Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 5
4 KRISTNIAISLANDI AHRIF SIÐ- BREYTING- ARINNAR eftir LOFT GUTTORMSSON Utgáfa bóka til helgihalds í kirkjum og heimahúsum var forgangsverkefni í siðbreyt- ingunni. Reyndar þurfti ekki eldhuga eins og Lúther til þess að kirkjan tæki prentlistina í þjónustu orðs- ins, en víst er að án bóka, einkum sjálfrar ritn- ingarinnar, var lúthersk siðbót óhugsandi. Oddur Gottskálksson reið á vaðið með þýðingu og útgáfu sinni á Nýja testamentinu en Guð- brandur Þorláksson Hólabiskup rak endahnút- inn á með biblíuútgáfu sinni árið 1584. Á eftir fylgdi útgáfa sálmabókar og Grallarans, auk minni háttar rita til guðrækilegra iðkana á heim- ilum og uppfræðslu. Um aldamótin hafði bóka- gerðarmaðurinn mikli á Hólum séð íslenskum sálum fyrir öllum nauðsynlegustu tækjum til evangelísks kristnihalds, jafnt í kirkju sem koti. Gild rök eru því til þess að álíta að festingarskeið hins nýja siðar hafi þar með verið runnið á enda. Umrædd festing tók aðallega til hinnar stofn- unarlegu undirstöðu siðbótarinnar; enn var að miklu leyti óunnið verk að innprenta hana í sálir íslendinga, gera þá að rétttrúuðum kristnum mönnum í anda Lúthers. Þessi viðleitni vísar einkum til eftirtímans, tímabils hins lútherska rétttrúnaðar sem í þessu riti er merkt hinni „löngu“ 17. öld (frarn undir 1730). Þetta var tíma- bil mikilla félagslegra andstæðna og átaka, trúarbragðastyrjalda og ofsókna á hendur þeim sem hegðuðu sér og hugsuðu öðruvísi en yfir- völdum þóknaðist. Við óreiðunni var brugðist af hálfu yfirvalda með því að lögfesta erfðaeinveldi konungs og einstefnu í trúmálum sem studdist við kerfisbindingu á lútherskri kenningu. Eftir því sem lengra líður á tímabilið verður margt ljósara en fyrr um starfshætti og stöðu opinbers kristnihalds í landinu; svo er fyrir að þakka ríkulegri heimildum sem vaxandi reglu- veldi og opinbert eftirlit hafa skilið eftir sig. Á þessu tímabili fóru biskupamir með áber- andi meira áhrifavald í landinu en vænta hefði mátt af evangelískum tilsjónarmönnum. Þetta má rekja annars vegar til stjómkerfislegra, hins vegar til persónubundinna ástæðna. Enginn inn- lendur embættismaður jafnaðist að tign á við biskup; þar við bætast mannkostir sumra þeirra sem settust á biskupsstól, ekki síst þrístimisins í Skálholti: Brynjólfs Sveinssonar, Þórðar Þor- lákssonar og Jóns Vídalíns. Þessir Skálholts- biskupar vom í senn menntafrömuðir, atorku- samir forstjórar og atkvæðamiklir kirkjuhöfð- ingjar. í lútherskum sið hefur biskupstign víst ekki risið hærra en í þeirra tíð. Varla hefðu þess- ir einstaklingar valdið hlutverki sínu jafnvel og raun ber vitni hefðu þeir ekki haft stoð af bisk- upsfrúnum sem lögðu þeim m.a. auð í bú. Á rétttrúnaðartímanum tókst að koma sæmi- legu regluveldissniði á prestastéttina og veitingu prestsembætta, en inntaka í stólsskólana fór þó áfram mjög eftir persónulegum samböndum. Áð vemlegu leyti ungaði prestastéttin sjáliri sér út með því að meira en helmingur sóknarpresta átti prest fyrir föður eða prestsdóttur