Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Side 13
tiBfflSBSKgBK, mmmmm ÍSLENSK MAWNAWÖFN 10 RAGNHEIÐUR OG PÉTUR Ragnheiður felur í sér birtu og hreinleika, svo og mátt goðanna. Hina síðari áratugi hefur nafnið orðið sjaldgæfara, er nú í 15.-18. sæti. Pétur er nafn hins fræga postula og finnst hér þegar á 1 1. öld, en 1989 var nafnið í 18. sæti eins og 1703. EFTIR GÍSLA JÓNSSON KRISTJÁN J. GUNNARSSON DAGG- ARSPOR í afkimum hugans innilokuð öi-veik minning um sporin þín ég döggin á grasinu, döggin sem fyrir þig skín döggin sem aðeins féll til að markaðist slóðin þar sem þú gengur hvarf svo í hita dagsins og engin daggarspor eftir lengur. PIETISMI Á langri ævi stalstu þér hamingjustund og stöðva vildirðu skeiðklukku tímans með því að segja nú gengur þú ekki lengur. En tíminn silast áfram í öldum og lætur að endingu allt sem þú áttir eyðast, týnast og deyja og aftan úr grályndri forneskju heyrirðu meinfýsið hvíslið illur fengur illa forgengur. Höfundur er fyrrverandi fræðslustjóri. INGUNN ÓSK ÓLAFSDÓTTIR TIL ALLRA FÓRNAR- LAMBA Ég þekki ekki andlit ykkar sem tjá skelfingu heimsins Ég mæti ekki hryllingi ykkar fyrir framan hús mitt En égreyni aðgera méríhugar- lund hvernig er að lifa blæðandi, titrandi frelsisþyrst sál í svörtum hrammi Égreyni aðgera méríhugar- lund hvernig þær hljóta að engjast sálir stríðsherranna og stundum roðna ég afblygðun þegar ég er minnt á að þeir séu líka menn menn, eins og hugrökk fórn- arlömb þeirra sem þó, bjarga síðustu leifunum af trú minni á mannkynið. Höfundurinn er ung Reykjavikur- stúlka. Hún tileinkar Ijóðið öllum fórnarlömbum styrjalda og mann- réttindabrota í heiminum. XX. Ragnheióur Hrópi og rógi, ef þú eyst á holl regin, á þér munu þau þerra það, segir í Lokasennu. Holl regin eru goðin, og menn áttu mikið undir hylli þeirra, einmitt af því, að þau voru regin, það er „hin ráðandi öfl“; ragin á gotnesku merkir ráð eða ákvörð- un. Þágufall af regin var rögnum og eignar- fall ragna. Himinninn kallast ragna sjöt=goða heimkynni í Völuspá. Ég hef víst margsagt áður hversu fólki var tamt að helga börn sín guði eða goðum í skírn- inni. Ein aðferð forfeðra okkar var sú að hefja nafnið á Ragn, Regin og Rögn, svo sem Ragn- heiður, Reginleif og Rögnvaldur. Milli tíu og tuttugu nöfn hófust svo, þegar flest var. Heið- ur merkir björt eða hrein, og Ragnheiður felur í sér birtu og hreinleika annars vegar, hylli eða mátt goðanna hins vegar. Nafn þetta loddi lengi við íslenskar höfðingjaættir. Hann- es Hafstein kvað: Heiður er hálft þitt nafn, hálft leitt af sjálfum Drottni. Geitir Lýtingsson í Krossavík, sem fær þá eina umsögn í íslenskum æviskrám, að hann væri göfugmenni, átti sonardóttur er Ragn- heiður hét. Þá var og Ragnheiður sonar- ' dóttir Þorkels kröflu Vatnsdæiagoða. Héðinn inn mildi gerði bú á Svalbarði á Svalbarðsströnd 16 vetrum fyrir kristni. Hann átti Ragnheiði Eyjólfs- dóttur, systur Einars Þveræings og Guðmundar ríka. Á Sturlungaöld er langfrægust Ragnheiður sú byskupssystir er Jón Loftsson unni hugástum í meinum, og gekk bróður hennar, Þorláki byskupi helga, seint að stía þeim í sundur, og ekki fyrr en Ragnheiður Þórhalisdóttir hefði alið Jóni syni tvo, heldur en ekki mennilega, þá sem urðu Páll byskup í Skálholti og Ormur goðorðsmaður á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, faðir Hall- veigar sem gerði helmingafélag við Snorra