Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Side 10
Þessi Ijósmynd Hjálmars af lúpínuakri hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti ætti að gleðja vini og
aðdáendur lúpínunnar á íslandi. Því miður heldur lúpínan þó þessum fallega bláa lit aðeins í fáa
daga. Myndin er úr bókínni íslenskur gróður, 1999.
EINNÁ
FERÐ - OG
ORAST
MEÐ ,
MYNDAVEL
Ein magnaðasta Ijósmynd sem Hjálmar hefur tekið í ríki náttúrunnar er þessi. Hún er úr Surtsey. í baksýn sést jökulbunga Eyjafjallajökuls, en nýlega storknað hraun með hraunrelpum myndar þak yfir
hraunrás með glóandi hraunstraumi. Myndin er úr bók Hjálmars, íslenskt grjót, sem fyrst var útgefin 1995.
UOSMYNDARINN HJALMAR R. BARÐARSON
EFTIRGÍSLASIGURÐSSON
HJÁLMAR R. Bárðarson er
maður ekki einhamur. Fyrir
utan það að teikna skip og síð-
ar að gegna erilsömu embætti
siglingamálastjóra liggur eft-
ir hann umfangsmikið og
glæsilegt höfundarverk. I
marga áratugi hefur Hjálmar
verið einn af okkar fremstu ljósmyndurum og
segja má, að hann sé búinn að mynda náttúru Is-
lands frá öllum hugsanlegum sjónarhomum á
rúmlega 60 árum og er enn á fullu, enda ekki
nema 81 árs.
íslandsbækur Hjálmars eru orðnar 11. Sú
fyrsta, Ísíand farsælda frón kom út 1953 og sú
síðasta, íslenskur gróður kom út í árslok 1999.
Áður hafði hann gefið út kennslubók í ljósmynd-
un og Flugmál íslands, verðlaunaritgerð úr MR
frá 1939.
Bókverk Hjálinars hefur alveg sinn eigin svip,
sem heigast af því, að hann hefur tök á því að
hanna bækumar sjálfur í tölvu. Hann leggur
með öðrum orðum gjörva hönd á heila móverkið
nema prentunina og gefur bækumar út sjálfur.
Tvennt er það einkum að mínu mati sem gefur
bókum Hjálmars gildi. Annarsvegar margar af-
burða góðar ljósmyndir sem eru ávöxtur mynd-
rænnar tilfinningar og þeirrar elju og þolin-
mæði að gefa sér tíma til þess að fara aftur og
aftur á sömu staði á ýmsum árstíðum. Hinsveg-
ar felst gildið í ítarlegum og frábærlega vel unn-
um myndatextum þar sem Hjálmari tekst að
koma yfirgripsmikilli fræðslu á framfæri.
Hjálmar R. Bárðarson er fæddur á ísafirði
1918 og þar ólst hann upp. Ungur að aldri fór
hann að taka ljósmyndir á ferðalögum með
skátafélagi og jafnframt eignaðist hann snemma
góða myndavél, Rolleikord 6x6 og 35mm Ret-
inu. Núna er hann betur vélvæddur og tekur
mest á Hasselblad og Nikon; en Fuji 6x17
bregður hann fyrir sig þegar myndefnið krefst
þess að hafa mjög breiðan vinkil.
Ljósmyndir af íslenzkri náttúru fór Hjálmar
að taka um 1930, en í fyrsta eiginlega Ijós-
myndaleiðangurinn fór hann sumarið 1939, sem
eftir skrám Veðurstofunnar er bezta sumar 20.
aldarinnar á íslandi. Þá fór Hjálmar einsamall í
nærri þriggja vikna gönguför um Hornstrandir
og á þeim tíma var þar enn byggð. Þá var ekki
um annað ræða en svarthvítar myndir og
Morgunblaðið/RAX
Hjálmar R. Bárðarson með Hasselbiad-mynda-
vélina sem hann notar oftast við myndatökur
úti í náttúrunni.