fyrir móður. Að öðm leyti var það höfuðeinkenni á stéttinni hve sundurleit hún var í tilliti til menntunar og efnahags. Háskólamenntun í guðfræði veitti for- gang að hinum tilltölulega fáu vildarbrauðum en stór hluti sóknarpresta bjó við kjör sem jafna má til meðalbænda. Að þessu leyti vora íslenskir prestar ólíkt verr settir en starfsbræður þeirra í öðrum hlutum rfldsins. Brauðstrit og bústang tor- velduðu þeim mjög að rækja predikara- og upp- fræðsluhlutverk sitt á þann veg að boðskapurinn hefði tilætluð áhrif á söfnuðinn, til uppbyggingar góðu siðferði og réttum hugsunarhætti. Þegar hugað er að tengslum sálusorgara og safnaðar skiptir fjöldi sóknarmanna miklu máli sem og afmörkun prestakalla. Tvennt vekur hér einkum eftirtekt: hversu íslensk prestaköll vom að jafnaði fámenn í samanburði við aðra hluta rík- isins og hve skipan prestakallanna hélst stöðug allt fram á 19. öld. Bæði þessi einkenni spegla al- mennar aðstæður í hinu hefðbundna sveitasamfé- lagi: þær breytingar sem áttu sér stað gengu fram án þess að sjálf gmnngerð samfélagsins, byggða- skipan og verkaskipting, raskaðist. Svo virðist sem kostir fámennisins, nánari samskipti prests og safnaðar, hafi ekki nýst kirkjunni sem skyldi til trúarlegrar eflingar; fyrir embættisrækslu sókn- arprestsins reyndust ókostimir yftrgnæfandi, efnaleysi og skortur á uppörvandi sálufélagi. Sóknarprestar reyndust í mörgum tilvikum ekki færir um að veita þá andlegu forystu og það sið- ferðilega fordæmi sem til var ætlast. í stað þess að orka sem afl til breytinga og umbóta gagnvart umhverfinu varð það hlutskipti margra sóknar- presta að samsamast því og leggja árar í bát. Fyrir utan sóknarldrkjuna vom heimili sóknar- fólksins vettvangur sem lúthersk kirkja notfærði sér óspart til að koma boðskap sínum á framfæri og móta sálimar. Hinar almennu þjóðfélagsað- stæður sem lýst er að framan urðu þess valdandi að meiri rækt var lögð við þennan vettvang hér á landi en t.d. á þéttbýlum svæðum í Danmörku. Til þess að stunda heimilisguðrækni með sóma þurfti að vera fyrir hendi lágmarkskunnátta í guðsorði. Allt frá tíð Guðbrands Þorlákssonar kappkostaði kirkjan að skjóta stoðum bóka og lestrarkunnáttu að einhveiju lágmarki undir guðrækniiðkanir heimilanna. Sú bókvæðing sem átti sér stað, hægt og sígandi, á rétttrúnaðartímabilinu leiddi til þess að guðsorð í prentuðu máli komst inn á flestöll heimili landsins. Frá sjónarhóli íslenskrar menn- ingarsögu verður þetta að teljast merkilegur ávinningur. Með þessu er ekki sagt að bókvæðingin hafi leitt til þeirrar kristilegu innrætingar sem að var stefnt. Á mörgum heimilum var enginn sæmilega vel læs svo að enn varð að treysta mjög á utanbók- arkunnáttu. Torvelt er að segja með nokkurri vissu hvemig trúarvitund alþýðu var háttað við þessar aðstæður. En flest bendir til að hún hafi verið ákaflega blendin. í því felst að vitund manna hafi mótast í senn af kristilegum trúarhugmynd- um og ýmiss konar þjóðtrú sem orkuðu hver á aðra og mynduðu flókna og oft mótsagnakennda heild. Galdramál 17. aldar