Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Blaðsíða 14
hausinn á þar til gerðum krana brotnaði af. Voni menn því alltaf með töng klára til þess að geta skipt yfir á annan bensíntank. Smári steyptist í sjóinn Smári Karlsson flaug þessari flugvél haustið 1945 og eitthvað um veturinn 1946 og man ég vel 13. des. 1946 þegar Smári kom að sunnan með nokkra farþega, lagði í hann strax suður aftur en sneri við suður á heiðum vegna veðurs og lenti á Akureyri eftir um tveggja tíma flug- ferð. Nú þurfti að ganga frá flugvélinni fyrir nóttina og var ég með Smára og Ara Jóhannes- syni starfsmanni Flugfélagsins á Akureyri við það um kvöldið. Binda varð flugvélina milli tveggja bryggjukanta niðri á Tanga, því Pollur- inn var frosinn. Veður var óstöðugt þessa des- emberdaga sem í hönd fóru og ekkert flugveð- ur, snjókoma og ísrek og höfðu þeir Ari og Smári mikla áhyggjur af flugvélinni þar sem hún lá tjóðruð og var Ari oft á ferð þama næstu daga og nætur. Þar kom að veður versnaði einn daginn og gerði hvassviðri mikið og var nú flug- vélin í stórhættu. Þeir Ari og Smári fóru niður á tanga til þess að huga að aðstæðum og var brugðið á það ráð að draga Norseman-flugvél- ina á þurrt upp í fjörukambinn. Ari var með stóran trukk með spili og var nú hafist handa við að losa böndin sem héldu flug- vélinni milli bryggjustólpanna. Smári klöngrað- ist eftir svellaðri og götóttri bryggjunni til þess að komast um borð í flugvélina, en steyptist í ískaldan sjóinn upp fyrir haus. Honum tókst samt að losa böndin að framan og festa víra í flotin að aftan og dró nú Ari flugvélina á þurrt. En Smára kom hann hið bráðasta í hús og gaf honum sénever og sagði Smári að það hefði áreiðanlega bjargað sér. En nú var nýtt vandamál komið til sögunnar, annað flotið hafði skemmst og var nú Karl Magnússon járnsmiður og flugeldhugi kominn með menn sína og reyndu þeir að þétta flotið með plötum. Sú viðgerð dugði að mestu þegar Smári komst loks í loftið á aðfangadag, en þó með talsverðan sjó í hægra flotinu. Var þetta eitthvert hið lengsta flugtak sem Akureyringar höfðu séð, og man ég vel hve Ara Jóhannessyni var létt þegar hann sá að flugvélin tók loks flug- ið. Smári lenti síðan á Skeijafirðinum stutt frá gamia sjóskýlinu sem svo var kallað og sigldi vélinni síðasta spölinn alveg upp undir renni- brautina fyrir framan skýlið en þar sökk hægra flotið, en á grunnu vatni svo ekkert skemmdist. Ekki er vafi á því að Ari Jóhannesson bjarg- aði flugvélinni frá eyðileggingu þarna við Tangabryggjumar á Akureyri þessa eftir- minnilegu daga í desember 1945, en hann var einstaklega úrræðagóður og harðduglegur. Óvenjulegt kaffiboð Sumarið 1946 var Hörður Sigurjónsson í sfld- arleitarflugi á Norseman-flugvélinni. Með hon- um var Hrafnkell Sveinsson, starfsmaður Flug- félagsins á Akureyri, en þeir voru snemma morguns á flugi yfir Þistilfirði, þegar hluti af hlíf við hreyfilinn fauk af. Hörður lenti á Finna- firði og sigldi flugvélinni eins nálægt landi og fært þótti, en fjaran var stórgrýtt. Bændur úr nágrenninu komu niður í fjöru, og kallaði Hörð- ur tfl þeirra og bað þá um vír til þess að festa hlífamar við hreyfilinn betur. Vel var því tekið og eftir skamma stund kom einn þeirra með gaddavírshönk, festi hana utanum háls sér og synti síðan út að flugvélinni, og var nú tekið til við að festa hlífarnar. En þar sem komumaður sat þarna á flotholtinu, hálfnakinn, sagði hann við þá Hörð og Hrafnkel hvort ekki mætti nú bjóða þeim heim í kaffi, en því boði var vinsa- mlega hafnað því það hefði kostað sundsprett hjá þeim félögum. Lent á