Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Blaðsíða 12
JÓHANNES EIRÍKSSON Á GÁLGA- KLETTI Ég sit á klettinum hjá beinagjótu og þjófalág við leirur og vík og horfi til Staðarins firrta. I kring vex geldingahnappur fölur af næringarskoiti eins og hnefar fornrar þijósku. Á gnípunni þar sem hanginn var er horaður spói kominn af hafi. Holdgervingur viskunnar. Einu sinni var giæstur riddari. Hann reið öldum stríðsfáki bleikum og alþýðan elskaði hann. Nú er hann flúinn. - Vopn hans og veijur liggja á göt- unni. Við slóð hans standa hugsjónir eins og dauð tré Hann hefur ekki augun af Staðn- um. Spóinn, hann hyggur að óðali sínu, gerir sig til fyrir frúnni, rétt eins og í fyrra. Ein barbídúkka tekur við af einni. Unnustu alþýðunnar hefur verið smurður. Ilmolíur, Eau de Cologne og hann verður hengdur upp sem gömul hempa hátt í Barbílandinu í þann mund að egg viskufuglsins kvikna af lífi svo seigu Já, svo ótrúlegu, óskýranlegu einföldu lífi. Höfundur er prentari og leigubílstjóri í Reykjavik KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR BÓN Ekki biðja mig að tala ef ég kem engu í orð um það sem ég vil segja ekki biðja mig um þögn ef ég vil loksins tala búin að finna orðin ekki biðja mig um forystu ef ég er hrædd um að týnast get ekki fundið réttu leiðina ekki biðja mig um að elta ef ég vil vera eftir get ekki haldið í við þig ekki biðja mig að vera hughrökk ef mér líður eins og barni hrópandi eftir móður sinni ekki biðja mig að sýna mig ef ég vil vera í felum hrædd við sjálfa mig ekki biðja mig að hafa stjórn á mér ef mig langar að hágráta tár liðinna ára. Bara ekki biðja mig um neitt. HÖfundur er hljóöfæraleikari FYRSTA DRERAAÐGERÐIN Á ÍSLANDI EFTIR KRISTIN MAGNÚSSON HVE mikils má krefjast af almennum læknum í augnlækningum? Svarið liggur beint fyrir, 1. að þeir þekki og geti gjört, við algenga auðveldari augnasjúkd. og 2. að þeir þekki þá, sem vandasam- ari eru, svo þeir geti vísað sjúkl. í tæka tíð til augnlæknis 3. að þeir geti, ef ekki er um annað að tala, opererað suma vandasamari kvilla, sjeu t.d. eigi útilokaðir frá því sökum verkfæraleysis. Alls þessa verður að krefjast, eptir því sem ástatt er hjer á íslandi, en satt að segja þarf töluvert til þess að uppfylla þetta svo vel sje. Óhjákvæmilegt er þannig, að eiga augnaspegil og kunna þolanlega opt- halmoscopi, að eiga þó nokkuð af augnaverk- færum, að hafa sjeð helztu operat. görðar o.fi. Af bókum eingöngu er erfitt að læra þetta. Þeir sem sigla geta sjeð þetta ytra, hinir ættu að nota augnlækninn, þegar hann ferðast um, mig eða Andijes Fjeldsted, sem hvað hafa kynnt sjer augnlækningar.“ Þannig skrifar prófessor Guðmundur Hannesson í Læknablaðið árið 1902. Guð- mundur, sem þá var læknir á Akureyri, gaf sjálfur út Læknablaðið á árunum 1902-1904. Hann skrifaði allt blaðið eigin hendi, fjölfald- aði nokkur eintök og sendi starfsbræðrum sínum á Norður- og Austurlandi. Eins og sést af skrifum Guðmundar voru íslenskir læknar ekki komnir langt á sviði augnlækninga um síðustu aldamót. Það sem gert var á þessu sviði takmarkaðist að mestu við viðleitni einstakra lækna í fámennum hópi íslenskra héraðslækna að sinna minni- háttar augnkvillum. Augnlæknisfræði þróaðist í sérstaka vís- indagrein innan læknisfræðinnar um og eftir miðja nítjándu öldina. Hana var ekki farið að kenna í læknaskólanum íslenska fyrr en í lok síðustu aldar. Björn Ólafsson var augnlæknirinn sem Guðmundur Hannesson benti læknum a að leita til. Björn var brautryðjandi í augnlækn- ingum á