veita allskýra innsýn í þennan hugarfarslega blending sem er svo ein- kennandi fyrir íslenska trúarvitund. Jafnframt sýna þau hve hluti sjálfrar prestastéttarinnar var blendinn í afstöðu sinni til galdra og þá væntan- lega annarra þjóðtrúarhugmynda sem hinn opin- beri rétttrúnaður átti í höggi við. Þessar aðstæður auðvelduðu yfirvöldum ríkis og kirkju síður en svo að ná árangri í hinni stríðu baráttu um trúarholl- ustu manna og sálarheill. Með píetisma og upplýsingu hefst nýr kafli í kristnisögu landsins svo sem lýst er í síðasta hluta Þjóðminjasafn fslands. MATTEUS GUÐSPJALLAMAÐUR. AF PREDIKUNARSTÓL ÚR KIRKJUNNI Á BÆÁ RAUÐASANDI (1617). 1 Kristni og hetjudýrkun Sennilega hefur kristindómur og heiðin hetju- dýrkun óvíða runnið betur saman á Sturlunga- öld en á vígvellinum, á dauðastundinni. Píslar- vottur og víkingur áttu það sameiginlegt að kveinka sér ekki við þjáningu og dauða. Annað skildi á milli. Hinn heiðni vígamaður skapaði sér ódauðlegan orðstír, en trúarhetjan gaf Guði heiðurinn og vænti umbunar á himnum. Kristni á islandi, 2. bindi, bls. 68. Jarteikn á sjó Munkareglur Nýir straumar Sumarið 1360 bartil að Gyrðir ívars- son Skálholtsbiskup ogfjöldi manns lagði af stað til Noregs á lltlu kaup- skipi. Þegar þeir voru komnlr úr landsýn sökk sklpið með öllu góssl. Þá gerðust þau jartelkn, að sögn fyrir árnaðarorð Þorláks helga, að menn all- ir, nálægt 40 að tölu, komust í bát sem ekki tók fleiri en hálfan þriðja tug, og náðu allir með lífi að landi. Kristni á islandi, 2. blndi, bls. 116. Hér á landi störfuðu tvær reglur, Benediktsregla og Ágústínusarregla, kenndar vlð hina helgu menn, Benedikt frá Núrsíu (um 480 tll um 550) og Ágústín- us kirkjuföður (354—430). Benediktsreglan var eig- inleg munkaregta í þelm skilningi að þeir sem gengu henni á hönd, lokuðu sig frá heiminum og lifðu eftir það einir með Guði. Fransiskanar og Dóminíkanar voru hlns vegar ekkl munkar heldur bræður sem störfuðu „f heiminum" meðal fólksins þó að þeir héldu hópinn og lifðu í samfélagi hver með öðrum. Kristni á fslandi, 2. bindi, bls. 212. Með kirkjunni bárust sífellt nýir menningar- straumar hingað til lands. Þetta átti sér greini- lega stað á 15. öld þegar hér settust að útlendir biskupar skipaðir af páfa. Með fáeinum undan- tekningum virðast þeir hafa beitt sér fyrir umbót- um innan kirkjunnar, m.a. á sviði helglhalds, aga- mála og stjórnsýslu. Sökum rótgróinnar andstöðu við útlent vald munu íslendingar aldrel hafa litlð á þessa biskupa sem „sfna menn“ heldur fremur umborið þá af hlýðnlskyldu við kirkjuyfirvöld. Kristni á íslandi, 2. bindi, bls. 246. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 8. APRÍL 2000 KRISTNIA ÍSLANDI þessa bindis. Margt mælir með þeirri skoðun að þessir straumar til samans hafi opnað gáttir „nú- tímans“ í kristni- og hugmyndasögu landsins. Hvað píetismann áhrærir er enginn vafi á að afl- vakinn var enn sem fyrr boðskapur Lúthers. Taka má svo til orða að píetistar hafi tekið sér fyrir hendur að fullkomna þá siðbreytingu sem lút- hersk siðbót stefndi að frá upphafi en sorglega hægt hafði gengið að framkvæma á rétttrúnaðar- tímabilinu. I samhengi íslenskrar sögu er ekki of- mælt að píetistar og upplýsingarmenn hafi beitt sér fyrir endumýjuðum siðaskiptum í landinu. Hinir viðamiklu lagabálkar sem settir vom á fimmta áratug 18. aldar, um samfléttaða þætti kirkju, trúarlífs og menningar í íslensku þjóðfé- lagi, em talandi vitnisburður um þennan ásetning. Það kom í hlut upplýsts ríkisvalds í einveldisstíl að vinna að framkvæmd hinnar píetísku löggjafar. Hógværir, kristilega sinnaðir upplýsingarmenn gátu hæglega gengist við uppeldis- og menntun- armarkmiðum píetista. Hér var í brennidepli lög- bundin ferming og skyldubundin lestrarkennsla, en hvort tveggja átti að leiða til skilvirkrar inn- rætingar, endurbætts húsaga og betra siðferðis. Píetistum var ekki síður umhugað en upplýsingar- mönnum seinna að ryðja „hjátrú“ og „hindurvitn- um“ burt úr hugarfylgsnum manna. Annað sam- eiginlegt markmið var að aga menn við reglur hagsýni og skynsemi sem mættu gagnast til að efla guðsríki og bæta úr samfélagslöstum. í þessu riti era sameiginleg markmið beggja kennd við endurbótastefnu. Endurbótastefnan hafði í för með sér menning- arbyltingu á íslandi sem birtist með áþreifanleg- ustum hætti á sviði fræðslumála og bókaútgáfu. Gengið var til atlögu við ólæsið af eldmóði sem minnir á lestrarkennsluherferðir okkar aldar. Frömuðir upplýsingarinnar eins og Magnús Stephensen dómstjóri sáu til þess að kunnáttan nýttist mönnum ekki aðeins til guðsorðalesturs heldur var nú hið víða svið veraldlegrar þekkingar og vísinda opnað fyrir kostum prentlistarinnar. í sæti biskups sem eina bókaútgefanda landsins um aldir settist í lok 18. aldar veraldlegur embættis- maður, dómstjórinn sjálfúr. Umskiptin em tákn- ræn fyrir þá afhelgun bókmenningar sem upp- lýsingin á íslandi hafði í för með sér. Sið- breytingin átti nú að taka ekki síður til landsins gagns og nauðsynja en guðdómlegra og andlegra gæða. Eins og siðaskiptin, sem marka upphaf þessa bindis, komu hin endumýjuðu siðaskipti 18. aldar ofan frá. Ljósberamir vom yfirvöld og embættis- menn, ekki síst prestar. Þeir áttu nú, hver á sínum stað, inn til dala og út við voga, að vekja söfnuðinn til góðra verka sem framfarimar gáfu fyrirheit um, allt frá kartöflurækt til betri húsakynna. Hvort sem vettvangurinn var Álftanes eða Sauð- lauksdalur vestra var það sóknarpresturinn sem hélt uppi merki framfaranna. Engum skyldi líðast að eyða tímanum til ónýtis. Dæmin sýna að upplýsingin hafði víðtæk áhrif á íslenska kristni, í kenningu og framkvæmd. Ýmis merld benda þó til þess að í upphafi 19. aldar hafi oddvitar kirkjumála verið komnir svo langt á und- an hjörðinni í upplýsingarákafa sínum að trúnað- ur brysti hér og þar. Með útgáfu nýrrar messu- söngsbókar, Aldamótabókarinnar svokölluðu, var loks stefnt að því að hverfa frá aldagamalli hefð í messugerð og kirkjusöng. Margir kirkjusöfnuðir tóku fálega þessu róttæka nýmæli enda fátt gert framan af til að auðvelda þeim að ná tökum á hin- um nýja