál: 24, Sær heitir með mönnum, en sílægja með goðum, kalla vág vanir, álheim jötnar, alfar lagastaf, kalla dvergar djúpan mar. Með hliðsjón af þessu eru Élivágar ekki fljót heldur sjór! — eins konar frumhaf við upphaf sköpunarinnar. Eftirfarandi málsgreinar úr Gylfaginningu verða því auðskildar: Ginnungagap, þat er vissi til norðrætlar, fylltist með þunga ok höfugleik íss ok hríms ok inn í frá úr ok gustr, en inn syðri hlutr Ginnungagaps léttist móti gneistum ok síum þeim, erflugu úr Múspellsheimi. [...] Svá sem kalt stóð af Niflheimi ok allir hlutir grimmir, svá var allt þat, er vissi námunda Múspelli, heitt ok Ijóst, en Ginnungagap var svá hlætt sem loft vindlaust. Hér er því lýst þegar Ginnungagap fylitist af sjó, sem fraus vegna kuldans er þar ríkti og barst inn frá Niflheimi. Yfir frosnu frumhafinu, Élivogum, geysuðu látlausar stórhríðir og illviðri. En smám saman hlýnaði vegna hitans sem streymdi inn frá Múspelli (neistar og heitir lækir). Fyrst létti ísnum af syðsta hluta Ginnungagaps enda næst hitanum. Eftir því sem hlýnaði og ísinn bráðnaði lægði vindinn og loks lygndi alveg. í þessu hlýja frumhafi kviknaði fyrsta lífið — jötunninn Ýmir. Tilgangur Goðsagna Vegna skrifa Snorra Sturlusonar geta íslendingar gert sér nokkuð heillega mynd af heiðnum trúarbrögðum forfeðranna. Samt sem áður vantar mikið upp á að sú mynd sé skýr og vegna skorts á heimildum hafa fræðimenn stundum orðið að fylla upp í eyður. Vera má að misskilnings gæti í túlkun á gömlum heimildum, en hvernig getum við vitað hvort sá skilningur sem við höfum, byggður á skilningi manns sem lést fyrir rúmum 700 árum, sé réttur? Við þessu er ekkert svar, en það kemur samt ekki í veg fyrir að við fáum í dag notið þess sem Snorri skrifaði. Goðsagnir eru hluti af þeim bókmennta- arfi og þeirri sögu sem gerir íslendinga að þjóð. í goðsögum er fólginn skilningur forfeðranna á lífinu og tilverunni en um leið spegla þær þann jarðveg og umhverfi sem þær eru sprottnar úr. Þegar öllu er á botninn hvolft er tilgangur goðsagna að marka mönnum stað í sköpunarverkinu. í huga hins trúaða er tími þeirra hér og nú og alltaf, þvl þær svara spurningum um uppruna heimsins og þeirra fyrirbæra sem stýra lífi manna. Höfundur er kennari. Höyer í Hveradölum Húsin sem sjást á myndinni stóðu nánast á sama stað og Skíðaskál- inn í Hveradölum. Þau koma ugglaust ekki mörgum kunnug- lega fyrir sjónir, enda stóðu þau ekki lengi. Þau voru byggð 1927 og fyrir því stóð danskur garðyrkumaður, Höyer að nafni. Hann kom hingað vegna þeirra möguleika sem hann taldi jarðhitann hafa og settist að ásamt konu sinni í Hveradölum. Þar byggði hann íbúðarhús, sem er lengst til hægri, og tvö gróðurhús þar við hliðina. Annað hús, lengra til vinstri, hefur hann síðan byggt. Afurðir sínar flutti Höyer til Reykjavíkur og seldi þær á Lækjartorgi. Jafnframt ráku þau hjónin greiðasölu og varð þar þá viðkomustaður áætlunarbíla. Búskapurinn í Hveradölum stóð aðeins til ársins 1934; þá flutti Höyer suður á Reykjanes og bjó þar í 3-4 ár og víðar. Skúli Helgason fræðimaður hefur verið að safna saman þeim brotum sem_ tiltæk eru um veru og búskap Höyers á íslandi. Er þeirri ósk hans komið á framfæri hér, að þeir sem luma á myndum eða öðru sem tengist sögu Höyers, hafi samband við Skúla I síma 551 1546. GS. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.