Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Blaðsíða 4
Eyðing tyrkneska flotans við eyna Tsesme 7. júlí 1770. Danskt Kínafar á 18. öld. HEIMSREISUR OG HERFÖR ARNA FRÁ GEITASTEKK VÍÐFÖRULL ÍSLENDINGUR Á 18. ÖLD Árni Magnússon brá búi vestur í Dölum, sigldi til Danmerkur og tókst á hendur ferð sem | þá var bæði mannraun og ævintýri: Siglingu á kaup ►fari til Kína. Síðar gerðist hann sjálfboðaliði sem fallbyssu; skytta í sjóher Katrínar miklu, þegar hún barði á Tyrl <jum. Reisubók Árna kom út 1945 með formála eftir Björn Karel Þórólfsson. GÍSLI SIGURÐSSON TÓKSAMAN IFORMÁLA sínum segir Björn Karel meðal annars svo: „Aj-ni Magnússon frá Geitastekk er einn hinna víðförl- ustu íslendinga sem uppi hafa verið fram á síðustu mannsaldra. Mestan hluta ævi sinnar fór hann um fjarlæg lönd eða dvaldi með öðrum þjóðum. Rit það sem hér birtist á prenti samdi hann á áttræðisaldri um ferðir sínar og ann- að, sem á daga hans hafði drifið erlendis. Hann segir ekki ævisögu sína að öðru leyti og greinir ekki aldur sinn eða fæðingarár. En i manntalinu 1801 er hann skráður 75 ára, þá húsmaður í Garpsdal. Samkvæmt þessu er hann fæddur 1726.“ Að Árna stóð auðugt og vel mannað fólk. Faðir hans var Magnús Jónsson, bóndi í Snóksdal og síðast að Hrafnabjörgum í Hörðadal (d.1752), talinn stúdent að menntun ... í framætt átti Magnús til stórhöfðingja að telja. í föðurætt var hann fjórði maður frá Magnúsi sýslumanni prúða og í báðar ættir sjötti maður frá Hannesi hirðstjóra Eggerts- syni. Konumissir og kaflaskil Árni kvæntist í Snóksdal 3. nóvember 1748 Guðrúnu Þorleifsdóttur frá Hítardal, sem sögð var „af dönsku kyni“ og varð þeim tveggja barna auðið. Hét Þorleifur sonur þeirra, fæddur giftingarárið, og Kristín, fædd tveimur árum seinna. Um líkt leyti fæddist Árna launbarn sem dó. Ekki er vitað hvort það var hórbarn, segir Björn Karel, vegna þess að eitthvað áður dó Guðrún kona hans. Eftir konumissinn virðist hafa komið los á Árna; hann réðst í siglingar og kom dóttur sinni fyrir hjá systkinum sínum. Hann hafði þá um skeið búið á Geitastekk, smájörð sem síðar var skírð upp og nefnd Bjarmaland, en við þennan bæ kenndi Arni sig löngum síðar. Telur Björn Karel að Árni hafi verið atgervis- maður til sálar og líkama og að um bóklega menntun hafi hann tekið öllum þorra bænda langt fram. Það hefur verið talin einkennileg ráða- breytni í þá daga að taka sig upp frá bújörð, selja búið og gefa andvirði þess með börnun- um. Hinsvegar er svo að sjá að Árni hafi hald- ið jörðinni. Sjálfur gaf hann í skyn að hann færi vegna viðkvæmnismáls nokkurs eða samvizkusakar án þess að vitað væri hvað það var, en líklega réð ævintýraþrá mestu. Utan til Kaupmannahafnar kom hann illa stæður og gerðist erfiðismaður. Ekki sést á skrifum hans að borgin hafi heillað hann og hafa þó viðbrigðin verið mikil frá kotunum vestur í Dölum. Undi hann ekki við þau kjör sem hon- um buðust í Kaupmannahöfn og réðst því í siglingar. Ekki þó suður um heimsins höf; að því kom síðar, heldur til Grænlands sem ork- aði að vonum kuldalega á hann, en frumstætt mannlífið öllu betur. Ráðinn á Kínafar Það var uppgangur í Danaveldi um þessar mundir; verzlun Dana blómstraði, ekki sízt Asíuverzlunin og kaupskip færðu stórfé heim. Þeir sem fengu skipspláss báru vel úr bítum. Eftir Grænlandsdvölina fékk Árni skipsrúm á dönsku verzlunarfari sem sigldi til Péturs- borgar, Königsberg og Bordeaux. Það er fyrst þegar hann kemur til Pétursborgar að sjá má af skrifum hans að honum þyki mikið til koma. í ríki Katrínar miklu mátti þá sjá stórbrotnar byggingar og þessi reynsla kveikti útþrá Árna; nú vildi hann sjá meira af veröldinni. I framhaldinu réðst hann sem há- seti á vopnað kaupfar sem var í Kínasigling- um. Þetta var áhættusöm ákvörðun. Búast mátti við árásum sjóræningja og kaupskipin urðu að vera vel vopnum búin. Um borð var miskunnarlaus agi og refsingar fyrir smá- vægilegar yfirsjónir báru vott um ótrúlega grimmd. Árni var svo heppinn í Kínasigling- unni að stýrimaðurinn fékk hann til að hjálpa til við eða annast dagbókarskrif og þar kom góð menntun Árna honum að haldi. Með þess- ari ferð var Árni frá Geitastekk kominn í tölu hinna víðförlustu íslendinga og segir Björn Karel í formála sínum, að ekki sé vitað til þess að neinn landi okkar hafi áður komið til Kína. Þessi ferð tók þó úr honum óróann; hann lagði ekki í fleiri slíkar, en var um hríð í skemmri siglingum og settist