Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1996, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1996, Qupperneq 6
I i. Morgunblaðió/Golli HILDIGUNNUR Halldórsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir. Sumir fara í golf aðrir halda tónleika HVERJAR ERU SÖNGGY^J- URNAR HILDIGUNNUR Halldórsdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari leika á tónleikum á Listasumri á Akureyri í Deiglunni á morgun kl. 20.30 og á þriðju- dagstónleikum í Listasafni Siguijóns Ólafs- sonar næstkomandi þriðjudag kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir W.A. Mozart, Anton Webern, Johannes Brahms og Johan Svendsen. Hildigunnur og Sólveig léku fyrst saman á Reykhólum á Barðaströnd sumarið 1994 sem þátttakendur í Heilsubótardögum sem þar fara fram á hveiju sumri. „Eftir það hófum við samstarf og æfðum reglulega allan síðasta vetur. Okkar samstarf er í raun tómstundastarf því við erum báðar uppteknar í öðru,“ sagði Sólveig Anna. „Sumir fara í golf á sumrin en við höldum tónleika,“ bætir Hildigunnur við. Þetta eru fyrstu tónleikar þeirra saman og þær eru hæstánægðar með efnisskránna enda gera öll verkin báðum hljóðfærum jafnhátt undir höfði. „Sónata K.454 í B - dúr eftir Mozart er ein hans viðamesta fyrir þessa hljóðfærasamsetningu og þar er mikið jafnræði með hljóðfærunum. We- bern er þekktur fyrir að segja sem mest með sem fæstum orðum og verk hans eru mörg mjög stutt. Þessi sem við spilum eru hálfgerð örverk og kallast fjórir þættir fyrir fiðlu og píanó op. 7. Þau taka saman- lagft um fimm mínútur í flutningi. Þar kann- ar tónskáldið hin ýmsu blæbrigði hljóðfær- anna til hins ítrasta og stillinn er mjög ólík- ur verkum hinna tónskáldanna. Sónata Brahms i G dúr op. 78 er mjög ljóðræn og rómantísk, samin upp úr tveimur sönglög- um hans og verk Svendsens er háróman- tískt,“ sögðu Sólveig og Hildigunnur um efnisskránna. Þær kváðust hafa skemmt sér vel við undirbúning tónleikanna og sögðu það nauðsynlegt að fá tækifæri til að flytja efnisskránna tvisvar enda Iiggi mikil undirbúningsvinna að baki. Á þriðjudagstónleikunum munu þær að- eins leika þijú af ofangreindum verkum. Rómansa op. 26 eftir Johan Svendsen verð- ur aðeins leikin á tónleikunum á Akureyri. SVIÐIÐ er Caracalla í Róm. Áhorfendur hafa þurft að fóma ýmsu til að skrapa sam- an fyrir miðanum, sem kostar um 45.000 ísl. kr. en sagt er að tónlistarmennirnir þrír sem .koma fram, þiggi hver um 4,5 milljónir fyrir kvöldið. Sjón- varpsrétturinn hefur verið seldur til 64 landa og búist er við að allt að einn milljarður manna fylgist með þegar Zubin Metha lyftir tónsprot- anum og þijár þekktustu sópransöngkonur heims stíga á svið, þær Jessye Norman, Kiri Te Kanawa og Kathleen Battle. Þessi hefur ekki orðið raunin en óhætt er að fullyrða að slikur atburður myndi án efa draga að sér gífurlega athygli. Hvort það er raunhæft að telja að af honum geti orðið er svo annað mál, en fyrir þremur árum lögðu nokkrir bjartsýnismenn drög að svipuðum tón- leikum og lýst er að ofan, að sögn markaðs- stjóra sígildu deildar Warner-útgáfunnar. Hins vegar tókst ekki að ná samningum við söng- konumar og því varð ekki af kvenkynsútgáfu af tenórunum þremur, sem hafa slegið svo rækilega í gegn. Hverjar yrðu fyrir valinu? Sígildi tónlistarheimurinn iðar jafnan af sögusögnum um að nú sé komið að því að kalla helstu gyðjur sígildrar tónlistar saman. Það hefur ekki tekist og þykir mörgum furða, þar sem útgáfufyrirtækin sem söngvararnir eru á mála hjá, miða að því að fá sem mesta og besta