Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 10
ISLENSK-SÆNSKA LEIKBANDALAGIÐ LEIKLISTIN er harður húsbóndi en það er ástin einnig. Leikkonan Bára Lyngdal Magnúsdóttir var á uppleið í íslenska leikhúsheim- inum þegar örlögin tóku í taum- ana, hún venti sínu kvæði í kross og flutti til Svíþjóðar. Þar var útlitið fyrir íslenska leikkonu ekki gott, en Báru tókst það hins vegar á tveimur árum sem mörgum Svíum endist ekki aldur- inn til; að fá samning við Dramaten, stærsta leikhús Svíþjóðar. Hann rennur út um mán- aðamótin og hvað við tekur er að mestu óvíst, Bára segist reyna allt hvað af tekur að kom- ast að hjá litlu leikhúsi sem nefnist Pero en ekkert gangi, þrátt fyrir að hún sé gift öðrum upphafsmanni þess, leikstjóra og burðarás. Hann heitir Peter Engkvist og hefur glatt íslenska leikhúsunnendur með óvenjulegum uppsetningum á Ormstungu og sögunni af lofthrædda eminum honum Örvari. Peter og Bára kynntust á leiklistarhátíð í Noregi fyrir fjórum árum og Bára flutti til Svíþjóðar nokkrum mánuðum síðar. Hafði vakið athygli þegar á menntaskólaárunum er hún lék erfiðan ungling í Súkkulaði fyrir Silju, en fór síðar í Leiklistarskóla íslands. Bára útskrifaðist árið 1989 og lék hjá Borgar- leikhúsinu, með leikhópunum Karþasis og leikkonukrílunum (afþví þið eruð allar þrjár svo litlar?) og svo Leikbrúðulandi, sem hún fór með á leiklistarhátíðina í Noregi. Allt gekk sem sagt ágætlega og margir héldu að Bára væri búin að tapa glómnni þegar hún flutti út. „Ég lét allar væntingar lönd og leið. Komst að því að leikhúsið hélt áfram án mín og lærði heilmikið á því þótt það hafi tekið á. Ég sagði skilið við leikferil- inn á íslandi og vissi ekkert hvemig myndi ganga að koma sér á framfæri hér en hófst handa við það tæpu ári eftir flutninginn," segir Bára. Fyrsta skrefiö ■ Uppsölum Hún fékk fljólega tilboð um að leika hjá Borgarleikhúsinu í Uppsölum, sem er skammt fyrir norðan Stokkhólm. Þar lék hún Nínu í Mávinum eftir Tsjekov. Leikstjórinn, Kaisa Korhoenen, er finnsk, og ákaflega kröfuharð- ur leikstjóri, sem Bára segir hafa skilað sér margfalt. Þá hefur hún leikið í Óram, sem byggt er á harmleikjum um Elektru og Óreist- is og Kári Halldór og Kaisa settu upp í Finn- landi. „í Mávinum fór ungur strákur með hlut- verk Konstantíns og fyrir eina sýninguna sagði hann mér að í salnum sæti þekktur leikstjóri frá Dramaten sem ætlaði að meta frammistöðu hans. Ég varð voðalega döpur og leið, fannst allir aðrir en ég eiga ein- hveija möguleika á því að komast áfram, enginn vissi hver ég væri, ég væri bara ein- hver aumingjans útlendingur. Þetta skilaði sér á sviðinu en í hléinu tók ég mig á og lék síðari hlutann ágætlega. Ég var enn full sjálfsvorkunnar og barmaði mér einhver ósköp á leið til Stokkhólms eftir sýningu, en í sama bíl var m.a. téður leikstjóri. Stuttu seinna hringdi hann í mig og vildi ræða við mig um hlutverk, sem ég fékk, svo og árs- samning á Dramaten. Leikarinn sem fékk hana til að koma til Uppsala hiaut hins vegar ekki náð fyrir augum leikstjórans." Fuil skelfingar á Dramaten Bára segist hafa fyllst skelfíngu þegar að því kom að heíja störf hjá Dramaten. Húsið er stórt og og þar starfa flestir þekktustu leikarar Svíþjóðar. „Ég var svo stressuð eftir fyrsta samlesturinn að ég var með krampa í fótleggjunum, hafði setið pinnstíf. Ég var þess fullviss að það yrði mér ofviða að leika þarna, og það á móti öllum þessum frægu leikurum. En svo jafnaði ég mig fljótlega og ákvað að njóta þess bara að leika, að láta ekkert skemma fyrir mér leikgleðina." Bára lék í tveimur verkum, Tvíburunum frá Fen- eyjum eftir Carlo Goldoni, og barnaleikritinu Strákurinn og stjaman. „Það síðamefnda var sett upp í skugga Peters, sem hafði sett það upp tveimur árum fyrr og hlotið mikið hrós fyrir. Það var rosalega gaman að fá samning við Dramaten en ég þurfti líka að vinna fyrir honum. Vinnuálagið er mikið og hefur víst aukist enn í kjölfar fjárhagsörðugleikanna sem Dramaten lenti í á síðasta ári og hefur kostað fjölda leikara vinnuna. í vetur lék ég í 8-9 sýningum á viku á þriggja mánaða