Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Blaðsíða 16
TILVIUUN OG TÖLVUR TÓNLISTÁTUTTUGUSTU ÖLDIV Eftir Finn Torfa Stefónsson EKKI er unnt að rita um tónlist tuttugustu aldar án þess að minnast öðru hverju á Wolf- gang Amadeus Mozart. Pótt liðin séu meir en tvö hundruð ár síðan þessi mikli snillingur var uppi, hafa vinsældir verka hans trúlega aldrei verið meiri en einmitt á þeirri öld sem nú er að líða. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst fegurð og áhrifamáttur verkanna. En fleira kemur til. Ekki er öllum ljóst að Mozart var öðrum þræði djarfur tilraunamaður og gerði margt til þess að finna nýjar leiðir til tjáningar í tónlist. Ekki hafa margir náð eins góðum árangri með djarfri krómatík og Mozart. Má t.d. nefna strengjakvartett hans í e-dúr K. 465, sem dæmi um það. Svipað má segja um tök hans á hljóðfalli. Lokaatriðið í óperunni Don Giovanni, sem er einhver áhrifamesta óperutónlist sem samin hefur verið, byggir á svonefndum polyritmum. Þar eru tvær takt- tegundir í gangi í senn. í sama verki er að finna tilraunir með staðsetningu hljóðsins í rúminu. Ailt hefur þetta verið meðal tísku- viðfangsefna tónskálda á tuttugustu öld. Mozart er almennt ekki talinn byltingarmað- ur í tónlist. Því ræður frekar hinn óvenjulegi hæfileiki hans til þess að fela list sína og fæmi, en að hann hafi ekki leitað nýjunga. Tilviljun í tónlist Mozart samdi einnig tónlist fyrir vél. Org- elstuck fur eine Uhr, K. 608, er eitt dæmi um slíkt. Vitneskjan um þetta yljar mörgum raftónlistarmanninum um hjartarætur. Þá gerði Mozart tilraunir með tónsmíðar eftir teningskasti. Er þar komið að viðfangsefni sem ræða þarf frekar, hlutverki tilviljunar í tónlist. Árið 1751 kom út rit eftir William Hayes, enskt tónskáld og organleikara, sem nefndist „The Art of Composing Music by a Method Entirely New, Suited to the Meanest Capacity". Aðferð Hayesar var í stystu máli sú að dreifa blekslettum á nótnablað með því að dýfa pensli í blek og draga fingur yfir oddinn. Utkoman réðst af tilviljun. Þetta var nokkuð sem allir gátu gert. Með þessu dró Hayes athygli manna að því sem lengi hafði verið vitað. Tónlist ræðst að einhverju leyti af tilviljunum, a.m.k. frá sjónarhóli tónskáldsins. Meðan nótnaskrift var ófullkomin réðst hljómur tónverks að verulegu leyti af framlagi flytjandans. Það var þó að því leyti fyrirsjáanlegt að flytjand- inn hafði oftast fengið þjálfun og lærdóm í ríkjandi tónlistarhefð og hlaut því flutning- urinn að mótast af því. Jafnvel nú til dags þegar menn hafa á takteinum afar nákvæma nótnaskrift ríkir ávallt nokkur óvissa um hvemig verk hljómar í flutningi. Óvissan getur verið töluvert mikil þegar um ný verk er að ræða, en er einnig til staðar í flutningi alkunnra gamalla verka. Fiðlukonsert Beethovens í d-dúr er skýrt skrifað verk. Því til viðbótar kemur löng reynsla í flutningi sem mótar hefðina sem tónlistarmennimir fylgja. Þrátt fyrir þetta er greinilegur munur á flutningi manna á verkinu og engin fullkomin vissa er um út- komuna fyrirfram þegar verkið er flutt á tónleikum. Spuni Tilviljun eða óvissa um útkomu er enn frekar fyrir hendi í spuna, improvisation. Spuni er eldgamalt fyrirbrigði í tónlist og lif- ir góðu lífi enn þann dag í dag. Þegar leikið er af fingmm fram virðist sem flytjandinn sé að skapa tónlistina á sama augnabliki og hún er flutt. Fylgir því oft sérstök spenna og eft- irvænting. Hitt er annað mál að sköpun augnabliksins er venjulega ekki eins mikil og ætla mætti. Tónlistarmenn hafa ríka til- > hneigingu til að spila í spuna það sem þeir kunna fyrir. Þetta má t.d. skýrt heyra í jass- tónlist, þar sem spuni skipar veglegan sess. Það er nokkum vegin sama hvert lagið er sem spunnið er út frá, svipaðar hendingar og Wolfgang Amadeus Mozart John Cage stef eru almennt ráðandi, enda þótt þær kunni að heyrast í breyttu samhengi. Teningstónlist Nú á dögum er lýsingarorðið aleatoric not- að um tónlist sem byggir að verulegu leyti á tilviljunum. Orðið er dregið af alea í latínu sem merkir teningur. í verki sínu „Musicali- sches Wurfenspiel", K 516, notaði Mozart tvær talnatöflur og tvo teninga til að velja milli kosta í tónsmóðinni. Önnur taflnanna er sýnd í dæmi 1. Niður með vinstri hlið töfl- unnar em þær 11 tölur, frá 2 til 12, sem em mögulegar útkomur þegar tveimur teningum er kastað. Fyrir ofan töfluna em 8 tölur, sem endurspegla hefðbundinn hendinga- fjölda í klassískri tónlist. Þessar tölur em í töflunni tengdar 176 töktum af fyrirfram saminni tónlist. Með því að kasta teningun- um átta sinnum