Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Page 2
Morgunblaðið/Gunnlaugur
ANNA Sigríður Gunnarsdóttir og Sigrún Ásta Jónsdóttir í Norska húsinu í Stykkishólmi, þar sem 125 Ijóð eftir 84 skáld prýða veggi.
LJÓÐASÝNING stendur nú yfir í Norska
húsinu í Stykkishólmi. 125 Ijóð eftir 84
skáid hafa verið hengd upp á vegg á efri
hæð hússins en ijóðin voru valin af 104
einstaklingum, flestum frá Stykkishólmi.
Að sögn Sigrúnar Ástu Jónsdóttur, for-
stöðumanns Norska hússins, voru send út
250 bréf með óskum um að fólk sendi inn
uppáhaldsljóðið sitt. „Viðbrögðin við bréf-
inu voru mjög góð, þótt mörgum hafi
fundist erfitt að velja bara eitt ljóð. Vin-
sælasta skáldið var Steinn Steinarr og svo
Tómas Guðmundsson. Hér eiga líka skáld
eins og Sigfús Daðason og Snorri Hjartar-
son tvö jjóð, einnig yngri skáld eins og
Bragi Ólafsson og Gyrðir Elíasson. Elsta
skáldið er höfundur Hávamála og það
yngsta er 9 ára skólapiltur hér í Stykkis-
hólmi.“
Sigrún segir að Ijóðin myndi eins konar
JÓN ÓSKAR
TILNEFNDUR
TIL ARS
FENNICA 1998
MYNDLISTARMAÐURINN Jón Óskar
hefur verið tilnefndur til finnsku Ars Fenn-
ica verðlaunanna árið 1998 fyrir íslands
hönd. Verðlaunin eru hæstu myndlistarverð-
laun sem veitt eru á Norðurlöndum, 2,6
milljónir ísl. kr. skattfrjáls-
ar auk þess sem gefíð er út
kynningarrit um verð-
launahafann og verk hans
sýnd í þremur listasöfnum
í Finnlandi. Sigurvegarann
velur forstöðumaður Tate
gallerísins í Lundúnum,
Jeremy Lewison, og til-
_________ kynnt verður um niður-
Jón Óskar stöðuna í mars á næsta ári.
Ars Fennica verðlaunin
voru stofnsett árið 1990 á grunni listasjóðs
Hennu og Pertiis Niemistö. Fyrstu tvö árin
og þau tvö síðustu, 1996 og 1997, hafa ein-
göngu finnskir listamenn verið tilnefndir til
verðlaunanna en árið 1993 var keppnin opn-
uð fyrir öðrum Norðurlandaþjóðum og frá
1994 hafa baltneskir listamenn og listamenn
frá St. Pétursborg einnig verið tilnefndir. Að
þessu sinni hafa sjö listamenn frá fimm lönd-
um, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi
og íslandi, hlotið tilnefningar. Þeir eru: Per
Barclay og Jon Arne Mogstad frá Noregi,
Peter Frie og H&kan Rehnberg frá Svíþjóð,
Pekka Jylhá og Jussi Niva frá Finnlandi, Lo-
ne Hoyer Hansen og Kirsten Ortwed frá
Danmörku og Jón Óskar frá íslandi.
UPPÁHALDS-
UÓÐÍ
HÓLMINUM
myndverk á veggnum sem þau hafa verið
sett upp á. „Þau mynda eiginlega foss,
eins konar hraunfoss og eru mjög falleg.
En það er merkilegt og vekur mann til
umhugsunar að lesa hlið við hlið sígild
ljóð og ljóð dagsins í dag, form, gerð og
viðfangsefni ljóðanna eru svo fjölbreytt en
þó eiga þau flest eitthvað sameiginlegt;
það er kannski bara það að ljóð eru ljóð
og þess vegna geti þau verið hlið við hlið
MENNINGARMÁLANEFND Garðabæjar
hefur fengið listrænan stjómanda
Schubert-hátíðarinnar, Gerrit Schuil, til
þess að skipuleggja nýja tónleikaröð, sem
verður frá janúar til maí á næsta ári, og ber
yfirskriftina Kammertónleikar í Garðabæ.
