Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Blaðsíða 9
súkkulaði eða sykri og pipar. Og margs konar vamingur hékk í loftinu, einkum búsáhöld og / blikuðu eins og stjörnur á heiðskiru húm- kvöldi. Ég vil svo sjálfur bæta því við að ég minnist þess að við vegginn til vinstri var bekkur til þess að tylla sér á, því fyrir utan það að vera líka pósthús var búðin samkomustaður fólks- ins og fréttamiðstöð. Einari í Garðhúsum tókst ætlunarverk sitt, verslunin jókst jafnt og þétt svo og útgerð hans, fiskverkun og búskapur. Fyrr en varði var hann orðinn einn af umsvifamestu at- hafnamönnum á sínum tíma. Hann hóf nokk- uð fljótlega að flytja inn vörur fyrir verslun sína og útgerð beint frá útlöndum með leigu- skipum og mun einhverju hafa verið skipað upp í Grindavík og jafnframt skipað út fiski í sömu skip. Hann stofnaði svo Eimskipafélag Reykjavíkur ásamt tveimur tengdasonum sín- um þeim Einari Ki-istjánssyni og Rafni Sig- urðssyni ásamt Haraldi Forberg skipamiðl- ara. Skipin sem keypt voru hétu Katla og Hekla og voru þeir Rafn og Einar skipstjórar þeirra skipa. Heklan var eins og kunnugt er skotin niður í heimsstyrjöldinni síðari og fórst Einar Kristjánsson með skipi sínu. Þetta var mikill sorglegur atburður og áfall fyrir Einar í Garðhúsum svo og alla fjölskylduna. Þess má geta hér með að skipið var galtómt með ís- lenska fánann málaðan á báðar hliðar á leið til Bandaríkjanna. Heyrði ég á unga aldri að margt benti til þess að það hefðu verið Bretar sem það gerðu og voru ýmsar ástæður nefnd- ar, en ekki veit ég hvort það á við nokkuð að styðjast, en svo mikið er víst að ekki hefir það verið upplýst ennþá og Þjóðverjar neituðu því jafnan. Eftir stofnun Eimskipafélags Reykja- víkur flutti Einar vörur sínar með eigin skip- um bæði til og frá landinu. Einar í Garðhúsum var einn af fáum at- hafnamönnum þessa lands sem stóð af sér kreppuna árið 1930 og er ekki að efa að það eitt hefir verið mikið stórmál fyrir byggðar- lagið allt ekki síður en hann sjálfan. Hann sagði mér sjálfur að þá hafi hann verið byrj- aður að bera grjót á milli staða í fjörunni til þess að þjálfa líkamann og vera undir það bú- inn að byrja erfiðisvinnu á ný ef illa skyldi fara, hann bjóst við hinu versta allt þar til Landsbanki Islands kom til móts við hann eft- ir tveggja daga fundahöld. Hann gekk þá yfir í sinn gamla banka, Islandsbanka, gerði upp allar sínar skuldir þar, lokaði öllum reikning- um og sagði er hann kvaddi eftir tuttugu og sex ára viðskipti að inn í þessa stofnun stigi hann aldrei fæti meir, og við það stóð hann. í blaðaviðtali við Faxa árið 1942 sem Jón Tómasson stöðvarstjóri pósts og síma í Kefla- vík átti við Einar segir Jón meðal annars: „- Já, og nú fara Grindvíkingar að þurfa á for- ystumanni að halda. Manni, sem sker úr um það hvort byggðarlagið skuli halda áfram á þeirri framfarabraut, sem það hefur verið á, eða það á fyrir sér að hrörna og jafnvel gleymast. Tímamót sem bæti afkomumögu- leika og létti byrðar manna, á við þau, sem þú skapaðir um aldamótin er þú hófst verslun hér og léttir þar með af þeim verslunarörðug- leikum, sem fylgdu fjarlægri og óþjálli versl- un Grindvíkinga á þeim árum.“ Einar svaraði: „Maður kemur í manns stað. Annars held ég að það verði framtíð Grindavíkur að útgerðin færist öll að Hópinu. í lok sama viðtals segir Jón Tómasson: „Hann hefur notið ávaxtanna af sínu óvenju mikla starfi og það hafa allir Grindvíkingar gert og eiga vonandi eftir að gera um langan aldur. Hann hefur að miklu leyti lagt grundvöllinn að kauptúninu Grinda- vík, þeim grundvelli, sem uppvaxandi kynslóð á að byggja upp af.