Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Page 5
ISLENSKT RAPP í DÖNSKUM ALDINGARÐI / Uti í jóskri sveit býr vefari, sem leyfir öórum aó njóta með sér nóttúrunnar og tónlistar meó því að ---------------------y- skipuleggjg tónleika heimg hjó sér. SIGRUN DAVIÐSDOTTIR sótti Ragnhild Kjolberg heim, þegar tónlist Atla Heimis Sveinssonar tónskólds var flutt af Signýju Sæmundsdóttur söngkonu og norrænum tónlistarmönnum. FALL Berlínarmúrsins hefur haft víðtækar afleiðingar og skjálft- inn, sem það olli náði líka til Norður-Jótlands. Þar fékk vefar- inn Ragnhild Kjolberg þá hug- mynd að fyrst Austur-Evrópubú- ar ætluðu að gerast markaðs- hyggjumenn eins og Vestur-Evr- ópubúar væri við hæfi að gera eitthvað til að sýna að fleira væri mikilvægt í heiminum en að skila áþreifanlegum hagnaði. Til að gera lífið betra og skemmtilegra fyrir tónelska nágranna sína hóf hún 1990 að skipuleggja sumartónleika. Framtakið hefur skilað henni viðurkenningu sveitarfélagsins, þótt það væri ekki trúað á framkvæmdina í upphafi. Og leigubílstjórinn sem keyrði gestinn heim til Ragnhild þekkti til tónleikahaldsins og sagði að hún hefði með því hleypt miklu lífi í menn- ingarlíf sveitarinnar. Fyrstu helgina í september var röðin komin að því að kynna tónskáld og þá varð Atli Heimir Sveinsson fyrir valinu, en honum hafði hún kynnst á kóramóti fyrir nokkrum árum. Þess vegna komu norrænir tónlistarmenn sam- an hjá Ragnhild þessa síðsumardaga til að flytja tónlist Atla. Það voru þau Signý Sæ- mundsdóttir söngkona, Helén Jahren óbóleik- ari, Merete Markussen flautuleikari, Jens Schou klarínettuleikari, John Ehde sellóleikari og Erik Kaltoft píanóieikari, en þeir þrír síðast- nefndu leika reglulega saman í tríói. Á dag- skrá voru gömul og ný verk og reyndar einn- ig glæný verk, því tvö voru frumflutt þarna, sönglög við Ijóð Kristínar Bjarnadóttur og Rondo divertimento, skemmtitónlist segir Atli og spyr sposkur: „Af heiju þarf nútímatónlist alltaf að vera svo óskaplega alvarleg? Af hveiju má hún ekki líka vera skemmtileg?" Og af skemmtilátum tónlistarmannanna við æfingar verksins og viðtökum áheyrenda má ráða að auðvitað megi nútímatónlist gjarnan vera skemmtileg. Flygill i stad bils Vefarinn Ragnhild hefur komið víða við á lífsleiðinni. Hún er fædd í Noregi, en hélt út í heim, þegar hún var nítján ára og gerðist au pair í Bretlandi. Þar kynntist hún fyrri manninum sínum og saman bjuggu þau í Kanada og Bandaríkjunum, en á endanum fékk hún nóg af Vesturheimi og flutti aftur til Evr- ópu. Þar varð Jótland viðkomustaður á leiðinn til Noregs, en hún er ekki enn farin heim og eftir þijátíu ára vist á Jótlandi er hún komin á þá skoðun að þaðan fari hún varla. Hún lærði myndvefnað á lýðháskólanum á Askov á sínum tíma og hefur síðan fengist við listina. Börnin sex eru orðin uppkomin og einmitt þegar múrinn féll fór hún að hugleiða hvað hún ætti að gera við öll herbergin, sem stóðu tóm eftir bömin. í stað þess að kaupa bíl keypti hún flygil, kom honum fyrir uppi á lofti í gamla skólahúsinu, sem hún býr í og ákvað að rækta aðaláhugamál sitt tónlistina háift árið og sinna vefnum hinn helminginn, um leið og hún léti eitthvað gott af sér leiða. „En ég verð víst að fara að gæta mín, því tónlistin er farin að ganga út yfir vefinn." Þama tekur hún á móti tónlistarmönnum sem geta búið hjá henni og æft sig. Það leynir sér ekki að þeir kunna því vel að setjast að morgunverðarborðinu með nýbökuðu brauði og