Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1997, Blaðsíða 11
BÁRA Lyngdal Magnúsdóttir ásamt Reine Brynolfson ísýningu Dramaten á Tvíburunum frá Feneyjum. og fullorðinssýningum. „Það er til svo mikið af fínum barnabókum, sem eru ekki síður skrifaðar fyrir fullorðna. Við höfum sýnt barnaleikrit á kvöldin fyrir fullorðna sem hafa ekki skemmt sér síður en börnin. Þau eru hins vegar mun kröfuharðari áhorfendur en hinir eldri. Leikarinn gefur ekki eins mik- ið til kynna þegar hann leikur fyrir unga áhorfendur, hann verður að vera nákvæmur, bömin sjá í gegnum ósannan leik.“ Núna vinnur Peter að sýningu sem frum- sýnd verður í haust og nefnist „Hýsillinn" og fjallar um stúlku sem fær lirfu í lærið. Þegar hún fer til læknis til að fá hana fjarlægða, biður hann stúlkuna um að dvelja nokkra daga í gróðurskála sínum og leyfa lirfunni að klekjast út þar sem um sé að ræða afar sjaldgæft fiðrildi. Hún fellst á það en kemst svo að því að hún er ekki með fiðrildi heldur könguló í lærinu en ákveður að láta slag standa, þar sem hún sé einstæð og barnlaus og hafi þrátt fyrir allt þessa lirfu í lærinu. Verkið er byggt á bók Mariu Hermansson sem semur handritið með Peter. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn á þennan hátt, venjulega hef ég samband við höfunda, bið um leyfi til að gera leikgerð eftir verkunum, án afskipta þeirra,“ segir Peter glottuleitur. Blanda látbragósleiks og tals Peter bauðst að setja upp Lofthrædda örn- inn hann Örvar í Þjóðleikhúsinu með Bimi Inga Hilmarssyni leikara fyrir tveimur ámm og hefur einnig verið með leiklistarnámskeið hérlendis. Þegar Benedikt Erlingsson leikari hafði samband við hann og bað hann að setja upp með sér Gunnlaugs sögu Ormstungu, var hann hann ekki seinn á sér að þekkjast boð- ið, þótt hann hefði í fyrstu heldur kosið Eg- ils sögu sem er í miklu uppáhaldi. Peter seg- ir það ekki hafa staðið sér fyrir þrifum að skilja ekki orðin. „Það er að sumu leyti betra, því þá tekur maður betur eftir táknmáli líkam- ans, hvort það segir það sem segja þarf og lætur orðin ekki villa sér sýn. Leikararnir eru meðvitaðir um að ég skil ekki textann og það eykur vilja þeirra til að gera sig skiljanlega. Eg horfi á það hvernig orðin bragðast, hvern- ig þau sitja í líkamanum." I fljótu bragði virðist Peter hafa sérhæft sig í að setja upp óvenjuleg verk en hann fellst ekki alveg á það. „Við erum ekki til- raunaleikhús, heldur „kult“-hópur, með eigin stíl sem er blanda látbragðsleiks og tals. Nú hafa raunar nokkur sænsk leikhús tekið þenn- an stíl upp. Vissulega eru margar sýninga okkar skrýtnar en ekki allar. Auk þess er löngu tímabært að færa sig fram á veginn og segja hlutina á nýjan hátt. Inntakið í göml- um verkum og nýjum er það sama; að við eigum að vera góð hvert við annað. En við getum sagt þetta á nýjan hátt. Viljum við leika verk eftir Mozart, eigum við ekki að gera það eins og við höldum að hann hafi gert það, því þá þyrftum við helst að spyrja hann sjálfan eða mömmu hans, heldur eins og við viljum. Ormstunga er dæmi um þetta, okkar túlkun á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Peter segir trúnað við frumútgáfuna geta snúist í höndunum á mönnum; þegar Pero- leikhúsið hafi sett upp Hamlet, hafi þeir hitt bræðurna Shakespeare að máli. Þeir sögðu að William, bróðir þeirra, hefði stolið verkinu, það væri eftir þá og væri einleikur. „Við hlut- um að taka þá trúanlega og settum Hamlet því upp sem einleik. Sjáðu til, leikhúsið lýtur eigin lögmálum, það er lifandi og verður að eiga erindi við áhorfendur. Það verða að eiga sér stað samskipti á milli leikara og áhorf- enda, leikhús er ekki eins og safn, þar sem verkin tala hvert við annað og hirða ekki um áhorfandann, þau eiga að tala við hann.