Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Side 6
jjlj ■ Æf st MlíMB ím i - • "■ $ 1 / feiilí IfiP- ~ ’fíW- 1: ;/ // BSílt \ / - 1 Morgunblaðið/Krishnn Húlkur. Líkan úr tré frá Focke-safninu í Bremen. Sýnt er allt sem menn vita um byggingarlag húlksins sem var hið dæmigerða kaupskip Hansakaupmanna frá lokum 15. aldar fram á 16. öld. Morgunblaðið/Kristinn Líkan af dómkirkjunni í Bremen. Á nokkrum súlnahöfðum í austurgrafhvelfingu dómkirkjunnar eru torráðnar dýra- og plöntumyndir sem settar eru í samband við hin íslensku Eddukvæði. ÍSLENDINGAR OG ERKISTOLL- INN í BRIMUM Klerkar - Kaupmenn - Karfamið er yfirskrift sýningar sem opnuð var á Landsbókasafni íslands í gær. Um er að ræða gestasýningu á vegum yfirvalda í Bremen og á að endurspegla tengsl borgarinnar við ísland að fornu og nýju. SVERRIR JAKOBSSON sagnfræðingur setur sýninguna í sögulegt samhengi. i Enda þótt flestir íslendingar telji sig geta tímasett byggð í landinu upp á ár og lands- menn hafi mætt vel á afmælishátíðina 1974 eru fræðimenn ekki á eitt sáttir um það hvenær byggð í landinu hófst. Þeir eru þó ófáir sem geta sætt sig við framburð Ara fróða og aðrar frekari mælingar, sem benda til þess að það hafi verið nálægt 870. Því vekur nokkra furðu að minnst skuli vera á Island í skjali sem er dagsett 15. maí 834 og er hið elsta sem birt er í Islensku fombréfasafni. Skjal þetta mun þó seint geta hrakið tímatal Ara fróða þar sem það er falsað. Það er ritað mun síðar af klerkum í Brimum (Bremen) til að sýna fram á hvert umfang trúboðs Þjóðverja á Norðurlöndum hefði átt að vera þegar til þess var stofnað af hálfu Lúðvíks keisara. Mun fleiri skjöl tengd trúboðinu era dagsett á 9. og 10. öld en rituð mun síðar og eru þau flestöll runn- in undan rifjum Brimaklerka. Af þeim má ráða hve mikla áherslu klerkamir í Brimum lögðu á hlutverk erkistólsins þar sem miðstöðvar trúboðs á Norðurlöndum. Þessi skjöl sýna einnig að þegar nauðsynlegar heimildir skorti töldu klerkarnir ekkert sjálfsagðara en að fylla upp í þá eyðu með því að framleiða „forn“ skjöl tÚ stuðnings réttindum sínum. Þrátt fyrir að Brimaklerkar væru ekki ávallt vandir að meðulum við að sýna fram á forn réttindi sín er enginn vafi á því að borgin skipti miklu máli fyrir trúboð á Norðurlöndum. Erki- biskupsstóllinn í Hamborg var stofnaður til þess að vinna að því en danskir víkingar komu í veg fyrir að mikið yrði úr starfsemi þar þegar þeir rændu borgina 845. Trúboðsbiskupinn Ansgar, sem kallaður hefur verið postuli Norð- urlanda, fékk þá aðsetur í Brimum og eftir það sátu Hamborgarerkibiskupar þar. Einn og sami maður var nú Brimabiskup og Hamborg- arerkibiskup. Trúboðsstarfið gekk þó misjafnlega og virð- ast þeir norrænu konungar sem sýndu krist- inni trú velvild jafnan hafa snúist aftur til hinna fomu trúarbragða. Árangurinn lét því á sér standa. Þó taldi Agapetus II páfi ástæðu til að staðfesta að biskupar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð væru settir undir erkistólinn í Ham- borg, í bullu frá 2. janúar 948 sem líkur eru á að sé ófölsuð. Elsta skjalið um umfang Hamborg- artrúboðsins sem fullvíst er að sé ófalsað er hins vegar frá árinu 1053. Þar staðfestir Leo IX. að trúboð Brimabiskups