Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Blaðsíða 5
FULLT AF GÓÐU FÓLKI Úti í Niðurlöndum starfar útgáfan Arsis sem meðal annars hefur gefið út nokkra diska með íslenskum lista- mönnum. ARNI MATTHIASSON tók tali Reyni Finn- bogason, annan aðaleigenda útgáfunnar, sem segir íslenska listamenn standast vel samjöfnuð við erlenda. TGÁFA á sígildri tónlist er Úblómlegri hér á landi en dæmi eru um og fjölmargur diskar koma út ýmist með ungum listamönnum eða þrautreynd- um og sjóuðum. Fleiri fást þó við að gefa út íslenska lista- menn en íslensk fyrirtæki því úti í Hollandi starfar Arsis-útgáfan sem hefur gefið út nokkra diska með íslenskum tónlist- armönnum og tónlist á undanförnum ánim. Sú útgáfa hefur gengið bærilega og nú hyggst Arsis heldur betur færa út kvíarnar, því það ætlar að gefa út á fjórða tug platna á næsta ári með is- lenskum listamönnum og erlend- um. Forsvarsmaður Arsis er Reynir Finnbogason sem var staddur hér á landi fyrir skemmstu að leita eftir frekara samstarfi við íslenska listamenn. Reynir Finnbogason hefur dvalist í Hollandi í níu ár og starfað við hljóðupptökur, en hálft fjórða ár hefur hann rekið útgáfuna Arsis með hollenskum félaga sínum, Josh Van Meuler. „í gegnum vinnu mína við upp- tökur á diskum fyrir aðrar útgáf- ur hef ég séð hvernig markaður- inn virkar,“ segir Reynir. „Ég ákvað að prófa sjálfur, fannst vera gat í markaðnum, sérstak- lega fyrir listamenn sem fá ekki tækifæri hjá þeim stóru. Þegar við svo settum fyrirtækið af stað kom upp gamla þjóðerniskenndin og mig langaði að hjálpa landanum. Elísabet Waage spilaði inn á fyrsta diskinn, sem var einskonar tilraun, og svo benti gamalj félagi minn á Sjónvarp- inu mér á Rristin Árnason. Upp frá því höf- um við gefið út marga diska með íslending- um, en við gefum líka út Hollendinga, Eng- lendinga, Kóreubúa, Bandarikjamenn og Norðmenn. Fram að þessu hafa komið út sautján diskar, en við stefnum að því að bæta 33 diskum við á næsta ári.“ Reynir segir að fyrirtækið hafi verið sam- eignarfélag hingað til, en breytist nú í hluta- félag um leið og það færir út kvíarnar. „Á sín- um tíma dreifðum við diskunum okkar í Hollandi, Belgíu, sem er tuttugu milljóna markaður, og á Islandi, með sínai’ 260.000 sálir, en okkur þótti markaðurinn vera of lít- ill. Við reyndum því í bríaríi að leita eftir dreifingu fyrir þessa diska okkar víðar og sendum mörg hundruð símbréf um allan heim. Okkur til mikillai’ furðu fengum við svör við þeim nánast öllum og velflest jákvæð og þegar upp var staðið höfðum við allmörg tilboð að veija úr. Með þessu breyttum við 20 milljóna og 260 þúsund manna markaði í 600 milljóna og 260 þúsund manna markað." islenskir lista- menn og lónlisl Reynir segir að útgáfa erlendis gefi hæfi- leikaríkum listamönnum færi á að koma sér á framfæri um allan heim og líka listamönnum sem séu að heQa sinn feril. „Þessi stóraukna dreifing varð okkur hvati til að gera Arsis að alvöru fyrirtæki, hlutafé var stóraukið en vissulega á eftir að koma í ljós hvernig geng- ur. Á þessu ári koma út fjórir diskar með ís- lenskum listamönnum á okkar vegum, þriðji diskur Kristins Ámasonar, annar diskur Rúnars Óskarssonar, endurútgefinn diskur með Sigurði Bragasyni og Vovka Askenazy og einnig endurútgefinn diskur með Mótettukór Hallgrímskirkju. í febrúar opn- ast síðan flóðgáttin, við hyggjumst gefa út Tímann og vatnið, stefnum á samvinnu við Kammersveit Reykjavíkur, erum í viðræðum REYNIR Finnbogason, annar aðaleigenda Arsis útgáfunnar hollensku. við Sinfóníuhljómsveit íslands og ýmsa inn- lenda