kynningu og hvað yrði betur til þess fallið en slíkir stórtónleikar? Paul Moseley, markaðsstjóri Decca-útgáf- unnar, telur að ein aðalástæða þess að ekki hefur orðið af stórtónleikum sópransöng- kvenna sé sú að ekki Iiggi fyrir hverjar eigi að koma fram á slíkum tónleikum. Ólíkt því sem gerist í tenórheiminum, þar sem enginn vafi sé á því hveijir séu mestir og bestir, þá verði menn að byija á því að spyija sig hveij- ar séu gyðjurnar, dívurnar? Díva er sú sópransöngkona sem hefur dramatíska og svo sérstæða rödd, að hún þekk- ist um leið og söngkonan hefur upp raust sína. Þetta er mat Jeremy Cáulton, yfírmanns Sony Classics. Hann segir Maríu Callas hafa verið hina einu sönnu sönggyðju þrátt fyrir að hún hafi ekki haft fegurstu söngröddina. „Helsti keppinautur hennar, Renata Tebaldi, söng ynd- islega en rödd hennar heillaði áheyrendur ekki á sama hátt og rödd Callas," segir Caulton. Það var ekki aðeins röddin sem átti sinn þátt ÞRJAR? Hin sanna sönggyöja veröur aö eiga drama- tískt lífshlaup oghegöa sér eins oghún sé ekki aö öllu leyti pessa heims í að skapa frægð Callas, hún hafði einstakt lag á því að sveipa líf sitt ákveðinni dulúð. Einna þekktast var ástarævintýri hennar með gríska skipakónginum Onassis, sem lét hana sigla sinn sjó þegar hann hitti Jackie Kennedy. Hámarki náði dulúðin er Callas lést úr hjartaá- falli aðeins 54 ára gömul. Hin sanna söng- gyðja verður að eiga dramatískt lífshlaup og hegða sér eins og hún sé ekki að öllu leyti þessa heims. Erfidar söngkonur Og dívan má gjarnan vera „erfið“ og kröfu- hörð. Callas olli mörgum tónleikahöldurum hugarangri með því að hætta við tónleika á síðustu stundu. Nefna má 19. aldar söngkon- una Nellie Melba, sem hleypti engum inn í búningsklefann sinn þó að hún væri erlendis í langan tíma. Eða Montserrat Caballé, sem útgáfustjóri EMI bað um að fara í megrun. „Nei, ég held ég borði bara meira,“ var svar- ið. Jessye Norman, sem er ákaflega viðkvæm fyrir öllum athugasemdum um vaxtarlag sitt, hótaði á síðasta ári að fara í mál við Classic CD tímaritið sem hafði birt örlitla klausu um að Norman hefði fest sig í dyrum vegna um- fangsins. Þá þykir það hægara sagt en gert að starfa með Kathleen Battle. Þegar hún sagði upp samningi sínum við Metropolitan- óperuna í New York, létu nokkrir söngvarar og hljóðfæraleikarar við húsið prenta boli þar sem á stóð „I survived the Battle" (Ég lifði orrustuna/Battle af). Ekki eru þó allar sópransöngkonur með mikið skap. Kiri Te Kanawa þykir einkar blátt áfram og samvinnuþýð og viljug til að aug- lýsa hinar ólíklegustu vörur. Hefur hún þess vegna verið kölluð drottning Rolex-úranna og auglýsingaskiltanna. Sú unga söngkona, sem teljast verður lík- legust til að verða sönggyðja á heimsmæli- kvarða, er rúmenska sópransöngkonan Angela Gheorghiu, sem sló í gegn svo um munaði í hlutverki Violettu í La Traviata í Covent Gard- MISSKILINN SNILLINGUR Fremsta tónskáld Svía er almennttalió Franz Berw- ald, aó minnsta kosti nú er 200 ára afmæli hans nálgast. ARNI MATTHIASSON kynnti sér ævi þessa merka tónskálds, sem framfleytti sér meó bæklunar- lækningum og glervinnslu, því landar Berwalds höfóu ýmigust á tónsmíóum hans. FRANZ Berwald er almennt viður- kenndur sem mesta tónskáld Svía, ekki síst nú um stundir, en 200 ára afmæli hans er 23. júli næst- komandi. Samlandar hans og samtímamenn hans áttu þó erfitt með að meta hann að verðleikum og svo fór að ævistarf hans varð að stórum hluta annað en tónsmíðar. Hann naut virðingar í Austurríki og víðar meðal þýskumælandi