nái ekki einungis til Dana og Svía, heldur einnig til Norðmanna, íslendinga og Grænlendinga. Eftir að fyrstu konungar Dana og Norð- manna snerust til kristni tók hins vegar við annað vandamál. Þeir voru gjarnir á að vilja sjálfir stjóma trúboði og kirkjuskipan í löndum sínum og báru takmarkaða virðingu fyrir valdi Brimabiskups. Stóllinn þurfti því iðulega að gera grein fyrir sínum fornu réttindum, bæði með því að „uppgötva“ fom skjöl en einnig má tengja sagnaritun Adams frá Brimum viðleitni erkistólsins við að sýna fram á foraa og glæsta sögu sína. II Adam frá Brimum samdi sögu erkistólsins á dögum Liemars erkibiskups (1072-1101) og mun hafa lokið því starfi fyrir 1080. Einn heim- ildarmanna hans um menn og málefni á Norð- urlöndum mun hafa verið Sveinn Úlfsson Danakonungur (1047-1074/76). Um Adam sjálfan er fátt vitað annað en það sem kemur fram í sagnariti hans þar sem hann segist vera „smæstur Brimaklerka" (minimus sanctae Bremensis ecclesiae canonicus). Sagnarit hans er hins vegar í flestum tilvikum frumheimild um sögu Norðurlanda og er ísland þar ekki undanskilið. Lýsing hans á Norðurlöndum í IV. bók er einstök á þessum tíma og segir margt um viðhorf kristinna nágranna í suðri til hálfkristnaðra afkomenda víkinganna. En þótt rit Adams sé einstætt og merkilegt er það ekki gallalaust. í I. bók verksins byggir Adam mjög á rituðum heimildum, Frankaann- álum og ævisögu Ansgars (Vita Anskarii) eftir Rimbert og reynist gjam á að færa í stíllinn, auk þess sem hann styðst iðulega við falsskjöl úr smiðju Brimarklerka. Sem dæmi um ýkju- stíl Adams má nefna að þar sem Rimbert segir að „nokkrir“ (nonnulli) hafi kristnast segir Adam að „margir“ (multi) snúist, en þegar Rimbert talar um marga áhangendur verða þeir „óteljandi" (innumerabili) í útgáfu Adams. Þá virðist hann oft misskilja heimildir sínar og á það til að setja fram almennar alhæfingar um árangur forvera sinna sem hann veit þó aug- ljóslega lítið sem ekkert um. Fyrst vinnubrögð Adams eru ekki betri en þetta þegar vitað er við hvaða heimildir hann styðst hljóta sagnfræðingar að vera í vanda við að meta sannleiksgildi verks hans þegar komið er að atburðum þar sem hann er eina heimild- in. Þar verður vart við augljósa hneigð til að hefja til skýjanna þá konunga sem hafa verið hlýðnir Brimabiskupi en draga upp dökka mynd af hinum. Adam skrifar lofsamlega um Harald Gormsson Danakonung (d. 987) en lýs- ir Sveini (d. 1014), syni hans, sem heiðingja. Önnur rit sýna hins vegar Svein í öðru ljósi og í hinu enska Encomium Emmae reginae er því haldið fram að hann hafi staðið að því að byggja kirkju í Hróarskeldu. Fomleifafræðingar þykjast einnig hafa sannað að á dögum hans hafi t.a.m. verið reist kirkja í Lundi. Sveinn kann að hafa brotið af sér gagnvart erkistólnum án þess að hafa gerst heiðinn, því Adam nefnir að enskur prestur hafi verið að störfum í Danmörku í valdatíð hans (II. 41). Sveinn kann að hafa sóst eftir því að fá presta frá Englandi, eins og Haraldur harðráði (d. 1066) gerði sannanlega síðar. Adam er afar neikvæður í garð Haralds og segir að hann hafi verið harðstjóri og hataður af öllum fyrir grimmd sína (III. 17), en tekur mjög málstað Sveins Danakonungs, erfðafjanda