Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS - MI \\I\(./I IS I II! 34. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Listasafnið eins og við þekkjum það í dag varð til á átjándu öld í kjölfar mikilla hugsunar- sögulegra og samfélagslegra breytinga. Listasöfn hafa gegnt margvíslegum hlut- verkum. Safnið hefur átt að vera eins konar þjónustustofnun, en hefur orðið mun fyrirferðarmeira en svo; það hefur orðið möndull listheimsins. Listasafnið er voldugasta valdastofnunin í heimi Iist- anna; það velur og hafnar og mótar hug- myndir okkar um listasöguna og hefur töluvert um framtíð listarinnar að segja einnig. Seamus Heaney hefur sent frá sér fyrstu ljóðabókina eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir bók- menntir 1995. Hallamálið heitir hún og eru sum ljóðin löng frásagnarkvæði eins og Heaney yrkir stundum, önnur eru fá- einar línur. Bernska og uppruni eru áber- andi. Sjónarhorn Heaneys eru óvenjuleg og hann yrkir oft um það sem engum dettur í hug að yrkja um. Og Karl Guð- mundsson, sem þýðir ljóð Heaneys, segir hann mann formsins. Jón Kaldal var ókrýndur portrettkonungur íslenzkra ljósmyndara. Fyrir 28 árum átti Matthías Johannessen samtal við Jón, þar sem ljós- myndarinn lét margt uppi um líf sitt og starf. Þeir töluðu um vinnustofuna, dular- full atvik og drauma, íþróttir, tónlist, æsku og uppvöxt. En lokasprettur sam- talsins er auðvitað um ljósmyndina. Og þá sagði Kaldal. „Ég fór að hugsa um manninn á bak við grímuna. Skyggnast undir skelina. Og það hef ég ávallt síðan reynt að gera. Kannski að þessi áhugi minn hafi hjálpað mér eitthvað við mynda- tökuna.“ Ljósmyndir ó forsíðu og í miðopnu tók Einor Falur. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON GOÐFINNA Andlit í haustnætur húmi hárlokka myrkri sveipað morgunn af mjúkum barmi miidur og bjartur Ijómar. Skýjalaus dagur frá skauti skuggum varlega þokar kvöidrökkrið fjörugum fótum fislétt um hug minn svífur. Bjartur miðnæturmáni mönnum og álfum lýsir stjömur vonar og vilja vísa leið yfir fjallið. Sól skín í hreinu heiði himinglöð yfir tindum skapheitur öiiagaeldur undrið stærsta og mesta. Sveinbjörn Beinteinsson (1924—1993) var fæddur í Grafar- dol, en bjó lengst af ó Draghólsi í Borgarfirói og var einnig skóld og allsherjargoði ósatrúarmonna. Hann er kunnur fyrir kveðskap og orti sjólfur rimur. IMYNDARSMIÐ OG TÍMASPRENGJUR RABB ISLENDINGAR hafa verið uppteknir af því undanfarin ár að búa til þá ímynd af íslandi erlendis að það sé eitt hreinasta og ósnortnasta land í heimi. ímyndin á að afla þjóðinni tekna; bæði laða ferðamenn hingað til lands og selja íslenzk matvæli. Þegar litið er til þess, að sjávarút- vegur, þ.e. framleiðsla fiskafurða, erlang- samlega mikilvægasta atvinnugreinin hér á landi og ferðaþjónustan sú, sem er í einna örustum vexti og bætir mestu við þjóðar- tekjurnar, er ljóst að ímyndarsmíðin skiptir miklu máli. Það á ekki sízt við í upplýsinga- þjóðfélagi nútímans, þar sem ímynd fram- leiðandans skiptir afar miklu máli fyrir sölu vörunnar. Neytendur eiga miklu greið- ari aðgang að upplýsingum en áður og þeir spyrja alls konar spurninga um vör- una, sem þeir kaupa. Ein algengasta og mikilvægasta spurningin er einmitt sú, hvort varan sé „hrein“ og hvort hún sé framleidd með vistvænum hætti. Ef neyt- endur