Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Qupperneq 20
* 4 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Is- lands, vaidi 15 íslenskar listakonur á sýninguna „Þetta vil ég sjá" sem opnuð verður í Gerðu- bergi í dag kl. 16. Lista- konurnar sjálfar völdu síðan hvaða verk þær vildu sýna. ERKIN sem á sýBÍngunni verða eru 15 talsins, eitt eftir hverja listakonu. Sýningin einkennist af fjölbreytni og kennir þar margra grasa. Finna má þar flestallar list- greinar m.a. málverk, skúlp- túr, vefnað, leirlist, vídeóverk „Ég á mörg falleg verk eftir konur og hefði getað valið úr þeim hópi, en ég ákvað að láta konunum eftir að velja sjálfar og held að margar þeirra hafi viljað sýna nýrri verk sín,“ segir Vig- dís og kveður nýtt og ferskt efni þannig vonandi setja svip sinn á sýninguna. „Þetta er í raun listaveisla á verkum kvenna,“ bætir hún við. Vandasamt að velja eina listakonu fram yfir aðra „Strax og ég fór að hugleiða þetta efni, „Þetta vil ég sjá,“ langaði mig til að það væri augljóst ^svað ég met list kvenna mikiis,“ segir Vigdís og bætir við að sér finnist konur magnaðir lista- menn, þó kannski sé ekki nógu oft bent á mikil- vægi þeirra. „Mér var það því sérlega kært að geta lagt áherslu á að á sýningunni væru aðeins verk kvenna. Nú er það svo að þess er óskað að maður velji listamenn sem eru á lífi og það skapar alltaf '» ■■■■■■■■■■— ............................ Brunnur eftir Kristínu ísleifsdóttur. vissan vanda að velja einn listamann fram yfir annan," segir Vigdís og játar að valið hafi verið vandasamt. Síst vilji hún móðga eða særa ein- hvern þar sem hún telji listakonur á íslandi upp til hópa mjög góðar. „Eg þekki margar listakon- ur á Islandi en auðvitað standa sumar mér nær en aðrar,“ bætir hún við og kveðst því hafa tekið þá stefnu að velja listakonur sem hún umgengst og þekkir persónulega. Þá finnist sér þó ekki síður ánægjulegt að geta dregið upp mynd af hve víðtæk list ís- lenskra kvenna sé. „Mér finnst það mjög skemmtilegt og sem leikhúsmaður flaug hugur- inn að sjálfsögðu einnig til þeirra kvenna sem hafa komið að leikmyndagerð," segir Vigdís, en Messíana Tómasdóttir leggur til sýningarinnar módel af leikmynd og brúður úr verkinu „Mað- ur lifandi“ sem sýnt var í Borgarleikhúsinu sl. vor. Hefði viljað koma fleiri verkum að „Það er gaman að geta nýtt rými Gerðubergs betur með því að bjóða einnig upp á þrívíddar- verk eins og leikmynd, höggmyndir og leh'- smíð,“ segir Vigdís. „Ég hefði þó gjarnan viljað hafa þrisvar sinnum stærra rými til að geta komið enn fleiri konum að.“ Hún bætir við að þótt hún hafi miklar mætur á íslenskum mynd- listarkonum þá megi ekki skilja það svo að hún hafi ekki líka gaman af verkum karlanna. Þegar Vigdís er spurð hvort eitthvert eitt list- form sé í meira uppáhaldi hjá henni en annað viðurkennir hún að vefnaðurinn skipi ákveðinn sess í huga sér. „Mér þykir vænt um listvefnað, en vil samt ekki taka eitt listform fram yfir ann- að. Ég er listunnandi og vil hafa list í kringum mig. Mér finnst listin nefnilega gefa mannlegri hugsun vængi. Hugur manns flýgur einfaldlega af stað þeg- ar maður nýtur góðrar listar og það sem er ekki síður skemmtilegt er að engir tveir líta eitt verk sömu augum. Sem má sjá þegar maður spjallar við vini og kunningja um list og hvaða áhrif hún hefur á mann. Það getur orðið efni í langar og góðar sammræður þegar hughrif hvers og eins koma í ljós.“ „Ég gæti ekki lifað án listar og skil hreinlega ekki hvernig það er hægt,“ segir Vigdís, en hún hefur fylgst með myndlist sem og öðnim list- greinum frá því hún var krakki. Listaáhuga sinn Steinn arnarins eftir Kristjönu Samper. telur hún hafa kviknað út frá biblíunni. Snemma hafi hún byrjað að skálda í huga sér umhverfi fyrir þær sögur sem þar voru sagðar. „Ég hef sterkt myndminni og fer til að mynda með heilu myndlistarsýningamar heim í hugan- um,“ segir Vigdís ogbætir við, „það er gaman að geta tekið myndir með sér án þess að eiga þær. Maður þarf þannig ekki endilega að eignast all- ar myndir því maður getur allt eins átt þær í hjartanu." Það er breiður aldurshópur sem sýnir verk sín í Gerðubergi að þessu sinni og segir Vigdís sjálfsagt að hún velji verk listakvenna eins og Louisu Matthíasdóttur, Ásgerðar Búadóttm’, Guðmundu Andrésdóttur og Sigrúnar Guðjóns- dóttur sem séu henni næstar að aldri. „Þær eru mér allar mjög kærar," segir Vigdís um lista- konumar og bætir við að hún hafi nýlega skrifað aðfararorð að bók Louisu Matthíasdóttur. „Mér þykir þó ekki síður vænt um að ungu listakonurnar skuli vera með. Ég er hreykin af því að fylgjast vel með nýjum myndlistarmönn- um og í því skyni reyni ég að sjá myndir þeirra, kynna mér feril þehra og þau áhrif sem þar eru greinanleg.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.