Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Síða 9
er óku jafn hratt og við. Hann var mér yngri maður. Komst að lokum upp á lag með að hjóla í áttu og krassa standinum niður í as- faltið. Ritarinn var á fundi en það gerði ekk- ert til. Lyftan var mæld og reyndist knöpp fjögur fet á kant. Nú tók málið óvænta stefnu. Konan var farin að rökræða við mig og köttinn um þessa lyftu. Hún tönglaðist á öllum forsendum, vaxtarlagi tignarmanna, jafnvel dómgreindarskort. Svona talaði þessi gætna kona, hún Guðríður, aristokrat og systir. Fólk þarf að gá að sér því næsti bær við svona tal er aulaskapur. Forsetar í fylgd heimamanns eru undanþegnir slíku. Nú var komið að aukaheimsókn, því lyftan gat ekki verið nema inngangur að öðru meiru. Hún var hætt að þéra mig. Ég í bobba því illt að nota þriðjupersónu á mótherjan nema sami eigi eitthvað undir sér. Konan tók um brjóst sér og kvið, strauk lærin. Gigtin aftur hlaupin í hana. Sjálfsagt veður í aðsigi. Hún var orðin ofantekin eins og sagt var og fötin rúm. Við Doppi fengum meðferðina. Kötturinn sýnilega orðinn þessu vanur en ég kom af fjöllum. Þetta var þá jubeleum konungsleysis á íslandi. Og henni sem þótti öfugt farið að þessum myndarlega kóngi er hélt uppi land- vörnum í ríki sínu með því að ríða hvítu um torgið sitt. Guðríður hafði sum sé gert kúvendingu á lífsmáta sínum og farið í skemmtiferð. Og það til Þingvalla. Ríkisstjórnin hélt upp á sjálfa sig með boðum og ræðum. Hún fór til þess að sjá kónga og fólk af líku standi en það er ekki í umferð hér á landi. Konan var farin að tala hærra yfir mér og honum Doppa. Kötturinn velti sér um hrygg eins og hest- ur. Lá svo á bakinu og strauk á sér skeggið. „Ég tók með mér nesti, kaffi og svoleiðis." Sólin hoppaði á himni eins og til uppbótar fyrir rigninguna við lýðveldistökuna. Þá var hátíð. Verst að blessaður kóngurinn sendi ekki skeyti fyrr en Kaninn hafði samið það fyrir hann og þingmennirnir fífluðust með forsetakjörið. „Já, ég heyrði svo sem manninn minn tala um þetta við bræður sem auðvitað voru í Flokknum! Systurnar stóðu hjá undir regn- hlífum. Þá kunnu menn sig gagnvart kon- um.“ A þessari fimmtíuára fagnaðarhátíð lenti frú Guðríður í hremmingum. Allt átti að vera í standi og reglu. Hún fór vegna þess að veð- urspáin var góð og í trausti á manninn er stjórnaði lögreglu, nefndum og skipulagi. Hún gekk og varð þreytt. Hún notaði nestið sitt og hafði áhyggjur af Doppa einum heima. Hún sá engan kóng því allt var stopp og stans. Það tók að rofa til hjá höfundi þessarar átakasögu. Klósettin. Þeir sem treystu þingi og úrvali fólks í nefndir fyrir útisamkomu, eins og svona hét í sveitinni, verða fyrir áfalli við lokaðai- klósettdyr. Svona mörgum kömrum á helgum stað. Hún læddist frá. Hvergi afdrep og fólk út um allt. Álfkonur og fjalladrottningar í vand- ræðum á opnu svæði og þurftu að gera það sama og konan sem átti köttinn og var að tala við mig frekar en sjálfa sig. Hún hugs- aði til upphafsins. Hvað allir voru glaðir. Sælir með landið sitt eins og þeir einir er fá kvittun upp á fjöll og firði. Fólkið lifði stóra stund. Maðurinn hennar, Guðmundur sálugi