Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Page 7
LANDSLA GSMÁLARINN Frederik Sædring, 1832, olía á léreft, 42,2x37,9sm. í eigu Hirschsprungssafnsins. EINN AF litlu turnunum á Friðriksborgarhöll, olía á iéreft, um 1835, 177x162 sm. Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn. SJÁLFSMYND, um 1833, olía á léreft, ÚTSÝNI frá uppfyttingunni við Svörtutjörn móti Norðurbrú, olía á 42x35,5 sm. léreft, 53x71,5 sm. Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn. Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn. arar aldar í málaralist, grafík og myndhöggi. Sú ríka tilhneiging Köbkes, að lifa sig inn í nánasta umhverfi eftirgera og upphefja það kom snemma fram og fylgdi honum alla tíð, það var ekki aðeins að hann héldi sig að innan ákveðins og afmarkaðs radíus- ar, heldur var hann svo heimakær að hann fór ekki úr föðurhúsum fyrr en 19 ára og þá í ferðalag með vini sínum til Árósa. Þá málaði hann öðru fremur fjölskyldumeðlimi sína, frændur og frænkur, og einni þeirra, Susanne Cecilie Köbke, giftist hann 1837. Ungu hjónin fóru ekki langt, heldur fengu séríveru í enda stóra hússins við Bleiku- tjörn. Ævintýralöngun og útþrá blundaði þó í hinum unga listamanni, en það kemur helst fram í málverkum hans, því yfir þeim er einhvern veginn svo fjarlægur blær, sem hann skynji mikilleikann í nálægðinni. Þann- ig málar hann ósköp hversdagslega viðburði með einhverri yfirskilvitlegri og háleitri nálægð. Um leið og tíminn eins og stendur kyrr, vatnið rétt gárast, gróður og tijákrón- ur bærast varla, skynjar skoðandinn í hinum sannverðugu náttúrulýsingum óræðar upp- hafnar víddir í núinu, eins og handan alls . sem er. Gott dæmi um þetta er myndin í „Útsýni frá uppfyllingunni við Svörtutjörn" i Sortedamssöen (1838), sem konunglega I málverkasafnið, nú ríkislistasafnið, festi sér i árið eftir. i Málverk Köbkes af afmörkuðum mynd- : efnum í umhverfinu, sem hann málaði aftur l og aftur, voru eins og ferðalög á vit hins i óþekkta og á þann hátt var hann landkönn- i uður og eins og hillti í ævintýrið á myndflet- i inum. Jafnframt því sem allt er í jafnvægi í þessari mynd er rétt aðeins vikið út frá miðlægri, samhverfri myndbyggingu, lóð- rétt flaggstöngin, sem fær framhald í bryggjustöplinum, sker og afmarkar mynd- flötinn í tvo hluta. Hér er komið gott dæmi um rómantíska stílinn og hina sérstöku for- tíðarþrá í anda þeirra félaga, Norðmannsins J.C. Dahl og Þjóðveijans Caspar David Fri- edrich, sem báðir störfuðu í Dresden og urðu prófessorar við akademíuna þar. Dahl hafði numið við akademíuna í Kaupmanna- höfn, en sneri sér frá akademískum skóla- lærdómi og rannsakaði upp á eigin spýtur niðurlenska sautjándu aldar málara, til að mynda Meindert Hobbema, Aert van der Neer og Jacob van Ruisdael áður en hann settist að í Dresden. Það skýrir margt en tekur ekki sérkenni annarra málara svo sem Köbkes frá þeim. Árið 1838 verður einnig vendipunktur í list Köbkes, því í ágústmán- uði heldur hann ásamt vini sínum skreyti- málaranum G.C. Hilker í námsferð til Ítalíu. Áfangastaðirnir segja dijúga sögu, en þeir voru Berlín, Dresden, Miinchen, Niirnberg, Regensburg, Salzburg, Innsbruch, Verona, Padua, Venedig, Ravenna, Bologna, Flórenz og Siena. Komu þeir fyrst á áfangastaðinn Rómaborg í desemberlok svo víða hafa þeir litið í kring um sig og þar dvelur Köbke næstu fimm mánuði. I maímánuði næsta ár heldur Köbke enn sunnar og nú til héraðs- ins í nágrenni Napoli, eftirgerir freskur frá uppgreftrinum í Pompei á Þjóðminjasafninu og dvelur lengri tíma á Capri. Árið 1840 málar hann í Pompei, heldur svo til Rómar og um Miinchen áleiðis til Danmerkur í ágúst. Heim kominn er hann fullur athafna- þrár og sköpunargleði og málar margs kon- ar myndefni frá Italíu næstu árin jafnframt því sem kona hans elur honum tvö börn. Hann er viðurkenndur hæfur til að gerast meðlimur Akademíisins og fær það verkefni að mála ákveðið myndefni frá Capri því til staðfestningar, en verkið dregst á langinn og hann fullgerir það fyrst 1846. Árið 1843 deyr faðir hans og tveim árum seinna leys- ist heimilið við Bleikutjörn upp og Köbke málar síðustu