fást fyrstu átta taktamir í nýja verkinu. Aðferðin er síðan endurtekin. Önnur tafla er notuð til að fá andstætt stef. Brot úr útkomunni hjá Mozart má sjá dæmi 2. Hrein tilviljun í þessu dæmi era tilviljuninni settar mikl- ar skorður, enda er árangurinn í greinileg- um klassískum stíl. Tuttugustu aldar menn hafa gengið mun lengra í tilraunum sínum og vangaveltum. Vinsæl hefur verið sú að- ferð að blanda spuna inn í verk. Þá er hljóð- færaleikuranum gefinn kostur á að spreyta sig innan einhverra marka. Má nefna tón- skáld eins og Pierre Boulez, Luciano Berio og Witold Lutoslawski meðal þeira sem slíkri tækni hafa beitt. Aðrir hafa gengið lengra og er Bandaríkjamaðurinn John Cage líklega þeirra þekktastur. Cage lýsti því sem markmiði sínu að útrýma tónskáldinu úr tón- verkinu. Hann notaði kínverskt rit, I Ching frá því um 3000 fyrir Krist, sem véfrétt til þess að svara spurningum um gang tónsmíð- arinnar. Eitt frægasta verkið eftir Cage nefnist „4”33“. í því er hljóðfæraleikari lát- inn sitja við eða standa með hljóðfæri þá tímalengd sem felst í nafni verksins. Tónlist- in er það sem heyrist í áheyrendum eða í umhverfi meðan á flutningi stendur. Margt fleira skemmtielgt datt Cage í hug í svipuð- um anda, þótt ekki verði frekar rakið hér. Listin endurskiigreind Cage var einnig áhrifamikill í listastefnu sem nefnist experimentalismi. Viðfangsefni hennar er að endurskilgreina og útvíkka list- ina, en slík umræða hefur verið mjög fyrir- ferðarmikil í öllum listum á tuttugustu öld. Tónverkum í þessum anda fylgja gjarnan greinargerðir um heimspekilegan grann verksins, sem stundum getur verið upplýs- andi um þann hugmyndaheim sem verkið er sprottið úr. Stundum era menn aðeins að skilgreina sig frá vandanum. Oftast er á ferðinni venjuleg sölumennska, sem eltir alla listamenn nútímans eins og vofa, og erfitt er að komast undan. Ekki er rúm til þess hér að lýsa öllum þeim fjölbreyttu aðferðum sem tónskáld hafa beitt til þess að hagnýta sér tilviljun í tónlist. Menn eru þó almennt sammála um nokkur meginatriði. Tilviljun er til staðar í allri tónlist að einhverju leyti. Hins vegar virðist óhugsandi að semja verk sem ræðst algjörlega af tilviljunum. Auðvelt er að geta sér til um líklega útkomu úr verkinu „4”33“. Tónskáld sem fer út á götu með hljóðnema / // III IV V VI VII VIII 2 70 121 26 9 112 49 109 14 3 117 39 126 56 174 18 116 83 4 66 139 15 132 73 58 145 79 5 90 176 7 34 67 160 52 170 6 25 143 64 125 76 136 1 93 7 138 71 150 29 101 162 23 151 8 16 155 57 175 43 168 89 172 9 120 88 48 166 51 115 72 111 10 65 77 19 82 137 38 149 8 11 102 4 31 164 144 59 173 78 12 35 20 108 92 12 124 44 131 Dæmi 1. gengur ekki svo mjög graflandi að því sem heyrast mun. Svo lengi sem einhver atbeini manns er til staðar hafa tilviljuninni verið skorður settar. Þessar vangaveltur tengjast hlutverki véla í tónlist, enda er teningur vél. Mozart samdi, eins og áður sagði, tónlist fyrir klukkuverk. Tuttugustu aldar menn hafa haft mun full- komnari vélabúnað til tónsköpunar. Hljóð- gervlar og tölvur hafa náð tæknilegri full- komnun og era mikið notaðar til marg- víslegra tónlistarstarfa. Rafmagnshljóðfæri Þótt rafmagnsharpsicord hafi verið smíðað í París 1761, var það ekki fyrr en í upphafi tuttugustu aldar sem smíði rafmagnshljóð- færa komst á veralegan skrið. Stórt skref í þróun þessara hljóðfæra var stigið 1928, þegar Maurice Martenot smíðaði hljóðgervií sem hann kallaði Ondes Martenot. Með hljóðgervlum nútímas er hægt að búa til nánast hvaða hljóð sem er. Þeir byggjast á hljóðgjöfum, svonefndum oscillatorum, sem búa til hljóðbylgjur. Þeim er síðan hægt að breyta á ýmsa vegu með öðram tækjum. Til- koma þessara hljóðfæra olli byltingu í tón- list. Nú voru tónskáld ekki lengur háð hljóð- færaleikuram. Ekkert hljóðfall var svo flókið að ekki mætti láta hljóðgervil spila það. Allir tónstigar voru mögulegir og allir hugsanleg- ir litir. Möguleikarnir virtust ótæmandi. Til þess að hlustendur þyrftu ekki að horfa aðeins á hátalara á tónleikum, var upp- lagt að tengja hina nýju tónlist einhverri sjónrænni reynslu, myndlist, kvikmyndum, ljósum. í tilefni af heimssýningunni í Brassel 1958 samdi Frakkinn Edgar Varese verkið „Poéme Électronique". I því stýrði hljóð- flutningsbúnaðurinn fjölda Ijóskastara og sýningarvéla. Verkið gekk í sex mánuði fyrir tugþúsundum áheyrenda. Nú var einnig stálþráður og segulband komið til sögunnar. Menn tóku upp á því að 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAÍ 2000 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.