Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Síða 2
I Barnsminningunni
„Og svo var það æðarfuglinn," sagði Lín-
ey Jóhannesdóttir sem ólst upp á Laxamýri
í byrjun aldarinnar. „Hann þurfti mikla
umhyggju og fékk hana. Dúntekjan gat
orðið 300 pund um árið. Enn þann dag í
dag er þetta eins og heilagur fugl í mínum
augum. Það fór vel um hann niðrí eyjunum.
Þar hafði Sigurjón afi minn byijað að gróð-
ursetja runna til að hæna fuglinn að og því
var haldið áfram.
Pabbi gamli gekk ævinlega varpið á vor-
in. Hann var ákaflega nákvæmur við fugl-
inn. Gömlu kollurnar þekktu hann orðið.
Þær hvæstu og ætluðu okkur lifandi að
drepa, stelpurnar, ef við komum of nærri
þeim. En hann gat gengið að þeim og kiapp-
að þeim. Þó hann aldrei stryki okkur, stelp-
unum sínum, þá strauk hann kollunum. Og
honum var umhugað um að það væri ekki
gengið of nærri æðarfuglinum. Víða var það
siður að taka helminginn af eggjunum.
Hann tók bara eitt fyrst úr hveiju hreiðri
og einstöku sinnum annað seinna. Aldrei
fleiri en tvö af hverri kollu.
Dúnhreinsunin var líka nostursvinna. Og
henni fylgdi ótætis flóin. Dúnninn var fyrst
breiddur í halla á móti sól og síðan þurrkað-
ur við hita á geysistórri eldstó í pakkhúsinu,
minnir mig og þurfti að vaka yfir honum.
Einhvemtíma var sýslumannsfrúin stödd
á Laxamýri að sumarlagi og vildi óð og upp-
væg sjá dúninn sem náttúrlega var auðsótt.
Áður en hún vissi af var hún komin í miðjan
flekkinn. Þá sagði pabbi: „Og passaðu þig
nú, frú mín góð, því nú koma flæmar."
Flæmar vom okkur kvalræði fram eftir
sumri og væri aðkomukrakki með stríðni við
okkur þá var stundum sagt: „Ég skal láta
dúnfló á þig.“ Það þótti ekki vinsamlegt tal.
Eftir þurrkinn fór dúnninn svo inní dúnhús.
Dúnhúsið var að nokkm leyti yfirráðasvæði
þeirra frænda minna, Egilssona. Þar var
dúnvél sem þeir höfðu smíðað. Hún tók við
dúninum þegar búið var að hita hann. í lækn-
um utan við dúnhúsvegginn var mylluhjól
sem sneri þessari vél. Hún var eins og kerl-
ing í laginu, digur niður og gluggi á andlit-
inu þar sem dúnninn sást svífa yfír. Alltaf
fannst mér eins og eitthvert kynlega hægf-
ara líf í þessari vélkerlingu.
Þegar dúnninn kom úr vélinni var hann
tíndur. Við það sátu þeir bræður langt fram
á haust. Allt þetta unnu þeir fjarskalega
vel og dúnninn var framúrskarandi.
Konurnar komu svo og keyptu sér ofurlít-
inn dúnhnoðra eftir því sem þær höfðu efni
á, kannski í smábarnasæng eða til að bæta
í gömlu sængurnar. Dúnsængur vom um
alla Þingeyjarsýslu."
Staldrað Við í Stórey
„Við tökum bátinn sem liggur í vari. Það
er gaman að vera farþegi og sitja á miðþóft-
unni og virða fyrir sér umhverfið. Við sjáum
ekki æðarfuglinn ennþá, en strax fljúga yfír
okkur fímm hrafnsendur og hvín í vængjun-
um. Straumandarhjón í smáhólma við hliðina
á okkur láta sér lítið bregða og þau hafa
líklega ákveðið að nema þar land og verpa.
Tilsýndar er hávellan, auðþekkt á stélinu,
en lómurinn heldur sig lengra, hann vill lít-
ið láta á sér bera. Hreiðrið er við árbakkann
og stingur hann sér beint í vatnið verði
hann var við mannaferðir og duglegur kaf-
ari er hann.
Tíminn líður hratt þegar umhverfíð grípur
hugann og brátt nálgumst við Stórey. Þetta
er svo stuttur róður.
Það eru margir biikar á bakkanum þar
sem við leggjum bátnum og þeir víkja frá
í rólegheitum og synda í aðra átt.
Þótt æðarfuglinn vilji búa hjá manninum
þá er alltaf best að vera í hæfilegri fjar-
lægð. Kollurnar sem synda þarna verpa í
runnunum því þær sækja í skjólið.
Yfír daginn rabba blikarnir saman á bökk-
unum eða fá sér sundtúra. í lokin verða
þeir leiðir á að hanga yfir þessu og fara út
á sjó þegar líður á klaktíma eggjanna.
