Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1996, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1996, Side 15
Skáldin í skóginum Eg-ilsstöðum. Morgunblaðið. SKÁLDVERKASÝNINGIN „Rjóður" í Hall- ormsstaðarskógi verður opnuð í dag. Sýning- in er í Tijásafninu og eru það skáldin Einar Már Guðmundsson, Pétur Gunnarsson, Sig- rún Eldjám, Sigurður Pálsson, Steinunn Sig- urðardóttir og Þorsteinn frá Hamri sem munu flytja ljóð, smásögu eða hugleiðingu. Verkin eru flest samin í tilefni af sýningunni en sum eldri verk eru fléttuð inn í umhverfi skógarins. Verkin verða sett upp í Tijásafn- inu og geta gestir komið og skoðað þau í ró og næði. Skáldin verða viðstödd opnunina, en sýn- ingin verður opin fram á haust. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygii á skóginum sem perlu í islensku landslagi, sýna list í óvenjulegu umhverfi og gefa listamönnum tækifæri til þess að kynnast skóginum. Fjöll- in, víðáttan og sjórinn hafa verið hugleikin viðfangsefni íslenskra listamanna fram á þennan dag og því er skógurinn ný upplifun sem jafnframt mun verða hluti af íslenskri náttúru í framtíðinni. Þessi sýning er í beinu framhaldi af skúlptúrsýningu 17 íslenskra listamanna sem haldin var í Tijásafninu sl. sumar. Skógrækt ríkisins á Hallormsstað stendur fyrir sýning- unni, en hún er jafnframt liður í árlegum Skógardegi skógræktarinnar. Öregla í Nor- ræna húsinu GUÐMUNDUR Páll Ólafsson hefur opnað sýningu á ljósmyndum í anddyri Norræna hússins. Kallast hún óreGla, óRegla, óregla og er byggð á náttúruiegum formum sem eru óregluleg eða fela í sér óreiðu. Guðmundur er fæddur á Húsavík 1941. Hann hefur stundað háskólanám í Bandaríkj- unum í raun- og listgreinum, m.a. við Uni- versity of New Hampshire og Livingston State University í Alabama og útskrifaðist frá Ohio State University. Hann hefur stund- að myndlistarnám við Columbus College of Art and Design, og ljósmyndun í Svíþjóð við Stockholms Fotografiska Skola. Guðmundur hefur unnið ýmis störf, til dæmis við kennslu og skólastörf, ritstörf, náttúruljósmyndun, kvikmyndagerð, trésmíð- ar, teikni- og hönnunarvinnu. Sýningin er í anddyri Norræna hússins, og stendur til 14. ágúst. Olöf sýnir í Þrastarlundi ÞRIÐJA einkasýning Ól- afar Pétursdóttur mynd- listarkonu stendur nú yfir í Þrastarlundi. Sýnd- ar eru 30 vatnslitamynd- ir en flestar þeirra eru málaðar á þessu ári. Ólöf stundaði nám í myndlist við Dundas Valley School of Art í Kanada á árunum 1989 til 1991. Hún hefur einn- ig sótt fjölda námskeiða í Myndlistarskólum Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar hjá innlendum og erlendum kennurum. Sýning Ólafar stendur til 27. júli næstkom- andi. Öháð listahátíó OPINN fundur verður haldinn fyrir þá sem áhuga hafa á að taka þátt í Óháðu listahátíð- inni. Fundurinn verður haldinn í Djúpinu (kjallara veitingastaðarins Hornsins) í dag, laugardaginn 20. júlí, og hefst klukkan 15. Allir sem telja sig hafa eitthvað listeðlis fram að færa á tímabilinu 17. ágúst til 1. septem- ber eru velkomnir á fundinn. -—' Eigandi 15.000 listaverka opnar heimili sitt „Oðruvísi safn“ MYNDUNUM hefur verið raðað óskipulega á veggina, þær hanga á nöglum og ekkert ör- yggiskerfi er sýnilegt. Verkin eru eftir marga helstu meistara myndlistarinnar; Picasso, Miro, Matisse, Chagall, Modigl- iani, Dali, Dubuffet, Klee, Magritte, Braque, Kandinsky, svo fáeinir séu nefndir. Höggmyndir