Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1996, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1996, Page 10
A AFRETTI GNÚPVERJA X / Komin er út Arbók Feróafélags Islands 1996 og heitir hún OFAN HREPPAFJALLA. Höfundur hennor er ÁGÚST GUÐMUNDSSON jarófræóingur og kunn- ur feróggarpur. Meginefni bókarinnar er um gfrétti Gnúpverjg, Hrunamanna og Flóamanna. Efni bókar- innar er þó mun víótækarg, t.d. um Hofsjökul, Búr- fellsvirkjun og heimalönd efstu jaróa. Hér er gripió nióur í kaflg um Gnúpverjggfrétt. Skúmstwngwr INNAN við Sandafell er mikill slakki í landið og falla þar um tvær ár er nefnast Fremri- og Innri-Skúmst- ungnaá. Slakkinn nefnist Skúmstung- ur en bungumynduð tunga, grösugt land og þurrlent, gengur upp á milli ánna og nefnist Skúmstungnaheiði. Óljós munnmæli herma að í Skúmst- ungum hafi í fyrndinni dvalið einsetumaður. Brynjúlfur Jónsson telur hugsanlegt að bær hafi staðið í Skúmstungum á bökkum Þjórsár á þjóðveldisöid og hafi Þjórsá brotið rústirn- ar. Nú liggur Sultartangalónið yfir þeim stað og vatnar nokkuð upp í árósana. Þar er hinn ágætasti áningarstaður, og er útsýni hið feg- ursta suður yfir Þjórsá til Heklu. Hér sat Finn- ur Jónsson haustið 1934, krókloppinn, og málaði landslag á striga með þeirri næmni að fáir leika eftir. Fremri-Skúmstungnaá er vatnslítil en ör- skammt vestan við vegslóðina fellur hún í fallegu stuðlabergsgili. Ain kemur úr Kistu- veri, en henni bætist talsvert vatn úr Foss- heiði og Skúmstungnaheiði. Ofarlega við Fremri- Skúmstungnaá, upp undir Fossheiði, er lítil volg laug niðri í grunnu árgilinu. Áin rennur í gili skammt ofan við veginn inn af- réttinn og er þar mjög flögótt berg og laglegt hellutak. Báðar eru Skúmstungnaárnar vatnslitlar í venjulegri tíð en Innri- Skúmstungnaá er þó öllu vatnsmeiri en hin fremri. Þær vaxa fljótt í rigningum, og þar eð þær eru mjög strangar neðan til eru þær hinn versti farartálmi, eink- um á vorin þegar fé er rekið á fjall. Báðar ámar hafa verið brúaðar skammt ofan ósa til að auðvelda fjárflutninga. Vegurinn inn Gnúp- veijaafrétt fer upp með vestri bakka árinnar meðfram miklu gili er hún rennur í. í gilveggj- unum eru þykk lög úr brúnum sandsteini. Víða meðfram gilbarminum standa reisulegar vörður Sprengisandsvegar. Filjaskógar Innan við Skúmstungnaár og meðfram Sult- artangalóni heitir hlíðin Fitjaskógar. Syðst í hlíðinni fram undir Skúmstungnaá innri eru tóftir gangnamannakofa er hét Skógakofi og er nú af lagður. Þetta var gamall hellukofi og þakið úr stórum hellum sem nú eru fallnar niður. Hann var með palli og rúmaði allan mannskapinn í eftirleit, átta manns. I þessum kofa svaf Kristinn Jónsson 1. október 1898 er hann gekk í villu sinni suður yfir Sprengi- sand. Austan Fitjaskóga rann Þjórsá fyrrum um sandeyrar í grunnum dal á milli Fitjaskóga og Búðarháls. Snemma á nútíma hefur sá dalur verið a.m.k. 100 m dýpri en nú en Tungnaárhraun lokuðu mynni dalsins og fram- burður Þjórsár fyllti upp dalkvosina innan þeirra. Efsta hraunið (hið sama og þrengdi sér niður Gjána) rann inn í miðjan dalinn og hefur hraunjaðarinn fundist þar undir sandeyr- unum með jarðrannsóknum. Á eyrunum voru vöð á Þjórsá sem sjaldan voru notuð af ferða- löngum þótt þau væru líklega oft þokkaleg yfírferðar. Fyrrum mun hafa verið algengt að Gnúpveijar í eftirleit brygðu sér austur ‘yfir Þjórsá undan Fitjaskógum til þess að huga að eftirlegukindum á afrétti Holta- manna. í