kontoristi, þekkti alla menn sem máli skiptu. Skólabræður og vinir í Flokknum og bræður í Reglunni. Guðmundur var svo sem stúdent og það frá þeim tíma þegar prófið fékkst ekki með afborgunum og námskeiðum á kvöldin. Þetta hafði Guðríður heyrt. Maðurinn hennar, Guðmundur stúdent, bætti sér í munni um helgar og stundum oftar. Hann hafði að lok- um hætt í Háskólanum en átti skólabræður í mörgum fögum. Þá var glatt á Völlunum. Guðmundur söng í sjálfskipuðum karlakór. Lög um Island, frelsið og baráttu karl- manna. Svo voru ekki aðrir eftir en menn með stúdentshúfuna hallandi til hægri og sungu á Latínu til þess að sortera sig frá pöplinum. Konurnar héldu sjálfar á regnhlíf- unum. Guðríður komst í þrot. Þetta bara gerðist og hún grét. Hún hafði heyrt um fátækar konur á Þing- völlum og örlög þeirra. Maðurinn hennar átti vanda til að lesa fyrir hana íslandsklukkuna á kvöldin en hana langaði í svefn. Að lokum komst hún bak við klett og los- aði sig við undirbuxumar, tók upp stein og setti yfir niðurlægingu sína. Rútan var ófarin. Umferðin sagði fólkið og allir voru sárir. Sumir reiðir. Fólkið komst að lokum heim til sín úr þessu fimmtugs- afmæli Þjóðarinnar. Þú skoðaðir lyftuna hjá biskupnum? Nú vissi hún stærðina út frá fetunum og vitnaði í föður sinn, fjárbónda fyrir Vestan. Út frá reikningi um stærð fjárrétta og kvía fór hún að telja inn í margnefnda lyftu. Fjórar ær um rúning. Sama fyrir tvo brundhrúta og lambkreistu. Gæti gengið með þrjá sauði og gemsa. En hvað marga framsetta forseta með rit- ara? Hvar voru konurnar í nefndinni vegna messunnar fyrirhuguðu árið 2000? Hvað þarf stóra gjótu og hve marga steina fyrir nefnd- ina sem sat föst í lyftu eftir að hafa lagt á ráðin um velferð þegna sinna? Eins og heyra má var þetta tal komið á fremstu nöf. Munur er á að hafa borið virð- ingu fyrir öllum stjórnvöldum og hætta því svo og hinu að hafa ekki haft skömm í lífinu. Hún ætlaði ekki á Þingvöll á aldamótum. Þó svo að páfinn kæmi aftur og blessaði hraunið og barrtrén í hlíðinni. Satt að segja virtist ekki stefna í þátttöku frú Guðríðar í afmæli handauppréttinga um kristna trú. Útlit hennar bar í sér endalok og þetta uppgjör vísbending. Hún var orðin sjálfstæð og kötturinn gam- all. Ósköp er vont að tapa trúnni. Þó svo að varla sé við hæfi að taka stórt upp í sig þá leiddist mér að sjá tjaldið falla. Eitt er að vera gamall kommi með öllum fylgikvillum og annað að sjá aristokrata missa traust á öllum gildum lífsins. Hún hafði verið niðurlægð á helgum stað. Og það var hennar Flokkur og hans Guð- mundar sáluga stúdents sem stjórnaði og réð. Ráðherraskipuð nefnd sýknaði þann er hafði valið í hana en Guðríði var sama og náði í pilluglas. Innihaldið virtist vera til að slá á kvalir en varla lækningameðal. Svo leið tíminn og hlutirnir lentu í undan- drætti. Við Guðríður vorum hætt að þérast og ef ég sagði frú var það óvart. Og ævintýr- ið hvarf um tímann að baki. En svo rann upp lokaheimsóknin í litla húsið efst á lóðinni með beðið við götukan- tinn. Þetta var útkall og dálítið sérstakt. Konan í húsinu var dáin. Sjúkralið með lækni var í vanda. Kötturinn, hann Doppi, sat