Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Qupperneq 2
Ein af myndum Guðmundar Ingólfssonar Ijósmyndara í Galleríi Kambi.
ENGIR
TYLLI-
DAGAR
GUÐMUNDUR Ingólfsson opnar ljósmynda-
sýningu í Galleríi Kambi í dag kl. 15. Yfirskrift
sýningarinnar er Island í hvunndagsfötum. I
myndum Guðmundar eru engir tyllidagar,
heldur blákaldur (myndirnar allar svart-hvít-
ar) veruleiki hvunndagsins. Islenskur mánu-
dagur í æðra veldi.
„Hér áður fyrr fannst manni mánudagar
hálffúlir dagar, áfall eftir stórsteik og rólegheit
á sunnudögum. Svo hugkvæmdist okkur að
breyta þessu, til dæmis með því að hafa góðan
mat á mánudögum í stað afganganna frá deg-
inum áður. Viti menn, mánudagar urðu að til-
hlökkunarefni, með tímanum ljúfir dagar,“
segir listamaðurinn.
Guðmundur Ingólfsson er fæddur í Reykja-
vík 1946. Stúdent frá MR1966. Gerði tilraun til
náms við HÍ 1966-67. Nam ljósmyndun við
Folkwangschule fíir Gestaltung í Essen í
Þýskalandi hjá prófessor Ottó Steinert 1968-
71 og vann sem aðstoðarmaður Steinerts síð-
asta námsár sitt. Frá 1972 hefur Guðmundur
rekið ljósmyndastofuna Imynd í Reykjavík.
Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýning-
um, innanlands og utan.
Sýningin í Galleríi Kambi er opin alla daga
til 4. júní, lokað á miðvikudögum. Kambur er
við annan afleggjara eftir að komið er yfir
Þjórsárbrú. Afleggjarinn er merktur Gíslholt.
NÝ TÓNVERK Á VORTÓNLEIKUM
„ÍSLANDS lag“ er yfirskrift vortónleika
Karlakórs Reykjavíkur að þessu sinni og verða
þeir sex talsins, í húsi kórsins, Ymi, í Skógar-
hlíð 20. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, laug-
ardag, aðrir tónleikar á sunnudag, kl. 16 báða
dagana. Þá 9., 10., 11 og 13. maí, kl. 20.
A efnisskránni er úrval íslenskra laga. Þar
er að finna sígildar perlur í bland við ný lög
sem sérstaklega hafa verið samin f'yrir kórinn.
Ný tónverk eftir fjóra höfunda verða flutt, Jón
Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar
Reyni Sveinsson og Gunnar Þórðarson.
Þessa sömu efnisskrá mun kórinn flytja á
slóðum Vestur-íslendinga í Kanada og Banda-
ríkjunum í byrjun ágúst nk. Þangað fer kórinn
á vegum Landafundanefndar og tekur þátt í
hátíðahöldum þegar minnst verður 1000 ára
afmælis landafunda Leifs Eiríkssonar.
Einsöngvari með kómum er Sigrún Hjálm-
týsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir ann-
ast píanóleik. Stjómandi er Friðrik S. Krist-
insson og era þetta tíundu vortónleikamir sem
hann stjórnar Karlakór Reykjavíkur. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, veróur gestur á vortónleikum Karlakórs Reykjavíkur.
PERLUR OG SKÍNANDIGULL
MorgunblaðiS/Sverrir
„f dag vil éggefa,“ segja leikarar Perlunnar í sýningunni.
ÞAÐ ríkti gleði og eftirvænting í Iðnó þegar
blaðamaður leit þar inn á æfingu leikhópsins
Perlunnar. Á sunnudaginn, 7. maí, kl. 15 verð-
ur framsýning á dagskránni Perlur og skín-
andi gull og tilefnið er þríþætt að sögn Sigríðar
Eyþórsdóttur leikkonu og kennara sem er um-
sjónarmaður Perlunnar og listrænn leiðbein-
andi.
„Leikhópurinn er sautján ára á þessu vori og
þetta er fyrsta sýningin okkar hér í Iðnó eftir
að Perlan og Leikfélag Islands gerðu með sér
samstarfssamning um sýningar Perlunnar hér
í þessu fallega húsi. Sýningin er svo framlag
okkar til Reykjavíkur - menningarborgar
Evrópu árið 2000 og er unnin í samstarfi við
Menningarborgina. Við höfum því ríka ástæðu
til að gleðjast," sagði Sigríður.