söng. Um aldamótin var líka afnumin skipting landsins í tvö biskupsdæmi sem siðbótar- menn höfðu tekið í arf frá kaþólskum miðöldum. Frá 1801 að telja var aðeins einn biskup yfir ís- landi og ein dómkirkja, þ.e. í hinum nýstofnaða kaupstað, Reykjavík. Sannarlega stóð nú íslensk kirkja og kristni á þröskuldi nýs tíma. Þótt miklar breytingar væm að baki verður ekki sagt að upplýstir endurbótamenn hafi, frekar en flestir aðrir hugsjónamenn, unað sáttir við orð- inn lilut. Þrálát gagnrýni þeirra á þululestur og vanasöng gefur vísbendingu um að þeim hafi þótt miða hægt í þá átt að lúthersk trú yrði almenningi annað og meira en siður, sjálfgefinn eins og menn- ingin sem hún grandvallaði áfram. ÓafVitandi fólst í gagnrýni þeirra von um að hinn trúaði færi að rekja boðskap kristninnar úr viðjum menning- arinnar með því að gæða hann einstaklingsbund- inni merkingu. Slík gagnrýni var jafnframt eins konar forboði um að tímar fjölhyggju í trúarefn- um væm skammt undan., Kristni á f slandi, 3. bindi, bls. 363-366. PRÓFESSOR Menningar- bylting í alþýðufræðslu Loftur Guttormsson prófessor er aðalhöfundur 3. bindis Krístni á Islandi. Það fjallar um lútherska siðbreytingu til loka upp- lýsingaraldar, þ.e. frá fyrri helmingi 16. aldar og til 1830-40. Loftur kannaði ekki síst áhrif siðbreytingar- innar á menntun og uppfræðslu. Hver vom þessi áhrif helst? „Ef litið er á hina æðri menntun, þá kemst hún strax með siðaskiptunum í mun fastari skorður en verið hafði. Latínuskólahaldið við biskupsstólana tvo, sem auðvitað á sér rætur í kaþólskum tíma, virðist hafa verið næsta slitrótt fram að því. Prests- menntunin sem fór fram í lat- ínuskólunum varð kerfisbund- ari; þetta kom meðal annars fram í því að þeir sem fóm utan til framhaldsnáms héldu langflestir til Kaupmanna- hafnar. Með því má segja að átt hafi sér stað viss þrenging á menningartengslum íslands og umheimsins. Á kaþólskum tíma fóm menn víðar. Þetta er að vísu dálítið breytilegt eftir tímabilum. Það em þó nokkrir íslendingar sem nema til að mynda á 17. öld við háskóla í Hollandi. Ef litið er aftur á móti til alþýðufræðslunnar og reynt að meta áhrif siðbreytingarinnar á þri sviði, þá er nokkuð erfitt að kveða skýrt á um þau fyrir 1700. Okkur skortir greinar- góðar heimildir um málið, þær verða miklu betri þegar kemur fram á 18. öld.“ Loftur segist eiga erfitt með að segja til dæmis nákvæmlega hvaða árangri sið- breytingin skilaði í lestrarkunnáttu al- mennings á 17. öld. Tilgáta hans er sú að framfarirnar hafi verið hægar á því sviði þar til píetisminn, eða heittrúarstefnan, kom fram á 18. öld. Þá hafi beinlínis orðið menningarbylting - bylting í alþýðuf- ræðslu. Lúther hafi að sönnu lagt á það þunga áherslu að almenningur lærði að lesa. Þessu hafi þó ekki verið framfylgt bókstaflega í Þýskalandi, Danmörku og á íslandi fyrr en kom fram á 18. öld, og þá fyrir tilstilli heittrúarmanna. Hér á landi tengist þessi lestrarherferð nafni Lúðvíks Harboes, píetísks erindreka, sem starfaði hér í nokkur ár á fimmta áratug 18. aldar. „Með því að gera lestrarkunnáttu að fermingarskilyrði tekst á skömmum tíma, ef svo má segja, að beija böm til bókar; gera þau í einhverjum skilmngi stautandi á skyldulesefni sem krafist var fyrir ferm- ingu.