Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Qupperneq 6
EG HEF GAMAN AF GÓÐUM HASARMYN DUM Sænski leikstjórinn, handritshöfundurinn, klipparinn og kvikmyndatökumaðurinn Jan Troell er fæddur árið 1931 og var kennari áður en hann fór út í kvikmynd- irnar sem samstarfsmaður leikstjórans Bo Widerbergs. Troell gerði Vesturfarana og nú nýlega Hamsun með Max von Sydow. Arnaldur Indriðason ræddi nýlega við þennan merkismann í norrænni kvikmyndagerð. ALLIR þessir leikstjórar sem eru í uppáhaldi hjá mér eru látnir,“ segir Jan Troell í samtali við Morg- unblaðið, ákaflega hæglát- ur maður sem talar rólega og yfirvegað og velur orð sín af kostgæfni, feitlaginn nokkuð og silfurhvítt hárið farið að þynnast. „Það er eiginlega enginn eftir. Kieslovskí hef- ur haft mikla þýðingu fyrir mig, Tarkovskí einnig, Truffaut. Bergman er hættur. Wider- berg er mikill áhrifavaldur. John Ford. Eg er mjög hrifinn af Bretanum, hvað hann nú heit- ir? Og myndinni. Leyndarmál og lygar, hét hún það ekki? Mike Leigh. Virkilega gaman að honum.“ Troell segist annars ekki komast mikið í bíó. Og minnst sér hann á kvikmyndahátíðum því þá er hann upptekinn af öðru eins og að tala við blaða- og fréttamenn. En hann kemst á mynd og mynd. „Djöflaeyjan var góð,“ seg- ir hann. „Ég hef tvisvar sinnum komið til Is- lands. I fyrra skiptið með myndina mína „II Capitano" og það síðara vegna heimildar- myndarinnar Dansinn. Ég brá mér á hestbak og gat ekki setið vikum saman á eftir. En ég hef í raun séð meira af Islandi í gegnum kvik- myndimar en í alvöru." Troell er einn af risunum í norrænni kvik- myndagerð og hann var heiðursgestur á Nor- rænu kvikmyndahátíðinni í Þrándheimi í október síðastliðnum. Hann hóf kvikmynda- ferilinn með gerð stuttmynda og starfaði síð- an sem kvikmyndatökumaður við myndir Bo Widerbergs áður en hann gerði sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hérna er líf þitt, árið 1966. TVeimur árum seinna gerði hann mynd- ina Hver sá hann deyja? Þremur árum seinna eða árið 1971 gerði hann meistaraverk sitt, Vesturfarana eða „Utvandrarna" með Liv Ullman og Max von Sydow í aðalhlutverkum, og ári síðar framhaldið, Nýja heiminn eða „Nybyggarna“, eftir sögu Vilhelms Mobergs. Yesturfaramir hlutu útnefningu til Oskarsverðlaunanna sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. Myndimar fjölluðu um landnám Svía í Bandaríkjunum um miðja nítjándu öld og voru sýndar í ríkis- sjónvarpinu á sínum tíma og nutu óhemju vinsælda en með þeim eignuðust Svíar sína Á hverfanda hveli. „Ég sá aðeips fyrsta hlutann í Svíþjóð,“ segir Troell. „Ég held ég mundi klippa hann öðruvísi í dag. En ég lít einatt með ánægju til þess tíma þegar við gerðum þessar myndir. Það var mikið ævintýri og frábært að fá að vinna með sumum bestu leikurum Svíþjóðar á þessum árum, sérstaklega Max og Liv. Myndirnar vom mjög vinsælar í Bandaríkj- unum og ég heyrði nýlega að þær væm sýnd- ar þar enn. Margar ólíkar þjóðir gátu sam- samað sig landnemasögunni." Eftir vinsældir Vesturfaranna var leiðin greið til Hollywood og Troell fór þangað en án þess það yrði honum til framdráttar. Hann gerði tvær myndir þar á áttunda ára- tugnum, Brúði Zandys eða „Zandy’s Bride“ árið 1974 og Fellibyl eða „Hurricane“ árið 1979. Troell er ánægðari með þá fyrri en þá seinni. „Fellibylur er ekki góð mynd,“ segir hann en Troell tók við kvikmyndaleikstjóm- inni eftir að Roman Polanski varð að flýja Bandaríkin í kjölfar sambands hans við stúlku undir lögaldri. „Framleiðandinn, Dino De