á líkinu og hvæsti. Ungir menn vilja vera karlmenni en fara stundum öfugt að. Eiga til að ruglast í rím- inu og eru hræddari við dauða en lifandi. Nema hvað annar félaga minna dró upp hylki úr beltinu og úðaði gasi framan í kött- inn. Hann Doppa sem lá á bakinu meðan frú Guðríður lét dæluna ganga og ég hlustaði á hrun lífs hennar vegna auðmýkingarinnar á Þingvöllum og hvernig Flokkurinn virtist ætla að stefna í sömu átt á næstu aldamótum með ræðum og messum. Og ljósið rann upp. Þannig stóð þá á þess- um áhuga fyrir lyftunni í biskupsgarði. Doppi datt ofan af líkinu hennar frú Guð- ríðar. Hárin risu og augun störðu á þessa menn. Vonandi hefir hann ekki þekkt mig. Sá sem ekki úðaði gasinu yfir köttinn vildi vera aðili að málinu. Steig á hausinn á hon- um og braut. Báðir hlógu en góndu um leið upp í loftið. Dánarorsök er varla tilgreind þegar kettir eiga í hlut. Ég hafði jafnað mig nokkuð vegna breytinga er orðnar voru í húsinu efst í lóðinni og beðið hans Doppa götumegin. „Þið gleymið varla þessu afreki í skýi-sl- unni?“ Þetta sagði ég við þessa tvo ungu og dug- andi menn. Þeir kærðu en enginn talaði við mig. Skýrslur eru nú einu sinni til þess að pútta þeim í möppu. Eiturgas var forboðið án takmarkana í Þjóðabandalaginu ár 1919. Gas, ætlað til að sprauta í vitin á fólki, hafði verið tekið í notkun af ráðherranum sem skipaði nefndina til að kanna misfellur á framkvæmd fimm- tugsafmælis konungsleysis á Islandi. Hanga þá hlutirnir saman tautaði ég við sjálfan mig líkt og ekkjufrú Guðríður að Vestan sem giftist, án barneigna, honum Guðmundi stúdent. Þetta var orðin nógu stór hola fyrir kött. Doppi fór ofan í beðið sitt með brotinn haus og gasið í öndunarfærunum. Með öllum fyr- irvara í upphafi er kötturinn symbolskur frekar en aðalleikari eða e.k. þungamiðja í þessari frásögn. Þó skömm sé frá að segja fór ég með gott orð í kveðjuskyni. Nátturulega ekki við hæfi í svona tilfelli að lesa upp úr sjálfum sér úr blessuninni honum Ólafi gamla á Söndum. Það býr svo margt undir þegar hann segir „og yfirvöldum sendið lið“. Liðinn tími á það til að harmonera. Hvern- ig fór fyrir frú Guðríði á helgum stað? Hvað gerðist í lyftunni? Var kötturinn hann Doppi, sem át þunnild- in á móti konunni í húsinu, sá eini sem gerði klárt að verki loknu. Dró sig áfram á framlöppunum í sitjandi stöðu. Höfundurinn er lögregluvarðstjóri. LJÓÐRÝNI JÓNÚRVÖR Á STRÖND ORÐSINS Nú áég ekki framar von á neinu sem gæti komið mér á óvart, ég vaki og ég sef. Eins oggamall sjómaður geng ég á strönd orðsins með net mín í dögun, endurnærður eftir langan nætursvefn. Éghorfi á eftir þeim ungu sem róa bátum sínum út á hafíð... og er glaður. (Gott er að lifa, 1984.) Þetta ljóð úr síðustu bók Jóns úr Vör sýnist einfalt, og ef til vill fínnst einhverjum óþarfí að rýna frekar í það eða fjalla um það. Orðaval er auðskilið og einungis gripið til einnar líkingar, sem kallar á mynhverfingu, sem aftur breytir því sem á eftir fer. Hvort tveggja er einnig auðskilið. Aftur á móti sýnist mér að einnig megi líta svo á að þetta litla, einfalda ljóð spegli á vissan hátt ævi Jóns og skáldskap, tón hans og hlýlegt