Það er misjafnt hvað fuglinn sest snemma
og þó liðið sé á varpið eru alltaf einhveijar
sem koma seint, hvað sem veldur.
Gaman er að sjá drifhvítar breiðurnar
meðfram bakkanum og allir virðast þeir
eins þó líklega hafí þeir sín sérkenni rétt
eins og við mennirnir.
Runnamir eru mest víðirunnar, gul-og
grávíðirunnar staðsettir af náttúmnnar
hendi, misjafnlega háir, þó allir góð hreiður-
stæði. Á milli þeirra er grasi gróið en ekki
em nema rúm tuttugn ár síðan allt var sleg-
ið og rakað. í þá tíð var Stórey eins og
lystigarður þegar heyskap var lokið. Engja-
taða af þessum 16 hektumm þótti góð fyr-
ir skepnurnar og oft voru víðisprotar í hey-
hrúgunum sem fiuttar vom heim og þurrk-
aðar á þurm túni. Þetta tilheyrir nú fortíð-
inni og sinan hefur völdin allavega í bili.
En hvað skyldi æðarvarpið hafa verið hér
lengi? Það veit enginn með vissu. Líklega
skiptir það hundmðum ára. Sögur af bænd-
um hér áður fyrr segja að þeir hafi haft
mikinn dún en þó gekk það ætíð í sveiflum.
Hafísár hafa sfn áhrif og þá verpir fuglinn
lítið hér og fer í lágmark sem þýðir dauf-
lega vist í Stórey.
Ömgglega er það rétt að fuglinn hefur
verið hér um aldir því í brotnum árbökkun-
um má sjá bláskeljalög sem fylgja fuglinum
og hugsi maður til ömefna á svæðinu virð-
ist hafa verið hér æðarfugl frá örófí alda.
Það er slæmt hvað Stórey er lág. Þegar
vorleysingar koma seint þá flæðir næstum
yfír allt og lítið er hægt að gera. Þá er
mörg kollan illa sett og þegar flæðir inn í
hreiðrin flýja þær og fara. Eftirá er aðkom-
an ekki góð, egg og dúnn um alla ey og
koliumar standa á sandeyrum í ánni von-
sviknar með lífíð.
í vorhretum hríða þær stundum í kaf en
standa allt af sér komi ekki til stórskaflar.
Hroðaiegt að sjá skafrenninginn fylla runn-
ana á einni nóttu og hrekja burt fuglinn.
Stærsti runninn í Stórey er kallaður Hái-
mnni. Gamall gulvíðirunni og vinsæll varp-
staður. Þar má vara sig á að stíga ekki á
hreiðrin.
Oft er erfítt að ganga mnnann þegar
gróðurinn er orðinn mikill, gras, hvönn og
lauf, allt í einni bendu, hreiðrin næstum
ófínnanleg og dúnpokinn þungur. En þetta
er paradís æðarfuglsins og oft em blikarnir
margir sem kúra við Háaranna á vorin.
Skemmtilegt er „úið“ í fuglinum. Stund-
um heyrist það í vorkyrrðinni heim i bæ og
þá veit maður að fuglinn er kominn. Þá er
komið vor.
Kollurnar fara ekki langt þó þær fari
margar af hreiðrunum. Þær fara fram á
bakkann og snyrta á sér fiðrið og aðrar
fara út á ána. Sumar verpa í dekk eða
hús, en flestar inn í mnnunum þó eru enn
aðrar sem kjósa að vera á berangri. Þeim
til heiðurs em skilti og skærir litir settir upp
meðfram bakkanum.
- Skrítinn landbúnaður æðarbúskapur-
inn.“
Dúnhreinsunarvélar
Gömlu Laxamýrarbænda
Sonarsonur Siguijóns Jóhannessonar á
Laxamýri, Sigurður Egilsson, tók þátt í smíði
dúnhreinsunarvéla og sagði svo frá í sunnu-
dagsblaði Tímans fyrir liðlega þrjátíu ámm.
„Á síðustu öld var draumur þeirra sem
áttu mikil varplönd að fínna einhver tæki
sem gætu létt það vonda verk að hreinsa
dúninn. í þeim hópi voru Laxamýrarbændur
sem fengu árlega mikinn dún. Orðrómur var
uppi um það að í Kaupmannahöfn myndu
vera til tæki sem notuð væm til þess að
hreinsa grænlenskan æðardún en talið var
að yfir þeim hvíldi leynd sem ekki yrði rofin
þó reynt væri og víst var það að aldrei fékkst
nein gagnleg fræðsla um dúnhreinsun í
Danmörku.
Þess vegna sneri Siguijón Jóhannesson á
Laxamýri sér til Magnúsar Þórarinssonar
uppfyndingamanns á Halldórsstöðum í Lax-
árdal með tilmæli um að hann reyndi að
smíða gagnlega dúnhreinsunarvél. Mun það
hafa verið fyrir 1890.