fá ekki svörin, sem þeir vilja, hætta þeir að kaupa hana. Ímyndarsmíðin snýst auðvitað að hluta til um góða auglýsingamennsku. En menn búa samt ekki til fallega ímynd úr engu, eitthvað verður að standa á bak við hana. Það á vissulega við þegar Island er kynnt til sögunnar sem hreint land og óspillt; margt er til í þeirri ímynd, að minnsta kosti þegar ástand íslenzkrar náttúru er borið saman við það, sem gerist víða ann- ars staðar. Allar ímyndir eru hins vegar viðkvæmar. í fjölmiðlavæddu upplýsinga- þjóðfélagi Vesturlanda skiptir miklu að gera ekkert, sem getur skaðað ímyndina. Heilar atvinnugreinar — nú síðast brezk nautgriparækt — hafa farið flatt á því að neytendur fengu upplýsingar, sem fældu þá frá kaupum á viðkomandi vöru. Því miður eru undirstöður hinnar hreinu og óspilltu ímyndar Islands að mörgu leyti veikar, þótt almennt séð eigi hún sér stoð í veruleikanum. í íslenzkum umhverfis- og heilbrigðismálum er víða pottur brotinn. Þessum málum má líkja við tímasprengjur, sem enn sem komið er hafa ekki haft nein áhrif á ímynd hreinleika og vistvænna lífs- hátta, en geta einn daginn sprungið framan í okkur og gert margra ára eða áratuga starf að engu. Fyrir stuttu samþykktu sjávarútvegsráð- herrar Norðurlanda til dæmis að stefna að því að sjávarafurðir frá Norðurlöndunum verði merktar með sérstökum hætti, sem gefi til kynna að fiskurinn hafi verið veidd- ur með vistvænum aðferðum, að nýting fiskistofnanna sé sjálfbær, þ.e. að þeir end- urnýi sig og skili komandi kynslóðum sama afrakstri og þeir skila okkur, og að veiði- stjórnun sé ábyrg. Þetta frumkvæði ráð- herranna er tilkomið vegna þess að stórir fiskkaupendur hafa gert kröfur um að fá fisk,'sem veiddur er með vistvænum hætti. Fiskkaupendurnir eru undir þrýstingi frá öflugum umhverfisverndarsamtökum, sem geta haft. niikil áhrif á almenningsálitið í viðskiptalöndum okkar. Getum við staðið undir því að merkja fiskinn okkar með þessum hætti? Gefur veiðistjórnun á íslandsmiðum undanfarna áratugi, þar sem stjórnmálamenn hafa hvað eftir annað hunzað ráðgjöf vísindamanna til að fullnægja skammtímamarkmiðum, tilefni til þess? Hrun þorskstofnsins fyrir nokkrum árum virðist reyndar hafa haft þau áhrif að veiðistjórnun á íslandsmiðum er ábyrgari en áður. En hvað þá um brott- kast fisks, einkum smáfisks, sem kvótakerf- ið ýtir undir og margt bendir til að viðgang- ist í miklum mæli? Og hvað með úthafsveið- ar, til dæmis á Flæmska hattinum og í Smugunni, sem ekki eru stundaðar sam- kvæmt neinni veiðistjórnun eða í samræmi við tillögur viðurkenndra vísindastofnana? Það dugir heldur ekki að hafa gott hrá- efni, ef framleiðsluaðferðirnar standast ekki þær kröfur, sem neytendur gera. Það skýtur skökku við að reglugerðir Evrópu- sambandsins hafi þurft til að hin mikla matvælaframleiðsluþjóð, íslendingar, kæmi hreinlætismálum í fiskvinnsluhúsum í al- þjóðlega viðurkennt horf. Eftir að ESB- reglurnar tóku gildi hér um síðustu ára- mót, voru enn tugir fiskvinnsluhúsa, sem ekki uppfylltu þær og misstu vinnsluleyfið. ísland hefur ekki undirgengizt reglur ESB um heilbrigði í sláturhúsum, enda uppfylla afar fá sláturhús hér á landi þau skilyrði, sem sett eru fyrir útflutningi á Evrópumarkað. Framkvæmdastjóri Bænda- samtakanna viðurkenndi á dögunum að brotalamir í framleiðslunni væru