Laurentiis, hringdi í mig tvisvar eða þrisvar og bað mig um að leikstýra myndinni og ég tók það loksins að mér vegna ævintýr- isins og vegna peninganna auk reynslunnar sem ég aflaði mér að sjálfsögðu. Munurinn á því að starfa í Hollywood og annarstaðar er sá að allt er svo miklu stærra þar. Þar em tíu sinnum fleiri starfsmenn á bak við myndavél- ina en á Norðurlöndunum. Frelsi leikstjórans er minna. Ef leikstjórinn er ekki líka fram- leiðandi myndar sinnar er afar sjaldgæft að hann ráði yfir lokaútgáfu verksins. Eftir því sem myndimar em dýrari því minna frelsi hefur leikstjórinn til þess að vinna; þar vestra þarf sífellt að höfða til áhorfenda. Ég gerði þessar tvær myndir í Hollywood og þær vom mjög ólíkar og reynslan af að gera þær einnig." Troell segist ekki fylgjast vel með mynd- unum frá Hollywood í dag en segist þó hafa gaman af góðum hasarmyndum. „Ég sé ekki þær myndir sem ég þoli ekki og þær em margar. í Hollywood eru aðallega gerðar tvennskonar myndir: Hasar- og ofbeldis- myndir, sem gerast í nútímanum eða í fram- JAN Troell við tökur á heimildarmyndinni Frosinn draumur. tíðinni, og gamanmyndir, sem em ákaflega hávaðasamar. Ég hef gaman af góðum hasar- myndum og sá t.d. „Donnie Brasco“ um dag- inn og fannst hún skemmtileg. En ofbeldið í Hollywood-myndunum er orðið að takmarki í sjálfu sér 'og það sorglega við Hollywood- myndimar er að þær taka völdin og kæfa all- ar hinar myndimar. Þær hafa algjör heimsyf- irráð. Þú getur hvergi flúið þær og þær hafa meiri áhrif í heiminum en nokkuð annað.“ Troell sneri heim til Svíþjóðar frá Banda- ríkjunum í upphafi níunda áratugarins og tók þá að sér verkefni sem hefur loðað við hann síðan eins og nýjasta heimildarmynd hans ber vitni um en hún heitir Frosinn draumur eða „En frosen dröm“ og segir frá misheppn- uðum leiðangri í loftbelg yfir norðurpólinn undir síðustu aldamót. Troell gerði leikna bíómynd um efnið eftir að hann sneri heim árið 1982, Flug arnarins eða „Ingenjor Andrées Luftfard", og byggði hana á dagbók- um og ljósmyndum leiðangursmanna er fund- ust nokkuð heilllegar 30 áram eftir að þeir fórast. I heimildarmyndinni nýju rekur hann ferðalag leiðangursmannanna undir stjórn Salomons Augusts Andrée og notast við ljós- myndirnar og dagbækurnar. Hann segir áhuga sinn á efninu hafa kviknað eftir að hann fékk spurningu frá sænska sjónvarpinu um hvort hann langaði til þess að kvikmynda sögu Per Olof Sundman um leiðangurinn og búa til úr henni sjónvarpsþætti. „Á þeim tíma hafði ég ekki lesið bók Sundmans og vissi mjög lítið um Andrée, aðeins að hann reyndi að fara yfir norðurpólinn. Þegar ég fór að kynna mér málið betur varð ég mjög hrifinn af efninu og sérstaklega gömlu ljósmyndun- um og dagbókunum úr leiðangrinum, sem fundust eftir allan þennan tíma. Þegar ég hafði gert bíómyndina um leiðangurinn vildi ég snúa mér aftur að efninu því mér fannst ég ekki geta gert því tæmandi skil í mynd- inni. Þess vegna gerði ég heimildarmyndina og hún er framsýnd núna þegar nákvæmlega 100 ár era liðin frá slysinu." Aðspurður hvernig ljósmyndirnar og dag- bækurnar töluðu til hans og hvað það væri sem heillaði hann við söguefnið, sagði Troell: „Heimildimar sem leiðangursmennirnir skildu eftir sig segja heilmikið. Það er mjög auðvelt að setja sig í spor þeirra og sjá hvernig þeir háðu baráttu fyrir lífi sínu. Þeir fóru til þess að komast að því hvernig norður- póliinn væri, enginn vissi það þá. Og það var byltingarkennd hugmynd að fara í loftbelg. Svo það er margt í þessari sögu sem er mjög heillandi. Líka það hvernig leiðangurinn mistókst. Mennirnir vora ekki vanir líkam- legri áreynslu. Þeir höfðu unnið skrifstofu- störf. Þeir börðust áfram á ísnum í þrjá inán- uði áður en dauðinn sótti þá. Endalokin eru einnig söguleg því ljósmyndir þeirra og dag- bækur komu fram 30 áram eftir að þeir létu lífið.