hans. í Engilsaxaannál kemur fram að víkinga- konungur að nafni Ólafur hafi verið skírður á Englandi, og er almennt talið að þar sé Ólafur Tryggvason á ferð. Adam frá Brimum tekur ekki undir þetta og telur að trúboðar frá. Brimum hafi skírt Ólaf (II. 36). Ekki er víst að það sé rétt, a.m.k. er síðar sagt að Ólafur hafi orðið afhuga trúnni, gerst galdramaður og kallast þá Ólafur kráku- bein (II. 41). Þetta er mjög á skjön við það sem íslenskar sögur segja um trúboðskonunginn mikla, en skýrist e.t.v. af því að Ólafur hafi sótt klerka til Englands eins og fleiri danskir og norskir konungar. Knútur ríki Danakonungur (d. 1035) ríkti yf- ir Englandi og Danmörku samtímis og lét erki- biskupinn af Kantaraborg vígja biskupa í Dan- mörku. Síðan virðist honum hafa snúist hugur og hann viðurkennt forræði erkistólsins yfir dönsku kirkjunni (II. 55). Vera má að það teng- ist milligöngu erkibiskups í samningum hans við Þýskalandskeisara skömmu síðar. Enda þótt Adam tali lofsamlega um Ólaf helga Noregskonung (d. 1030) og geri mikinn mun á honum og Haraldi bróður hans virðist hann ekki hafa átt mikil samskipti við Brima- biskup. Hann var hins vegar ungur í víking á Englandi. Enskur maður, Rúdólf (Hróðólfur), var trúboði í Noregi á dögum Ólafs en þurfti að yf- irgefa landið þegar Ólafur hrökklaðist frá völd- um. Rúdolf biskup fór þá á fund erkibiskups í Brimum sem sendi hann til íslands. Þar dvaldi hann í 19 ár og mun t.d. hafa stofnað klaustur á Bæ í Borgarfirði. Annar trúboði sem dvaldi lengi í Noregi og á íslandi, Bemard (Bjarn- harður) hinn saxneski, tók vígslu sem trúboðsbiskup í Róm en fékk hana staðfesta í Brimum síðar. Báðir þessir trúboðar eru nefndir í kirkjusögu Adams frá Brimum og Is- lendingabók Ara fróða. Annar trúboðsbiskup sem heimsótti Brima var íslendingurinn Isleifur Gissurarson. Hann var fyrsti Islendingurinn sem tók biskups- vígslu og hafði sérstöðu meðal trúboðsbiskupa, ef marka má íslendingabók. Hér kynnu menn að ætla að þjóðerni réði mestu en Ari fróði er ekki einn um að hampa ísleifi. Adam frá Brimum gerir það einnig. III Sagan segir að ísleifur Gissurarson hafi numið í Erfurt (Herfurðu) sem er ekki fjarri Brimum. Vera má að þessi bakgrunnur hafi valdið því að hann gerðist mikill íylgismaður Brimabiskups, sem ráða má af því hve lofsam- legum orðum Adam frá Brimum fer um hann. Adam eignar fsleifi heiðurinn af kristnun ís- lands en nefnir hvergi Gissur hvíta föður hans eða Þorgeir á þinginu. Líklega hefur Adam ekki litið svo á að landið væri fullkristnað fyrr en það komst undir lögsögu erkistólsins í Ham- borg. Eflaust hefur ísleifur frætt gestgjafa sína í Brimum um lífið á íslandi, en ólíklegt verður að teljast að Adam byggi á ritaðri skýrslu um landið. Hún hefur a.m.k. vart verið samin af ís- leifi. Adam lýsir íslendingum sem fábrotinni og guðhræddri þjóð sem virði biskup sinn sem konung. Áður en þeir kristnuðust hafi trá þeirra staðið mjög nærri kristni enda lifi ís- lendingar meinlætalífi í holum neðanjarðar. í Hungurvöku er ýjað að því að ísleifur hafi þurft að stríða við óhlýðni íslendinga og sam- keppni við aðra trúboðsbiskupa. Ekkert slíkt kemur fram í Hamborgarkirkjusögu Adams frá Brimum. Er það e.t.v. dæmi