Sturluson. Pétur Loftsson, lögréttumaður í Djúpadal í Eyjafirði, um 1500, átti Sig- ríði Þorsteinsdóttur og við henni Ragn- heiði á rauðum sokkum. Hún þótti kiæðumprúð, skartgjörn og ekki lítil- þæg, varð og mikil ættmóðir, átti Jón Magnússon á Svalbarði, og meðal barna þeirra voru Magnús prúði, sýslumaður í Ögri, Jón lögmaður, Staðarhóls-Páll og Steinunn, kona sr. Björns Jónssonar byskups Arasonar. Þetta eru miklar ættir. Staðarhóls-Páll átti við Helgu Aradóttur Jónssonar byskups á Hólum Ragnheiði sem varð móðir Brynjólfs biskups í Skálholti, enda hét dóttir bisk- ups einnig Ragnheiður, líklega frægust með því nafni allra íslenskra kvenna. Lét biskup dóttur sína svetja eið til að hrinda af sér og sínum illmæli, enda hafði hann gengið úr skugga um að það væri ekki meineiðUr. En stolt ættar- innar í Ragnheiði svaraði með þeim einum hætti, sem hún taldi því samboð- ið, og ól elskhuga sínum son, eftir hæfilegan meðgöngutíma frá eiðtök- unni, svo að ekki skakkaði um daginn. í raunum og veikindum Ragnheiðar sendi Hallgrímur Pétursson henni handrit sitt af Passíusálmunum, enda átti hann föður hennar stórmikið upp að unna. Ekki er vitað hvað Ragnheiður biskupsdótt- ir átti margar nöfnur, því að þá var hún lát- in, þegar farið var að telja landsmenn ná- kvæmlega, en Ragnheiðar voru 204 árið 1703 og nafnið í 35. sæti kvenna. Síðan hefur það verið í sleitulítilli sókn. Árið 1703 var Ragnheiður Jónsdóttir Ara- sonar prests í Vatnsfirði ekkja eftir tvo bisk- upa, sú sem núna er komin á seðil, eða eftir- mynd hennar. í aðalmanntali röskri öld síðar hafði Ragn- heiðum fjölgað nokkuð, enda þótt landsmönn- um í heild fækkaði. Þá var í blóma aldurs síns Ragnheiður dóttir Olafs stiftamtmanns (sú er átti Jónas Scheving sýslumann á Víði- völlum), systir Magnúsar dómstjóra. Enn fjölg- aði þeim er þetta nafn báru. Árið 1845 var alisheijarmanntal. Þá var húsfreyja á Reyni- stað Ragnheiður Benediktsdóttir, móðir Katr- ínar konu Einars Benediktssonar skálds, en Einar átti Ragnheiði bæði að systur og dótt- ur. Stefán amtmaður Stephensen á Hvítárvöll- um, bróðir Magnúsar dómstjóra, átti dótturina Ragnheiði, þá sem giftist Helga_ Thordersen er biskuð varð, en dóttir þeirra, Ástríður, var kjörmóðir Ragnheiðar konu Hannesar Haf- steins skálds. Dóttir Hannesar hét og Ragn- heiður, amma Ragnheiðar Erlu prests, en Ragnheiður kona Jóhanns Hafsteins forsætis- ráðherra, var dóttir Sofíu Hannesdóttur Haf- stejns. I manntalinu 1910 er ungar að finna bæði Ragnheiði Jónsdóttur er skólastjóri varð Kvennaskóians, og alnöfnu hennar rithöfund- inn. Árin 1921-1950 hlutu 587 meyjar nafnið Ragnheiður, það er þá í 24. sæti kvenna, með 1. 3%. Nú hina síðari áratugi hefur nafnið verið í 15.-18. sæti kvenna, heldur á niðurleið. XXI. Pétur Pétur þar sat í sal með sveinum inni. Tvennt hafði hanagal heyrt að þvi sinni, segir sr. Hallgrímur Pétursson í 12. passíu- sálmi. Sá, sem þarna kallast Pétur, er nefndur á fimm vegu í Heilagri ritningu, en Jesús gaf honum nafnið Kefas, af aramesku kefa=hellu- steinn, klettur. Þótti þetta rætast á Pétri eft- ir krossfestingu Jesú; hann reyndist bjargfast- ur fyrir, meiri klettur en um þær mundir sem haninn gól. Grikkir þýddu Kefas með Petros, og úr því er nafnið Pétur á okkar tungu. Það er með allra elstu tökunöfnum, komið inn þegar á 11. öld. Það náði hins vegar ekki eins skjótri útbreiðslu og Páll, voru sex eða sjö