“ Samhliða þessu athugaði Loftur m.a. hvaða áhrif siðbreytingin hafði á hugsun- arhátt og hugmyndaheim íslendinga. „Það gerast mjög markverðar breyting- ar á 18. öldinni, sérstaklega samfara upp- lýsingunni. Þetta kemur mjög vel fram á sviði bókaútgáfu. Fyrir miðja 18. öld heyrir til undantekninga að nokkur bók komi út á prenti sem ekki flytur einhvers konar guðsorð. Það gerist svo samhliða píetismanum og síðar upplýsingunni að kirkjunnar menn, sem réðu yfir prent- verkinu fram eftir 18. öld, gerast miklu opnari fyrir nytsömu lesefni, sem snerist þá um atvinnuhætti, heilsufar og bama- uppeldi og þvílíka hluti. Það er merkilegt að þessi þróun í átt til hins veraldlega hef- ur ekki í för með sér neina áberandi árekstra milli forystuliðs kirkjunnar hér og veraldlegra embættismanna í þjónustu konungs. Ég kalla þetta upplýsingu í kristindómi, til að leggja áherslu á þetta samspil.“ Loftur var inntur eftir áliti á vinnu- brögðunum við ritun Kristni á íslandi. Vom þau mjög nýstárleg? „Já, ég held tvímælalaust að það megi segja að þau séu nýstárleg þegar um er að ræða verk af þessu tagi. Þetta er fræðistarf í anda eins kon- ar hópeflingar. Menn hafa einatt séð fyrir sér fræðimenn á sviði húmanískra fræða sem eins konar einsetumenn, sem hafa ekki endilega verið svo gjarnir á að deila fræðum s£n- um með náunganum, þó að það hafi vissulega breyst upp á síðkastið. Hjalti [Hugason] á allan heiður af því að hafa fitjað þarna upp á þessum nýja vinnumáta." Loftur telur að þetta hafi ekki síst verið gert til að tryggja framgang verksins. Menn hafi átt erfitt um vik að standa ekki við skilafrest þegar fundur hafði verið boðaður um einhvem hluta verksins sem höfundur átti að leggja fram til umræðu. „Svo er vissulega ástæða til að leggja áherslu á það hvað menn græddu á þessu hver um sig og hópurinn í heild. Mörgum sinnum á ári komu menn saman til að segja sitt álit á verkum félaga sinna. Eins og gerist og gengur með misjafnlega já- kvæðum eða neikvæðum tón, en væntan- lega alltaf hugsað til þess að byggja menn upp en ekki rífa niður. Ég er ekki í vafa um það að þeir sem taka að sér verk af þessum toga gætu margt lært af þessum vinnubrögðum. Þáttur ritstjórnarinnar var náttúrlega geysimikill í þessaii um- ræðu. Við áttum hauk í horni þar sem rit- stjórnin var.“ Loftur segir að stefnt hafi verið að því að rita yfirlitsrit á fræðilegum gmndvelli. Verkið Kiistni á íslandi sé þó að tals- verðu leyti byggt á fmmrannsóknum. „Maður finnur auðvitað óþægilega fyrir því, þegar maður vinnur verk af þessu tagi, hvað margt er lítt kannað í sögu þessa lands. Það er margt um tilgáturnar þegar svona háttar til. Ef til vill verða einhverjir til að sannprófa þær?