Sex skínandi leikperlur
Sýningin samanstendur af fjórum leikperl-
um og tveimur dansperlum og fjallar m.a. um
ástir, gull og græna skóga. „Þetta er fjölskrúð-
ug sýning, túlkuð af mikilli einlægni og leik-
gleði, sem er aðalsmerki Perluleikara," segir
Sigríður. Hópnum hefur bæst góður liðsauki
þar sem er danshöfundurinn Lára Stefáns-
dóttir. Þegar blaðamaður staldraði við æfði
hópurinn bráðskemmtilegt atriði, Handaspil,
undir hennar stjóm. „Við ætlum einnig að sýna
Romantica, klassískan dans sem Lára hefur
samið fyrir hópinn og var frumsýndur í Ráð-
húsinu á opnunardag Menningarársins 29. jan-
úar. Meðdansari með Perludönsurunum er
Kolbrún Bjömsdóttir dansari og leikkona. Þá
frumsýnum við nýtt atriði, í dag, sem er lát-
bragðsleikur við ljóð Sigurðar
Sigurðssonar frá Amarholti.
Tónlist og áhrifshljóð hefur
Þorvaldur Bjami Þorvaldsson
samið íyrir okkur og Bryndís
Hilmarsdóttir og Nína Njáls-
dóttir búningahönnuðir hafa
aðstoðað við búningaval. Önnur
atriði í sýningunni eru Mídas
konungur, Ef þú bara giftist...
og Kærleikurinn er sterkasta
aflið. Kynnir á sýningunni á
sunnudaginn verður enginn
annar en Öm Amason leikari,
en hann er mikill vinur hópsins
og hefur oft lagt okkur lið,“
sagði Sigríður.
Björk leggur Perlunni lið
Leikhópurinn Perlan er virt-
ur leikhópur skipaður fullorðnu þroskaheftu
fólki sem hefur það að markmiði að sýna opin-
berlega. í hópnum era nú tólf leikarar á aldr-
inum 25-50 ára. Þau heita Ásdís Gísladóttir,
Birgitta Harðardóttir, Eva Peters Donalds-
dóttir, Gerður Jónsdóttir, Guðrún Ósk Ingv-
arsdóttir, Hildur Ilavíðsdóttir, Hreinn Haf-
liðason, Ingibjörg Ámadóttir, Lilja Valgerður
Jónsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Sigrún Áma-
dóttir og Sigfús Svanberg Sveinbjömsson.
Hópurinn kom fyrst fram árið 1982 og hafur
margoft sýnt í sjónvarpi, á ráðstefnum, hjá fé-
lögum og félagasamtökum, styrktarskemmt-
unum og listahátíðum. Einnig hefur hópurinn
farið fjölmargar leikferðir til útlanda. Perlu-
leikarar hafa hvarvetna vakið athygli fyrir ein-
lægan og hrifandi leik og má segja að þau hafi
með sérstæðri listsköpun sinni bætt við nýjum
lit í litróf listanna. Sigríður sagði að samstarfs-
samningurinn við Leikfélag Islands um afnot
af Iðnó endurspeglaði þá stöðu sem Perlan
hefur skapað sér. „Þetta era einlægir lista-
menn sem sinna listsköpun sinni af alvöra og
áhuga.“
Björk Guðmundsdóttir er vemdari Perlunn-
ar og mun hún troða upp með Perlunni á árinu.
„Það hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti
það verður, en kannski föram við í stúdíó og
tökum upp efni með hennar aðstoð og undir
hennar leiðsögn," sagði Sigríður að lokum.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur.
Ásmundarsafn: Steinunn Þórarinsdótt-
ir. Til 14. maí. Verk í eigu safnsins.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorsteinn
Helgason. Til 14. maí.
Gallerí One o One: Kristinn Már Ingv-
arsson. Til 22. maí.
Gallerí Reykjavík: Guðmundur Björg-
vinsson. Til 14. maí.
Gallerí Sævars Karls: Guðrún Einars-
dóttir. Til 18. maí.
