Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 6
L i tónlistarmennina, söngvarana, dansarana, sög- una, arfinn, uppbygginguna og vonandi líka starfsandann. Nú er það okkar starf að fá nýtt samningskerfi til að virka hvetjandi, jafn- vel þótt það feli í sér nýjar áherslur eins og t.d. það, að sú tíð er liðinn þegar maður fékk ráðningu á Bolshoj og gat reiknað með að fá að bera beinin hér. Nú verður fólk að vinna hörðum höndum, það er um líf eða dauða leik- hússins að tefla. Því fleiri sem sinna sínu starfí þeim mun minni tími gefst til samsæris og átaka. Við þurfum ekki á ráðabruggurum, slúðrurum né svefngenglum að halda. Við þurf- um skapandi félagsskap og ég trúi því að við séum á réttri leið. En eins og þú skilur stend- ur margt og fellur með því hvenær viðbygging- in verður tilbúin og vinnan við endurbyggingu gamla leikhússins getur hafist á fullu. Við stefnum að mörgum hlutum samtímis, sem að sjálfsögðu er erfítt. Eftir fjögur ár get ég svar- að því, hvort okkur hefur tekist ætlunarverkið." Vassiliev er nógu heiðarlegur til að viðurkenna að það sé bæði áskorun og álag að hafa tekið við stjórninni á Bolshoj eftir manninn, sem á verulegan heiður af hans eigin velgengni sem dansara. „Það er rétt að ég átti mín bestu ár sem dansari í þá tíð sem Grigorovitsj framleiddi sína bestu balletta og marga af þeim samdi hann sérstaklega fyrir mig, þar á meðai „Spartacus" og „ívan grimma“. Juri Grigorovitsj var engan veginn alvondur og til að byija með áttum við skapandi samvinnu. Oft kom upp ágreiningur, sem þroskar lista- menn að leysa, en svo þróaðist það út í að einungis hans skoðun gilti. Og undir lokin rak hann Bolshoj-ballettinn sem persónulegt einka- fyrirtæki sitt. Bolshoj dansaði Grigorovitsj, Grigorovitsj, Grigorovitsj, og næstum aldrei neitt annað. Er það nokkur furða, þótt illa færi?“ spyr Vassiliev. Nýi yfírmaðurinn hefur margar hugmyndir um hvernig Bolshoj á að starfa til að endur- vinna sinn sess. Hann sér að það er mikilvægt að auglýsa ballettinn eins og hann er nú en ekki sem eitthvað, sem hann áður var. „Áður þóttu það óheyrileg tíðindi, að Bols- hoj ætti að kynna sig og markaðssetja. Nú verðum við að gera okkur ljóst að einnig við sem listastofnun, höfum „vöru“ að selja. Helst nýja vöru. Því miður getum við ekki lifað á fomri frægð þeirra stjama, sem ballettinn fyrr- um skóp, segir Vassiliev. Hérna áður fyrr, þegar ballett þótti sjálfsagður hluti af al- mennri menntun; - þetta var áður en jámtjald- ið hvarf og Rússland breyttist í stælingu á Bandaríkjunum, voru stjömurnar dýrkaðar. Nú þekkist varla ein einasta Bolshoj-stjama á götu í Moskvu. Það var öðru vísi, þegar Vas- siliev var á toppnum á dansferli sínum um 1960 til 1970. Þá voru Bolshoj-stjömur popp- stjömur Sovétríkjanna og Maximova og Vassili- ev voru mest áberandi parið í Moskvu. Nú eru það Demi Moore og Bruce Willis sem hafa vinn- inginn hér sem annars staðar. Vassiliev vill ekki sjálfur vera aðaldanshöf- undur leikhússins, meðal annars til að losna við samlíkingu við fyrirrennara sinn. Hann hefur falið Vjartseslav Gorejev daglegan rekst- ur ballettsins, en hann er einnig eitt af stóru Bolshojnöfnunum frá fyrri tíð. Samt er heit- asta umræðuefni vorsins hvort ný og íburðar- mikil útgáfa Vassilievs af „Svanavatninu" feli í sér eitthvað nýtt, eða sé bara