ein ástæða þess að útflutningur íslenzks kindakjöts á Ameríkumarkað tókst ekki sem skyldi. Það er kannski ekki að furða; sumir kaupendur vestra fengu kjöt með ullinni á og belgísk- ur kaupandi fékk kjöt sem skipti litum og varð lítt girnilegt fyrir vikið. Oheppilegt fyrir ímyndina, ekki sízt vegna þess að reynt var að selja kjötið sem lífræna og vistvæna gæðavöru. Reyndar má velta því fyrir sér hvort hægt sé að flytja út kindakjöt undir slíkum merkjum á meðan talsverður hluti landsins er enn ofbeittur og sauðféð nagar kjarr og skógarleifar, gengur jafnvel í nýja nytja- skóginum, sem bændur austur á Héraði puða við að planta, og kroppar nýgræðing- inn. Stefna stjórnvalda virðist heldur ekki alltaf í samræmi við hina óspilltu ímynd. Náttúruverndarráð gagnrýndi til dæmis nýlega Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið fyrir að gefa í skyn í bæklingi, sem dreift er til stóriðjufyrirtækja erlendis, að á ís- landi sé endalaust hægt að virkja fallvötn til að sjá stóriðjuverum fyrir rafmagni og að auðvelt sé að fá leyfi til að byggja stór- ar verksmiðjur á Islandi. Þessi gagnrýni Náttúruverndarráðs er réttmæt og vekur upp spurningar um stefnumótun opinberra aðila. Hversu mörg stóriðjuver og virkjanir rná til dæmis byggja í viðbót án þess að það fari að skaða ásjónu landsins og þar með ímynd þess sem ósnortinnar ferða- mannaparadísar? Hvort er mikilvægara, ávinningurinn af stóriðjunni eða ferða- mönnunum, ekki sízt þegar umhverfis- kostnaðurinn er tekinn með í reikninginn? Hvað virkjanirnar varðar, tengist þessi spurning hugmyndum um skipulag hálend- isins. Á að byggja virkjanir og leggja há- spennulínur um það þvert og endilangt eða á að taka ákveðin svæði, þar sem náttúrufeg- urð er mest, frá og stuðla að varðveizlu þeirra? Hvaða áhrif gæti það til dæmis haft á ímynd íslands ef hugmyndir um stærsta þjóðgarð Evrópu norðan Vatnajökuls yrðu að veruleika? Forsenda þess að slík áform komist í framkvæmd, er þó að Alþingi komi eignarhaldi hálendisins á hreint og tryggi að það verði notað í þágu nútímalegra lífs- og atvinnuhátta, þ.e. útivistar ogferðaþjón- ustu, í stað þess að sauðíjárbændur slái eign sinni á það í nafni gamalla lífshátta og hnignandi atvinnugreinar. Mörg smærri mál geta haft sín áhrif; loftmengunin í sjávarplássum landsins, sem einu sinni var kölluð peningalykt, er til dæmis ekki aðlaðandi fyrir ferðamenn. Mengunin virðir engin hreppamörk; fransk- ir ferðamenn, sem gistu hjá mér fyrr í sum- ar, áttu ekki orð til að lýsa viðbjóði sínum þegar bræðslustybbuna lagði frá Akranesi og yfir til Reykjavíkur einn lygnan sólskins- dag. Svipuð áhrif getur skólpmengunin, sem er alvarlegt vandamál í fjöldamörgum byggðarlögum, haft. Hvað gæti til dæmis gerzt ef erlendar sjónvarpsstöðvar sýndu sömu myndirnar og Stöð 2 birti fyrr í mánuðinum af saur og fiskúrgangi í frið- sælli höfninni á Siglufirði? Myndi það laða ferðamenn til íslands eða hvetja neytendur til að kaupa íslenzkan fisk? Hin hreina ímynd íslands getur skilað okkur miklu. En við verðum þá að gæta að því að veruleikinn sé í samræmi við ímyndina. Það þarf ekki að kosta mikið, en útheimtir heildarstefnumótun og fram- sýnan hugsunarhátt. Ekki dugir að treysta á að það, sem miður fer, fréttist ekki út. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.