tíma- bili. Ég komst ekki heim á milli sýninga, heldur lagði mig i búningsklefanum. Það hefur oft verið sagt um Dramaten að það sé gamall risi og sú lýsing er kannski ekki fjarri lagi. Það er geysistór stofnun, þar sem manni finnst stundum stjórnunarpíramít- inn vera á hvolfi, margir stjórni fáum. í hús- inu takast menn auðvitað á og þá getur ver- ið gott að vera utanaðkomandi, vera ekki í neinu samhengi við eitt eða neitt. Hér lítur fólk allt öðruvísi á mig en heima. Hér þyki ég svo fyndin en það virtist ekki hvarfla að nokkrum manni á íslandi þar sem ég fékk sifellt að heyra hvað ég væri dramatísk. Ég hef verið heppin, unnið með góðu fólki og lært heilmikið, en ég veit ekki hvort að ég hefði viljað vera lengur á Dramaten, hefði það boðist.“ Ekki er Bára alveg atvinnulaus þótt Dramaten-samningnum sé lokið, hún tekur þátt í verkefni sem Peter setur upp á Fjader- holmema í Stokkhólmsskeijagarðinum, sem em leikir og ævintýri fyrir böm. Þá hefur henni boðist að leika hjá Riksteatern, sem ferðast um alla Svíþjóð með sýningar sínar, en slíkt gengur ekki upp fyrir tveggja barna móður en henni reyndist þó erfitt að af- þakka. „Það er gott að hafa leikið hjá Dramat- en, þegar maður er að koma sér á framfæri. Ég hef lært að taka það ekki persónulega að mér skyldi ekki bjóðast samningur áfram, það er ekki vegna þess að ég sé léleg leik- kona. Hér í landi em hundmð, jafnvel þúsund- ir atvinnulausra leikara. Ég er ekki viss um að það sé best að leika hjá stóru leikhúsun- um. Ég hef áhuga á því að komast að hjá leikhúsi Peters en hann ber því ævinlega við að nú sé ekki rétti tíminn. En það skal hafast." Viö vildum öllu ráöa Hver er hann svo, maðurinn sem vill ekki leikstýra konunni sinni? Leikhúsmaður með sérþarfir er niðurstaðan, maður sem hefur farið ótroðnar slóðir í leikhúsinu og komist upp með það. Stundum hafa aðrir svo fylgt í kjölfarið. Peter er leikari að mennt og lærði einnig látbragðsleik. Hann hóf nokkuð hefðbundinn leikferil, en leiddist óskaplega hjá atvinnuleik- húsunum, sem hann segir ömurlega vinnu- staði. Skólafélagi hans einn, Roger að nafni, var sammála honum og þeir stofnuðu leikhús ásamt fleirum. „Það gekk ekki sem skyldi því við vildum öllu ráða, skrifa, leikstýra og leika, sjá um ljós og búninga, og því sögðum við skilið við hópinn og stofnuðum eigið leik- hús árið 1983. Nafngiftin var mikill höfuð- verkur, mörg frábær heiti litu dagsins ljós en að síðustu hugkvæmdist okkur að beita sömu aðferð og landar okkar í hljómsveitinni ABBA, að nota upphafsstafina. Því heitir leik- húsið Pero, Peter og Roger,“ segir Peter hróð- ugur. Pero-leikhúsið fór af stað með glans, félag- arnir gerðu bara það sem þeim fannst skemmtilegt og settu upp sýningu sem nefnd- ist „Doktor Knup och mister Crazyhat eller den tredje gásten“ og eins og nafnið gefur til kynna var hér á ferð frumsamið verk þar sem allt gat gerst. Sýningin þótti frumleg og fyndin og sló i gegn, þess voru dæmi að menn kæmu allt að fimmtán sinnum til að sjá hana. Starfsemin vatt upp á sig, erfitt reyndist að starfa án framleiðanda og svo bættust fleiri í hópinn, eru nú fimmtán. Lítill tími hefur gefist til að leika, Peter hefur aðallega leikstýrt. Hann vann í þrjú ár hjá leikfélaginu í borginni Gávle og hljóp þess á milli í verkefni hjá eigin leikhúsi. Hann hefur sett fjölmargar barnasýningar upp, seg- ist helst vilja vinna til helminga að barna- Leikkonan Bára Lyngdal Magnúsdóttir hélt á vit sænsks leikhússlífs og leikstjórans Peter Engkvist fyrir hálfu fjóróa ári. Hún hefur náó góóum árangri á undraskjótum tíma og lék á Dramaten sl. vetur. Peter fer hins vegar ótroónar slóóir og hefur m.a. sett upp verk hér á landi í tvígang. URÐUR GUNNARSDÓTTIR hitti þau í Stokkhólmi. Morgunblaðið/UG „ÉG hef áhuga á því aö komast að hjá leikhúsi Peters en hann ber því ævinlega vlð að nú sé ekki rétti tíminn," segir Bára og brosir til eiginmannsins, Peter Engkvist. Morgunblaðið/Ásdís PETER Engkvist leikstýrði Benedikt Erlingssyni og Halldóru Geirharðsdóttur í Ormstungu. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.