svo að í Kaupmannahöfn. í sex ár starfaði Árni í skipasmíðastöð danska flotans á Hólminum, en undi illa hag sínum og kvaddi þann stað með engum sökn- uði þegar hann hélt að nýju á vit ævintýr- anna; nú suður í Eyjahaf til að berjast í her Katrínar miklu sem átti í stríði við Tyrki. Ekki er vitað til þess að neinn annar íslend- ingur hafi unnið henni hollustueið. Hinsvegar kom flotadeild sú er Árni heyrði til of seint á vettvang og okkar maður missti af því að fá að taka þátt í stórorrustu. Hann lofar Rússa mest allra þjóða, en hernaðurinn var framar öðru fólginn í ránum að hætti hinna fornu vík- inga. Sjóliðarnir lifðu í sællífi af þessu og lík- aði Árna allvel en kenndi þó í brjósti um þá sem rændir voru. Vonbrigði og drykkjuskapur Þar kom að Árni afmunstraði sig úr sjóher hennar hátignar, Katrínar miklu, og líklega saddur á ævintýrum. Hann sigldi heim til Is- lands með það fyrir augum að ílengjast þar, en það voru þá vonbrigði fyrir hinn víðreista ævintýramann að koma heim í fásinnið og hann undi því ekki. Aftur er hann kominn ut- an til Danmerkur, ósáttur við lífið, og þar leggst hann í drykkjuskap. Það varð honum til bjargar að roskin kona dró hann uppúr ræsinu, „dubbaði hann upp“ og kom honum í barnakennslu á Thy, norðvestanvert á Jót- landi, og það starf stundaði hann næstu 17 ár- in. Líklega fann hann sig þar í fyrsta sinn á ævinni. Óróinn í sálinni yfirgaf hann þó aldrei; hann virtist illa geta samlagazt útlend- ingum, en löndum sínum jafnvel ennþá síður. Eftir flæking um Noreg og Svíþjóð á árunum 1794 og 1796 sté hann loks um borð í íslands- far í Kaupmannahöfn, líklega vorið 1797 og við komuna til Reykjavíkur mun hann ekki hafa átt annað verðmætt en korða, sem hann hafði borið alla tíð síðan hann þjónaði kóngin- unum í skipasmíðastöðinni á Hólminum. Ekki hélzt honum á þessum dýrgrip til langframa; Brynning nokkur kaupmaður náði honum af Árna en um Brynning þenna hefur verið sagt að hann átti mestan þátt í gjálífi í höfuðstaðn- um á fyrstu áratugum átjándu aldarinnar. Þótti nokkuð ljóst hversvegna Árni hefði orð- ið að sjá af korðanum sínum. Úr Reykjavík hélt Árni vestur í Dali til frænda sinna og í Flatey á Breiðafirði var hann staddur 1798 við dánarbeð Kristínar dóttur sinnar. Á alda- mótunum 1800 var hann húsmaður í Garps- dal, en ekki alveg að baki dottinn með sigling- ar, því 1801 sigldi hann enn til Danmerkur og hafði í farareyri sjóð sem bróðir hans hafði ánafnað honum. Dvaldi hann á Jótlandi og segir Björn Hjálmarsson, prestur í Trölla- tungu, sem skrifaði eftirmála við rit Árna svo: „Þar meina eg hann dáið hafi, en nær frá 1801 til 1820 veit eg ekki.“ Sennilegt þótti að Árni hefði borið beinin einhvers stðar við Lima- fjörðinn. Ferðasögu sína skrifaði Árni í heimkynnum sínum fyrir vestan, „fyrir ættfólk sitt í Dala- sýslu“ segir séra Björn. Ferðasagan fellur niður óbotnuð eftir að hann er kominn til ís- lands í síðasta sinn. Björn Karel segir: „Hún ber vott um óvenjumikla menntun, þegar um mann í bóndastétt er að ræða. Víst má telja að Árni hafi ekki verið skólagenginn, en þó virð- ist hann hafa kunnað eitthvað í latínu. Rit- hönd og frágangur á handriti hans er prýði- legt.“ Ferðasagan endar svo: „Eg fór í Viðey og talaði við stiftamtmann um mitt ásigkomulag. Eg hafði vel skrifað hönum til frá Thyland, en sagði mér, að of gamall væri embætti upp á að taka. Gaf mér 2 rd. að greiða fyrir mér með á leiðinni vestur til fólks míns og léði mér hús um nóttina með góðum greiða. Um morguninn fór eg að Reykjavík, er komast vildi með skólapiltum yfir fjörðinn, en kunni ei koma, því bæði var vindurinn á móti og flutningaskiptið of lastað af fjölda þeim, er með fylgdu. Þá nótt lá eg í Reykjavík, en kunni ei fá lossament hjá syni mínum. Um kvöldið tók Brynning frihandler minn korða frá mér, er eg ei síðan fengið hefi. Um morguninn fór eg leiðina til Útskála, bara að korta tíðina, þar vindurinn var enn nú mót- fallinn. Á þeirri reisu var eg tíu daga, þangað til kom til Reykjavíkur. Fór so um kvöldið með skipsfólki frá Mýrum. Maður sá, er átti skipið, bjó á Hamri. Þar var eg í sókninni tvær nætur. Reisti so með boðsfólki að Svignaskarði, er þá var brullaup með dóttur Jóns Ketilssonar, er Einar Illugason átti barnið við. En maður hennar var frá Hreða- vatni. Nafn hans man eg ei.“ Lengra komst Árni frá Geitastekk ekki með ferðasögu sína, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.