Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Qupperneq 17
taka ýmis umhverfishljóð upp á band og klippa og splæsa saman. Slík tónlist er nefnd Musique concrete og voru tveir Frakkar, Pierre Schaeffer og Pierre Henry þar í far- arbroddi. Framan af skiptust raftónlistar- menn í hópa, þar sem sumir notuðu upp- tökur af náttúrulegum hljóðum, en aðrir tilbúin hljóð. Þjóðverjinn Karl Heinz Stock- hausen, sem var meðal fremstu raftónlistar- manna á eftirstríðsárunum, notaði hvort tveggja í ýmsum verkum sínum t.d. Gesang der Junglinge. Ekki aðeins hafa menn blandað saman raf- hljóðum af ólíkum uppruna heldur hefur sú aðferð að blanda saman rafhljóðum og hefð- bundnum hljóðfæraleik notið vinsælda. Hef- ur það verið gert með fjölbreyttum hætti. Meðal annars hafa ýmis tónskáld, sem al- mennt semja fyrst og fremst fyrir hefðbund- in hljóðfæri, blandað rafhljóðum inn í verkin eða notað tölvutækni til þess að breyta hljóðum meðan á flutningi stendur. Tölvutónlist Rafhljóð af því tagi, sem rædd hafa verið og framleidd eru með oscillatorum kallast analog. Þau eru að uppbyggingu eins og hljóð birtast í náttúrunni, jöfn og samhang- andi. I tölvutónlist er grunnurinn annar. Tölvur eru það sem kallast digital. Þær setja boðskap sinn fram í bútum. Grundvöllur þeirra er sú staðreynd að hægt er að nota aðeins tvær tölur, 0 og 1, til þess að lýsa öll- um öðrum tölum. