Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Page 5
íslendingarnir á Point Roberts hafa ugglaust munað eftlr stórfengtegri fjöllum en þeim sem sjást hér og blasa við af suðausturodda tangans. Pósthúsið á Point Roberts minnir á byggingar úr villta vestrinu þar sem forhliðin sem sneri út að götunni var mun hærri en sjálft húsið. Landnemarnir á Point Roberts þurftu oft að fara á póst- húsið til þess að vitja bréfa á fyrsta áratug aldarinnar. Hér standa nokkrir þeirra framan við bygg- inguna um vetur. ir fengu svínin það sem fjölskylda og vinir torguðu ekki. Sagðist Helgi hafa náð um fimm tonnum af heyi en hann reiknaði með meiru að ári því hann hafi hreinsað og sáð í tvær ekrur til viðbótar. Helgi og Páll, uppeldisbróðir hans, áttu saman 30 hænur og sjö svín en að auki sagð- ist Helgi eiga tvær kýr og tvo kálfa. Hlöðu höfðu þeir reist sem var 30x16 fet og skemmu 16x12. Þá byggðu þeir hænsnahús, svínastíu og reykhús en reykt kjöt um jól var jafn spennandi í Vesturheimi og heima í Vík í Mýrdal. Þeir helguðu sig að mestu búskapnum en þáðu þó vinnu þegar hún bauðst. Sagði Helgi svo frá að þeir bræður hefðu þénað nítján dali hvor í einni af niðursuðuverksmiðjunum á tanganum og verið greitt hálft annað tonn af heyi fyrir vinnu hjá amerískum bónda í grenndinni. Loks gat hann þess að þeir væru komnir með net og ætluðu að reyna við lax- inn en verksmiðjurnar borguðu allt að 16 sent fyrir fiskinn. En þótt tónninn í bréfi Helga væri jákvæð- ur fór fjarri að íslenskum landnemum á tang- anum væri rótt. Barátta við bandarísk stjórnvöld Hinn 5. júlí 1884 samþykkti Bandaríkja- þing lög er vörðuðu jarðir hersins í landinu. Eitt megin ákvæði þessara laga var réttur forseta Bandaríkjanna til að ráðstafa þeim löndum hersins sem hann var hættur að nota. Víða hafði slíkt land verið numið í óleyfi en lögin gerðu ráð fyrir því að þeim sem svo höfðu gert fyrir 1. janúar 1884 væri veittur forkaupsréttur. Allir, sem tekið höfðu land seinna, áttu með þessu ekkert tilkall til þess. Á Point Roberts hafði reyndar aldrei komið her og engin herstöð. Þess vegna var staða landnema þar óljós því landið hafði verið ætlað hernum en varð það aldrei. Lögin tilgreindu hins vegar einungis lönd þau sem herinn hafði yfirgefið. Þessi munur átti eftir að vega þungt síðar. Helgi Þorsteinsson lýsti áhyggjum sínum og annarra Islendinga á tanganum yfir þessu. Segir hann að dagblað nokkurt í fylk- inu hafi getið þess að allir ólöglegir landnem- ar á Point Roberts megi búast við því að verða reknir úr húsum og af jörðum sínum. Þessi frétt olli miklu uppnámi. Landnemar funduðu um málið og flestir undirrituðu bænaskrá sem send var til yfirvalda í höfuð- borginni, Washington. Meginósk íbúanna var að allt land á tanganum yrði gefið frjálst til landnáms og að þeir sem þegar hefðu tekið sér bólfestu fengju forgang. I bænaskránni var skýrt tekið fram að allir væru landnem- arnir fátækir og gætu með engu móti keypt hús sín og lönd, sem þeir höfðu lagt allt sitt í ef til uppboðs kæmi. Fjölmargir íslendinganna keyptu kofa- hreysi og jarðskika af bandarískum landnem- um í þeirri trú að fyrr en seinna fengju þeir full yfirráð yfir þessum eignum sínum. Selj- endurnir reyndu ekkert að blekkja íslend- ingana því öllum var ljós lagaleg staða landn- ema á tanganum. Yfirleitt voru það fiskimenn sem seldu Islendingum kofa sína og jarðskika umhverfis þá en þeir lögðu litla eða enga áherslu á búskap og því var um lítið ræktað land að ræða. En íslendingarnir ætl- uðu sér meira og betra og tóku til óspilltra málanna við