mislukkuð til- raun til að blása lífí í gamalt verk. í útgáfu Vassilievs, sem hann sjálfur staðhæfír að liggi æði nálægt upprunalegri útgáfu Tsjajkovskíjs, hvað tónlistina varðar, vantar andstæður milli svarta og hvíta svansins (Odette og Odile) og dregið er úr harmrænum þáttum verksins. Meirihluti gagnrýnenda í Moskvu hefur, eins og raunar flestir af pánustu samstarfsmönnum Vassilievs í leikhúsinu, farið óvægum orðum um sýninguna og áhorfendar hafa verið tor- tryggnir á frávik hans frá hefðinni. Sjálfur bendir Vassiliev á að „Svanavatnið" hafí verið endurunnið ótal sinnum síðan ballettinn varð til 1877 og hans útgáfa sé sú tíunda í röðinni hjá Bolshoj. Það eru hinar ungu og upprenn- andi stjömur sem dansa aðal- hlutverkin í þessu nýja „Svana- vatni“, dansarar sem allir eru rúmlega tvítugir. Elena Andri- enko og Anna Antonitsjeva skiptast á í hlutverki Svana- prinsessunnar, meðan Konst- antin Ivanov, Dimitrij Belogalovetsev, Alek- sander Petukhov og Vladimir Neporozij eru í aðal karlhlutverkunum. Onnur sýning á Svana- vatninu er líka á fjöium Bolshoj og þar dansar töluvert reyndari hópur, meðal annarra Galina Stepankeno og Sergeij Filin. Þessa útgáfu bal- lettsins setti Jurij Grigorovitsj fyrst upp 1969. Þannig geta áhorfendur bókstaflega borið sam- an handbragð þessara tveggja gömlu keppi- nauta á einu þekktasta klassíska ballettverkinu. VICTOR Barykin er sá kennari, sem Vassiliev metur hvað mest. Það eru aðeins tvö ár síðan Jurij Grigorovitsj, einræðisherra ballettsins til þrjátíu ára, hótaði honum uppsögn. NIIMA Ananiashvili, ein stærsta Bolshoj- stjarna níunda áratugarins og aufúsugest- ur á öllum stærstu ballettsviðum heims. Við þann samanburð leikur enginn vafí á því að Grigorovitsj er ennþá „sigurvegarinn", en Vassiliev tekur því með heimspekilegri ró. „Ballettinn er ferskur, dansarnir sem bera uppi sýninguna eru ungir. Með það í huga er ég ánægður og aðeins sagan mun dæma um raunveruleg gæði. En ég ætla ekki að vera yfirmaðurinn sem setur upp sína balletta að staðaldri. Svo lengi sem ég er við stjómvöl leikhússins og annast allan listrænan vöxt þess, ' ætla ég að fínna danshöfunda og leikstjóra og balletta og óperur, sem henta okkur og skila okkur áfram. í óperunni vil ég að við notum fleiri leikstjóra með reynslu úr „venjulegum" leikhúsum og hvað ballettinn varðar eru marg- ir dansahöfundar sem ég vil gjaman fá hing- að. Einn af þeim er Tékkinn Jirí Kylián. í sam- anburði við fortíðina, verður Bolshoj nú langt- um móttækilegri fyrir nýrri dansritun. Nú er það augljóst vanda- mál, að Grigorovitsj samdi sinn síðasta ball- ett 1982 og að sú milli- kynslóð af dönsumm, sem við höfum, meðal annarra Nina Anania- shvili, hefur fengið allt of lítið efni sem er sérstaklega samið fyrir hana. Allir dansarar vilja dansa eitthvað nýtt, gefa nýjum persónum sitt líf og það er synd að margir af okkar bestu dönsurum hafa ekki fengið tækifæri til að vinna við sitt eigið efni hér í Bolshoj. Þess vegna er það mikilvægt að ungu dansaramir okkar fái að spreyta sig á nýjum ballettum, bæði rússneskum og erlend- um,“ segir Vladimir Vassiliev. Ennþá em dansararnir nokkuð sáttir við efnisval Vassilievs, en það eru skiptar skoð- anir um samningakerfíð, sem hann og Kokonin vilja innleiða. ,.Það er mikil andstaða hjá dönsumnum, meðal annars vegna þess að flest okkar hafa bara eins árs samning, sem okkur fínnst óheyri- lega stuttur vinnusamningur," segir Svetlana Uvarova (áður Filippova), sem kom aftur til Bolshoj í apríl eftir að hafa starfað í fímm ár við Ballett Moskvuborgar og Kremlarballettinn. „Maðurinn minn, Andrej Uvarov, er sólódans- ari hér, svo ég hef frétt af öllum breytingun- „FLEST er óbreytt," segir Svetlana Uvarova. Fyrir fimm árum yfirgaf hún ballettinn en kom til baka í aprí) sl. um, sem vom fyrirhugaðar hjá Bolshoj. En fljótt á litið virðist flest vera óbreytt. Eina breyt- ingin sem ég hef tekið eftir er samningskerf- ið,“ segir Uvarova. Ljudmila Semenjaka er einnig komin til baka úr sjálfskipaðri útlegð í London. Með reynslu bæði frá Kirov og Bolshoj í farangrinum fór hún frá Moskvu eftir ósætti við Grigorovitsj. Þegar hún fór sagði hún að „til að lifa af í Bolshoj verður maður að hafa tennur tígursins og skráp risaeðlunnar". Nina Ananiashvili, sem einnig er óhrædd við að gagnrýna yfirmanninn fyrrverandi, hefur nú gert samning við Bolshoj sem tryggir henni ákveðinn sýningafjölda á ári, en annars frelsi til að dansa þar sem hún vill, sem er alveg eftir kokkabókum þeirra Gordejevs og Vassili- evs. í vor dansar hún meðal annars í mörgum sýningum hjá American Ballet Theater í New York. Aðspurður hvort Irek Mukhamedov sé einnig á heimleið, eða hvort hans sé vænst aftur í raðir Bolshoj svarar Vassiliev aðeins, að ballettinn hafí yfír mörgum góðum karldöns- uram að ráða. „Við þurfum bara að láta þá sjást.“ í flestum ballettflokkum em það venjulega ballerínurnar sem mest er tekið eftir. „Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Vassiliev, „en í sannleika sagt tel ég, að hér hjá okkur, mitt í allri ringulreiðinni sem endurnýjunin hefur skapað, sé að finna marga af bestu dönsumm heims, bæði konur og karla.“ Ef sú er raunin blasir sá vandi við Vassiliev að bæta ímynd ballettsin. Sá vandi er þó hreinir smámunir miðað við allt hitt; að vera á hrakhólum með húsnæði, minni opinber framlög, tap á gjald- eyristekjum vegna fækkandi gylliboða utan- lands frá, óleystar samningadeilur og ósam- komulag við Jurij Grigorovitsj, sem heldur því fram að hann eigi búningana í fjórum þekktum Bolshoj-ballettum, þar á meðal „Hnotubijótn- um“ og „Svanavatninu". Það er tvímælalaust fleira en framhliðin sem þarf að pússa, áður en Bolshoj-ballettinn verð- ur á ný trompið í útflutningi hins nýja Rúss- lands. Það em bara þeir, sem em óhóflega bjartsýnir, sem trúa því að búið verði að kippa öllu f liðinn árið 2001. Höfundur er norskur blaðamaður og Hefur m.a. skrifað um Bolshoj-ballettinn í blöð og tímarit. NAKAMURA hefur ekki siglt lygnan sjó í jap- önsku listalífi. Hann hefur vakið athygli, umtal og reiði fyrir að setja upp sýningar á nútímamyndlist í Jap- an, sýningar sem ekki hafa alltaf fallið þeim í geð sem réðu hann í vinnu, og því hefur hann þurft að taka pokann sinn oftar en einu sinni. Má kaila hann óþekka strákinn í japönsku listalífi.? „Jú, það má kannski orða það svo. Fólk reiddist mér fyrir að setja bara upp sýning- ar á nútímamyndlist og því var ég fljótt rekinn,“ segir Nakamura og brosir. Fólk bara vann og menningin gleymdist „Japan er í raun sósíalískt land. Fólk vinnur mikið. Það vill geta keypt sér ný heimilistæki, bíl og snotra en litla íbúð og það dreymir ekki um neitt