Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Page 8
DAGUR El MEIR
SMÁSAGA EFTIR BJÖRN SIGURÐSSON
Annar féiaga minna dró upp hylki úr beltinu og úðaði
gasi framan í köttinn. Hann lá á bakinu meðan frú
Guðríður lét dæluna ganga og ég hlustaði á hrun lífs
hennar vegna auðmýkingarinnar á Þingvöllum og
hvernig Flokkurinn virtistætla að stefna í sömu átt á
næstu aldamótum með ræðum og messum.
K'ÍTTURINN skeit í beðið.
Þetta er upphaf og aðeins
ætlað til þess að vekja áhuga
lesarans.
Ritgerðin er átakaverk og
samin með absurdstíl í huga.
Eins og sjá má er köttur-
inn symbolskur, þemað í
verkinu en engan veginn aðalpersóna.
Slík hlutverk eru raunar í leikritum, en
það er leikaranna vegna og höfundar. Við
viljum gleymast, þetta fólk, er sýnir sig í
leikhúsum í menningarskyni. Eins hinir, les-
endur.
Fólk að mestu undir sæng og veit að það
getur gert betur. En gerir það ekki. Eins og
sjá má er höfundur gamalreyndur kaffihúsa-
kommi en hafði ekki tíma til þess að frelsa
heiminn. Seinlátt verk valdalausum manni.
Svona eiga prologusar að vera. Leiða les-
arann af stað og láta hann svo eiga sig. Mun-
ið bara þetta með köttinn. Hafa hann í huga
en eins og fram kemur við lestur er þetta
engan veginn saga um dýr heldur fólk. Ör-
lög, átök og endalok.
Raunirnar eru raktar yfir kettinum en
honum er sama. Nú þarft þú, lesari góður,
að sjá framfyrir tærnar á þér.
Kona er komin til sögunnar. Öldruð, á með
sig sjálf, ekkja og heilsteyptur aristokrat.
í raun fátæk en því leynir hún. Á þó lítið
gamalt hús efst á stórri lóð. Leitt að geta
þess en eignin er skráð á banka.
Götu megin er rifsið og stærri tré á
stangli. Pessi gróður er í beðinu. Kötturinn
hefur lokið því af að skíta og gerir klárt með
því að draga sig áfram á framfótunum í sitj-
andi stöðu.
Doppi Dopp Doppi minn koma heim og éta
fiskinn sinn. Konan stendur í dyrunum. Hún
ætlar að deila matnum með Doppa. Fékk
hann raunar út á köttinn. Maðurinn, sem sel-
ur fiskinn hafði tekið til smálegt í poka.
Nokkuð fleira frú Guðríður? En kona var þá
á leið í matarboð. Ekki alveg satt en áður
fyrr fór hún stundum í boð. Það var í gamla
daga. Nú voru engin boð. í öllum bænum,
förum ekki að gera mikið úr þessu. Arist-
okrati segir ekki ósatt. Hann er í annarri
stöðu en sýnist. Hann leynir aðstæðum af
kurteisi. Doppi fékk þunnildi af ýsu og kona
hamsatólg að vestan auk kartaflna.
Maðurinn hennar Guðríðar vann á kontór.
Hann rakti fyrir konu sinni samtölin við for-
stjórann. Sífellt var fyrirtækið að taka upp
tillögurnar hans. Forstjórinn leitaði ráða og
gerði allt að sínum hugmyndum. Þetta sagði
maðurinn konu sinni. Hann var í reglu og fór
á fundi í kjól. Mennirnir voru bræður en
konur þeirra systur.
Árlega var þeim haldið systrakvöld.
Bankastjórafrúrnar stjórnuðu þessu. Allar
systurnar sögðu: Frú Guðríður, hvað finnst
þér? sumar sögðu yður.
Konurnar í síðu kjólunum sögðust vera
hræddar við frekjuna í ógiftum konum, sem
heimtuðu barnaheimili hvað þá annað. Þær
æstu upp siðprúðar stúlkur. Og konurnar
sem vildu barnaheimili svo þær gætu unnið
úti áttu börnin einsamlar.
