Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Qupperneq 5
SUPERMARINE Spitfire er hugsanlega best þekkta herflugvél allra tíma. HAWKER HURRICANE varð önnur þekktasta orrustuflugvél síðari heims-
Hér er ein sú elzta sem nú er til. styrjaldar. Nokkrar eru til ennþá, en aðeins þijár eða fjórar flughæfar.
ar höfðu
barið á vamarsveitunum á
jörðinni komu brynvörðu bflamir og skrið-
drekamir og ráku endahnútinn á sóknarlot-
una. Þetta ferli átti eftir að endurtaka sig í
V-Evrópu í apríl, maí og júní 1940. Hið flat-
lenda skarð þar sem þýski herinn hafði farið
um árið 1914 var vemdað af rammgerðum
virkjum og öflugast þeirra var Eben Emael
fyrir norðan borgina Liége sem mannað var
1.500 mönnum og vopnað fjölda fallbyssna.
Virkið gat haldið uppi skothríð á óvinina
hvaðan sem þeir komu, nema úr lofti. Jun-
kers-52 flutningavélar drógu á eftir sér svif-
flugur og lentu 9 þeirra á pallflötu þaki virk-
isins. 80 þýskir áhlaupsliðar vom síðan
snöggir að gera virkið óstarfhæft svo það
gat ekki hindrað framrás landhersins. Loftá-
rás á Rotterdam 14. maí olli mikilli skelfingu
og fómst um 800 manns í þeirri loftárás en
orðrómur var uppi um að 35.000 manns
hefðu fallið.
Aðalstjömur ormstunnar um Bretland,
sem olli vissum straumhvörfum í stríðinu,
vom Messerschmitt 109 og Spitfire. Þjóðverj-
ar þurftu að hafa yfirburði í lofti til að geta
gert innrás á Bretlandseyjar en bresku orr-
ustuvélarnar vömuðu því þannig að ekkert
varð úr innrásinni. Á fyrsta ári stríðsins
hafði flugvélin sýnt áþreifanlega fram á
mikilvægi sitt. í orrustunni um Bretland farn-
aðist Stukunni og öðmm sprengiflugvélum
Þjóðvetja miður vel gegn hraðfleygum orr-
ustuvélum Breta sem náðu yfir 500km/klst.
og vom búnar mörgum vélbyssum og snarar
í snúningum. Spitfire-vélin var margendur-
bætt í stríðinu, hún fékk fleiri skrúfublöð,
öflugri vél, fallbyssur í stað vélbyssna o.s.frv.
Hinum megin á hnettinum átti lofthernað-
ur eftir að valda straumhvörfum. 7. des.
1941 réðust Japanar á Perluhöfn, Hawaii,
en þar var stór bandarísk flotastöð. 6 jap-
önsk flugvélamóðurskip með samtals 392
árásarflugvélar tóku sér stöðu um 250 míl-
ur frá Perluhöfn. Fyrsta bylgja árásarflug-
véla taldi 183 flugvélar og tókst Japönum
að koma Bandaríkjamönnum algerlega á
óvart. í árásinni sökktu Japanar eða ollu
stórtjóni á 18 herskipum. Þeir eyðilögðu 188
flugvélar og skemmdu aðrar 159 en misstu
sjálfir einungis 29 flugvélar. Meira en 2.000
Bandaríkjamenn féllu í árásinni og rúmlega
1.000 særðust.
Aðalormstuvél Japana var Zero-vélin og
á fyrstu mánuðum stríðsins á Kyrrahafinu
töldu margir hana ósigrandi. Vélin var smíð-
uð úr nýrri álblöndu og hún var ekki búin
'mW»
MC DONNELL Douglas F-15C Eagle frá 33. flugdeild, 58. flugsveit banda-
ríska flughersins. Þessar vélar skutu niður 37 af 41 íraskri vél, sem banda-
ríski flugherinn skaut niður í persaflóastríðinu.