íslandi. Hann fæddist að Ási í Hegra- nesi 11. apríl 1862. Hann lauk kandidats- prófí frá Læknaskólanum árið 1888. Eftir að hafa stundað framhaldsnám í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn í tilskilinn tíma eins og ætlast var til af læknaskólamönnum í þá daga var Björn við nám í augnlækningum í Höfn. Eftir heimkomuna árið 1890 starfaði Björn fyrst sem héraðslæknir í Rangárvalla- héraði og síðan á Akranesi. Á Akranesi fór mikið orð af augnlækning- um Björns og leitaði fólk til hans hvaðanæva af landinu. Á tímum þegar jafnvel var talið eðlilegt að gamalt fólk yrði blint var ekki undarlegt að maður sem gaf blindum sýn yrði brátt umtalaður og eftirsóttur. Eitt af fyrstu lækningaafrekum Björns átti mikinn þátt í því að hann varð fljótt lands- þekktur. Sumarið 1891 leitaði Jóhanna Matthíasdóttir á Kjörseyri til Björns. Jóhanna var fædd á Kjörseyri í Hrútafirði 13. des. 1845. Hún giftist Finni Jónssyni árið 1869 og bjuggu þau alla sína búskapartíð á Kjörs- eyri. I tímaritinu Akranes frá árinu 1949 er að finna frásögn Ragnhildar Finnsdóttur um móður sína og augnsjúkdóm hennar. Þar er m.a. greint frá einkennilegum draumi sem Jóhönnu dreymdi oft á sínum yngri árum: „Þá sáust ekki timburhús til sveita, jafnvel kirkjan var úr torfi, en draumurinn var á þá leið, að hana dreymdi, að hún kæmi að hús- hlið og það var allt úr timbri. Hún fór þar inn í anddyrið og upp stiga, sem lá þaðan upp á loftið, en hún veitti því eftirtekt, að hún sneri sér öðruvísi, þegar hún kom upp en þegar hún steig upp í stigann. Stiginn var snúinn, en þannig lagaðan stiga hafði hún aldrei séð. Svo gekk hún inn eftir loftinu inn í her- bergi, sem þar var. Gluggi var þar beint á móti dyrunum, borð undir glugganum, rúm annars vegar, en stóll hins vegar við borðið. Hún settist á stólinn og leit út um gluggann, og þar blasti við augum stór, græn flöt. Lengri var draumurinn ekki, en þetta dreymdi hana iðulega, en þegar hún varð fullorðin, þá hætti hana að dreyma þennan draum.“ Jóhanna var um þrítugt þegar hún fór að missa sjónina. Fljótlega var hún orðin svo BJÖRN Ólafsson (1862-1909). Fyrsti augn- læknir á íslandi. JÓHANNA Matthíasdóttir með gleraugu sem hún fékk hjá Birni Ólafssyni augn- lækni. Myndin er tekin 1907. slæm að hún gat hvorki lesið né saumað. Sumarið 1877 var ráðist í að senda hana til Kaupmannahafnar að leita sér lækninga. I Kaupmannahöfn var henni sagt að hún kæmi of snemma, hún skyldi koma þegar hún gæti ekki lengur talið fingurna á höndum sér þó að hún bæri þær upp á móti birtunni, þá ætti hún góða von um bata. Von um bata var því það eina sem Jóhönnu hlotnaðist í Kaupmannahafnarferðinni. Og sjón hennar versnaði eins og læknarnir í Kaupmannahöfn höfðu sagt henni. Þegar sjónin varð verst sá hún aðeins bjarma fyrir ljósi og gluggum. Þegar Björn Ólafsson settist að á Akra- nesi og það fréttist að hann stundaði augn- lækningar skrifaði Finnur maður Jóhönnu honum bréf, Björn svaraði bréfinu og taldi sennilegt að hægt væri að lækna Jóhönnu. Og nú dreymdi Jóhönnu aftur drauminn um húsið sem hana hafði dreymt svo oft á yrtgri árum. I júlíbyijun 1891 fór Jóhanna út á Akra- nes til Björns Ólafssonar. Björn var þá til heimilis í Krosshúsi hjá Guðmundi Ottesen kaupmanni og konu hans Elísabetu Gunn- laugsdóttur og hjá þeim var Jóhanna á með- an hún dvaldist á Akranesi. Björn gerði á Jóhönnu dreraðgerð (tók augastein sem var orðinn ógagnsær) á báðum augum. Þetta er fyrsta dreraðgerðin sem vitað er til að Björn framkvæmdi. Eftir aðgerðina