Gerðarsafn: Ragnheiður Jóndóttir,
Amgunnur Ýr Gylfadóttir, Hafdís
Ólafsdóttir. Til 21. maí.
Hafnarborg: Elínborg L. Lutzen, Elsa
Stansfield og Madelon Hooykaas. Til 29.
maí.
Hallgrímskirkja: Sigurður Örlygsson.
Til 1. júní.
íslensk grafík: Kristín Hauksdóttir. Til
7. maí.
Gallerí Kambur, Rang.: Guðmundur
Ingólfsson. Til 4. júní.
Kjarvalsstaðir: Jóhannes S. Kjarval.
Myndir úr Kjarvalssafni. Dale Chihuly.
Til 18. maí.
Listasafn ASÍ: Guðjón Ketilsson og
Gretar Reynisson. Til 14. maí.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau.
og sunnud. kl. 14-17. Höggmyndagarð-
urinn opinn alla daga.
Listasafn (slands: Listamenn 4. áratug-
arins. Birgir Andrésson. Til 14. maí. Líf-
ið við sjóinn. Til 25. júní.
Listasafn Signrjóns Ólafssonar: Valin
verk eftir Sigurjón Ólafsson.
Listasalurinn Man, Skólavörðustíg:
Rúna Gísladóttir. Til 14. maí.
Norræna húsið: Terror 2000. Til 14.
maí.
Nýlistasafnið: Níu listamenn.Til 14.
maí.
Safnahús Reykjavíkur: Ungt fólk í
Reykjavík á 20. öld. Til 15. maí.
Stofnun Árna Magnússonar: Handrita-
sýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14-
16. Til 15. maí.
Stöðlakot: Helga Jóhannesdóttir. Til 7.
maí.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Víðisfiiðakirkja: Barnakóramót Hafn-
arfjarðar. Kl. 17.
Bústaðakirkja: Samkór Trésmiðafélags
fslands. Kl. 17.
Digraneskirkja: Samkór Vestmanna-
eyja. Kl. 17.
Kópavogskirkja: Regnbogakórinn,
Léttur sem klettur, Brimkórinn og nem.
Söngseturs Esterar Helgu. Kl. 13:30.
Hásalir, Hafnarfirði: Kvennakór Hafn-
aríjarðar. Kl. 16:30.
Langholtskirkja: Skagfirska söngsveit-
in í Reykjavík. Kl. 17.
Ráðhús Reykjavíkur: Stórsveit Reykja-
víkur, Stórsveit Tónlistarskóla FIH,
Léttsveit Tónmenntaskóla Rvíkur,
Léttsveit Tónlistarskóla Keflavíkur. Kl.
16.
Ymir við Skógarhlíð: Karlakór Reykja-
víkur. Kl. 16.
Sunnudagur
Salurinn: Vorhátíð Kársneskórsins. Kl.
14 og 17.
Salurinn: Útgáfutónleikar Kammer-
kórs Kópavogs. Kl. 20:30.
Seljakirkja: Seljur, Mosfellskórinn og
Karlakór SVR. Kl. 17.
Ýmir, Skógarhlíð: Karlakór Rvíkur,
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný
Guðmundsd. Kl. 16.
Þriðjudagur
Ýmir, Skógarhlíð: Sjá sunnudag. Kl. 20.
Miðvikudagur
Ýmir, Skógarhlíð: Sjá sunnudag.
Fimmtudagur
Ýmir, Skógarhlíð: Sjá sunnudag.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Landkrabbinn, 6.,12.
maí. Glanni glæpur, 7. maí. Abel Snorko,
7. maí. Jónsmessunótt, 10., 11. maí. Vér
morðingjar, 7., 11., 12. maí. Hægan, El-
ektra, 6., 12. maí.
Borgarleikhúsið: Kysstu mig Kata, 6.,
7., 11., 12. maí. Leitin að vísbendingu, 6.
maí.
Iðnó: Sjeikspír, 6., 11. maí. Leikhópur-
inn Perlan: Perlur og skínandi gull, 7.
maí.
Nörd, 6., 12. maí.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Júlíus, 7. maí.
Leikfélag Akureyrar: Tobacco Road, 6.,
12. maí.
Möguleikhúsið: Hugleikur: Ég sé ekki
Munin! 6., 7. maí.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAÍ 2000