myndir sínar þaðan, flytur svo á Friðriksborgargötu 5. Á þessum tíma vinnur hann að skreytingum í Thorvaldsens- safninu og er einn þeirra sem lýstu loftin í nokkrum sölum safnsins. Kannski hefur Köbke ekki málað verkefn- ið, sem átti að gera hann að meðlimi Aka- demíisins, af nægilegri sannfæringu eða hinir háu herrar misstigið sig illa, sem hafði svo sem gerst áður, en það gerðist að mynd- inni var hafnað er hún var lögð fram 1846. Árið eftir sýnir hann í síðasta skipti á Charl- ottenborg og er myndefnið sótt til Pompei og 7. febrúar 1848 deyr hann af lungna- bólgu tæplega 38 ára að aldri. í desember- máuði eru verk hans seld á dánarbúsupp- boði og fara að stórum hluta til málaravina hans og fjölskyldu. Kona hans, Súsanna Cecilie, lést svo vorið eftir. Köbke var málari hinna litlu mynda og hins smáa í tilverunni, hann þurfti einungis að flytja sig fáein skref til að fínna nýtt ferskt og verðugt viðfangsefni. Fór sára- sjaldan út fyrir mörk Kaupmannahafnar, og þá gjarnan til Hilleröd til að teikna og mála Friðriksborgarhöll. Það er merkiiegt að hann átti það til að mála litlar myndir af mikilfenglegu útsýni, en stórar af ein- angruðu myndefni eins og litlu turnunum á Friðriksborgarhöll. Þá málaði hann ósköp venjulegt grindverk af slíkri innlifun að yfir því er svipuð reisn á myndfletinum og forn- um rómverskum súlum. Köbke lifði viðburð- arsnauðu lífi, barst lítið á, málverk hans urðu ekki mörg og hann naut aldrei mikill- ar hylli meðan hann lifði. Að ég kaus þá leið að rekja lífshlaup málarans á svo ágripskenndan hátt stafar af því að hann er mikið til óþekktur hérlend- is nema í þröngum hópi, helst þeirra sem numið hafa myndlist í Kaupmannahöfn auk nokkurra sérvitringa með áhuga á eldri danskri list. En skyldi þeim ekki vera líkt farið og mér og í raun mörgum löndum hans, sem fyrst varð staða hans í danskri list ljós með þessari sýningu? Danir hafa eins og aðrar þjóðir verið seinheppnir með viðurkenningu á sínum bestu málurum sbr. Vilhelm Hammershöi og ég fylgdist með því vorið 1951 er haldin var stór yfirlitssýn- ing á verkum hins nýlátna málara, Vilhelm Lundström, á Charlottenborg er menn gerðu sér í fyrsta skipti ljóst hvílíkur öndvegismál- ari hann hafði verið. Það er allt annar handleggur, að sjá æviverk málara samankomið á einum stað en nokkrar myndir á söfnum hér og þar og fæstir ef nokkrir samtíðarmanna Köbkes bjuggust við að sól hans myndi rísa jafn hátt og raun hefur orðið á. í raun tók hún fyrst að rísa er listsögufræðingurinn Emil Hannover gaf út bók um Köbke 1893 með skrá yfír verk hans. Hinn merki listsögu- fræðingur var svo lánsamur, að þá voru enn nokkrir samtíðarmanna listamannsins á lífí, sem þekktu til hans og gátu veitt honum verðmætar upplýsingar um persónu hans. Þá kom út bók efír Mario Krohn um verk Köbkes 1915 og forstöðumaður ríkislista- safnsins, Karl Madsen, gaf út bók með teikn- ingum hans 1929. Það mun þó hafa verið hin andríka og djúphugsaða ritgerð hins síðasttalda í 1. hefti árbókar listasfnsins frá 1914, sem færði gild rök að þ.ví að Köbke væri einn af mestu málurum þjóðarinnar, og það var einmitt hinn sami Madsen, sem skipaði Hammershöi á bekk með mestu þálifandi málurum þjóðarinnar. Sýningin á Ríkislistasafninu var mikil opinberun fyrir mig og undirstrikaði ræki- lega að menn þurfa ekki endilega að fara langt til að fínna verðugt viðfangsefni, öllu skiptir myndrænt andríki listamannsins. Að vísu skerpti Ítalíudvölin formskyn Köbkes, svo sem seinni tíma myndir frá heimaslóðum eru til vitnis um. En djúpsæu lifanimar frá heimaslóðum eru að mínu mati mun upp- runalegri og persónulegri en nokkuð það sem hann málaði á Ítalíu og undir áhrifiim frá ítalskri list. Úrval verka frá sýningunni mun að öllum líkindum verða sýnt í Þjóð- listasafninu í Berlín og Þjóðlistasafninu í Washington á næsta ári. Framkvæmdin er enn ein sönnun þess, að Danir hafí verið mjög samstíga þróuninni sunnar á meginlandinu og að dönsk arfleifð í myndlist teljist ein sú merkasta í Evrópu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.MAÍ1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.