lægri hlíðum Fitjaskóga er útbreitt líparítsvæði langan veg meðfram ánni innund- ir Þröngubása. Ekki sér samt samfellt í líparít- ið vegna þykkrar jökulruðningskápu utan á hlíðinni. Vel er þarna gróið og gras mikið. Þar segir Brynjúlfur Jónsson undir lok nítj- ándu aldar að verið hafí skógur fram á næstl- iðinn mannsaldur. Engan skóg er þar að fínna nú. Þar sem dalur Þjórsár þrengist á milli Fitja- skóga og Búðarháls rennur áin í allþröngum farvegi milli móbergskleggja og nefnist þar Þröngubásar. Er þá skammt að Gljúfraá sem rennur í smáfossum stall af stalli niður all- djúpt gil. Sultartangalón var myndað með Sultart- angastíflu sem lokið var við haustið 1983. Er um að ræða 6100 m langa jarðvegs- og gijótstíflu, rúmmálsmesta mannvirki sem gert hefur verið hér á landi. Vesturendi stíflunnar leggst að Sandafelli og eru botnrásir og loku- búnaður í djúpum skurði sem sprengdur var í sveig inn í hlíðarfót Sandafells. Þaðan liggur stíflan til austurs yfir Tungnaárhraun, yfír Tungnaá við hið gamla Tangavað og að suður- horni Búðarháls. Þar eru yfirfallsmannvirki stíflunnar. Sultartangalón er um 19 km2 að flatarmáli og teygir sig inn á milli Fitjaskóga og Búðarháls, inn undir Þröngubása. Hæsta vatnsborð í lóninu er í 297 m y. s. og þar er hægt að miðla 50 gígalítrum vatns. Hálendis- brúnin fyrir ofan Fitjaskóga heitir Hjallar, og innst og fremst á þeim heita Hjallahorn, innra og fremra. Er þar stöllótt ofan við tiltölulega samfellda brekku Fitjaskóga. Þegar kemur vestur fyrir brúnirnar eru ver, ekki alveg sam- felld en kallast einu nafni Hjallaver. Suðvest- ast eða fremst í verum þessum er Starkaðsver. Norðvestast á hálendi þessu, nærri innra Hjallahorni, er löng en lág alda sem heitir Langalda. Vegslóðin frá Skúmstungum inn afréttinn fylgir vesturbakka Innri-Skúmst- ungnaár allangan spöl uns farið er yfír ána á grýttu og oft ströngu vaði. Upptök árinnar eru í Öræfaklaufínni austan Lambafells. Ör- skammt neðan við vaðið rennur í hana smáá að austan, hún heitir að sögn Gísla Gestsson- ar Öræfataglakvísl. Á landabréfum hefur hún verið merkt Hjallaverskvísl. Á nýlegum veg- presti og nýlegu ömefnakorti af afréttinum er hún nefnd Seitla og má kalla það skálda- nafn. Eiríkur Einarsson frá Hæli sem á marga vísuna í þessari bók var hér á ferð í göngum haustið 1941. Hann gaf læknum nafnið Seitla en líklega hefur hann þó þekkt eldra heitið. Starkaósver og Hjallar Þegar farið er slóðina norður frá vaðinu á Innri-Skúmstungnaá er mýrlendi austan slóð- ar er nefnist Starkaðsver og í sunnanverðu verinu er Starkaðssteinn allstór með vörðu- broti á kolli. Sagt er að maður á Norðurlandi sem Starkaður hét hafí átt unnustu á Skriðu- felli í Gnúpveijahreppi, sumir segja á Stóra- Núpi. Er þau skildu haust nokkurt lagði hún mjög að unnusta sínum að hann kæmi suður að jólum að finna hana. Lagði hann af stað að norðan er leið að jólum. Dreymdi stúlkuna nótt eina upp úr áramótum að þetta var kveð- ið á glugga hennar: Frost og ijúk er fast á búk frosinn merpr í beinum. Það finnst á mér sem fomkveðið er að fátt segir af einum. Angur og mein fyrir auðarrein oft hafa skatnar þegið. Starkaðs bein und stórum stein um stundu hafa legið. Um vorið fannst lík Starkaðar hjá steininum en Sprengisandsvegur var örskammt frá. DYNKUR í Þjórsá, talinn aflmesti foss árinnar. FOSS í Hölkná breiðir úr sér yfir sléttan bergvegginn. 10 IESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.