þurfti Jóhanna að hafa bundið fyrir augun í tólf daga. Ragn- hildur dóttir hennar lýsir því á eftirfarandi hátt þegar umbúðirnar voru teknar: „Eftir tólf daga tók læknirinn umbúðimar frá aug- unum á mömmu. Fyrst í stað sá hún allt í þoku, því að hún gat ekki fengið fullkomin gleraugu. Þá varð að panta öll gleraugu frá útlöndum; hér voru engar gleraugnaverzlan- ir. Til þess að bjarga þessu við, batt læknir- inn saman tvenn gleraugu og með þau gat hún gengið daglega, en hvorki lesið eða séð neitt nákvæmlega. Þegar hún fór að horfa í kringum sig og ganga um húsið hjá Birni lækni, þá kannaðist hún við allt. Þarna var komið húsið, sem hana hafði dreymt svo oft“. í frásögn sinni minnist Ragnhildur þess einn- ig þegar móðir hennar kom heim á Kjörs- eyri: „Svo sneri hún sér að mér og sagði: „Er þetta Ranka, eða er þetta Imba?“ Ég sagði til mín. Elztu börnin þekkti mamma; þau hafði hún séð, en við Imba vorum á svo líku reki og okkur yngri börnin fimm hafði hún ekki séð fyrr, en rödd okkar allra þekkti hún.“ Björn augnlæknir útvegaði Jóhönnu gleraugu frá Danmörku. Tvenn mjög sterk gleraugu, önnur til að ganga með daglega, en hin til að Iesa með og vinna í höndunum. Hafði hún góða sjón með gleraugunum og sá til að lesa og sauma. Jóhanna varð rúm- lega áttræð og hélt hún sjóninni til dauða- ' dags. Gleraugu Jóhönnu Matthíasdóttur hafa varðveist í ætt hennar en voru á síðasta ári afhent lækningaminjasafninu í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Þau eru þar til sýnis. Bjöm Ólafsson fluttist til Reykjavíkur árið 1894 og fékkst eftir það nær eingöngu við augnlækningar. Hann varð fyrstur allra lækna á íslandi til að starfa sem sérfræðing- ur. Alþingi veitti Birni 2.000 kr. ársstyrk til þess að hann gæti flust til Reykjavíkur og gefið sig allan að augnlækningunum. Styrkn- um fylgdi það skilyrði að hann kenndi um augnsjúkdóma í Læknaskólanum og ferðaðist á sumrin með strandferðaskipunum kringum landið til þess að almenningur ætti sem hæg- ast með að ná til hans. Reykjavík var ekki stór staður á þessum tíma. íbúatala bæjarins árið 1890 var 3.886 manns og 6.682 árið 1900. Engu að síður virðist hafa verið nóg að gera hjá Birni. Samkvæmt sjúkraskrám hans leituðu 802 sjúklingar til hans fyrsta árið sem hann starfaði í Reykjavík. Björn ferðaðist einnig um landið í því skyni að lækna augnsjúkdóma. Fór hann þá með strandferðaskipum og dvaldist nokkra daga eða vikur á sama stað. Björn fór í fimmtán slík augnlækningaferðalög og skoðaði sam- tals 2.522 sjúklinga. Það er um fjórðungur allra sjúkjinga hans á þessu tímabili. Björn Ólafsson giftist Sigrúnu ísleifsdóttur árið 1904. Þau áttu tvær dætur. Þau bjuggu í Tjarnargötu 18, er Björn byggði. Þar hafði hann einnig lækningastofu sína. Björn starf- aði við Landakotsspítala frá opnun hans árið 1902. Hann lést í októbermánuði árið 1909 aðeins 47 ára gamall. Hclstu hcimildir: 1. Akranes. Jan.-feb. 1949. 1.-2. tölublað. 2. Guðmundur Björnsson: Af hagleik læknishanda. Þætt- ir um brautryðjandastörf Björns Óiafssonar augnlæknis. Reykjavík 1977. 3. Læknablaðið. II, 2. blað 1902. Akureyri 1902. Höfundur er forstöðumaður Nesstofusafns. A Akranesifór mikiö ord af augnlœkningum Björns ogleitaöifólk til hans hvaöanœva aflandinu. A tímum þegarjafnvel var taliö eölilegt aö gamaltfólk yröi hlint var ekki undarlegt aö maöur sem gaf hlindum sýn yröi hrátt umtalaöur og eftirsóttur. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 31.ÁGÚST1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.