Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Blaðsíða 20
táu L X W?.' *& , ■. ■* Yi% f **■* fe*V '*%, Ov s *..vh iLst* ■%, \ '&&#?• -«k t S\-wS St v %' % « ■* -.. V > ■W % * 4iíS *•% ; ■» v. f -.. '% f»m, ~o» t **, t S SI CV 4 W \\ k % ' Náttúruteikning Guörúnar Gunnarsdóttur. Vír, 240x195x7 cm, 1999. Straumar eftlr Inger-Johanne Brautaset. T|tm þessa verks uilu-Maiju Vikman, 26 352, vísar til fjölda Handgerður pappir, plgment og plexlgler, 90x85 cm, 2000. þráða í því. Málað viscose, 220x180 cm, 1997. MORK MILLI LIST- GREINA ÞURRKUÐ ÚT Allar eiga þær sterkar rætur í veflistinni og vinna á grunni hennar en hafa fundið sköpunarkrafti sínum farveg með því að nota óhefðbundin efni og vinna úr þeim á eigin forsendum. í Listasafni ASÍ hitti "MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR 4 listakonur frá nor- rænu menningarborgunum þremur, þar sem þær voru að setja upp sýningu sem opnuð verður í dag kl. 16. SÝNINGIN, sem ber yfirskriftina Norrút, er á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000 og fer héðan til hinna nor- rænu menningarborganna, Bergen og Hels- inki. Listakonurnar fjórar eru þær Agneta Hobin og Ulla-Maija Vikman frá Helsinki, Ing- er-Johanne Brautaset sem kemur frá Bergen og Guðrún Gunnarsdóttir sem er fulltrúi Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín G. Guðnadóttir, * forstöðumaður Listasafns ASÍ. Hún fylgir sýn- ingunni úr hlaði með aðfaraorðum í ítarlegri sýningarskrá. Þar segir meðal annars að í vef- list undangenginna ára hafi mátt sjá sterka tilhneigingu til að sprengja ramma hefðar og efnis. „Nýjar víddir eru kannaðar, mörk milli list- greina þurrkast út. Hin nýja veflist er afsprengi nýrra skilgreininga á eðli og inntaki listgreinarinnar. Vefstóll og band er lagt til hliðar, en nýjar og oft afar persónulegar vinnu- aðferðir og efnistök ryðja sér til rúms. Þanþol efnisins er kannað til hlítar, vinnuferli verksins verður sýnilegt í end- anlegri gerð þess,“ skrifar Kristín. Stefnumóti listakvennanna fjögurra lýsir hún þannig: „Á sýningunni Norrút ^mætast fjórar norrænar listakonur sem á grunni veflistarinnar hafa hver á sinn hátt þróað persónulegt myndmál þar sem greina má norræna festu, samtvinnaða eigindum úr deiglu hins alþjóðlega listheims. Þær eiga það sameiginlegt að finna sköpunarkrafti sínum nýjan farveg með því að nota óhefðbundin efni og vinna úr þeim á eigin forsendum. Þær leit- ast við að finna verkum sínum formgerð þrí- víddar, virkja rými og tíma, en hafa samtímis sterka tilfinningu fyrir efniskennd, áferð og yf- irborði. Skírskotun til ólíkra þátta hinnar nor- rænu náttúru er auðsæ í verkum þeirra, ýmist í efni verkanna, formi eða inntaki þeirra.“ Guðrún Gunnarsdóttir segist vinna með . ^þráðinn eins og í þrívídd. „Eg veit ekki hvort þetta getur flokkast undir skúlptúr, þar sem ég hengi það upp á vegg, en ég kalla þetta þrívídd- arteikningu, hvað sem það nú annars er,“ segir hún. Guðrúnu þykir línan afar spennandi. „Línan í lífinu, í náttúrunni, í landslaginu, í ljóðinu. Mér hefur líka alltaf þótt mjög spenn- andi að vinna með rýmið milli línanna eða þráð- anna - það sem ekki sést.“ Um verk Ullu-Maiju Vikman hefur verið sagt að þau séu á mörkum textíls og sjónlista. „Þetta eru málverk,“ segir hún ákveðin og bendir á stór og mikil verk úr löngum þráðum sem hanga lóðrétt niður og hún hefur málað á. í eitt verkanna sem sjá má á sýningunni kveðst hún hafa notað meira en 50 kílómetra af þræði. Ulla-Maija er fædd í Rovaniemi í Norður- Finnlandi, norður við heimskautsbaug, og sækir innblástur í tæra liti og birtu norðursins. Þetta er í þriðja sinn sem hún sýnir verk sín á Islandi en áður hefur hún sýnt í Hafnarborg og Galleríi Úmbru. Agneta Hobin er líka upptekin af norðrinu og kuldanum og þess sér merki í verkum henn- ar, sem bera einmitt nöfn á borð við Norð- ur, Jökull og ís. Síðastlið- in tíu ár hefur hún unnið mikið með steinteg- undina muskovit, sem hún grefur upp úr gamalli námu í Austurbotni. ,Áður fyrr var muskovit m.a. notað sem einangrun í strau- járn, það var líka kallað moskvugler. Það hefur meðal annars þann kost að vera gegnsætt en endurspegla samtímis,11 segir Agneta. Hún kveðst líta á sig sem bæði textíllistamann og myndhöggvara. „Þetta eru einskonar létt- skúlptúrar," segir hún. Verk Inger-Johanne Brautaset eru úr papp- írsmassa sem hún vinnur sjálf og málar í hann meðan hann er enn blautur. Blár litur er áber- andi í verkunum, einnig öldur, hvirflar og straumar, enda horfir hún beint út á haf úr glugga vinnustofu sinnar í Bergen og sækir mikinn innblástur í hreyfingar þess og liti. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og stendur til 12. mars nk. Frá Lista- safni ASÍ liggur svo leiðin til Bergen, þar sem hún verður sett upp í Bryggens Museum í vor, og loks til Helsinki, þar sem hægt verður að sjá hana í Taideteollisuusmuseo frá miðjum nóvember og fram yfir áramót. Morgunblaðiö/Þorkell Ulla-Maija Vikman, Kristín G. Guðnadóttir, Agneta Hobin, Guðrún Gunnarsdóttir og Inger-Johanna Brautaset. ís heitir þetta verk Agnetu Hobin úr muskovitl, stáli og bronsi. 300x300x50 cm, 1997. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000 4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.