“ LOFTUR GUTTORMSSON Nationalmuseet, Kaupmannahöfn. PAXSPJALD MEÐ KROSSFESTINGARMYND ÚR ROSTUNGSTÖNN. ODDBOGAR OG GAFLAR OFAN VIÐ MYNDINA MINNA Á FRANSKAR FERÐAALTAR- ISTÖFLUR ÚR FÍLABEINI. ENGAR FESTINGAR ERU Á MYNDINNI EN HÚN ER HINS VEGAR MJÖG SLITIN f MIÐJU AF KOSSUM KIRKJUGESTA UNDIR FRIÐAR- KVEÐJU MESSUNNAR. SPJALDIÐ ER ÚR ÓÞEKKTRI KIRKJU Á ÍSLANDI OG TALIÐ FRÁ 14. ÖLD. Stofnun Áma Magnússonar. UPPHAF ÞORLÁKSTÍÐA. ÞÆR VORU SUNGNAR Á MESSUDEGI DÝRLINGSINS 20. JÚLÍ OG 23. DESEM- BER í A.M.K. ÁGÚSTÍNUSARKLAUSTRUNUM OG ÞEIM FJÖLMÖRGU KIRKJUM SEM HELGAÐAR VORU HINUM SÆLA ÞORLÁKI BISKUPI. JÓN HELGA- SON PRÓFESSOR ÞÝDDI UPPHAFIÐ Á ÞESSA LEIÐ: „HÁTÍÐ BER AÐ HÖNDUM BJARTA, HVERFUR UNDAN MYRKRIÐ SVARTA, GLAÐNA TEKUR GUÐ- HRÆDD ÞJÓÐ, GEISLUM LÝSIST HUGARSLÓÐ.“ HANDRITSBROT (ANTÍFÓNARÍUM) MEÐ ÞORLÁKS- TÍÐUM FRÁ ÞVÍ UM1400. LÚÐURBLÁSARI, HLUTI ÚR MYND AF FALLI JERÍKÓBORGAR ÚR STJÓRNARHANDRITI FRÁ MIÐRI14. ÖLD. ENGIN FORN HUÓÐFÆRI HAFA VARÐVEIST HÉRÁLANDI. ÞEIRRA ER HINS VEGAR GETIÐ í ÍS- LENSKUM MIÐALDARITUM OG SÝNIR ÞAÐ AÐ LANDS- MENN HAFA ÞEKKT BÆÐI TIL STRENGJAHUÓÐ- FÆRA OG LÚÐRA. Lúther í klaustur Foreldrar Marteins Lúthers (1483—1546) voru af bænda- og milllstétt og gátu þess vegna sett soninn til mennta. Tuttugu og eins árs að aldri lauk Lúther meistaraprófi við háskólann í Erfurt og hóf síðan nám í lögfræöi. En lífs- og sálarháski sem hann rataði í skömmu síðar, tuttugu og tveggja ára að aldri (1505), réð því að hann sneri baki við embættis- frama og gekk f klaustur af Ágústínusarreglu; hér hugðist hann leita sér hugsvölunar með því að helga líf sitt Guði í bæn, íhugun og við guðfræðiiðkanir. Kristni á ísiandi, 3. bindi, bls. 25. Sagnritun Sagnritun þeirra Arngríms lærða og Jóns í Hítardal var veigamikill þáttur í hug- myndafræðilegri eflingu lúthersku kirkjunnar, en um leið er hún merkilegur vitnlsburður um sjálfsskllning höfund- anna og söguskoðun. [...]Sem vænta má eru rit þeirra, hvort með sínum hætti, lof- gjörð um ávexti kristlnnar trúar og sér- staklega um heilladrjúg og sáluhjálpleg verk hinna lúthersku biskupa. Kristni á islandi, 3. bindl, bls. 122. Oddur þýðir í fjósi ... en stundum var Oddur heitinn Gottskálksson úti i fjósi, og gerði sér þar hjall, og lést vera bæði að lesa þar gamlar bækur og skrifa biskupa stat- útur og sýndi það þeim sem komu, en enginn vissi af hinu. Hann tók sér það fyrir hendur að leggja út Mattheus guðspjöll, og þá hafði hann ansað því; að Jesús lausnarinn hefði verið lagður í einn asna- stall, en nú tæki hann til að útleggja og í móður- mál að snúa hans orði í einu fjósi; og fleira höfðu þeir báðir, herra Gísli og hann, þar um talað. Kristni á íslandi, 3. bindi, bls. 52. Bókaútgáfa biskups Fyrsta bókin, sem Guðbrandur biskup gaf út, var eftir læriföður hans, Niels Hemmingsen, Lífs vegur. Hann fór síðan fijótlega að vinna að útgáfu Bibliunnar, einhverju mesta stór- virki íslenskrar menningarsögu. Auk bisk- ups sjálfs lögðu margir hönd að þýðingu Gamla testamentisins. Biblían kom út árlð 1584 í um 500 eintökum. Kristni á íslandi, 3. bindi, bls. 74. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000 5 I 4-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.