LOCKHEED F-117 huliðsvél. Þessi flugvélategund hlaut alheimsfrægð í Flóa-
bardaga þegar slíkar vélar flugu yfir írak án þess að írakar sæu þær á
ratsjám. Nákvæmni þeirra er ótrúleg; hægt að hitta skotmark á stærð við
skorstein eða glugga og þarmeð minnkar hættan á að sprengjur lendi þar
sem þeim er ekki ætlað að Ienda.
Ljósmyndir úr safni Baldurs Sveinssonar.
LOCKHEED SR-71 Blackbird í Bretlandi 1981. Blackbird er enn hraðfleygasta
flugvél sem nokkur þjóð hefur notað opinberlega. Tegundin er líka ein af fyrstu
huliðsvélunum og er ratsjárþvermál hennar með 12 sm hlið, eða 144 fersm.
Seinni Heimsstyrjöldin
í byrjun seinni heimsstyijaldarinnar beittu
Þjóðveijar hemaðaraðferð sem þeir kölluðu
Blitzkrieg sem hefur verið útlagt sem leiftur-
stríð á íslensku. Blitzkrieg fólst í fáum orðum
sagt í því að samhæfður liðsafli brynsveita,
flugvéla og vélbúins fótgönguliðs brytist í
gegnum víglínu óvinarins í eldhörðu áhlaupi
og ylli svo usla á baksvæðum hans. Að
morgni 1. sept 1939 réðst þýski herinn á
Pólland og gegn pólsku liðssveitunum við
landamærin var beitt nýju vopni sem átti
eftir að verða frægt, það var Junkers-87
Stuka. Stukan var sprengiflugvél, hámá-
kvæm í miðun og bar 2.000 punda sprengif-
arm sem hún sleppti áður en hún rétti sig
af úr Ióðréttri dýfu. Að auki hafði flautum
verið komið fýrir á vængjum margra
þessara véla þannig að þegar þær
steyptu sér fannst öllum hermönn-
um á jörðinni fyrir neðan sem
Stukan stefndi á sig. Þegar
flugvélam-
MESSERSCHMITT Bf. 109G, ein þekktasta flugvél
þýska flughersins fyrr og síðar. Aðeins þrjár slík-
ar flugvélar með rétta hreyfla eru nú til.
BOEING B-52E Stratofortress.
B-52 flugvélar af ýmsum gerð-
um hafa verið svo Iengi í notk-
un að þær eru nú orðnar eldri en
sumir flugmennirnir sem fljúga þeim.
Nú er eingöngu B-52H í notkun og tók hún þátt
í æfingunni Norður Víkingur 1995.
brynhlífum til varnar fiugmanninum né
sjálfþéttum bensíngeymum og dró það því
ekki úr hraða vélarinnar. Árið 1943 átti
Zero-vélin í höggi við nýjar bandarískar
flugvélar eins og t.d. P-38 Lightning og F6F
Hellcat svo eitthvað sé nefnt. Þessar vélar
voru ekki eins liðugar í návígi og Zero-vélin
en hraðfleygari, þolmeiri og betur vopnum
búnar. Að auki voru þær búnar sjálfþéttum
bensíntönkum og brynhlífum til varnar flug-
manninum.
Orrustan við Midway var einungis háð
með flugvélum og náðu Bandaríkjamenn
þar að rétta sinn hlut og snúa stríðsgæf-
unni sér í vil. Þar misstu Japanir fjögur flug-
vélamóðurskip, eitt beitiskip og 322 flugvél-
ar. Bandaríkjamenn misstu mun minna, eitt
flugvélamóðurskip, einn tundurspilli og 150
flugvélar. Árið 1944 vora háðar miklar orr-
ustur á Kyrrahafinu og léku flugvélar þar
lykilhlutverk í því að færa Bandaríkjamönn-
um sigur. Flugvélar gerðu stríðsaðilum
kleift að ráðast á fjarlæg skotmörk og greiða
andstæðingum sínum þung högg.
