Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Síða 8
Willi Miinzenberg og sögufalsanir á 20. öld. II.
Goðsögnin um
Sacco og Vanzetti
Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON
SINCLAIR Lewis, lengst til hægri, ásamt
forustumönnum bandarískra kommúnista.
WILLIMÚNZENBERG og Babette nýgift.
Eftir fyrri heimsstyrjöld voru Banda-
ríki Norður-Ameríku auðugasta
ríki veraldar og á þriðja áratugn-
um jókst framleiðsla og þjóða-
rauður. Viðhorf alls þorra íbúanna var mót-
að af hugmyndum um þau „gullnu tæki-
færi hvers og eins“, ameríska draumnum
og frumkvæði einstaklingsins. Land tæki-
færanna var lifandi hugmynd meðal öreig-
anna í stríðshrjáðri Evrópu. Kenningar sam-
eignarsinna - kommúnista - sósíalista, áttu
engan hljómgrunn meðal þjóðarinnar og
allar tilraunir til þess að virkja öreigana
vöktu tortryggni og harða andúð meðal
þeirra sjálfra.
Miinzenberg fékk þau fyrirmæli frá Kom-
intem um 1925 að vinna Sovétríkjunum
fylgi meðal menntamanna og listamanna í
Bandaríkjunum og hann hófst handa.
And-Bandaríski
áróðurinn
Það var enginn grundvöllur fyrir fjölda-
fylgi við sósíalismann innan Bandaríkjanna,
en það var hægt að ófrægja og afskræma
lykilstofnanir og koma þeirri hugmynd inn
hjá Evrópubúum, að Bandaríkjamenn hötuð-
ust við útlendinga og tortryggðu þá. Hann
varð að finna dæmi um þessa afstöðu og
fann það í réttarhöldum yfir tveimur ítölsk-
um stjómleysingjum sem höfðu verið dæmd-
ir til dauða fyrir vopnað rán og morð 1920.
Málaferlin höfðu dregist á langinn, málið
tekið upp aftur og endurdæmt með sömu
forsendum.
Höfundur „Double Lives“ segir frá því
að það hafi ekki ósjaldan gerst þegar hann
sat á tali við ekkju Miinzenbergs, Barbette
Gross að hún hafí imprað á málsþáttum,
sem umsnéru viðteknum „sönnuðum stað-
hæfíngum“ svo að honum fannst jörðin bif-
ast undir fótum sér. Ein þessara staðhæf-
inga var sagan af píslarvottunum sem
rændu gjaldkera skóverksmiðju í Massachu-
setts, Sacco og Vanzetti. Mál Sacco og
Vanzetti? „Þetta var hugmynd Miinzen-
bergs“ sagði Barbetta og brosti íbyggin.
„Gat þetta staðist?"
Kveikjan að Sacco-Vanzetti herferð
Miinzenbargs var volæði kommúnistaflokks-
ins í Bandaríkjunum. Hver höndin var þar
upp á móti annarri, skipulag flokksins var
í molum og áróðurinn hlaut engan hljóm-
grunn. Með því að taka að sér Sacco-Vanz-
etti málið og gera það að höfuðbaráttumáli
flokksins, var fenginn grundvöllur fyrir bar-
áttu flokksins fyrir réttlæti og leið til hópe-
flis og jafnfamt mjög gott tækifæri til and-
bandarísks áróðurs. Bandaríkin voru úthróp-
uð sem ríki réttarmorða og terrorisma.
Þannig varð þetta mál upphafið að mynd
af réttarkerfi Bandaríkjanna, sem þjónustu-
þýi kapítalistanna.
Sannleikurinn um þessa tvo stjómleys-
ingja Sacco og Vanzetti og ákæmna gegn
þeim var þessi: „Málsatvik voru þau, að
Sacco var einn meðal hóps vopnaðra ræn-
ingja og morðingi varðmanns, sem baðst
vægðar á hnjánum um leið og hann reyndi
að ná skammbyssu sinni, en var skotinn af
Sacco.“ Vanzetti er talinn hafa vitað um
sekt Saccos. Morðið var framið 1920 og
1921 voru þessir tveir menn dæmdir til
dauða. Fámennur hópur ítalskra stjómleys-
ingja barðist fyrir upptöku málsins og töldu
sig geta með því aflað samtökum sínum
samúðar og fylgisaukningar. Hópurinn fékk
kunnan lögfræðing til liðs við sig, en svo fór
að um 1923 virtist málið og áróðurinn varð-
andi það á góðri leið með að hjaðna niður.