Magnús brást vel við þessu og tók að
smíða tilraunavélar sem þó komust ekki í
not að svo stöddu enda margir annmarkar
torleystir. Mest mun hann hafa fengist við
sívalninginn sem hann nefndi svo en það
var strengjavél þar sem tvær kringlur úr
þykku efni voru festar á gildan járnöxul.
Vélin gafst ekki sem skyldi enda féll rusl-
ið sem úr losnaði innan í sílvalningum jafn-
óðum ofan í viskina aftur svo að hreinsun
miðaði hægt.
Tilraunir lágu niðri mörg ár þar til þeir
Laxamýrarbræður Egill og Jóhannes Sigur-
jónssynir fengu Magnús til þess að byija
aftur á smíði og tilraunum þar sem frá
hafði verið horfíð. Líklega 1911-1912. Smíð-
aði hann vél með fastri grind á eins metra
háum traustum undirstöðum. Allmikið hug-
vit kom þarna fram og smíðin var vönduð.
En yfírleitt reyndist það sem úr járni var
gert of grannt og veikbyggt. Því miður
reyndist vélin seinvirk og náði aldrei vel úr
nema helst með því að hafa mjög lítið á
grindinni í einu og var orsökin sú að grind-
in var föst og varð ekki snúið þegar viskin
var komin í gegn eins og gert var með
gamla laginu. Vélin var notuð í nokkur ár
og létti allvemlega hreinsunarerfíðið án
þess að skemma dúninn svo að talist gat.
Var aðferð sú viðhöfð að tvær stúlkur rifu
á grindum en vélin var látin vinna svo lengi
að hverri visk að heim stæðu afköst hennar
eftir að búið var að þurrka og kvennanna
tveggja. Að lokum var handtínt eins og
gert hafði verið frá fornu fari.
Sumarið 1913 barst sú frétt að á Hraunum
í Fljótum væri að verki dúnhreinsunarvél sem
var uppfundin af Hellulandsfeðgum Sigurði
og Ólafí. Fyrir milligöngu Stefáns skóla-
meistara á Ákureyri var fengið leyfi handa
Sigurði Egilssyni á Laxamýri til þess að
skoða vélina og smíða eftir henni ef henta
þætti. Fór hann að Hraunum í byijun árs
1914 og er heim kom smíðaði hann sams
konar vél sem var svo notuð í mörg ár með
þeim árangri að nú gekk verkið greitt og
var auðunnið miðað við eldri aðferðir.
Því miður verður að segja að dúnninn slitn-
aði og styttist í honum en þó minna eftir
að tókst að endurbæta þurrkunaraðferðirnar.
Seinna smíðaði Sigurður tvær vélar af þess-
ari gerð fyrir aðra varpeigendur og einnig
tvo eða þijá þurrkofna í umboði Einars á
Hraunum sem átti þá uppfmningu.
Vegna muns á gæðum dúnsins reyndu
Laxamýrarmenn á ný við strengjavél Magn-
úsar og reyndu að laga sívalninginn. Með
aðgerðum þeirra tókst að gera vélina not-
hæfa og skilaði hún vel unnu verki en var
áfram seinvirk. Stafaði það af því hve erfítt
var að láta dúninn tolla á strengjunum. Héldu
þeir bræður síðan áfram að þróa tæknina
og að sögn Sigurðar var margt gert að nýju
og telur hann að það hafí verið 1928 er
vem þeirra lauk á Laxamýri að þeir væm
búnir að sjá fullan árangur af starfí sínu og
gátu hreinsað í tilraunavélinni með ágætum
árangri. Vom þeir þá ráðnir í að koma upp
framtíðarvél að líkri gerð.“
Og Svo Var Það Krían
Hjartað tekur viðbragð í bijóstum fólksins á bænum
það segir fagnandi hvert við annað: Krían er komin
veit að eftir tvo daga er hún alkomin
Eftir það þagnar hún aðeins um lágnættið
Með fráum vængjum og hvðssu rauðu nefi
hrekur hún illgfygli úr varpinu
heggur okkur i höfuðið sem komum nálægt fátæklegu
heimili hennar
einu eða tveim eggjum á berangri
Hún er félagsmálafugl og bert fyrir réttlæti og umbót-
um
en lítt hneigð til heimilisstarfa
Á köldu vori krókna ungamir hennar
Litlir dröfnóttir hnoðrar með vísi að vængjum
rigna ofan í grasrótina
(Þóra Jónsdóttir)
Heimildir: Atli Vigfússon: Rabbað í æðarvarpi.
Árni Magnússon/Páll Vídalín: Jarðabók Þing-
eyjarsýslu.
Hallgrímur Jónsson: Á slóðum manna og laxa.
Sigurður Egilsson: Dúnhreinsun og dúnhreinsun-
arvélar.
Skúli Skúlason: Laxamýrarættin
Þorgeir Þorgeirsson: Það er eitthvað sem eng-
inn veit.
Þóra Jónsdóttir: Línur í Iófa.
Höfundur er bóndi á Laxamýri.