Bretar höfðu. tröllatrú á stórfelldum
sprengiárásum á mikilvægar borgir á meg-
inlandi Evrópu. 30. maí 1942 gera Bretar
fyrstu 1.000-sprengivéla-árásina og var
borgin Köln skotmarkið. Meira en 2.000
tonnum af sprengjum var varpað sem olli
dauða 469 manna en að auki voru 45.000
manns gérðir heimilislausir. Bretar gerðu
þessar árásir að nóttu til og 1. júní 1942
ráðast 1.036 vélar á Ruhr-héraðið. Engar
fleiri 1.000-sprengivéla-árásir voru gerðar
fyrr en árið 1944. Fyrst í stað voru þessar
árásir ekki algengar og bandamenn hættu
sér sem minnst í loftárásum yfir Þýska-
landi. Þýskar loftvarnir voru skeinuhættar
og bandamenn skorti styrk til slíkra árása.
í frægri loftárás 14. okt 1943 var skot-
markið kúluleguverksmiðjur í Schweinfurt.
291 B-17 flugvél lagði af stað með fjölda
Thunderbolt orrustuvéla sér til verndar.
Thunderbolt vélarnar þurftu að snúa við í
grennd við Aachen og þá réðst mýgrútur
af þýskum orrustuvélum á sprengivélarnar.
Þegar bandarísku vélarnar sneru heim höfðu
60 vélar verið skotnar niður og 138 illa
skemmdar. Þetta var of mikið tjón. Þörfin
fyrir langdræga orrustuvél varð því mikil.
Mustang P-51 vélin var svarið. Hún var
hraðfleygari og hreyfanlegri en þýskar orr-
ustuvélar og gat náð 440 mílna hraða í
30.000 feta hæð. Með auka eldsneytisgeym-
um gat hún fylgt sprengivélum að austur
landamæram Þýskalands. Mustang vélin var
tekin í notkun í des. 1943 og í mars 1944
hafði vélin lagt undir sig lofthelgi Þýska-
lands. Stórfelldar loftárásir á Þýskaland
urðu nú mögulegar.
Meðal fjarlægðarskekkja sprengju í mars
1944 var 680 stikur en í maí sama ár var
hún komin niður í 285 stikur. 12. maí 1944
gerðu 935 bandarískar sprengiflugvélar
árás á Ploesti olíulindirnar í Rúmeníu. 400
þýskar orrastuvélar tóku á móti þeim en
þær voru hraktar burtu af 1.000 bandarísk-
um orrastuvélum og misstu Þjóðveijarnir
65 vélar en Bandaríkjamenn misstu einung-
is 46 sprengjuflugvélar. Þetta var mikil
breyting miðað við Schweinfurt árásina um
hálfu ári áður. Loftárásir bandamanna urðu
tíðari og öflugri er á leið, þar ber einna
hæst loftárás bandamanna á Dresden í feb.
1945 sem kostaði yfir hundrað þúsund
manns lifið og er orðin fræg. Þjóðveijum
tókst þó að framleiða bestu orrustuvél stríðs-
ins og var það þota, Messerschmitt 262.
Me-262 hefði getað valdið miklum usla í
flugheijum bandamanna en kom seint fram
á sjónarsviðið, líkt og Fokker D VII í fyrra
stríði. Me-262 gat náð 525 mílna hraða á
klst. og var vopnuð 30 mm fallbyssum.
Hitler gerði sér ekki grein fyrir mikilvægi
hennar og því varð lítið úr notkun hennar.
Þjóðveijar beittu einnig V-1 og V-2 eld-
flaugum í stríðinu sem ollu Bandamönnum
nokkrum búsifjum. V-1 var 27 fet að lengd
og vænghaf hennar var tæp 18 fet. Hún
SJÁ NÆSTU SÍÐU
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MAf 1996 5