heimasultuðum beijum og ávöxtum eða að fá ilmandi eplaköku með kvöld- kaffínu. Og það spillir ekki að umhverfíð er þetta fjarska lágværa og mjúklega jóska lands- lag, hæðir, hólar, akrar og skógar. Og gamla vindmyllan við tjörnina handan við garðinn hennar Ragnhild er hin mesta gersemi, enda er henni í mun að deila þessum fallega stað með öðrum. Tónlistariðkun ■ skugga eplatrjánna Síðdegis á tónleikadaginn stendur mikið til. Tónlistarmennimir æfa, ýmist allir saman eða dreifa sér um húsið. Þeir sem ekki em að æfa sig þá stundina sitja úti í garði undir húsveggn- um með epla- og perutijánum, þar til gríðarleg steypiskúr bindur skyndilegan endi á útivistina. Kristín Bjamadóttir skáldkona býr í Gauta- borg, en hefur lagt leið sína til Drottningar- lunds til að heyra í fyrsta skipti flutta tónlist við kvæði eftir sig. Hún notar tímann meðal annars til að læra að láta fara vel um sig í hengikojunni sem hangir milli tveggja myndar- legra tijáa. Ljóðið hennar sem Atli tónsetti HÓPURINIM, sem stóð að Atla-tónleikunum:Kristín Bjarnadóttir, Signý Sæmundsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Merete Markussen, Jens Schou og Ragnhild Kjolberg. í fremri röð: Erik Kaltoft, Helén Jahren og John Ehde. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir SIGNÝ Sæmundsdóttir og Atli Heimir Sveinsson bera saman nótur sínar. kallast Andartaksstrengir - ævisaga í þremur þáttum. Atli hafði samband við hana, eftir að hafa rekist á texta eftir hana. „Hann bað mig um bunka af ljóðum," segir Kristín, „en ég dró það víst í ár að senda honum nokkuð, því ég trúði ekki almennilega að honum væri alvara. Trúði því ekki fyrr en hann hafði valið ljóð.“ Nú bíður hún glöð og spennt að heyra flutning Signýjar. Tónskáldið gengur um garðinn og gluggar í nótnabækurnar á milli þess sem það sest inn hjá tónlistarmönnunum og hlustar. „Annars er best að leyfa þeim að æfa í friði. Ég held ég trufli þau bara ef ég sit yfir þeim,“ segir Atli. Um verkin segist hann svolítið hafa unn- ið með sönglög upp á síðkastið, án þess að vita af hveiju. „Ég hef aila tíð lesið mikið af ljóðum," segir Atli. „Eitt ljóð á dag kemur skapinu í lag, segir Vigdís held ég. Ég vissi að Kristín var að yrkja. Mér finnst textar henn- ar skrýtnir textar, góðir textar, góð ljóð. Ann- ars hef ég nýlokið við að semja lög við tuttugu Ijóð Jónasar Hallgrímssonar sem Signý hefur sungið. Já, ég er allur í sönglögunum núna.“ A efnisskránni var annars Plutt blanche q’azureé, Fremur hvítt en himinblátt, sem er lýsing á himninum, flutt af tríóinu, sem hefur haft verkið á efnisskrá sinni lengi. Lehte er einleiksverk fyrir flautu og nafnið fengið úr grískri goðafræði. Lehte er fljótið sem hinir dauðu fara yfir og þegar þeir bergja af því gleymist þeim hið jarðneska líf. Dal regno del silenzio, Ur riki þagnarinnar, er einleiksverk fyrir selló og nafnið er fengið úr húsi Ragn- hild, því eitt vefverka hennar heitir þessu nafni. Ortus er verk fyrir óbó. Nafnið þýðir Fæðing og af leik óbóleikarans mátti ráða að flutningurinn krefst átaka rétt eins og fæðing- ar. Helen Jahren var rennsveitt eftir. Fantastic Rondos var hitt nýja verkið, sam- ið handa öllum hópnum fyrir þessa tónleika. „íslenskt rapp“ kallar Atli það. Bæði kynning verksins og flutningur vakti mikla kátínu áheyrenda, sem smituðust líka af auðsærri spilagleði tónlistarmannanna. „Svona sem ég þegar mér dettur ekkert annað í hug,“ segir Atli. I því bregður fyrir íslenskum rímnalög- um. „Þarna heyrist aðeins í Jóni Leifs,“ segir Atli þar sem við sitjum enn úti í sólinni og hlýðum á æfingu hópsins. Erik Kaltoft hefur á orði að tónlist Atla sé áhugaverð og mjög hljómandi. „Það kunna tónlistarmenn vel að meta. Við erum einmitt fræðimenn á sviði hljóma og notum allt lífið í að kanna hljóma og ná tökum á þeim.