Tvö ár liðu og 1925 hófst Munzanberg handa
við að blása málið upp og gera það að bar-
áttumáli bandaríska kommúnistaflokksins og
samtaka alþjóðlegra vamarsamtaka verka-
lýðsins - Rauðu hjálpinni - sem stofnað var
til í Chicago 1925 að fmmkvæði Miinzen-
bergs og Komintems. „Red Aid“ og „Rote
Hilfe“ nefndist á íslensku „Alþjóðasamhjálp
Verkalýðsins" og starfaði hér á landi um
tíma. Formaður þessa félagsskapar var Hall-
dór Laxness. í Skáldatíma segist hann hafa
gegnt formannsstarfi í félagsskapnum með
ánægju - Skáldatími bls. 105 -. Fyrsta verk-
efni félagsskaparins var að gera Sacco-
Vanzetti málaferlin að mýtu eða goðsögn
um píslavætti tveggja ítalskra verkamanna
og gera bandarískt réttarkerfí vægast sagt
mjög svo tortyggilegt. Aróðrinum var stjóm-
að frá aðalstöðvum Willis Miinzenbers í Berl-
ín. Hafín var fjársöfnun til styrktar hinum
ákærðu. - Málsvamamefnd safnaði, að því
er Koch telur, um 50.000 dollurum í Banda-
ríkjunum og stórar fúlgur söfnuðust síðan
um allan heim, en féð komst aldrei til Mál-
svamamefndarinnar.
„Sacco-Vanzetti málinu svokallaða lauk
með aftöku þessara óheppnu ítölsku anar-
kista tveggja 1927. Dómurinn upptendraði
reiði manna umallar jarðir nema einna síst
kannski í Ameríku sjálfri..."
— Skáldatími bls. 80-81 — Upton Sincla-
ir hafði sett saman skáldsögu, „Boston“ sem
kom út 1928 og þar er rakin saga ítölsku
anarkistanna og bandarískt réttarkerfi for-
dæmt. Laxness, sem þá dvaldist í Bandaríkj-
unum, hreifst af þessum skrifum
og birti ritdóm í Alþýðublaðinu
hér heima. Vegna þessa ritdóms
var Laxness kallaður fyrir rétt
vegna ábendingar „eins meindýra-
eyðis af íslenskum ættum í
Kanada“. Ekkert varð úr frekari
málafrelum.
Þótt „sinnuleysi Ameríkumanna
á velgengnistímum" væri áberandi
þá urðu viðbrögðin við aftöku
Sacco og Vanzettis því magnaðri
í Evrópu. Koch rekur þessa sögu
alla nákvæmlega og sýnir fram á
hversu áróðurinn frá aðalstöðvum
Múnzenbergs hafði orkað.
í Bandaríkjunum var áróðrin-
um fyrst og fremst beint að
menntamönnum og listamönnum,
einkum rithöfundum og leikurum,
og þar grasseraði „salon-kom-
múnisminn“, öreigarnir og hinn
„þögli meirihluti" voru ónæmir
fyrir fagnaðarboðskapnum um
hina þjóðfélagslegu lokalausn
sovétkerfisins á öllum vandamál-
um.
Bandarískar bókmenntir sem
kunnastar urðu á 3. og 4. áratugn-
um einkenndust af þjóðfélagsá-
deilu og fór þar fremstur í flokki
Sinclair Lewis með Main Street
1920, Babbitt 1922, Arrowsmith
1925. Munzenberg hófst handa
1926 með tilraunum til þess að
ánetja hann stuðningsmönnum
sovétkerfisins, en sú ráðagerð
heppnaðist ekki. Aftur á móti telur
Kich eins og Halldór Laxness í
Skáldatíma að „Upton Sinclair,
Theodore Dreiser og John dos
Passos „hafi verið bendlaðir við
róttækan sósíalisma, kommún-
isma eða stjórnarstefnu Sovétríkj-
anna“.