viðmót. Gott er að lifa (1984) er eins konar kveðjubók skáldsins. Nú er stund og staður til að líta yfir farinn veg, vita að komirin er tími til að hætta, - og una því glaður. Ljóðmælandinn í þessu ljóði er Jón sjálfur, að mínum skilningi. Hann fínnur að hann hefur náð eins langt í lífi sínu, í lífsskilningi sínum og ljóðlist, og honum er unnt: hann á ekki lengur von á neinum breytingum í eigin lífi, ekki neinu sem muni koma honum á óvart. Jón grípur til líkingar við gamlan sjómann er gengur á hinni myndhverfðu strönd orðsins. Þar með er sjómaðurinn í reynd orðinn skáld, net hans aðferð til yrkingar og skáldskapurinn veröld, land. Vel að merkja: á þessari orðaströnd stendur lítið þorp, lítið sjávarpláss skáldskapar, ÞORPIÐ, þekktasta og að sumu leyti ágætasta ljóðabók Jóns. Eg veit af samtölum við skáldið, að það fór stundum eilítið í taugarnar á honum, hversu ævinlega var talað um Þorpið, þegar skáldskap hans bar á góma, rétt eins og hann væri einnar bókar maður. En Þorpið hefur þvílíka sérstöðu í íslenskri ljóðagerð, að hjá þessu verður ekki komist. Þegar sú bók birtist fyrst um 1946, vakti óðar athygli að ljóðin voru órímuð og frjálsleg í formi. í viðtali við Þjóðviljann 13.10.1946 sagði Jón: „Ég á von á því að um bók mína verði sagt: Þetta eru ekki ljóð. Ég svara: Mínir elskanlegu, kallið það hvað sem þið viljið.“ Hann lagði áherslu á, að mestu skipti að vekja sterkar kenndir. Nýjung Þorpsins á sínum tíma var ekki aðeins formið. Nú síðar vekur miklu meiri athygli, að þarna er að finna æskuminningar fátæks pilts í sjáv- arplássi, þar sem hamingjan getur verið nýveiddur steinbítur á þili. Ef til vill er aðalatriðið, að óvæginn hversdagsleiki verður að undursamlegum skáldskap. Jón segir í einu ljóðanna, að enginn fái sigrað sinn fæðingar- hrepp. Vera má að satt sé. En Jón hefur hins vegar stækkað fæðingarhrepp sinn í veröld í hnotskurn, - og alla tíð verið trúr uppruna sínum, - stutt málstað hins veikburða, skilið lífið með augum fábrotinna lífsgilda, sem sannarlega geta horfst blygðun- arlaust í augu við þann tíma sem heldur að hamingjan sé hluta- bréf og ekki steinbítur. Eins og gamall sjómaður gengur Jón að lokum á strönd orðs- ins með net sín, endurnærður eftir langan nætursvefn. Þau net eru ekki lengur lögð í sjó. Hann horfir á eftir öðrum skáldum róa út á haf ljóðsins, - og gleðst. Svona er gott að enda sjó- mennsku sína á strönd orðsins: í sátt við hlutskipti sitt, í sátt við lífið, í sátt og öfundarlausri gleði yfir ljóðum annarra. Því um- fram allt er það ljóðið sem gildir. Ljóðið, þessi djúpa viðleitni til að miðla skilningi og þó umfram allt skynjun, sem endurvekur sterkar kenndir hjá lesanda,, jafnvel sterkari kenndir, hjá góð- um lesanda, en höfundi sjálfum" - eins og Jón komst að orði í áðurnefndu viðtali. Strönd orðsins er því lykilhugtak í allri ljóðhugsun Jóns úr Vör. Enda segir hann í upphafi Þorpsins, í ljóðinu Hafíð ogfjall- ið: Ströndin er okkar kirkja, og hafíð predikar sannindi lífs og dauða. NJÖRÐUR P. NJARVÍK LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 6. MAÍ 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.