Hjálmar fór í fyrsta alvöru Ijósmyndalelðangur sfnn sumarið 1939 um Hornstrandir og tók þá þessa mynd af bænum og heimilisfólkinu á Oddsflöt í
Grunnavfk.
Gulfoss er ekki síður fallegur í vetrarbúningi. Hér stendur maður á ísuðum stalli við neðri fossinn og
virðir fyrir sér frostúðann. Myndin er úr bók Hjálmars, Hvítá frá upptökum til ósa, 1989.
Frá Vestmannaeyjagosinu 1973. „Ég lifi og þér munið lifa“ stendur á sáluhliði Landakirkju, en (
baksýn er jarðeldurinn í Eldfellf. Úr bók Hjálmars, lceland - a portrait of its land and people, 1982.
Hjálmar myndaði mest landslag, en líka bæi og
fólk. Þótti þeim Strandamönnum stórskrýtið að
maður gæti verið við aðra eins iðju um
hábjargræðistímann.
Eftir stúdentspróf lagði Hjálmar stund á
skipaverkfræði í Danmörku. Að loknu námi
starfaði hann fyrst hjá Stálsmiðjunni og teikn-
aði þar dráttarbátinn Magna, fyrsta stálskipið
sem smíðað var á íslandi. Síðar varð hann skipa-
skoðunarstjóri og skipaskráningarstjóri og
gegndi embætti siglingamálastjóra frá 1970 til
1985. Síðan þá hefur bókverkið verið aðalvið-
fangsefni hans.
Fyrsta íslandsbók Hjálmars, ísland farsælda
frón kom út með texta á 6 tungumálum 1953.
Hún er nú uppseld. Næst í röðinni var ísland -
Iceland - Islande, 1965, einnig með texta á 6
tungumálum og einnig hún er uppseld. Sú þriðja
var Is og eldur 1971, sérútgáfur á íslenzku,
ensku, dönsku og þýzku. Fjórða bókin er ísland,
svipur lands og þjóðar, 1982 og 1986, sérútgáfur
á íslenzku, ensku og þýzku. Sú fimmta í röð ís-
landsbóka er Fuglar Islands, sem fyrst kom út
1986, sérútgefin á fjórum tungumálum. Sú
sjötta er Hvítá frá upptökum til ósa 1989 og var
hún sérútgefin á íslenzku, ensku og þýzku.
Sjöunda íslandsbókin er Vestfirðir 1993, sú átt-
unda er íslenskt grjót, 1995 og sú níunda er
jafnframt sú nýjasta: íslenskur gróður, 1999.
Hjálmar er búinn að „kemba landið“ eins og
stundum er sagt. Hann hefur verið óþreytandi
ferðagarpur á öllum árstíðum og telur þær allar
jafn góðar til ljósmyndunar. Ekki tekur hann
eitt landsvæði fram yfir annað, en meðal þess,
sem hann hefur lagt sérstaka stund á að mynda,
eru eldgos. Hann er félagi í Jöklarannsóknafé- '■
laginu og í Surtseyjarfélaginu hefur hann verið
frá stofnun þess.
í jöklaferðir hefur hann ekki farið öðruvísi en
í einhverjum félagsskap, en annars er hann oft-
ast einn á ferð - og þá vel vopnaður myndavél-
um. Það getur tekið langan tíma að finna mynd-
efni, rétt sjónarhorn og bíða eftir hagstæðri
birtu, og það er naumast á aðra leggjandi að
vera á ferðinni með náttúruljósmyndara. Jafn-
framt hefur Hjálmar verið á ferðinni í loftinu;
tekið urmul mynda úr flugvél. Sveinn Björns-
son, sonur hins þekkta flugmanns Björns Páls-
sonar, hefur flogið með Hjálmar á eins hreyfils
Cessna-flugvél. Úr þeirri flugvél tók Hjálmar
margar frábærar loftmyndir í Vestfjarðabók v
sína; einnig í Hvítárbókina.
Vegna nýju bókarinnar um íslenzkan gróður
hefur Hjálmar hinsvegar ekki þurft að bregða
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 6. MAÍ 2000
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 6. AAAÍ 2000 1 1