Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Blaðsíða 12
í Hvítárbók sinni kemur Hjálmar víða við og fjaliar í myndum um atvinnuhætti og manniíf á vatna-
svæði árinnar. Hér hefur hann fangað hrífandi sýn, sem ef til vill heyrir brátt sögunni til: Fjallsafn
Hrunamanna rekið til rétta.
Berserkjasveppur er meðal skrautlegustu sveppa sem gróa á íslandi. Ástaratlot nefnir Hjálmar
þessa mynd af tveimur fullvöxnum berserkjasveppum. Hún er úr bók hans, íslenskum gróðri,
1999.
sér upp í háloftin. Fremur hið gagnstæða: Að
lúta lágt þvf myndefnið er oft við fætur ljós-
myndarans. Flestar myndanna tók Hjálmar á
Hasselblad-vélina með macro-linsu sem er
sérstaklega gerð fyrir nærmyndir. Það kann
að koma á óvart, en við þessar aðstæður notar
Hjálmar blossa, tveggja lampa macroflash,
jafnvel í sólskini.
Hjálmar hefur þann hátt á í bókum sínum að
hann byijar á því að bregða ljósi á myndunar-
sögu og uppruna. Náttúruunnendur geta ef
þeir vilja fengið í samþjöppuðu formi ágætar
upplýsingar. Vestfjarðabókin hefst til dæmis á
greinargerð um myndun Vestfjarðakjálkans
og í Hvítárbókinni er upphafskafli um vatnið í
* öllum sínum myndum. I nýjustu bók Hjálmars
um gróður íslands er á sama hátt farið aftur í
tímann og hugað að því sem steingervingar
segja okkur um gróðurfar fyrir 12-14 milljón-
um ára.
í bókinni er margt hnýsislegt sem ástæða
væri til að vekja athygli á, en rýmið leyflr það
ekki hér. Til dæmis mætti nefna sveppi, sem
vaxa villtir og íslendingar þora helzt ekki að
bragða og telja þá alla eitraða. Einn er sá
sveppur sem af ber sökum litfegurðar. Það er
berserkjasveppur og er í bókinni minnisstæð
mynd af tveimur slíkum, sem virðast vera í
ástaratlotum.
Á En verður ekki að hafa grasafræðing með í
ferðum þegar ráðizt er í svona verkefni? Ekki
hafði Hjálmar með sér neinn slíkan að stað-
aldri, en Eyþór Einarsson grasafræðingur fór
með honum í þijá leiðangra. Bók um gróður
verður hinsvegar ekki unnin nema með því að
hafa til hliðsjónar ýmsar skrár um gróður og
þar er Flóra íslands eftir Stefán Stefánsson
grundvallarrit. Nokkrar aðrar greiningabæk-
ur studdist Hjálmar við svo sem sjá má af
langri ritaskrá aftast í bókinni. Einnig hafði
hann samband við helztu sérfræðinga okkar
og þeir greindu plöntur fyrir hann þegar hann
var í vafa og aðstoðuðu hann við gerð mynda-
textanna. Þar var haft að leiðarljósi að text-
amir væru almenns eðlis en lýstu þó plöntun-
um.
Upphaflega var hugmynd Hjálmars að búa
til eina bók um grjót og gróður. Myndefnið
vatt hinsvegar svo upp á sig að niðurstaðan
varð sú að skipta því í tvær bækur. Fjölmargar
myndir hefur hann tekið sérstaklega fyrir
þessar bækur, en hann gengur einnig í sjóð
mynda sinna frá fyrri áratugum. Gróðurmynd-
imar eru frá síðustu 20 ámnum, segir hann.
Þegar Hjálmar lítur til baka telur hann að
Fuglabókin hafí verið tímafrekust. Hugmynd-
in var upphaflega sú, að Finnur Guðmundsson,
fuglafræðingur og frændi Hjálmars, skrifaði
texta bókarinnar en Hjálmar tæki myndirnar.
En áður en til þess kom dó F'innur. Hjálmar
hélt samt sínu striki og í myndatextum studd-
ist hann við ýmsar ritgerðir Finns um fugla.
„Feður okkar Finns ólust upp saman í Kolla-
fjarðamesi," segir Hjálmar, „og ég tileinkaði
honum bókina.“
Hvítárbókin var mjög víðfeðmt verkefni.
Þemað er í rauninni hringrás vatnsins og hug-
myndin kviknaði við dálítinn læk sem sprettur
Jöklasóley vex á melum og í grjótskriðum hátt til fjaila og hér á landi hefur hún fundist í 1600 m
hæð. Þessa jöklasóley fann Hjálmar í 600 m hæð á Vestfjörðum, en myndin er úr nýjustu bók
hans, íslenzkum gróðri.
Hrafninn hefur tengst landsmönnum á sérstakan hátt með því að hrafnar skiptu sér niður á bæi.
Hrafninn á þessari Ijósmynd Hjálmars er ungur heimahrafn. Myndin er úr bók Hjálmars, Fuglar ís-
lands, sem út kom 1986.
upp og rennur yfir mosa við innstu upptök
Fúlukvíslar við Langjökul. Hún rennur síðan í
Hvítárvatn en bókin spannar allt vatnasvæði
Hvítár. Hjálmar fylgir öllum ám sem falla til
Hvítár og neðan við ármót Sogs og Hvítár
fylgir hann Ölfusá til ósa.
En það er ekki aðeins náttúran og vatna-
svæðið sem er umfjöllunarefni í þessari frá-
bæru bók; þar er margt um mannlíf og sögu og
að vanda rúmast margvíslegur fróðleikur í
myndatextum. Við gerð þeirra kveðst Hjálmar
hafa orðið að lesa sér mikið til, bæði um sögu-
leg ogjarðfræðileg efni.
Ljósmyndaleiðangrar Hjálmars eru orðnir
fleiri en tölu verður á komið. Emn af þeim
minnisstæðustu var ferð til Hveravalla um
jólaleytið með Sigurjóni Rist vatnamælinga-
manni. Farartældð var beltadráttarvél. Hún
var ekki ýkja hraðskreið og í tvær nætur urðu
þeir ferðafélagar að sofa inni í þröngu vélar-
húsinu. Báðir voru stórvaxnir en þetta tókst
með því að báðir lágu í vinkil.
I náttúruljósmyndun vinna menn stundum
með heimildagildi sem forgangsverkefni, eða á
hinn bóginn að megináherzlan er lögð á list-
rænu hliðina. I seinni tíð hefur mikil gróska
orðið í ljósmyndun í íslenzkri náttúru og nýjar
og fallegar myndabækur um Island koma út á
hverju ári. Listræna áherzlan er þar oftast í
fyrirrúmi og við höfum eignast nokkra úrvals-
ljósmyndara sem sinna þessu.
Eftir því sem fleiri myndabækur koma út -
oft með verulega áherzlu á gleiðlinsumyndir -
er sýnt að þrátt fyrir tilbreytinguna í íslenzkri
náttúru gætir orðið tilbreytingarleysis í þess-
um bókum.
f þessum bókaflokki skera bækur Hjálmars
R. Bárðarsonar sig nokkuð úr. í fyrsta lagi
vegna þess að honum tekst oft vel að sameina
heimildagildi og listræn vinnubrögð, en einnig
vegna þess að bækur hans eru um leið hafsjór
af fróðleik.
1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 6. MAÍ 2000