“ I sannleika sagt er aðeins hægt að segja um samtal þeirra Jón§ og Einars það eitt, að allt gekk þetta eftir. Kappsfullir og dugmiklir ein- staklingar hófust til nýrrar sóknar bæði þá og síðar og byggðu upp bæjarfélag sem í dag er eitt glæsilegasta sinnar tegundar hérlendis. Það er því miður erfitt að nefna alla þá sem mest hafa komjð við sögu í uppbyggingu Gr- indavíkur eftirstríðsáranna en samt get ég ekki látið hjá líða að nefna risana tvo í at- vinnurekstri Grindavíkur síðustu áratugina, þá Tómas Þorvaldsson í Þorbimi og syni hans, og Dagbjart Einarsson og meðeigendur hans í Fiskanesi, þá Björgvin Gunnarsson skipstjóra, Villard Olason skipstjóra og Krist- ján Finnbogason vélstjóra. Hverju einasta bæjarfélagi er lífsnauðsyn að slíkum mönn- um, það er fyrir löngu búið að sanna sig í sögu okkar þjóðar. Einar í Garðhúsum rak verslun sína til dauðadags 1954. Einar var fæddur 16. apríl 1872 í Garðhúsum í Grindavík og bjó þar alla sína ævi. Hann kvæntist Ólafíu Asbjamar- dóttur, Ásbjarnar Ólafssonar, óðalsbónda og hreppstjóra í Njarðvík. Eignuðust þau tíu bör og náðu sjö þeirra fullorðinsaldri, fjórar dæt- ur og þrír synir. Höfundur er heildsali. RANGFÆRSLUR LEIÐRÉTTAR EFTIR JÓN ÓSKAR Nokkur orð um skoðanir Dagnýjar Kristjánsdóttur í Lesbókarviðtali við Guðrúnu Egilson sl. sumar, þar sem rætt var m.a. um Ijóðbyltinguna um miðja öldina og þá sem að henni stóðu. GREIN eftir Guðrúnu Egilson um Dagnýju Kristjánsdóttur í tilefni af doktorsritgerð hennar um Ragnheiði Jónsdóttur (Mbl. Lesbók 23. ág. 1997) eru slík ummæli höfð eftir Dagnýju, m.a. um atómskáldin, að ég get ekki stillt mig um að leiðrétta þau, þótt ekki sé hér við að eiga neitt stórveldi í bók- menntafræðinni f líkingu við Kristin E. Andrésson, sem ég neyddist til að leiðrétta fyrir herrans mörgum áram, en árásum hans var þeim mun meiri þörf að svara sem hann hafði þau völd að geta með orðum sínum (og með hugmyndafræði marxismans að baki) haft áhrif á alla vinstri „intellígentsíuna“ einsog hún lagði sig. Nú er slíku ekki lengur að dreifa, en engu að síður geta villandi skrif minni spámanna nútímans um bókmenntir vakið upp gamla drauga sem nauðsynlegt er að kveða niður um leið og þeir skjóta upp koll- inum. Ég hélt í sakleysi mínu að árásir á okk- ur sem gerðum ljóðbyltinguna forðum daga væru ekki lengur í tísku, en bæði. skrif Krist- jáns Kristjánssonar heimspekings og ummæli Dagnýjar Kristjánsdóttur benda til þess, að sumir vilji hefja aftur þann herblástur og þá af sama skilningi og fyrr. í fyrrnefndri grein er í upphafi skýrt frá hugmynd Dagnýjar um eitthvert „stríð eftir stríð“, þar sem svið bókmenntanna, sem fram að þeim tfma hafi sameinað íslenska þjóð, hafi verið orðið að vígvelli „þar sem ungir reiðir menn sögðu gamalli bókmenntahefð stríð á hendur". Þarna byrjar vitleysan. Það vora engir reiðir ungir menn á þeim tíma að ráðast á gamla íslenska bókmenntahefð. Orðalagið um reiðu ungu mennina er frasi sem upp kom löngu eftir stríð í Englandi um nýja höfunda þar í landi (John Osbome, Harold Pinter o.s.frv.), en þeir áttu ekkert skylt við þá ungu höfunda á Islandi sem voru þá þegar búnir að gera sína byltingu í ljóðagerðinni (höfðu sum- ir hafíð hana þegar á stríðsárunum), þótt bækur eftir þá með nýstárlegri ljóðagerð færu ekki að koma út fyrr en kringum 1950. Þetta fór allt reiðilaust fram af hálfu ungu mannanna á Islandi, en