Framkvæmdastjóri tónleikanna er Hugi
Guðmundsson.
Á Kammertónleikunum í Garðabæ koma
fram sex listamenn auk Gerrits, sem leikur á
píanó á öllum tónleikunum. Fyrstu tónleik-
arnir verða 17. janúar, en þá mun Sigrún Eð-
valdsdóttir leika með Gerrit og verða þetta
einu tónleikara Sigrúnar hér á landi í vetur.
Á dagskránni eru sónötur fyrir píanó og fiðlu
eftir Mozart, Beethoven og Brahms. Þann 14.
febrúar mun Magnea Tómasdóttir sópran-
söngkona syngja, en þess má geta að nýverið
var hún ráðin við Kölnaróperuna og kemur
hún gagngert til íslands fyrir þessa einu tón-
MENNINGARMÁLANEFND Mosfellsbæj-
ar gengst fyrir aðventutónleikum í Mosfells-
■ kirkju mánudaginn 15. des-
Flytjendur eru Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópransöng-
kona og blásarasextett
skipaður klarinettuleikur-
unum Sigurði Inva Snorra-
syni og Kjartani Óskars-
þótt þau séu ólík innbyrðis. Hérna hanga
til dæmis hlið við hlið ljóð eftir Jónas Hall-
grímsson og Diddu og ekkert virðist at-
hugavert við það. Eg hugsa að það væri
erfitt að gera þetta við eitthvert annað
listform en Ijóðið."
Flest Ijóðin eru prentuð en nokkur
þeirra eru þó handskrifuð af þeim sem
þau valdi. Með ljóðunum birtist nafn höf-
undar og þess sem það valdi. Nokkur ljóð-
anna liafa verið myndskreytt af þeim sem
valdi.
Fyrirhugað er að sýningin standi að
hluta næsta sumar er þess verður minnst
að 200 ár eru liðin frá fæðingu Sigurðar
Breiðfjörðs rímnaskálds í Rifgirðingum á
Breiðafirði.
I húsinu er einnig sýning Láru Gunnars-
dóttur myndlistarmanns. A sýningunni
eru myndir ristar í tré og málaðar.
leika. Hún mun flytja sönglög eftir Mozart og
R. Strauss. Rannveig Fríða Bragadóttir
mezzosópransöngkona kemur fram á tónleik-
unum 14. mars og mun hún syngja Frauen-
liebe und Leben eftir Sehumann og hluta úr
Des Knaben Wunderhorn auk sönglaga eftir
Grieg og Sibelius. Á fjórðu tónleikunum,
þann 4. apríl, verður flutt tríó fyrir píanó,
klarinett og selló eftir Beethoven og það
verða þeir Guðni Franzson klarinettleikari,
Gunnar Kvarn sellóleikari og Gerrit Schuil
sem flytja. Gunnar og Guðni munu einnig
koma fram hvor í sínu lagi með Gerrit og
flytja sónötur eftir Beethoven og Brahms.
Sigurvegari Tónvakans 1997, baritónsöngv-
arinn Keith Reed, mun svo koma frma á síð-
ustu tónleikunum og flytja verk eftir Brahms
og Vaughan Williams þann 2. maí. Allir tón-
leikamir verða haldnir í Kirkjuhvoli við
Vídalínskirkju í Garðabæ.
Emil Friðfinnssyni og Þorkeli Jóelssyni og
fagottleikurunum Brjáni Ingasyni og Birni
Th. Ámasyni.
Á efnisskránni em blásarasextettar eftir
Joseph Haydn, J.C. Bach og W.A. Mozart.
Með sextettinum syngur Sigrún Hjálmtýs-
dóttir Alleluia og Laudate Dominum eftir
Mozart, Ave Maria eftir Bach/Gounod, Ó
helga nótt eftir Adolphe Adam og íslenska
jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein eftir Sig-
valda Kaldalóns.
DIDDÚ Á AÐVENTUTÓNLEIK-
UM í MOSFELLSKIRKJU
KAMMERTÓNLEIK-
AR í GARÐABÆ
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Þjóðminjasafn Islands
I Bogasal: Allir fá þá eitthvað fallegt.