Hraunhafnarvatni Þetta sama sumar vom þeir félagar á flugi við Melrakkasléttu og var nú með þeim síldar- bassi, skipstjóri, sem þekkti miðin og var þeim til aðstoðar við sfldarleitina. Hörður var í basli með hreyfilinn, því hann var að skjóta en þoku- loft var þennan dag og raki í lofti. Sfldarbassinn var tvívegis búinn að reyna að ná tali af Herði en fékk ekki áheyrn þar sem flugstjórinn var önnum kafinn. Loks gat hann stunið því upp að dúkurinn á hlið flugvélarinnar væri allur fokinn út í veður og vind. Var nú hliðin á Norseman- flugvélinni eitt gaphús. Þeir lenda því á Hraun- hafnarvatni til þess að skoða skemmdimar, en fóru síðan í loftið og flugu beint til Akureyrar. I annað skipti voru þeir á flugi við Grímsey. Þá kemur í ljós mikill olíuleki og sneru þeir strax flugvélinni heim á leið. En þegar þeir eru skammt frá Siglunesi er oh'uþrýstingurinn fyrir hreyfiiinn að detta niður svo þeir fara inn á Siglufjörð. Eftir lendingu segir Hrafnkell að hann hafi reynt að mæla olíumagnið með kvarð- anum, en ekki hafi verið dropi eftir af olíu á hreyflinum. Seinna um daginn kom svo Grumman-flugbáturinn með olíu sem þeir helltu á geyminn og var síðan haldið til Akur- eyrar. Eftir sumarflugið 1948 voru sett hjól undir Norseman-flugvélina og var hún notuð þannig í eitt til tvö ár. Höfundurinn er flugmaður og Ijósmyndari. Þorrablótsnefnd á blóti í Holti í Önundarfirdi 1991. Þorrablót voru tekin upp á fimmta áratugnum í Önundarfirdi. Fram til 1975 voru þorrablótin bodud á hádegi - þá var þorramaturinn bordadur, síðan var spilud framsóknarvist, þá var kaffi med rjómapönnukökum, kleinum og jólaköku og skemmt undir borðum og loks dansað fram ad kvöldmjöltum. Hvert heimili sá um átmat fyrir sig en kaffi var sameiginlegt. Eftir 1975 voru blótin haldín á kvöldin og ekki lengur spilað. 1980 var farið að kaupa þorramatinn tilbúinn - nema hveitikökurnar. Heimild: Jóhanna Kristjánsdóttir. ÞORRAMATUR EFTIR HALLGERÐI GÍSLADÓTTUR Eftirfarandi greinarkorn fjallar um breytingar á mat á þorrablótum á síð- ustu áratugum og byggir að mestu á heimildum á þjóðháttadeild Þjóð- minjasafns (slands, eink- um á svörum við skrá 88, Þorrablót fyrr og nú, sem send var út árið 1995. FLESTUM eru kunnar þær útlínur sem Ámi Björnsson hefur dregið um hvemig þorrablót sem hér voru upp tekin á síðasta þriðjungi 19. aldar, hafa þróast, um tengsl þeirra við fornaldardýrkun og þjóðfrelsisbaráttu, og hvemig þau fóru úr móð í þéttbýli upp úr aldamótum en héldust nokkuð óslitið alla öldina í einstaka sveitum. Þau flæddu síðan aftur yfir upp úr miðri öld, að einhverju leyti í tengslum við samkomur átthagafélaga í þéttbýli. Þá taka veitingahúsin þennan sið upp á arma sína og fara að nota orðið þorramatur í auglýsingum en það orð hefur síðan orðið samheiti um þjóðleg- an mat af því tagi sem menn hafa á þorrablót- um. Orðið þorramatur virðast hins vegar í seinni tíð merkja einvörðungu súrsaðan mat í huga þeirra sem minna eru upplýstir. Einmitt þegar ég var að byrja að koma þessu skrifi nið- ur á blað varð mér litið á sjónvarpsskjáinn minn. Viti menn, er ekki matspekingur Morg- unblaðisins þar að fræða þjóðina á því að þorra- matur sé „hrein dýrafita upp úr súru“. Ýmsa 2000 þorrablótid í adsigi í Nordfjardarsveit. Þeir sem eru saman um trog koma saman fyrr um daginn til ad setja í trogin og gera upp sína reiknlnga. Ádur hefur verid trogfundur þar sem menn skipta verkum vardandi matarútveginn. Þorrablót hafa verid haldin í Nordfjardarsveit a.m.k. frá því um midjan þridja áratug 20. aldar. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.