að ryðja land og rækta. Margir lögðu gífurlega hart að sér og líkt og Helgi og Páll, sáu fram á bjarta framtíð. Ovissan um hana var hins vegar óbærileg eins og fram kemur í öðru bréfi Helga til foreldra sinna á íslandi. Hann skrifaði það 22. mars, 1898 og segir að þriggja manna nefnd hafi komið á tangann til að verðleggja þar öll hús og ræktuð lönd. Allt eigi að fara á uppboð og seljast hæstbjóðendum. I von um lausn mála sinna réðu landnemarnir á Point Roberts sér lögfræðing sem flutti mál þeirra fyrir fylkis- þinginu. Átti hann að reyna að fá það sam- þykkt að sérhver landnemi fengi hús sín og jörð keypt á matsvirði. Þessi tilraun bar ekki árangur frekar en bænaskráin forðum. Og árin liðu. Það var loksins árið 1903 að fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Seattle kom til Point Roberts. Hét sá Ed. C. Ellet og var hann þangað sendur einungis til að kanna ólöglegt skógarhögg en sá orðrómur hafði borist þvert yfir öll Bandaríkin, alla leið til Wash- ingtonborgar að landnemar stundu ólöglegt skógarhögg í svo miklum mæli að grípa yrði í taumana. Ellet þessum var ekið til Árna Mýrdal en hann gerðist síðan leiðsögumaður gestsins á tanganum. Ellet sá fljótlega að mannlífið á Point Roberts var allt annað en almannarómur taldi; hér bjó friðsamt og duglegt fólk en engir morðingar, ræningjar eða smyglarar. í stað þess að rannsaka skógarhögg gerði hann nákvæma skýrslu um hús öll og hýbýli svo og atvinnuvegi. Féllst hann á að reyna að sannfæra yfirvöld um kosti þess að leyfa ábúendum tangans að eignast lönd sín. Hann sendi stjóminni í Washington skýrslu sína 31. desember 1904. Viðbrögð við henn voru misjöfn. Sumum þótti sjálfsagt að veita nú- verandi landnemum forkaupsrétt en aðrir töldu eðlilegt að allt land yrði boðið upp og selt á hæsta fáanlegu verði. Skýrslan fór víða en að endingu kom það í hlut Fred nokkurs Dennett að bregðast við henni. Sá var yfir- maður deildar þeirrar í Washington sem annaðist sölu og úthlutun landnámsjarða. Hann óskaði nánari upplýsinga frá Ellet, einkum um skógarhöggið sem enn virtist órannsakað. í bréfi dagsettu 26. ágúst 1905 svaraði hann fyrirspurn Dennetts og taldi með öllu rangt að ætla að lögsækja land- námsmenn á Point Roberts fyrir ólöglegt skógarhögg. Það litla sem þeir höggva, skrif- aði Ellet, er til að ryðja landið. Enginn stundaði skógarhögg í hagnaðarskyni því það var einfaldlega ekki ábatasamt. Þá vék hann að lagaákvæðinu frá 5. janúar, 1884 og taldi það ekki eiga við Point Roberts vegna þess að þar hefði aldrei verið herstöð. Hann sagði landnám íslendinga nokkuð sérstakt því allir tækju þeir sér 40 ekrur lands og seldu það síðan í smærri einingum, þetta 5-10 ekrur tö landa sinna. Ellet vitnar aftur í lagabálka og telur íslendinga ekki þekkja til landnáms- laga númer 2291 en þau banna landnemum að selja skika úr sínu landi nema með sér- stöku leyfi. Ef ný lög verði sett er brýnt að kaupendum þessara smáskika verði veittur sami réttur og seljendum. Islendingarnir væru fátækir landnámsmenn sem af stakri eljusemi höfðu byggt hús, rutt og ræktað land og gert lítt árennilegan tanga að vist- legri nýlendu. Ekki var nokkur vafi á því að Ellet líkaði strax við íslendinga þá sem hann kynntist á Point Roberts því í upphaflegu skýrslu sinni frá 31. desember, 1904, sagði hann að nær helmingur landnema væru íslendingar „...einhverjir hagsýnustu, duglegustu og áhugaverðustu landnemar sem ég hef kynnst í Washington fylki.