íslendingar nefndir Pétur í Sturlungu, en Páll . milli 20 og 30. Seldælir í Arnarfirði tóku snemma upp Pétursnafn, afkomendur Bárðar svarta í Sel- árdal, og reyndar ýmis fleiri framandi heiti mjög snemma, svo sem Aron, Cecilía og Urs- úla. Þetta voru ættingjar Hrafns Sveinbjarnar- sonar, sem Hrafnseyri er kennd við, og ijátlað- ist fljótt af þeim fíkn í erlend nöfn, nema hvað Tómas fylgdi þeim lengi. Nafn hins fræga postula og fyrsta páfa hafa margir borið vítt um veröld, og kirkja, heldur en ekki stórhreinleg, við hann kennd í hinni eilífu borg Róm. Pétur mikli var keisari Rússaveldis báðu- megin við aldamótin 1700, og Pétur (I.) var konungur Serba á fyrsta hluta þessarar aldar. Um 1400 var danskur byskup á Hólum, Pétur Nikulásson að nafni; svo sem öld síðar var Pétur Loftsson lögréttumaður í Djúpadal í Eyjafirði, faðir hinnar fagurbúnu frúar, Ragnheiðar á rauðum sokkum, sem var ætt- móðir margra mikilmenna, sem sagt var, og á siðskiptaárunum var uppi Pétur Einarsson, bróðir Marteins biskups; þótti ekki dæll viður- eignar, bar fyrstur íslenskra manna gleraugu, enda nefndur Gleraugna-Pétur. I manntalinu 1703 var Pétur í 18. sæti karla, menn sem það nafn báru, voru 248, dreifðir um alit land, en þó að marki flestir í Snæfellsnessýsiu. Ekki var þá fæddur Pétur Þorsteinsson, sýslumaður á Ketilsstöðum á Völium, faðir sýslumannanna Guð- mundar í Krossavík og Sigurðar leikritaskálds, og lét Pétur Þor- steinsson gera mynd af sér og fólki sínu undir krossmarki með Frelsar- anum. Pétur Þorsteinsson var horfinn af þessum heimi í næsta allsheijar- manntali, 1801. Voru Pétrar þá ívið færri en 1703, dreifðir um allt land. Röskum 40 árum síðar hafði fjölgað allvel, voru Pétrar þá 350, og nú var fleirnefnasiður- inn svo í land kominn, að 15 þess- ara hétu Pétur að síðara nafni, Var Pétursnafn orðið algengast í Skagafjarðarsýslu og var það lengi. Þá voru margir góðir Pétrar í blóma lífsins: Pétur Pétursson, • sá er biskup var, bróðir Brynjólfs Fjölnismanns; Pétur Guðjónsson organisti, sem forfeður hans bjuggu til nafnið Guðjón á 18. öld frammi í Eyjafirði, og Pétur Haf- stein amtmaður, faðir Hannesar skálds. Líður nú og bíður, og kemur mikið manntal 1910. Pétrar voru þá 585 og nafnið í 21. sæti karla með 1,4%, flestir fæddir í Skaga- firði. Voru uppi sem fyrr ágætir menn með nafni þessu, svo sem Pétur Jónsson bóndi og ráðherra á Gautlöndum, Pétur Halldórsson bóksali, söngvari og borgarstjóri, jafnaldrarnir Pétur Magnússon bankastjóri og ráðherra og Pétur Ottesen sem sat á alþingi lengur en aðrir íslendingar, 43 ár sam- fleytt og alltaf fyrir sama kjör- dæmið; og Pétur Á(rni) Jónsson sem seinna söng mikið og vel; var svo vinsæll í Þýskalandi, að Þjóð- veijar sögðu „unser Peter“= Pétur okkar. í þjóðskrá 1989 voru Pétrar hartnær tvö þúsund og nafnið í 18. sæti, öldungis eins og 1703, en hefur sveiflast síðustu áratugina ansi mikið og meira niður á við, þrátt fyrir þá tísku sem mörg Biblíunöfn hafa komist í. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari. JÓMFRÚ Ragnheiður biskupsdóttir í Skálholti (hér ásamt móð- ur sinni á teikningu Halldórs Péturssonar) er með frægustu konum á Islandi sem borið hafa þetta nafn. POSTULINN Pétur með lykla Himnaríkis (Hér á teikningu Hall- dórs Péturssonar úr Guilna Hliðinu) er sá sem Pétursnafnið er sótt til um víða veröld. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.