Jólasýning, til 5. janúar.
Listasafn íslands
I öllum sölum safnsins er sýning á verkum
Gunnlaugs Schevings og sýnd sjónvarps-
mynd daglega um Scheving.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sig-
urjóns Olafssonar. Safnið verður opið
samkvæmt samkomulagi í des. og jan.
Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41
- Ásmundarsalur
Asmundarsalur: Sýning á samkeppnistil-
lögum um útilistaverk við Sultartanga-
virkjun. Til. 18. des.
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yflrlitssýning á verkum Ásmundar
Sveinssonar.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Jóhannes Kjarval í austursal. Sýning á að-
fongum safnsins árið 1997 í vestursal og
miðrými. Á sýningai-vegg í austursal eru
sýndarþúsateikningar.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða-
stræti 74
KyiTalífs- og blómamyndir ásamt mynd-
um úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúar-
loka.
Stöðlakot, Bókhlöðustig 6
Bjai’nheiður Jóhannsdóttir. Til 21. des.
Dada, Art Gallery, Kirkjutorgi 4
Sölusýning á nútímalist. Einnig antikmun-
ir frá Vestur-Afríku. Til 24. des.
Norræna húsið - við Hringbraut
Skartgripasýning til 31. des.
Hafnarborg
Brian Pilkington sýnii' til 23. des.
Taru Harmaala og Ása Gunnlaugsdóttir
sýna skart til. 23. des.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði
v/Suðurgötu
Handritasýning til 19. des.
Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b
Guðjón Ketilsson. Svartisalur: Gunnar
Árnason. Bjarti salur og Súm salur: Krist-
ín Blöndal. Setustofa: Gestur er Rúna
Gíslasdóttir. Ailar sýn. til 14. des.
Gallerí Horn
Bjarni Þór Bjarnason. Til 23. des.
Gallerí Listakot
„Gnægtarborðið", samsýning til. 3. jan.
Galleríkeðjan Sýnirými
Sýnibox: Ándré Tribbensee.
Gallerí Barmur: Ráðhildur Ingadóttir.
Gailerí Hlust: Gunnai’ Magnús Andrésson.
Síminn er 551 4348.
Gallerí 202m: Gabríela sýnir til 14. desem-
ber.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Toon Michiels sýnir til 14. des.
Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn
Guðný Magnúsdóttir og sýning á nýjum
aðfóngum til 21. des.
Listhús 39
Strandgötu 39, Hafnarfírði
Samsýning 14 listamanna.
Gerðuberg
Valdimar Bjarnfreðsson. Til 18. janúar.
Sjóminjasafn Islands við Vesturgötu í Hf.
Almenn sýning og sýning á olíumyndum
Bjarna Jónssonar.
Sunnudagur 14. desember
Áskirkja: Kammersveit Reykjavíkur, kl.
17.
Mánudagur 15. desember
Listasafn Kópavogs: Guðrún Birgisdóttir,
Martial Nardeau, Elín Guðmundsdóttir
og Pierre Séchet, kl. 20.30.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Vox
Feminae kl. 20.30.
Mosfellskirkja: Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Sigurður Ingvi Snorrason, Kjartan
Óskarsson, Emil Friðfmnsson, Þorkell Jó-
elsson, Brjánn Ingason og Björn Th.
Árnason, kl. 20.30.
Föstudagur 19. desember
Langholtskirkja: Kór og Gradualekór
Langholtskirkju, kl. 23.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Augun þín blá, lau. 13., sun. 14., fös. 19.
des.
Galdrakarlinn í Oz, lau. 13., sun 14. des.
Dómínó, fim. 18., fös 19. des.
Loftkastalinn
Á sama tíma að ári, lau. 13. des.
Kaffileikhúsið
Revían í den, lau. 13. des.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er
eftir að birtar verði í þessum dálki verða
að hafa borist bréflega fyi-ir kl. 16 á mið-
vikudögum merktar: Morgunblaðið,
Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík.
Myndsendir: 5691181. Netfang: menn-
ing@mbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997