Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 12
Séð yfir hásléttuna frá Chongla fjallskarðinu í um 5200 metra hæð. í fjarska sést Himalaya-fjallgarðurinn. Bænafánarnir í forgrunni eru hengdir upp á vindasömum stöðum til að vindurinn nái að dreifa bæninni sem víðast. Fram að menningarbyltingunni í Kína hafði trúarlíf Tíbetbúa að mestu leyti verið látið í friði af Kínverjum og þeir lítið skipt sér af trúariðkun og trúarlífi. En með byltingunni hófust miklar ofsóknir gegn munkum og *mörg klaustur voru eyðilögð. 1959 er talið að um 1.600 klaustur hafi verið í Tíbet en 20 árum seinna voru þau einungis 10. Munkar voru ofsóttir, myrtir eða sendir til að vinna á ökrum eða í vinnubúðum. Ekki einungis voru prestar og munkar ofsóttir heldur voru lagðar hömlur á trúariðkun almennings. Klaustur og musteri voru skemmd eða eyði- lögð og í flestum tilfellum var um að ræða ómetanleg verðmæti, margra alda gömul líkneski, byggingar og helgimyndir. A síð- ustu árum hefur nokkuð verið slakað á og aukið frelsi hefur verið veitt til trúariðkun- , ar. Samt er það svo að myndir af Dalai Lama eru enn bannaðar í Tíbet og hörð við- urlög eru fyrir því að brjóta þessi lög. Tíbetskur búddismi og sérstaða hans Sá búddismi sem iðkaður er í Tíbet er upprunalega af indversku bergi brotinn. En einstakar aðstæður á fámennri hásléttunni hafa orðið til þess að á löngu tímabili varð hann um margt sérstæður. Það er einkum fólksfæðin, hið harða og erfiða loftslag og hæga líf á sléttunni ásamt opnum huga Tíb- etbúa sem varð til þess að smátt og smátt þróaðist einstakur búddismi í Tíbet og á löngu tímabili náði hann að festa miklar og djúpar rætur í samfélagi Tíbetbúa. Mikið trúarlíf, bæði meðal almennings og í klaustrum, varð síðan til þess að þekking og iðkun á búddisma í Tíbet varð mun meiri en tíðkaðist annars staðar. Tíbetbúar eiga ríku- legan bókmenntaarf sem að flestu leyti tengist búddisma á einn eða annan hátt. Mikill fjöldi munka vann við það á sínum tíma að þýða helstu bækur búddisma á tíb- etsku og þar sem leið búddisma inn í Aust- ur-Asíu lá í gegnum Tíbet komu oft þýðend- ur frá fjarlægum löndum til að snúa textum yfir á sín tungumál í tíbetskum klaustrum. Þó að búddismi í Tíbet tilheyri Ma- hayana-skólanum er oft talað sérstaklega um tíbetskan búddisma, lamaisma eða Varjrayana-búddisma vegna sérstöðu hans. Tíbetskur búddismi er einkum frábrugðinn öðrum tegundum búddisma vegna áhrifa frá þeirri trú sem var í Tíbet áður en búddismi tók að festa rætur á hásléttunni. Svokölluð *■ Bön-trú var mikið iðkuð í Tíbet, en hún var andatrú sem einkenndist af því að prestar friðuðu anda, guði og djöfla. Þegar búddismi tekur síðan að festa rætur í Tíbet verður hann fyrir miklum áhrifum af Bön-trúnni sem segja má að sé hin upprunalega tíb- etska trú. Vegna þess hefur tíbetskur búdd- ismi á sér leyndardómsfyllri blæ en aðrir trúarskólar. I Tíbet er meiri áhersla á mudras, mantras, yantras og leynilegar inn- tökuathafnir í klaustrum. Annað atriði sem er mjög einkennandi fyrir tíbetskan búddisma er að munkar og prestar eru yfirleitt taldir vera endurholdg- un á öðrum mjög andlega þróuðum verum. v Til dæmis er hinn núverandi Dalai Lama XIV endurholdgun á hinum XIV. Þegar hann hverfur á brott fara prestarnir af stað og leita að barni sem ber þess merki að búa yfir einhverju af þeim kostum sem Lama bjó yfir. Oft er notast við hjálp spápresta til þess að finna hinn rétta í þessu sambandi. Hér sést vei hvað húð Tíbetbúa má þola við að lifa í hörðu loftslagi og háfjallasól Hótelherbergi sem er notað af munkum. Þar eru hefðbundnar skreytingar og altari til að þeir geti iðkað sína trú þrátt fyrir að vera á ferðalagi. Aðalhof Tíbeta í miðborg Lhasa. Þetta er helgasta hof í Tíbet og helsti pílagrímastaður landsins, sögu þess má rekja allt til 647 e. Kr. HRAFNA. HARÐARSON ÓÐURMINN TIL DALA- LÆÐUNNAR Það var á því skeiði Ævi minnar Þegar Dalalæðan Gerði sig heimakomna A heimili mínu. Hún var vön að koma Fyrir allar aldir Ogmjálma ámátlega Fyrir utan gluggann minn Uns ég opnaði og hleypti Henni inn. Þá kom hún sér fyrir Fyrirframan Baðherbergisdyrnar Ogmalaði af áfergju. Þegar ég hafði borðað Morgunverðinn ogreykt Sælustu sígarettu dagsins Fór ég til vinnu minnar Við höfnina. Hún fylgdi mér alltaf Hálfa leiðina En lét sig svo hverfa. Höfundurinn er Ijóðskáld og bókavörður í Kópavogi. KATRÍNJÓNSDÓTTIR GAMLA BORGIN MÍN Gamla borgin mín það er enginn eins og þú éggeng um stræti þín eins oggamall ættingi. Ég veit hvernig göturnar þínar frjósa í miðjum febrúar geng varlega í hálkunni sé gömlu sjoppuna á horninu gott að vita af henni þarna - vita að sumt er eins ogí gamla daga égget alltaf bankað uppá komið inn í hlýjuna. Ég geng framhjá gamla Kven- nó minningarnar flæða um huga minn góðar og slæmar. Ég man fyrsta skóladaginn minn aðeins sextán ára en með lífsreynslu á við fímm- tíu. Hikandi skrefum gekk ég upp tröppurnar sem urðu mér svo kærar góðu minningarnar flæða inn. Reykjavík það er enginn eins og þú. Höfundurinn er háskólanemi. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.