Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Blaðsíða 4
Vörðubrot
INDRIÐI G. Þorateinason. Portrett eftir Einar Hákonaraon.
í blindhríð
LANGT er síðan ég stóð fyrir utan glugga bóka-
búðarinnar heima á Dalvík og sá þar bók-
arkápu með nafni sem ég botnaði ekkert í: 79
af stöðinni. Hvem skollann átti þetta að þýða?
Leigubílastöð var fyrirbæri sem ég hafði alls
Land og synir er sögulega
skoðað meginverk
Indriða G. Þorsteins-
sonar og geymir kvikuna
í skáldskap hans. í henni
er fólgin lifuð reynsla
sveitamannsins. Indriði
varð sjötugur 18. apríl
og greinin er rituð af því
tilefni.
Eftir GUNNAR
STEFÁNSSON
engin kynni af; slíkur staður var ekki til í
mínu umhverfi, og númer á standi, eins og
kápumyndin sýndi, framandlegt í mínum
augum.
Ekki las ég þessa bók strax, en nokkru
síðar komst ég að því að menn könnuðust
vel við höfund hennar, Indriða G. Þorsteins-
son. Hann var Skagfirðingur, var mér sagt,
blaðamaður á Tímanum, og hafði vakið á
sér athygli með smásögu sem birtist í Sam-
vinnunni nokkrum árum fyrr en bókin með
skrítna nafninu kom í búðir. Þetta var á
þeim dögum þegar góð tímarit voru al-
mennt lesin og höfundar gátu orðið lands-
frægir af snjöllu ljóði eða vel skrifaðri smá-
sögu sem þar kom á þrykk. Þessi saga hlaut
verðlaun í smásagnasamkeppni ritsins og
fólk las hana með áfergju. A þeim tíma var
ekki komið á það frjálsræði í umfjöllun
kynferðismála sem seinna varð og eldra
fólki hugnaðist víst misjafnlega þáð hisp-
ursleysi í lýsingum á náttúru manna og
dýra sem fyrir ber í sögunni. En Samvinn-
una gróf ég upp og gaman þótti mér að
lesa svona vel sagða sögu. Sá kunni vissu-
lega að skrifa sem þannig beitti pennanum:
Það var löngu hætt að glampa á Ijáinn
úti í teignum, og það var dimmblá á honum
eggin í myrkrinu. Stórt biástararblað með
ljósum stöngii var límt við ljáinn, bakka-
megin. Og andvarinn ofan úr Dögunar-
skarði fór svalandi um afskorinn stöngulinn
sem hékk niður af egginni. Og andvarinn
óx, og að síðustu losnaði blaðið af ljánum
og fauk niður í vota slægjuna.
Þetta var Blástör. Hún var tekin upp í
fyrstu bók Indriða, smásagnasafnið Sæiu-
viku, 1951, sem með nafni sínu minnti svo
rækilega á uppruna höfundarins. Og 1955
kom svo sagan um Ragnar Sigurðsson
leigubílstjóra úr Skagafirði og örlög hans
í Reykjavík, Sjötíu og níu af stöðinni. Þessa
sögu las ég á unglingsaldri og hún greypt-
ist óafmáanlega í hug mér. Fyrsta veturinn
minn í Menntaskólanum á Akureyri var svo
sýnd kvikmynd eftir henni sem allir sáu.
Indriði var sá höfundur úr hópi yngri manna
sem athyglin beindist að öðrum fremur.
Næsta vetur kom svo út sagan Land og
synir. Indriði var fenginn norður og las
fyrir okkur úr henni í setustofu Heimavist-
ar. Sjálfur fékk ég að lesa upp kaflann um
norðurferð Ragnars úr Sjötíu og níu af stöð-
inni. Aldrei hef ég síðan farið svo yfir
Stóra-Vatnsskarð hjá Arnarstapa að mér
hafi ekki orðið hugsað til þess að hér var
það sem Ragnar velti bílnum og beið svo
dauðans:
Nú er sólskin austan í Mæilfellshnjúkn-
um. Þeir segja komi hvítur hestur í hann
þegar fannir leysir á vorin. Það heldur
áfram að renna og ekki gott að bíða svona.
Áreiðanlega er snjóhesturinn ekki íHnjúkn-
um núna. Það rennur stöðugt undir hnakk-
anum og það kemur enginn. Þetta er enn
of snemma morguns. Nú er að verða myrk-
ur og það hefur verið mikilfenglegt að horfa
á fjöllin og vont að bíða í dimmunni. Samt
er það umberanlegt, því ég veit Hnjúkurinn
er þarna og bíður með mér.
Þannig er það sem skáldskapurinn kemur
til manns. Hann verður fastur punktur í
tilfinningalífinu, eitt með umhverfinu, land-
inu, samgróinn vitundinni. Sagan um Ragn-
ar Sigurðsson að deyja undir Mælifellshnjúk
er í rauninni sama eðlis og sagan af Gretti
í Drangey, eða Ólafi Kárasyni á hinstu
göngu sinni á Snæfellsjökul.