listamenn fleiri. Ætlunin er að gefa út sem mest af íslenskri tónlist, markmiðið er að helmingurinn verði íslensk verk, en það fer vissulega eftir því hvað íslendingamir sjálfir vilja og geta. Það er mjög erfitt að selja íslenska tónlist- armenn erlendis, því þeir halda mjög sjaldan tónleika ytra og þá iðulega illa skipulagða og fáir vita af þeim. Okkar fyrirtæki verður aft- ur á móti þrískipt, við verðum með hluta sem sér um útgáfuna, annan sem helgar sig um- boðsmennsku og tónleikahaldi og síðan tækjahluta. í stað þess að aug- lýsa eins og vitleysingar viijum við auglýsa okkar fólk með því að gefa öðrum kost á að hlusta á það og einnig að koma listamönnun- um að á tónlistarhátíðir og í tón- leikaraðir. Ef vel tekst til með þetta erum við þess fullvissir að bjöminn sé unninn.“ Eins og fram kemur í upphafi hefur Reynir starfað lengi sem upptökumaður og félagi hans einnig. Hann segir og að þeir vilji taka sem mest upp sjálfir, en það sé undir fleiru^ komið, til að mynda tíma. „Ég vildi gjama hafa einhvem fastan upptöku- mann hér heima sem myndi þá líka sjá um að kynna útgáfuna hér og undirbúa tónleikahald, því við viijum ekki bara fá íslendinga út, við viljum líka getað komið erlenda listamenn hingað til tónleika- Helst vildi ég koma einhverjum ís- með halds. lensku listamannanna í samstarf við erlenda listamenn því ég tel að báðir græði á slíku samstarfi. Sinfóniuhlfómsveilin stenst allan samanburð Reynir segir að fullt sé af mjög góðu fólki hér á landi „og þannig stenst Sinfóníuhljóm- sveitin allan samanburð við aðrar hljómsveit- ir á hinum Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað. Eins finnst mér það sem Kammersveit Reykjavíkur er að gera ekkert síðra en annarra kammersveita. Kristinn Árnason er síðan á heimsmælikvarða meðal gítarleikara, og það er ekki bara mitt álit. Eins má nefna tónlistarmann eins og Rúnar Óskarsson, sem er nýkominn úr skóla en leik- ur ótrúlega vel. Vissulega er margt af þessu fólki ekki komið á hæsta stall tónlistarmanna en það er bara vegna þess að það hefur ekki fengið næg tækifæri til að spila og þroska sig. Það er svo annað mál að þeir sem lengst ná í markaðssetningu eru ekki endilega þeir sem fremstir eru á sínu sviði; það er svo erfitt fyr- ir listamann að selja sig á alþjóðlegum mark- aði og við ætlum að reyna að breyta því. Við viljum líka frekar hafa lítinn hóp og sinna honum vel en gefa of marga út. Þannig erum við nú að gefa út þriðja disk Rristins og ann- an disk Rúnars og viljum gefa fimm diska út með Kammersveit Reykjavíkur fram til árs- ins 1999. Með þessu tryggjum við að diskarn- ir komi reglulega út en reynsla mín af útgáfu sýnir að efth’ því sem diskarnir verða fleiri með viðkomandi listamanni fær hann meira vægi í verslunum og fólk tekur frekar eftir honum.“ Reynir segist ekki gera bindandi samninga við listamennina; hann vilji ekki standa í veg- inum fyrir frama þeirra. „Ef eitthvert risa- fyrirtækið gerir til að mynda Kristni Árna- syni stórkostlegt tilboð, sem ég tel vist að eigi eftir að gerast, vil ég ekki vera honum Þrándur í Götu; ég fmn þá einfaldlega nýja listamenn að vinna með, það er nóg til af þeim.