Frú Guðríður veiddi sykurmola upp úr
karinu með töng. Þá var hún eins og hinar
systurnar og kinkaði kolli eins og þegar
maðurinn hennar sagði frá sér og forstjóran-
um.
Maðurinn hennar var löngu dáinn. Hann
var í félagsskap með mönnum sem voru jafn-
vel enn finni en hann sjálfur. Guðmundur hét
hann og hún var ein. Mataðist við borðið
þeirra Guðmundar en Doppi lá í stólnum
húsbóndans. Guðríður var farin að hafa
skoðanir eins og maðurinn hennar sálaði og
systurnar í síðu kjólunum sem vildu ekki að
konur ættu börnin einsamlar.
Þessi saga væri út í loftið ef ekki kæmi
annað til. Sögumaður, þ.e. ég, höfundurinn
sjálfur, kom stundum í þetta hús og sá þann-
ig köttinn og talaði við konuna, hana frú
Guðríði.
Alfarið vegna þessa hvernig lokakoman í
húsið var fór ég að semja sögu. Eins mætti
kalla þetta játningu því endirinn sat í mér og
situr raunar enn. Var svo sem annað að
gera? Og þó. Þetta hét karlmennska en var
allt annað. Henni frú Guðríði var misboðið
og hlutirnir lagast ekkert þó svo að hún hafi
verið dáin og erindi mitt og minna góðu fé-
laga í litla húsið sem stóð efst í lóðinni hafi
verið vegna dauða hennar. Nú er þar annað
hús en beðið og trén fengu að halda sér.
Þannig var að ég hafði komið í heimsókn.
Hún svo sem með þetta eilífa gestakaffi og
meðlætið.
Innbúið. Málverk eftir tvo meistara, annað
frá yngri forstjóranum við fyrirtækið sem
hann Guðmundur hafði unnið við þangað til
aldurinn svipti hann mannréttindum. Bækur
í skáp með gleri og drasl ofan á. Barnleysi
þeirra hjóna skildi eftir tómið sem verður
þegar afa- og ömmubörnin eru engin.
Alltaf ætlaði ég að stela þremur bókum frá
henni frú Guðríði, en framkvæmdi ekki.
Þetta voru biblíusögur í myndum, gamla út-
gáfan, veraldarsaga Sveins frá Mælifellsá og
Alþýðubókin. í hana vantaði að vísu alheim-
skortið og titilblaðið var defect.
Einhvern tíma hefir það dottið í hann Guð-
mund að binda inn bækur sínar. Skurðurinn
of mikill svo spássíurnar voru eins og rönd
um lesmálið og spjöldin groddaleg. Frágang-
ur líkastur lestrarfélagsrómönunum sem áð-
ur gengu milli bæja og spilltu bókmennta-
smekk. Sveitirnar töpuðu forskotinu.
Nú eru allir eins. En þetta er innskot og
sögu okkar með öllu óviðkomandi. Undir lok
þessara heimsókna varð sú breyting á að
konan sem átti köttinn, hann Doppa, var far-
in að tala um einn atburð og hætt að segja
frá fólkinu sínu fyrir vestan.
Áfram hélt ég að ávarpa hana frú Guðríð-
ur. Hvernig sæki ég að? Er yður bötnuð
gigtin? Það var hún sem kallaði þetta nag-
andi innanmein gigt.
Aristokrati kann sig. Hún var enn ein af
systrunum í þessum miklu kjólum er mættu
aldri sínum með áhyggjum af félagslegri
framvindu. Sjálfsagt hefir hún stundum öf-
undað stúlkurnar með eingetnu bömin því
hún átti ekkert barn. Engin börn heimsóttu
hana og þar með vantaði barnabörnin. Hún
var ekki amma.
Merkilegt nokk. Breyting hafði orðið og
frú Guðríður sló mig með blautum sjóvetling
og það eftir að ég hafði bæði sagt frú og yð-
ur. Hún var önnur eins og fólk tekur upp á
eftir mikla reynslu eða áfall.
„Gætir þú Björn minn farið og skoðað fyr-
ir mig lyftuna hjá herra biskupnum? Málið
var kannað og auðvelt að gera sér upp erindi
við ritara herradómsins. Höfðum einu sinni
verið á lögregluhjólum og sektað ökumenn
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAÍ 2000