þeir fengu hinsvegar fljótt á sig ótrúlega miklar háðsglósur og sví- virðingar, þótt þeir hefðu ekki að fyrra bragði ráðist á nokkurn mann fyrir afstöðu hans til gamallar bókmenntahefðar. Þá er haft eftir Dagnýju, að um tilvistar- stefnu Sartres hafí talsvert verið fjallað á op- inberum vettvangi hérlendis eftir stríð og að bölsýn ungmenni hafi rætt kenningar þessa heimspekings á kaffihúsum Reykjavíkur. Hvaðan hefur hún þetta? A þeim tíma voru hér í Reykjavík aðeins tvö kaffihús, þar sem ungmenni sátu yfir molakaffi og ræddu sam- an. Annað var svonefnt Kommakaffi á Þórs- götu 1, hitt var Laugavegur 11. Báða þessa staði sótt ég mikið á þeim tíma sem hér um ræðir og kynntist mörgum gáfnaljósum sem áttu eftir að koma við sögu þjóðarinnar, en á hvorugum staðnum var mikið rætt um tilvist- arstefnuna sem við á þeim tíma kölluðum reyndar exístensíalisma. Það var helst þegar bók Thors Vilhjálmssonar Maðurinn er alltaf einn kom út 1950, að menn fóru að bendla þá bók við exístensíalismann, en það held ég hafi verið mest vegna þess að vitað var, að Thor hafði verið í París, þar sem Jean-Paul Sartre var þá á hátindi frægðar sinnar, en um heim- spekistefnu hans vissu ungir höfundar á ís- landi harla lítið á þeim tíma, enda ekki þá sú heimspekingatíska ráðandi sem gengið hefur yfir íslendinga á síðustu áram. Ástæðan fyrir því að Sartre vakti sérstaka athygli okkar var ekki heimspeki hans, heldur hitt, að hann var á þeim tíma einhver frægasti rithöfundur heimsins ásamt Albert Camus, auk þess að vera umdeildur heimspekingur. Og hvað sem fínna má Jean-Paul Sartre til foráttu, skyldu menn ekki gleyma því að hann var sá borg- aralegur höfundur vinstri sinnaður sem frem- ur öðram þorði að segja Sovétmönnum til syndanna þannig að eftir var tekið um heim allan. Við, sem þá vorum ungir og róttækir höfundar, trúðum á marxismann, en ekki exístensíalismann. Hinsvegar þótti okkur ekki einskis virði sú heimspekilega rödd sem hafði samúð með hinum kúguðu (sbr. Alsírstríðið) og tók þátt í baráttunni gegn stríðsógnar- stefnu heimsveldanna í skugga helsprengj- unnar á þeim tímum, þegar ungir höfundar voru sér meðvitaðir um ábyrgð sína og sáu vissulega enga ástæðu til bjartsýni. Þegar Jean-Paul Sartre vildi gera grein fyrir kenningum sínum í sem stystu máli vegna árása marsixta á þær (einkum franskra kommúnista) ski’ifaði hann ritgerðina Tilvist- arstefnan er húmanismi (L’ existentialisme est une humanisme). Ég las þessa ritgerð í sænskri þýðingu 1947 og man ekki til þess að ég gæti á þeim tíma rætt innihald hennar við neinn annan íslenskan höfund, en ég gat vel fallist á þá kenningu, sem þar kom fram, að maðurinn yrði að bera ábyrgð á sér sjálfur, án þess það vekti hjá mér bölsýni. Á þeim tíma var Sartre ekki reiðubúinn að taka ákveðna afstöðu með franska kommúnistaflokknum, þótt hann daðraði mjög við þá hugmynd. En í fyrrnefndri ritgerð, sem ég las aftur ekki alls fyrir löngu, minnist ég ekki að hafa orðið var við, að „kvenhatrið hafi hringað sig saman í hjarta tilvistarstefnunnar", einsog Dagný Ki’istjánsdóttir orðar það, um leið og hún er að bendla okkur atómskáldin við þessa stefnu. Hún útskýrir ekki heldur hvað muni hafa ráð- ið því, að það skyldi vera kona, Simone de Beauvoir, sem stóð ásamt Sartre að merku tímariti (Les temps modernes) og varði kenn- ingar hans í ræðu og riti af ekki minni ákefð en hann sjálfur, en á þessari konu og kenning- um hennar byggðu rauðsokkur nýi’ra tíma hreyfingár sínar. Dagnýju er sýnilega