“ I dag er litið á leiðangurinn sem mistök, segir Troell, „en við verðum að dæma allt þetta út frá þeim tíma sem um ræðir. Fólk um allan heim trúði á leiðangurinn. Það er hættulegt að fara til tunglsins en forvitnin rekur menn áfram.“ Á undan heimildarmyndinni Frosinn draumur gerði Troell leikna bíómynd um hinn umdeilda norska rithöfund, Knut Hamsun, sem Max von Sydow lék, en myndin var sýnd fyrir nokkra í Háskólabíói. Fjallaði hún um tengsl Hamsuns við nasismann og fund sem Hamsun átti með Adolf Hitler. „Þar voram við að fást við mjög umdeilt efni. Sagan er sögð frá sjónarhóli Hamsuns, hvað hann hugsaði og gerði og af hverju. Hann var maður sem elskaði land sitt og hélt að hann væri að gera landi sínu gagn með gjörðum sínum. Hann vissi það ekki þá hvað við var að eiga en síðar kom það í ljós og hann sá eftir því sem hann gerði. Norðmenn hafa átt erfitt með að fyrirgefa honum en það gladdi mig mikið að heyra frá konu sem sagði eftir að hafa séð myndina að Norðmenn hefðu kannski ekki fyrirgefið Hamsun en skilið hann betur en áður.“ Max von Sydow er leikari sem Troell vinn- ur mikið með og hann segist hafa gaman af að vinna með honum. „Við þekkjum hvorn annan mjög vel orðið og þurfum ekki að ræða mikið hlutina. Ég treysti honum. Hann hafði sínar hugmyndir um Hamsun. Við unnum mikið með líkamshreyfingar gamals manns. Max vill vita hvað er inntakið í hverri tiltek- inni senu og svo sleppi ég honum lausum." Troell sagðist ekki sjá nógu mikið af nor- rænum bíómyndum til þess að svara spurn- ingu um stöðu þeirra í heimi kvikmyndanna. Hann segist fara á bíó þegar hann langi til þess en ekki af einhverri skyldurækni. Hvemig skyldi honum sem einum fremsta kvikmyndatökumanni Norðurlanda líka hinn nýi upptökustíll þar sem haldið er á mynda- vél sem er á sífelldri hreyfingu í kringum persónurnar. „Ég hata það,“ svarar hann að bragði. „Breaking the Waves“ var sterk þótt þessi heimskulega tækni væri notuð í henni. Það er ekkert nýtt við tæknina. Ég sá myndir gerðar á þennan hátt á sjöunda áratugnum. Italirnir gerðu allt sitt með myndavél sem haldið var á. En það var hugsun á bak við það þá. Ég sé ekki tilganginn með því í „Breaking the Waves“ eða Woody Allen-myndunum. Það er engu líkara en leikstjórinn sé að senda skilaboð til kollega sinna: Sjáðu hvað ég get leikið mér með alla peningana." Vínlandsgátan Hvert fóru þeir? Hvað fundu þeir? Og eru Vínlandssögumar gömlu áreiðanlegar heimildir um landafundi norrænna manna í Vesturheimi fyrir um þúsund árum? Páll Bergþórsson fyrrum Veðurstofustjóri hefur rannsakað þessar sögur og ber lýsingar þeirra saman við f nútímaþekkingu um siglingatækni, staðhætti, loftslag, gróður og dýralíf í Vesturheimi og þjóðhætti indíána og 2 inúíta. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina. .§ „Vínlandsgátan er skemmtileg aflestrar, slarifuð á þróttmiklu máli og auðug af tilgátum, sem á köflum leiftra af innsæi.“ Össur Skarphéðinsson | DV „Yst sem innst ber rit þetta með sér að til þess hefur verið vandað í hvívetna.“ Erlendurjónsson/Morgunblaðið Mál 60 áva og menning Lauaavegi 18 Síðumúla 7-9 Sími 515 2500 Sími 510 2500 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.