þjóða, hlotnaðist sá einstaki heiður að vera kjörinn í Salzburg Mozarteum, en Svíar vildu lítið með hann hafa, og það var ekki fyrr en skömmu fyrir andlátið að hann fékk sæmandi kennarastöðu eftir að hafa fram- fleytt sér og fjölskyldu fyrst með bæklunar- lækningum og síðar sem framkvæmdastjóri glerverksmiðju. Franz Berwald var af þýsku bergi brotinn, fæddur í Stokkhólmi 23. júlí 1796. Þrátt fyrir augljósa tónlistarhæfíleika fékk hann litla til- sögn, lærði þó á fiðlu hjá föður sínum, og starf- aði við fiðluleik, var meðal annars í hallarhljóm- sveit konungshirðarinnar. Hann virðist hafa byijað að semja tónlist um líkt leyti og senni- legt að hann hafi fengið tilsögn í tónsmíðum hjá stjórnanda hljómsveitarinnar, J.B.E. Dupuy. Fyrsta eiginlega tónverk Berwalds sem spumir fara af er hljómsveitarsvíta sem hann skrifar um í bréfi 1817, en hún er glötuð. Á næstu árum fór hann að semja af krafti og fékk ýmis verkefni, meðal annars kantötur fyrir konunglegar hátíðir. Þrátt fyrir það fengu verk hans dræmar undirtektir gagnrýnenda, sem helst kvörtuðu yfir frumleika þeirra, þau væru of erfíð áheyrnar og ekki nóg um ljúfar laglínur, og umsókn hans um ferðastyrk að leita sér frekari menntunar var hafnað. Berw- ald lagði þó ekki árar í bát og hélt þeirri sann- færingu sinni að liann væri snilldar tónskáld alla ævi; árið 1829 lét hann að því liggja að ópera hans Lenonide myndi koma öllum til að gleyma Fidelio Beethovens. Slík framkoma var ekki vel til þess fallin að koma honum í mjúk- inn hjá leiðandi listamönnum Svíþjóðar og þegar Berwald fékk loks farareyri þóttist hann heppinn að sleppa úr sveitaþorpinu Stokkhólmi. Til Berlinar aó semja óperur Berwald hélt til Berlínar að semja óperur, aukinheldur sem honum tókst að komast upp á kant við Mendelssohn. Ekki fengu óperumar betri viðtökur en fyrri verk og á endanum stofnaði Berwald bæklunarlækningastofnun sem byggðist á hugmyndum færustu vísinda- manna sem hann endurbætti, enda hafði hann sannfærst um gagnsemi líkamsæfinga við bæklunarlækningar. Berwald þótti hrokafullur og stirfinn þegar tónlist var annars vegar, en hann kom fram við sjúklinga sína af kurteisi og tillitssemi, veitti fátækum ókeypis læknis- hjálp og ávann sér virðingu og traust læknis- menntaðra fyrir gagnsemi lækningaaðferða sinna. Stofnunin náði mikilli hylli og góðum árangri. Eftir sex ára velgengni seldi Berwald stofnunina, fluttist til Vínar og hóf að semja af kappi. Þar var honum vel tekið og vinsam- legar móttökur gagnrýnenda urðu til þess að hann ákvað að snúa aftur til Svíþjóðar 1842. Landar hans voru þó ekki á sama máli, ef eitt- hvað vom þeir kuldalegri en forðum. Fyrsta sinfónían, Sinfonie sérieuse, sem er meðal helstu verka Berwalds, þótti Stokkhólmsbúum ekki merkileg tónsmíð og óperan Modehandi; erskan, sem fmmflutt var 1845, kolféll. Á næstu árum lagði Berwald land undir fót, ferð- aðist meðal annars til Parísar, Vínar og Salz- borgar, þar sem hann var valinn í Mozarteum eins og áður er getið. 1849 sneri hann enn aftur til Svíþjóðar en hlaut ekki þá stöðu sem hann hafði vænst sem tónlistarstjóri við Upp- salaháskóla. 1850 réðst Berwald sem framkvæmdastjóri glerverksmiðju og keypti á endanum hlut í verksmiðjunni, aukinheldur sem hann hleypti af stokkunum sögunarmyllu. Honum gafst ágætur tími til tónsmíða þar sem hann dvaldi í Stokkhólmi yfir vetuma og samdi meðal ann- ars píanóverk sem hann tileinkaði Liszt, en þeim varð vel til vina og Liszt stappaði í hann 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.