Ég rifja upp þessar minningamyndir á
sjötugsafmæli Indriða G. Þorsteinssonar 18.
apríl með kveðju og þökk til höfundarins.
Mínar minningar eru vísast dæmigerðar um
bókmenntalesanda sem fór að vakna til
vitundar upp úr miðri öldinni. Það var þá
sem Indriði kom fram og sló nýjan tón í
íslenskum sagnaskáldskap. Síðan er mikið
vatn runnið til sjávar, Indriði orðinn roskinn
og hefur skrifað margar bækur af ýmsu
tagi. Lesendurnir sem hrifust af sögum
hans á unglingsaldri nú miðaldra menn og
bókmenntalífið gjörbreytt. Það er kannski
ástæða til að líta í sjónhending yfir sögur
Indriða af þessu tilefni, því þeim hefur
minna verið haldið á loft í seinni tíð en
áður var. Þetta er eins og gengur; nýir
menn stíga fram og þurfa sitt pláss. En
það vil ég fullyrða að fæstir þeirra komast
með tærnar þar sem Indriði hefur hælana
í list sagnaskáldsins.
Sæluvika - Sjötíu Og Níu
Af Stöðinni
Aður en Indriði vann til verðlauna fyrir
Blástör hafði hann birt einar tvær smásög-
ur undir nafni í tímaritum, en eftir Blástör
varð ekki aftur snúið, sagði hann síðar. í
Sæluviku eru tíu sögur og allar nema ein
samdar á útgáfuárinu, 1951. Það hefur
varla getað dulist skynbærum mönnum að
höfundurinn lagði upp með ótvíræða hæfi-
leika, frumlega sögumannsgáfu, óspillta
sjón og eftirtekt. Blástör er kannski besta
sagan í bókinni en ýmsar aðrar eru líka
góðar, ekki síst sagan Rusl. Þar er viðfangs-
efnið tæring afbrýðiseminnar. Höfundur
kafar að vísu ekki djúpt í hvatalífið, en við
sjáum strax hve auga hans er næmt og
sviðsetningin lifandi. Blástör er með léttari
svip, erótíkina þar mætti fremur auðkenna
með orðum eins og „kynferðislegur
skjálfti“. Sama má segja um titilsöguna,
Sæluviku, létta samdráttarsögu, hina
skemmtilegu skagfirsku byrjun á ferli höf-
undarins,_ þar sem hún stendur fremst í
bókinni. Á það hefur verið bent (Steingrím-
ur Sigurðsson) að í þessum sögum gæti
áhrifa frá Steinbeck sem Indriði kynntist
ungur fyrir tilverknað Stefáns Bjarmans,
en að honum víkur seinna í þessari grein.
Eftir Sæluviku varð breyting á högum
Indriða. - Hann hafði átt heima í Skaga-
firði fram á unglingsár, síðan á Akureyri
fram yfir tvítugt og fengist við margt,
meðal annars akstur leigubíla og vörubíla.
Nú var hann sestur að í Reykjavík og orð-
inn blaðamaður. Ferill hans var nú ráðinn,
hann kastast inn í kviku borgarlífsins, eins
og það var fyrsta áratuginn eftir stríð.
Reynsla sveitamannsins á mölinni getur
orðið býsna sár og örðug. Til að lýsa þessu
samfélagi velur Indriði sér sögusvið sem
hann gjörþekkir, líf ungs leigubílstjóra í
Reykjavík. Og hann klæðir þessa reynslu í
búning stíls sem er stuttaralegur, hlutlæg-
ur, kaldur á ytra borði en tilfinningasamur
undir niðri. Þessa stíls gætir fyrst í skáld-
sögunni sem út kom vorið 1955, Sjötíu og
níu af stöðinni. Hér var kominn inn í bók-
menntir vorar andblær nýs tíma.
Amerískir meistarar urðu Indriða fyrir-
mynd. í Sjötíu og níu af stöðinni gætir
mjög áhrifa Hemingways eins og alkunnugt
er. Þegar bókin kom út stóð ekki á því að
á það væri bent. „Nú er það helst að frétta
úr bókmenntalífinu að Skagfirðingar eru
búnir að uppgötva Hemingway,“ sagði ein-
hver. Menntamenn skrifuðu af ærnu yfir-
læti um þetta, enginn jafnmiklu og Stein-
grímur Sigurðsson sem birti langa grein
um sögu Indriða og „múgrænu í íslenskri
sögugerð“. Hvað þóttist bílstjóri að norðan
gera sig merkilegan og skrifa sögur? Út
yfir tók að hann skyldi gera það betur en
aðrir! Slík framtakssemi alþýðunnar hugn-