Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Blaðsíða 6
✓ /
MYNDLIST
CRACLR,Sete
BLÖNDUÐ TÆKNI 20 ÍSLENSK-
IR & FRANSKIR LISTAMENN
Til 2. apríl. Opið alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 12.30-19.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem hægt er að
sjá tylft íslenskra listamanna á samsýningu er-
lendis en sú er nú reyndin í Séte, liðlega fjöru-
tíu þúsund íbúa hafnarborg við vestanvert
Miðjarðarhafið. I þessum friðsæla, franska
baðstrandarbæ hefur verið opnuð sýningin „En
dehors des cartes", eða „Út úr kortinu“ - sam-
sýning 12 íslenskra listamanna og 8 franskra - í
CRACLR, Nútímalistamiðstöð Languedoc-
Roussillon-héraðsins. Miðstöðin er í risastórri
byggingu á tveim hæðum; fyrrverandi fisk-
verksmiðju við aðalsíki bæjarins - Canal de
Séte - sem sker borgina eftir endilöngu. Henni
er skipt í fjölmarga, reglulega lagaða sali þar
sem ekkert skortir á lofthæð og engin auka-
atriði koma í veg fyrir að listaverkin njóti sín
sem best.
Það er ekki laust við að Islending sem geng-
ur inn í miðstöðina reki í rogastans yfir svo full-
komlega hlutlausu umhverfi utan um myndlist-
ina. Hvergi vottar íyrir því arkitektapjatti -
marmara, palesander, látúni, striga, fölskum
veggjum eða fólsku lofti - sem skemmir flest
safnahús hér heima svo þau verða næstum
óbrúkleg til listsýninga. Það er engu líkara en
húsameistari Listamiðstöðvarinnar í Séte hafi
hugleitt hvaða starfsemi ætti að fara fram inn-
andyra. Svo virðist sem hann hafi ráðfært sig
við stjómendur staðarins og listamenn, mögu-
lega sýnendur ef til vill, áður en hann tók upp
bestikkið og reiknistokkinn. Hitt er einnig til í
dæminu að hann hafi einfaldlega haft vit á
myndlist og sérstökum þörfum hennar.
Allt var á tjá og tundri fram á það síðasta,
enda var verið að smíða fjölmörg verk og setja
upp önnur; mæla og máta hina ýmsu mögu-
leika, og finna út hvað gengi best saman. í far-
arbroddi allrar þessarar skipulagningar og
framtakssemi mátti hvarvetna sjá sýningar-
stjórann, kjamakonuna Noélle Tissier. Sam-
band hennar við íslenska listamenn má rekja
aftur til byrjunar tíunda áratugarins þegar hún
sat í dómnefnd við Listaskólann í Cergy-Pon-
toise, þar sem Sigurður Ami Sigurðsson stund-
aði framhaldsnám. Þessi kynni vom afdrifarík
því þau leiddu til samstarfs CRACLR og Lista-
safns Kópavogs sem Guðbjörg Kristjánsdóttir
listfræðingur veitir forstöðu. Niðurstaðan af
samstarfi Guðbjargar og Noélle Tissier urðu
tvær skiptisýningar. Sú fyrri var haldin í Lista-
safni Kópavogs síðastliðið sumar og 20. janúar
síðastliðinn var seinni sýningunni hleypt af
stokkunum.
Þátttakendur í báðum sýningum vom þeir
sömu en verkin era í flestum tilvikum ólík. í
víðum sal innarlega í listamiðstöðinni þekja
risastór verk Birgis Andréssonar fjóra veggi.
Það em íslenskar litapmfur; mestan part
fundnar í gömlum húsum, oft undir nýlegri
málningu. En nú er litunum fundið symbólskt
vægi sem táknmyndum árstíðanna fjögurra og
fjórskiptingu dægranna. Þannig er prentað á
rauða flötinn <fi>Une nuit dautomne islanda-
ise<fn>, eða „íslensk haustnótt", ásamt
blendinúmeri litarins. Túrkisblái liturinn ber
yfirskriftina „Islenskur vetrarmorgunn";
mosagræni liturinn er „íslenskur vordagur";
og „íslenskt sumarkvöld" er i dökkgrænum lit.
Verk Birgis hafa aldrei notið sín svona vel.
Á hæðinni fyrir ofan má sjá frábærar Ijós-
myndir Daníels Magnússonar af vistarvemm
íslenskra latínukennara. Daníel er á svipuðum
miðum og Birgir í leit sinni að því sem ein-
kennir okkur sem samfélag.
Afstaða Daníels er aldrei laus við skop í garð
hátíðleika sem umvefur íslenska embættis-
mennsku. Honum verður starsýnt á teikn þau
sem við notum sem menningarleg viðmið en
em raunar klisjur þegar öllu er á botninn
hvolft. Strúktúralísk athugun hans beinist að
því hvernig málfar aðgreinir og skilgreinir
hvem hóp íyrir sig. Syrpan af vistarvemm lat-
ínukennaranna sannar hins vegar að utan
vinnutímans er þessi ákveðni og vel skilgreindi
hópur samsafn gjörólíkra einstaklinga sem
eiga ekkert sameiginlegt annað en starfið.