“ Þegar skuggana tekur að lengja fara tón- leikagestirnir að tínast að. Þeir eru fastagest- ir margir hveijir og Ragnhild heilsar mörgum sem vinum. Þeir feta stigann upp á loftið, þar sem lítill salur með flygli og loftgluggum tek- ur á móti þeim. Hljóðfæraleikararnir koma sér fyrir. Baksviðið er tveir stórir gluggar, svo gestir geta látið augað reika út á akrana, sem smám saman sveipast kvöldroða og hverfa svo í kvöldmyrkrið. Hér eru greinilega vel uppald- ir tónleikagestir á ferðinni, því það er hlustað af andakt og gaumgæfni. Íslenska rappið í lokin tekur svo salinn með trompi og fólk fer hlæjandi heim á leið. Sumir leggja leið sína í stofuna á neðri hæðinni og setjast með tónlist- armönnunum yfir víni og nýbakaðri eplaköku. Umræðurnar endast langt fram á nótt. Eftir svona dag fer enginn dapur til sæng- ur, heldur endurnærður af góðum samvistum og skemmtifundum við tónlistina. Tónlistar- mennirnir hafa á orði daginn eftir að það jafn- ist fátt á við að spila stofutónlist í eiginlegri stofu. Nándin við áheyrendur verður einstök og þá er vegarnesti áheyrenda ekki síðra. Bæði þeir og tónlistarmennirnir hlakka til næstu endurfunda á gamla skólaloftinu hjá Ragnhild. ALDA INGIBERGSDÓTTIR SÓPRANSÖNGKONA SYNGUR DÍSU í GALDRA-LOFTI BJARTSÝN ÞÓ Á BRATTAN SÉ AÐ SÆKJA ALDA Ingibergsdóttir sópr- an tekur nú við hlutverki Dísu í Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson í íslensku óperunni, en Þóra Einars- dóttir sem söng hlutverk- ið í vor þegar verkið var frumsýnt á Listahátíð þurfti að hverfa frá vegna anna í Bret- landi. Alda er nýkomin úr tveggja ára söngnámi í London en áður hafði hún starf- að við söng hér á landi um nokkurt skeið, söng meðal annars með Sinfóníuhljómsveit íslands og í kór íslensku óperunnar. Hún hefur sungið eitt hlutverk í íslensku óper- unni áður, fyrsta anda í Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Tónlistin f rábcer „Það leggst geysilega vel í mig að syngja hlutverk Dísu“, sagði Alda í samtali við Morgunblaðið, „tónlistin er frábær og sam- starfsfólkið líka. Hlutverkið er skemmtilegt og gerir miklar kröfur til mín, einkum i síðari hluta verksins. í fyrri hlutanum er Dísa saklaus og glaðleg ung stúlka og söng- ur hennar í samræmi við það, léttur og áhyggjulaus. En í síðari lilutanum hefur Dísa þroskast og breyst í konu. Hlutverkið verður þá dramatískara og nær hápunkti í lokaaríunni sem Dísa syngur yfir Lofti látn- um.“ Vill helst starfa hérlendis Alda segir að það hafi að sjálfsögðu mikla þýðingu fyrir sig að fá tækifæri til að syngja þetta hlutverk, þó sérstaklega svo fljótt að námi loknu. Öll svona tæki- færi eru mikilvæg. Helst vil ég starfa hér á landi því hér er best að vera. Hins vegar stefni ég að því að reyna fyrir mér erlend- is og hefur mér verið sérstaklega bent á þýskaland fyrir mína raddtegund, það er að segja háan lýrískan sópran. Ég geri mér þó grein fyrir að á brattan er að sækja enda nóg af góðum söngvurum til. Hins vegar þýðir ekkert annað en að vera bjart- sýn og gefast ekki upp þótt hindranir verði á vegi manns.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.