Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Síða 4
FRÉTTAMYND ársins 1995, eftir Lucian Perkins Ijósmyndara á The Washington Post, er frá Tsjetsjniju.
FRÉTTAMYNDIR
ÁRSINS 1995
MYNDARÖÐ Ástralans Stephen Dupont
af tyrkneskum oli'ubornum glímumönnum
hlaut önnur verðlaun í íþróttaflokknum.
HLJÓMSVEIT Al-Nour wal Amal-mið-
stöðvarinnar, fyrir blindar konur og stúlk-
ur í Kaíró, er efni myndraðarinnar sem
Lori Grinker hjá Contact Press Images
hlaut fyrstu verðlaun fyrir sem mynda-
sögu um listir.
ARLEG sýning á fréttaljós-
myndum ársins - World
Press Photo - verður opn-
uð í dag á göngum Kringl-
unnar. Verðlaunamyndirn-
ar sem sýndar eru koma
víðsvegar að úr heiminum,
en alls tóku yfir 3.000 ljós-
myndarar frá 103 þjóðlöndum þátt í sam-
keppninni um þessar bestu frétta- og blaðaljós-
myndir ársins 1995 og sendu inn tæplega
30.000 myndir.
Verðlaunamyndunum, sem sýndar eru í
Kringlunni, er skipt í marga og ólíka flokka.
Veittar eru viðurkenningar fyrir stakar mynd-
ir og myndaraðir í hveijum flokki. Mynd árs-
ins er einnig valin og að þessu sinni er hún
eftir Bandaríkjamanninn Lucian Perkins.
Þetta er vissulega óvenjuleg verðlaunamynd,
sem sýnir dreng í afturglugga rútu sem er
að flytja fólk frá átakasvæðunum í Tsjetsjníu.
Formaður dómnefndarinnar sem valdi mynd-
irnar, segist dást að formrænum gæðum verð-
launamyndarinnar og er sannfærður um að
augu barnsins sem er að flýja stríðið heima
fyrir muni snerta undirmeðvitund áhorfandans
og að uppréttar hendur drengsins eins og
skipi tímanum að standa í stað svo betur sé
hægt að upplifa augnablikið.
Athygli vekur að 42% myndanna sem bár-
ust í keppnina að þessu sinni eru svarthvítar,
en með svarthvítum myndum geta ljósmyndar-
ar oft unnið á persónulegri hátt. Á margan
hátt er erfiðara að ná sterkri svarthvítri ljós-
mynd en litmynd, en þegar þær svarthvítu
lukkast vel verða þær iðulega áhrifameiri og
virðast lifa lengur en litirnir í svipmyndunum
sem brugðið er upp á sjónvarpsskjáum um
gjörvalla heimsbyggðina og eru horfnar á
sama augnabliki.
Margar ljósmyndanna á sýningunni í ár eru
áhrifamiklar. Meðal þeirra er sigurröðin um
fötluð börn bandarískra hermanna sem börð-
ust í Persaflóastríðinu. Önnur myndröð sem
hefur vakið mikla athygli er um umskurð á
ungri stúlku í Senegal.
Hörmungar af völdum stríðaátaka gefur að
líta á sumum myndanna en aðrar hliðar mann-
lífsins - og stundum bjartari - birtast í mynd-
röðum eins og úr tónlistarskóla fyrir blindar
stúlkur í Kaíró, frá rússneska lýðveldinu Da-
gestan og síðustu eimlestaverksmiðjunni í Ind-
landi.
- efi
ÁTÖKIN í Grosni í janúar 1995 eru efnið í myndröð fréttamynda sem Patrick Chauvel
hjá Sygma tók fyrir Newsweek. Hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir myndirnar.
FRÁ Dagestan. Thomas Kern, sem starfar fyrir Lookat Photos í Sviss, hlaut þriðju
verðlaun fyrir myndröð sína af daglegu lífi fólks í þessu rússneska lýðveldi.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996