Með því að ánetja þessa höf-
unda, sem voru þegar heimskunn-
ir og dáðir, heppnaðist Willi
Munzenberg að virkja helstu höf-
unda Bandaríkjanna ásamt Hem-
ingway.
Þessir höfundar tóku ákveðna
afstöðu í Sacco-Vanzetti málunum
eins og aðrir „róttækir" höfundar
í Evrópu, svo ekki sé minnst á
verkalýðs-rithöfunda eins og
Martin Andersen Nexö.
Þegar leið að aftökudegi Sacco
og Vanzetti hófust skipulagðar
mótmælaaðgerðir í Bandaríkjun-
um og Evrópu sem brutust út sem
massa-hystería í kröfugöngum og
varðstöðum og vökum við banda-
rísk sendiráð. Þessi atburðarás
vakti athygli um allan heim, almenningsálit-
ið var ánetjað fyrirfram gerðri áróðursáætl-
un og þar með hafði Willi Múnzenberg og
Komintern unnið sinn fyrsta sigur á alþjóða-
vettvangi. Sovétríkin voru málsvarar hins
góða málstaðar, Bandaríkin málsvarar hins
kolsvarta kapítalisma, dómsmorða og gjör-
spillingar.
Saga Sacco- og Vanzettimálaferlanna er
rakin mjög nákvæmlega frá kommúnísku
sjónarhorni í riti Johannesar Zelts: Proletar-
ischer Intemationalismus im Kampf um
Sacco und Vanzetti — sem kom út í Berlín
1958. Þar segir frá baráttuaðferðum AI-
þjóðasamhjálpar verkalýðsins, en sem
minnst er gert úr þætti borgarlegra höfunda
og blaðamanna. Rit þetta er mjög nákvæmt
í heimildakönnunum, en hvergi er þó minnst
á þann mann, sem var heilinn bak við allar
þessar aðgerðir og hvatamaður að stofnun
Alþjóðasamhjálparinnar, Willi Mtinzenberg.
Hann var þá ekki til í þeim herbúðum og
hafði aldrei verið til.
Niðurlag í næsta blaði.
Höfundur er rithöfundur.
ÓLAFUR
STEFÁNSSON
Um eilífð
daganna
á jörðina féllu
táknrænar setningar
um upphaf
af mælsku daganna
hóf orðið innrás
á skáldið
með draumkenndum
kafbátaaugum
gaufaði maðurinn
inn undir æðaveggi sína
og leitaði skýringa
fáfræðin
vegsamaði mannvitið
á öld heimskunnar
einsemdir hófu að elskast
með hjálp tölvutækni
af þeim fæddust
síðan kynslóðir
af takkabörnum
í vestri breyttust barnfóstrur
í litaskjái
með rásavali og textavarpi
hégómar með valdatungur
hófu upp raust næturinnar
með dúndrandi talanda
á meðan
lék síðasta hugsun
babýlóníubarnsins
af legg og skel
í sprengjubrotaformi
friðurinn
var litfagurt teiknimyndafiðr-
ildi
í klassískri ævintýrasögu
eftir
HC ANDERSEN
óttinn ók um götur borganna
hljóðbær
í eyru systkinna minna
öskraði fyllingin nægju sína
hellti í glösin
og hló
undir heimsku þaki
lá maðurinn
og innfærði blóðskrift
um eilífð daganna
Höfundurinn er bókbindari í Reykja-
vík. Ljóðið er úr fyrstu Ijóöabók hans
sem út kom nýlega og heitir „Um
eilífð daganna".
ELSA
HARALDSDÓTTIR
Draumur
Ég sit á pappírskassa
í herbergi fátæktarinnar
en hugur minn er hjá þér
í höll hamingjunnar
þar sem við sitjum
þú og ég
á fægðum silfurstólum.
Þar spila ég
á strengi ástarinnar
hina fegurstu tónlist
og tvær dúfur fljúga í kringum
okkur.
Allur heimurinn leggur við hlustir
en ég stoppa
vegna dúfudrits
á nótnablaðinu.
Höfundurinn er ung stúlka í Hafnarfirði.
9