Haraldur Jónsson er einnig á sömu hæð með
Ljósmynd/HBR
Haustnótt á Islandi, eftir Birgi Andrésson.
manna sem hafa gegnum aldirnar sökkt sér of-
an í leyndardóma andlitsfalls og svipbrigða.
Haraldi tekst að draga fram sömu ískyggilegu
áhrifin og sjá má í grettum og geiflum lista-
manna sem sátu fyrir hjá sjálfum sér og skældu
sig framan í spegilinn. Slíkri úttekt fylgir sér-
kenr.ileg tvíræðni leiks og sannleiks sem hittir
áhorfandann með undarlega myrkum hætti.
Jurtin er í fryst í mynd sinni sem andstæða, eða
fulltrúi hins sviplausa lífs.
Nicolas Moulin hefur komið sér fyrir á gang-
inum fyrir neðan stigann með myndvarp sitt af
íslensku fjallalandslagi. Hið bera og eyðilega
landslag með fjalli í bakgmnni og grösugum
melum - gæti hugsanlega verið að Fjallabaki -
líkt og afmörkuðum vinjum innan um lækjar-
sprænur og smáár, kemur spánskt fyrir sjónir
suður við Miðjarðarhafið. Og þó er furðumargt
sem íslensk náttúra á sameiginlegt með Mið-
jarðarhafssvæðinu, svo sem eyðimörkina,
hrjóstmg fjöll og ólíkindalegt veðurfar.
Marion Lachaise hefur einnig tekið mið af ís-
lensku landslagi í myndröð sinni af Ijómynduð-
um jöklum. Henni tekst með einstaklega næm-
um birtubrigðum að draga fram dramatíska
nærvem jökulhvestunnar, líkt og væm tind-
arnir umgjörð um óperatískt leiksvið. Hin
þunglyndislega næturstemmning, rökkurbirta
og kafaldsgrámi sem sólin nær að birta á einum
stað - maður veit ekki fyllilega hvort þetta er
nær anda Friedrich eða Turner - gerir mynd-
röð Lachaise að einhverri bestheppnuðu post-
rómantík sem ég hef nokkra sinni séð.
Það er merkilegt að skoða upplifun Lachaise
í tengslum við tjaldmyndir Hrafnkels Sigurðs-
sonar, en að mörgu leyti em þau á líkum slóð-
um. Ljósmyndir Hrafnkels era það besta sem
frá honum hefur komið og er þá mikið sagt. Það
er ekki einasta að hver ljósmynd íyrir sig búi
yfir því innra dulmagni sem að tryggir lista-
verki langlífi heldur varðveitir listamaðurinn
samhverfa myndbyggingu sína án þess að leita
á náðir spegiltækninnar. Tjöldin era álíka
merkingarlaus í sjálfum sér og heysátumar
hans Monet, en samt undirstrika þau - reyndar
eins og heysáturnar - hlut menningarinnar í
náttúmnni. Og ef marka má aðdráttarafl þess-
ara verka þá er menningin fyrir Hrafnkatli
ekkert minna en kraftbirting.
I sama sal var Inga Svala Þórsdóttir búin að
merkja sér gólfplássið með tólf sjónvarpsskjám
sem fylgdu gangi árstíðanna frá mánuði til
mánaðar. Myndböndin áttu sér grafíska spegil-
mynd í myndröð sem fjallaði um umferðar-
mengi mánaðanna; hugmynd sem ekki var
fjarri tilraunum Kristjáns Guðmundssonar til
að lýsa grafískt vegalengd jarðar um sól, eða
skemmstum degi á íslandi. Kröftugasta verk
hennar var þó án efa snöggtum fyrirferðar-
minni sjálfsmynd, þar sem hún sprænir stand-
andi - eins og karlmaður - niður tröppur, sæl á
svip. Þessi gáskafulla ljósmynd með sínu
duchampíska inntaki - stiginn, nektin, bmnn-
urinn og fossinn - sýnir vel hvar styrkur Ingu
Svölu leynist.
Þessi jarðneska áhersla í ljósmynd Ingu
Svölu er algjörri andstöðu við loftkenndar
skýjamyndir og spegilfægðar málmsúlur Sig-
Myndvarp Haralds Jónssonar var óneitanlega yfirþyrmandi.
Ein af íbúðum latínukennara, eftir Daníel Magnússon.
myndbönd sín af sjálfum sér á einum veggnum
og blaktandi hríslu í grassverði á öðram.
Risastórt myndvarpið í myrkvuðum salnum
gefur verkinu sérkennilega áleitinn þunga, sem
andlit listamannsins undirstrikar með svip-
brigðum sínum.
Fýsíónómísk úttekt hans á sjálfum sér er í
anda Le Bmn, Corinth og Arnulf Rainer; lista-
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000
i