um tilhneig- ingu Adams til að slétta yfir allt það sem kem- ur tráboði Brimarbiskupa illa. Adam er þó allgagnrýninn á Adalbert (Aðal- bjart) sem var erkibiskup í Brimum 1043-1072, eða á þeim tíma sem ísleifur sótti erkistólinn heim. Hefur hann eflaust haft til þess leyfi Liemars erkibiskups, eftirmanns Adalberts. Adalbert barst mikið á, svo að sumum þótti nóg um. Hann hafði uppi áætlanir um að gera Hamborg að patríarkasetri sem 12 biskups- dæmi þyrftu að lúta. Sveinn Danakonungur hafði hins vegar aðr- ar fyrirætlanir, um að eignast sérstakan erki- biskupsstól í eigin ríki og slíta það úr tengslum við Brimakirkjuna. Synir Sveins héldu áfram með þessi áform föður síns, gegn harðvítugri andstöðu Hamborgarerkibiskups. Þessi viðleitni bar að lokum árangur og árið 1104 var stofnað sérstakt erkibiskupsdæmi í Lundi. Það náði alla leið til íslands og var Jón Ögmundsson fyrstur íslendinga til að taka vígslu þar, árið 1106. Brimar hættu þá að vera sú miðstöð sem íslenska kirkjan sótti kenni- vald sitt til. Hins vegar má ekki vanmeta þátt Brima- kirkjunnar í eflingu kristni á íslandi á við- kvæmu vaxtarskeiði, né heldur hlut Adams í að skrásetja þá sögu. Verk hans er, þrátt fyrir ýmsa ágalla, mikilvægasta heimildin um út- breiðslu kristni og eflingu konungsvalds á Norðurlöndum á 11. öld. IV í Þjóðarbókhlöðu stendur nú yfir gestasýn- ing frá Bremen sem ber yfirskriftina Klerkar - kaupmenn - karfamið: íslandsferðir Brimara í 1000 ár. Sýningin er á vegum yfirvalda í sam- bandsríkinu Bremen og á að endurspegla tengsl borgarinnar við Island að fornu og nýju. Þar verða sýnd gögn og munir, m.a. frá dómk- irkjusafninu, ríkisskjalasafninu og þýska sjó- ferðasafninu í Bremen. Meðal muna á sýningunni er líkan af dóm- kirkjunni í Bremen og afsteypur af höfði súlna sem er að finna þar. Þar má sjá fyrirbæri úr norrænni goðafræði, Fenrisúlf og Miðgarð- sorm. Einnig eru þar til sýnis afrit af þýskum handritum, skjölum og viðskiptaskrám kaup- manna. Frumkvæðið að þessari sýningu má þakka hr. Uwe Beckmeyer, fyrrv. ráðherra viðskipta, hafnarmála og samgangna í Bremen, en hann er nú formaður þýsk-íslenska félagsins í Brem- en. Sýningin er á dagskrá Reykjavíkur - menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Heimildir: Adam von Bremen, Hamburgische Kirkengeschichte, útg. Bernhard Schmeidler, Hannover og Leipzig, 1917. Encomium Emmae Reg- inae (Royal Historical Society, Camden 3rd series, 72), útg. Álistair Campbell, London, 1949. Hungrvaka (Byskupa sögur, I), útg. Jón Helgason, Kaupmanna- höfn, 1938. Islendingabók, Landnámabók (íslenzk fomrit I), útg. Jakob Benediktsson, Reykjavík, 1968. Kristni saga, Þáttr Þorvalds ens víðforla, Þáttr ísleifs biskups Gizurarsonar, Hungrvaka (Altnordische Sagabibliothek, 11), útg. Bernhard Kahle, Halle, 1905. Quellen des 9. und 11. Jahrhunderts zur Ge- schichte der hamburgischen Kirche und des Reiches (Ausgewáhlte Quellen zur deutschen Geschichte des Mittelalters. Freiherr vom Stein-Gedachtnis - aus- gabe, XI), útg. Wemer Trillmich og Rudolf Buchner, Berlin, 1961. Two of the Saxon Chronicles Parallel, útg. John Earle og Charles Plummer, Oxford, 1892. 6 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.