“ LJÓÐRÝNI VI ÞURIÐUR GUÐMUNDSDOTTIR BLÓM ÞAGNARINNAR IV í myrkri hugans hvað mepa þá sól tungl og stjömur á silfurfati Getur ekki lifað ekki dáið heldur þar á milli liggur þráðurinn veiki einstigið yfir hengifluginu þar sem örlög þín ráðast sekúndubrotin' dynja á þér þung og sár handan árinnar í dalnum rikir friður þar er grasið svo grænt svo miskunnsamt og grænt Nóttin hlustar á mig, heitir ljóðabók eftir Þuríði Guðmundsdótt- ur, sem út kom árið 1994 hjá Hörpuútgáfunni. Áður höfðu komið út bækurnar Aðeins eitt blóm (1969), Hlátur þinn skýjaður (1972), Á svölunum (1975), Og það var vor (1980), Það sagði mér haustið (1985) og Orðin vaxa í kringum mig (1989). Það hefur ekkert farið fyrir Þuríði í fjölmiðlum á þeim árum sem hún hefur verið að senda frá sér bækur og má segja að hún sé Blóm þagnarinnar í íslenskum nútímaskáldskap. En þótt ljóðabækur Þuríðar hafi örugglega ekki farið framhjá hörðustu ljóðaáhugamönnum, er víst að þeir eru fjölmargir í viðbót sem myndu njóta þeirrar ljóðlistar sem hún sendir frá sér. Það sem einkennir ljóð Þuríðar öðru fremur, er næstum fullkominn ósnertanleiki. Hún yrkir um það sem hún sér þegar hún lokar augun- um og - „formið/verður sjón mín/fætur og hendur/byija í fyrsta skipti að hugsa,“ eins og segir í Blómum þagnarinnar II. Og hún yrkir um þögnina, heitt bjart augnablik sem hún biður um að halda sér fast, eins og í ljóðinu Augnablik i Nóttin hlustar á mig. í þeirri bók yrkir hún einnig ljóðið Saman Sundur Saman í blindu hvors annars reikum síðan burt sitt í hvora áttina til að sjá til að sjá hvort annað. í báðum þeim ljóðum sem ég vísa til, er Þuríður að yrkja um blindu okkar; ekki aðeins þá ytri, heldur líka þá innri. í fyrra ljóðinu er sterk þrá eftir heimi þar sem vonin ríkir. Sá heimur er handan árinnar. Ljóðmælandinn er staddur í myrkri hugans og stillir honum upp and- spænis friðinum, miskunnseminni og voninni sem er hinum megin í dalnum; lýsir af einstakri næmni þeirri líðan sem þunglyndur einstakl- ingur býr við. Ljóðmælandinn finnur hvorki ljós, né von sín megin. Hann stendur of nærri, rétt eins og í Augnabliki. Við getum aðeins séð skýrt, það sem stendur hæfilega langt frá okkur. Stundum þurfum við að fara í burtu til þess að sjá hvað það er sem okkur líkar í um- hverfi okkar. Hugurinn er myrkravél sem á það til að afvegaleiða okkur. í Ijóðum sínum lýsir Þuríður gjarnan því sem er lítið og veikt. Tog- streitan milli andstæðna er oft nærri; Getur ekki lifað/ekki dáið held- ur, en á milli er veikur þráður, einstigið yfír hengifluginu. Hver kann- ast ekki við þessa tilfinningu? Stíll hennar er ákaflega knappur og orðfár og það er styrkur hennar. Hún nær að orða tilfinningar, mynd- gera þær á skýran og áhrifaríkan hátt og í heild myndi ég segja að ljóð hennar væru skyld hugleiðslu: Þau eru góð leið til að komast nær sjálfum sér. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚLÍ 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.