umfram það, það þekkir ekkert annað,“ segir Nakamura um landa sína. Japan hefur óneitanlega sérstöðu meðal Asíulanda. Efnahagur þess er sterkur, vest- ræn áhrif umtalsverð, sérstaklega hjá ungu kynslóðinni, og þjóðin hefur ekki þurft að þola innrásir heija annarra landa á jap- anskt land. „Við erum Asíubúar þrátt fyrir að margir hér telji okkur hugsa öðru vísi en aðrar Asíuþjóðir. Oft þegar fólk hér tal- ar um þjóðir heims segir það til dæmis: Evrópa, Bandaríkin, Asía og Japan,“ segir Nakamura, brosir í kampinn og bætir því við að þrátt fyrir þessa tilhneigingu dyljist það engum sem sér að Japanir eru jafn miklir Asíubúar og Kínveijar, Tævanbúar og Kóreumenn svo einhveijir séu nefndir. „Við höfum kannski þróast í þessa átt eink- um vegna þess að við höfum verið að byggja upp landið og efnahag þess frá lokum seinni heimsstyijaldarinnar.“ Uppbygging lands- ins og þróun hefur verið undraverð en þó er eitt sem að sögn Nakamura sat eftir í öllum hasarnum; menningin. 120 listasöf n á tíu árum Þegar yfirvöld brettu svo loks upp erm- arnar og ákváðu að gera eithvað fyrir menninguna var byijað á því að byggja listasöfn og að sögn Nakamura hafa á síð- ustu 10-15 árum verið reist um 120 lista- söfn í landinu. En þegar húsið var risið, hugsuðu menn ekkert meira um safnið. „En þá vaknar spurningin: Hvað á að vera inni í safninu?“ segir Nakamura, „fólk hugsar ekki fram í tímann.“ I Kokura í Kitakyushu er einmitt eitt listasafn eins og Nakamura ræðir um. Glæsileg bygging, hönnuð af hinum þekkta japanska arkitekt Arata Isozaki, sem með- al annars er þekktur fyrir að hafa hannað nútímalistasafnið í Los Angeles. „í Banda- ríkjunum og Evrópu eru byggð söfn því það sárvantar stað fyrir listaverkin en hér er það þveröfugt.“ Til að bæta úr þessu, fara sýningarstjór- ar safnanna í ferðir vestur til að reyna að kaupa fræg og dýr listaverk til að prýða söfn sín með. „Það er eins og söfnin hafi verið í samkeppni um hver næði að kaupa dýrasta og flottasta impressjóníska mál- verkið. Það sem gerðist svo var að svo miklum peningum var eytt til að kaupa tvö eða þijú fræg málverk að litlir peningar voru eftir og því var ákveðið að kaupa lista- verk eftir fólk í viðkomandi bæjum og borgum, listamenn sem myndu seint telj- ast til brautryðjenda í listasögunni. Stað- reyndin er því sú að safnið, sem yfirleitt er glæsilega hannað, er með örfáar skraut- fjaðrir og svo nær ekkert merkilegt annað.“ Nakamura segir að nú sé ástandið í þessu málum þannig að vegna versnandi efnahags landsins séu fjárframlög til safn- anna skorin niður og erfitt að borga undir eða setja upp góðar sýningar auk þess sem Nakamura segir að fólkið sem vinnur í söfnunum, sýningarstjórarnir, viti fæst hvað sé á seyði í alþjóðlegri myndlist og því sé ekki von á góðu. Hann segir að eitt helsta vandamál myndlistar í Japan, og ástæða fyrir hve Japanir eru lítt með á nótunum í myndlist, sé einkum sú að lista- sagan er vestræn. Hringiðan sé í Banda- ríkjunum og Evrópu. „Vissulega koma upplýsingar um það sem gerist en við höf- um ekki söguna og náum illa að átta okk- ur á því hvað þetta allt saman gengur út á, við náum ekki að tengjast sögunni og nútímanum á sama tíma. Ég held að eitt stærsta verkefnið í dag fyrir listamenn um allan heim sé að finna 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.