mikið í mun að kasta rýrð á þau skáld sem gerðu byltingu í ís- lenskri ljóðagerð uppúr seinni heimsstyrjöld, þótt erfitt sé að sjá hvað bylting þeirra kemur við þeirri konu sem hún vill upphefja í dokt- orsritgerð sinni. Ekkert atómskáldið lagði til hennar, svo mér sé kunnugt um. En af ein- hverjum ástæðum er sem Dagný telji nauð- synlegt að taka aftur upp þráðinn með nýrri aðför að þessum óvinsælu skáldum sem seint ætla að fá skynsamlega meðferð í íslenskri bókmenntasögu, þótt nokkuð hafi á unnist. Nú kveðst hún hafa komist á snoðir um, að það hafi alls ekki verið „fúlltráar bókmennt- anna sem fengu yfir sig mesta dembu af sví- virðingum, heldur myndlistarmennirnir, sem komið höfðu fram með óhlutstæða málverkið nokkrum áram áður..svo vitnað sé orðrétt í fyrmefnda grein. Það er auðvitað hlutverk bókmenntafræð- inga að leiðrétta tímasetningar, og er nauð- synjaverk, en hér virðist eitthvað hafa skolast u til. Órímaða ljóðabókin Þorpið eftir Jón úr Vör kom út í nóvember 1946, og upp úr því hófst nartið í nýju ljóðagerðina og síðan háðs- glósur og skammir næstu árin, en náðu há- marki með stúdentafundunum svonefndu 1952, þar sem háskólamenntaðir menn réðust með slíku offorsi á nýju skáldin að lengi verð- ur í minnum haft. Fundir þessir voru einungis afleiðing þeirrar orrahríðar sem hafist hafði 1946-1947. Septembersýningin svonefnda, sú sem hvað mestan úlfaþyt vakti gagnvart myndlistinni, var hinsvegar í september 1947. Sú sýning vakti að sjálfsögðu þeim mun al- mennari viðbrögð en Þorpið sem fleiri komu þar við sögu, því þetta var samsýning margra listamanna, en það voru ekki háskólamenn sem mest höfðu sig í frammi gegn þeirri list og engir stúdentafundir vora haldnir til að kveða listamennina niður. Svavar Guðnason sýndi óhlutstæð málverk 1945 og honum var það vel tekið að sjálft Listasafn Islands keypti af honum mynd, en Jón Þorlefisson skrifaði vinsamlega og af skilningi. Þá er í fýi’rnefndri grein haft eftir Dagnýju um atómskáldin: „ ... en þau róttækustu í hópi þeirra vildu ekki einungis formbyltingu heldur hugsa allt upp á nýtt og töldu sig ekki geta stuðst við neitt úr fortíðinni." Þetta er úr lausu lofti gripið og lýsir nokk- uð furðulegri vanþekkingu. Þarf ekki annað en fletta íyrstu heftum Birtings til að sjá, að þar endurprentum við gömul kvæði úr arfleifð íslenskra bókmennta til að leggja áherslu á tengslin við fortíðina, þau tengsl sem við álit- um einmitt að mættu ekki rofna. Að vísu vora ekki öll atómskáldin í ritstjórn Birtings, en ég þekkti hin skáldin nógu vel til að geta fullyrt að slík firra, að ekki væri á neinn hátt hægt að styðjast við fortíðina, var þeim framandi. Slík viðhorf kunna að finnast meðal þeirra sem vilja kalla sig því hlálega nafni „póst-módem- ista“, en um þeirra viðhorf er ekki við atóm- skáldin að sakast, þótt ýmsu eigi nú að fara að klína á þau upp á nýtt, og hefur sumt ekki verið fundið þeim til foráttu áður, einsog for- sjárhyggja sem Kristján eignar þeim, en ég kannast ekki við, nema það eigi að kallast for- sjárhyggja, að þau skyldu kynna íslendingum skáldskap umheimsins, þegar þau höfðu feng- ið sinn vettvang með tímaritinu Birtingi. Mér sýnist það muni vera hollt fyrir fólk v sem vill láta ljós sitt skína, hvort heldur er um sögu atómskálda eða póstmála, að afla sér fyrst nokkurrar grannþekkingar á efninu, svo meira mark verði á ljósinu tekið. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. DESEMBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.