“ HÉR ER verið að slátra svíni og undirbúa fjölskyldumót. VEISLUUNDIRBÚNINGUR. Karlmennirnir sjá um að elda matinn. skyldunnar, og í samfélaginu í heild. Þegar málið snýst um makaval og kynlíf, er hins vegar annað uppi á teningnum, ef litið er á málin frá sjónarhóli Norður-Evrópubúa. ímynd kvenna er fengin frá Spánverjum (hrein mey, hógværð, tryggð allt til loka). Spánverjar sölsuðu undir sig eyjarnar á 16. öld og ríktu þar allt fram að síðustu aldamót- um sem nýlenduherrar. Ef stúlku er boðið út, fer hún á stefnumót með siðgæðisverði, sem á að koma í veg fyrir að unga fólkið geri eitthvað annað en haldast í hendur. Er það venjulega vinkona stúlkunnar, sem gegnir þessu hlutverki. Taka skal þó skýrt fram, að þetta er hin hefðbundna ímynd kvenna, sem hér er lýst. - Geta má þess til gamans í þessu sambandi, að faðmlög í viðurvist ann- arra, t.d. á götum úti, meira að segja á milli giftra hjóna, eru bönnuð (tabú), og er litið niður á fólk, sem gerir slíkt. KARLAR Félagsmótun karla er með þveröfugúm hætti. Karlmanni leyfist að vera ótrúr, ef honum tekst að halda því leyndu fyrir eigin- konu sinni!! Framhjáhald telst hluti af pag- kalalake (það að vera karlmaður). Jafnvel þótt eiginmaður reynist ótrúr, er konan talin verða að þola það sem veikleika sterka kyns- ins (kahinaan ng isang lalake). Þótt kynlíf sé bannað (tabú) utan hjónabands, er ekki sjaldan óbeint krafist af karlmanni, að hann hafi reynslu í þeim efnum, þegar hann kvæn- ist! Að minnsta kosti er engin hætta á því, að mannorð hans bíði hnekki af þeim sökum. Þar eð konur verða að vera hreinar meyjar þegar þær giftast, samkvæmt fomri hefð, og karlmenn verða að hafa náð binyag (sem þýðir orðrétt „skím“, þ.e.a.s. hafa sofið hjá konu) hefur þetta tvenns konar afleiðingar í fór með sér; Kvenna er gætt vel og þær ekki látnar fara á stefnumót nema í fylgd með vinkonum. Karlmenn verða að safna reynslu hjá vændiskonum. Félagar hans fara oft með honum í fyrsta skipti og borga jafnvel fyrir hann. Til þess að verða að fullgildum manni, verða karlmenn að gangast undir tvær „eldraunir". Hin fyrri er tuli (umskura). Drengir em venjulega umskomir einhvers staðar á bilinu frá 8 til 14 ára. Sá, sem ekki er umskorinn, verður einatt að athlægi með- al félaga sinna, og telst hann vera ski'æfa og lítilmenni og ekki vera fullgildur karlmaður enn. Hin síðari er binyag. Af þessu sést, að hér er um nokkurs konar vígsluvenju eða manndómsvígslu (e. initiation) að ræða, eins og tíðkast í fjölmörgum fmmstæðum samfé- lögum. - Til að koma í veg fyrir misskilning, þykir rétt að benda á, að reynsla karla af kynlífi áður en þeir ganga í hjónaband þarf ekki undir öllum kringumstæðum að vera með þeim hætti, sem hér var lýst, til þess að þeir geti byggt upp jákvæða sjálfsímynd. f opinbemm umræðum (ekki síst af kirkjunn- ar hálfu) er þetta tvöfalda siðgæði fordæmt afdráttarlaust. Ekki er óalgengt, að giftir karlmenn haldi hjákonu, eigi með henni bam og sjái henni og barninu fyrir lífsviðurværi. Þetta fyrir- komulag er nefnt „querida“-fyrirkomulag (querida-system). Þótt þetta sé nokkuð al- gengt, er fyrirbærið þó fordæmt afdráttar- laust á yfirborðinu, svo að flestir reyna að halda því leyndu. Hin ólíka félagsmótun karla og kvenna er gott dæmi um ósamræmi í siðakerfi og við- miðum fólks á Filippseyjum. í raun og vem er um ósamstæð brot úr ólíkum siðakerfum að ræða (fomri frjósemisdýrkun annars veg- ai’ og kaþólskum siðahugmyndum hins veg- ar), sem stangast á, án þess að eftir því sé tekið eða án þess að því sé gefinn sérstakur gaumur í dagsins önn. Svipaða sögu má segja um náttúm- og trúarhugmyndir lands- manna. Þótt yfirgnæfandi meirihluti lands- manna sé kaþólskrar trúar, er trú á drauga, anda og hvers kyns hindurvitni mjög út- breidd, og kæra sig flestir kollótta um, hvort slíkt sé í samræmi við kristnar kennisetning- ar eða ekki. Höfundurinn býr oð hluta til á Filippseyjum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.