eftir Henry Moore eru á gólfi og leirlist eftir þekkta lista- menn. Sérkennilegt safn, sem er ekki síður óvenjulegt fyrir þá sök að eigandi þess býr í því. Safn þetta er í ítalska bænum Lido di Spina, um 120 km frá Feneyjum og eigandinn heitir Remo Brindisi, 78 ára gamall auðugur sérvitringur, sem blaða- maður Politiken heimsótti fyrir skemmstu í „Museo Alternativo“ sem útleggst líklega sem „Öðruvísi safn“. Eins og risastórt baóherbergi Byggingin sem hýsir safnið og Brind- isi minnir einna helst á verk Corbusier og Bauhaus-stílinn en það er hugarsmíð arkitektsins Nanda Vigo. Hvítar flísar eru í hólf og gólf og speglar um allt, rétt eins og í risastóru baðherbergi. Ummerki um íbúa safnsins/hússins eru greinileg, óumbúið rúm, tannkremstúba og matarleifar, og ekki er „aðgangur bannaður“- skilt- um fyrir að fara. Vinur Sartre Eigandinn, Brindisi, málar sjálfur. Verk hans eru expres- sjónísk, myndir af gondólum í Feneyjum og konum með börn, að ógleymdri sjálfs- myndinni sem hann vinnur nú að, en hún er 3.000. verk hans. Verkin í safninu hefur hann keypt síðustu 27 árin. Segist ætla að arfleiða ríkið að þeim og safnhúsinu eftir lát sitt. Brindisi segist hafa þekkt marga af listamönnun- „ÖÐRUVÍSI safnið“ stendur svo sannar- lega undir nafni. Um 15.000 listaverk og óteljandi speglar þekja hvíta flísaveggina. Hefur húsinu verið líkt við myndskreytt baðherbergi. um en hann bjó um árabil í París og var m.a. vinur rithöfundarins og heim- spekingsins Sartre. Um 15.000 verk ■ safninu Brindisi er að öðru leyti fámáll um það hvernig hon- um hafa áskotnast verkin. Ljóst er að ómetanleg verð- mæti eru í safninu, alls um 15.000 verk, en þar er ekki krafist aðgangseyris. Brindisi segist af verka- fólki kominn en að hann hafi selt verk sín fyrir háar fjárupphæðir í Bandaríkjun- um. Og hann hefur ekki áhyggjur af þjófum, segir að allir sem inn komi, hljóti að sjá að verkin eigi best heima þar sem flestir geti séð þau. Arguóinn pússaður STYTTA André Wallace af „Árguðin- um“ snurfusuð áður en hún var form- lega afhjúpuð í bresku borginni Newcastle í tilefni þess að þar er nú haldið upp á ár sjónlista. Gunnar í Deiglunni I DAG kl. 16 verður opnuð sýning í Deiglunni á Akureyri á málverkum Gunnars Karlssonar. Sýningin er liður í Listasumri og stendur út júlímánuð. Gunnar er fæddur að Helluvaði í Rang- árvallasýslu 1959 og nam málaralist við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1975-1979 og við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi frá 1980-1982. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar, síðast í Listasafni Kópavogs 1995, ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga. Snagar á Karólínu NÚ stendur yfir sýning íslenskra iðn- hönnuða á snögum á Café Karólínu á Akureyri. Sýningin samanstendur af ólíkri nálgun hönnuða við snaga sem nytjahlut og uppsprettu hugmynda. Það er samband hönnuða og áhuga- fólks um hönnun, FORM, sem stendur að sýningunni og á fjöldi hönnuða sinn snaga á sýningunni. Þriðja sýning Bjarna Þórs THOR, öðru nafni Bjami Þór Þorvalds- son, opnar í dag sína þriðju myndlistar- sýningu á kaffiteríu Kolaportsins. Á sýningunni eru sex súrrealísk málverk og verður hún opin frá kl. 11-17 til 11. ágúst. HINN óvenjulegi eigandi safnsins, Remo Brindisi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 1996 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.