“ („the most frugal, ind- ustrious and desireable foreign settlers I have found in the State of Washington) Hann tók fram að allir hefðu þeir kappkostað að tileinka sér bandaríska siði og fram- kvæmdir þeirra á tanganum væru þær bestu þar um slóðir. Með bandarískum siðum á Ellet m.a. við nafnabreytingar en frumbyggj- arnir íslensku á tanganum tóku ýmist upp ensk (amerísk) nöfn, sbr. Kristján Benson og John Burns eða breyttu sínum þannig að þau væru þægilegri í framburði t.d. Sam Hauk- dal. En hjólin snerust hægt í höfuðborginni og enn liðu ár. íslenskur sigur - gjöf til Theodore Roosevelt forseta Það var loks snemma um vorið 1908 að frumvarp til laga, er varðaði Point Roberts, var lagt fyrir Bandaríkjaþing. í því sagði m.a. að allir, sem tekið höfðu land á tangan- um fyrir 1. janúar, 1908 fái sextíu daga frá og með þeim degi er lögin taka gildi, til að ganga frá eignarrétti sínum. Frá því frum- varpið var fyrst kynnt og þar til það var samþykkt voru ýmsar breytingar gerðar en loks var það samþykkt 1. apríl 1908. Og ekki leið á löngu þar til bréf frá Washingtonborg bárust íslenskum landnemum á tanganum. Bréf til Sigurðar Mýrdal, sem dagsett var 13. maí 1908 útskýrði fyrir honum lagalegan rétt hans: Department of the Interior General Land Office Washington, D.C. May 13, 1908 Mr. S. Myrdal Point Roberts, Washington. Sir: I have to advise you that instructions were issued on May 9, 1908, for the opening to settlement and entry under the general provisions of the public land laws of the lands of Point Roberts Reserve on June 23,1908. Actual bona fide settlers on the lands have three months from said date to place entries of record. Very respectfully, Fred Dennett Commissioner Loksins gátu íslensku landnemarnir á Point Roberts andað léttar. Sumir höfðu búið á tanganum í algerri óvissu í rúman áratug, rutt land og ræktað og byggt hús. Nú var tryggt að öll sú mikla vinna væri ekki lengur fyrir bí. Landnemarnir völdu dag til að fara saman til Seattle og ganga endanlega frá landnámi sínu en seinna sama dag eða um leið og þeir sneru aftur með póstbátnum yrði hátíð á tanganum. Meðan karlmennirnir voru í burtu komu konurnar saman og skiptu með sér verkum. Daga (Dagbjört Dagbjartsdótt- ir) kona Kristjáns Benediktssonar og hennar dætur sáu t.d. um bakstur og elduðu kjúkl- inga. Allir sem vettlingi gátu valdið á tanganum komu þennan sólríka dag saman í Tinkham’s Grove. Þar voru ræður fluttar og kom fram sú tillaga frá einum ræðumanna, Edward Tinkham að nafni að viðeigandi væri að senda Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, ein- hverja sérstaka gjöf í þakklætisskyni. Helgi Þorsteinsson kom með hugmynd. Hann slátr- aði vænum sauð daginn eftir og gaf gærusk- innið. Það var síðan sútað og unnið af þýsk- um landnema, Elsner að nafni, en hann hafði lært og unnið við sútun í Þýskalandi. Full- unnið var skinnið síðan sent til Washington, til Bandaríkjaforseta sem seinna þakkaði skriflega góða gjöf og sagðist mundu varð- veita skinnið í svefnherbergi Hvíta hússins. Hclstu hcimildir: Endurminningar Árna Mýrdal (Lögberg 1953) Almanak O.S.T Point Roberts, USA R.A. Clark. Echoes from the Past Runa Thordarson Laugi Thorstenson: Icelandic Waterman (Whistlep- unks and Geoducks) The Bellingham Herald The Columbian The Ottawa Telegram U.S. Congress U.S. Department of the Interior Höfundur er sagnfræðingur menntaður á íslandi (BA) og í Kanada (MA). Hlaut styrk frá landa- fundanefnd til að rannsaka og skrifa landnáms- sögu fslendinga í Vesturheimi 1856-1914. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAÍ 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.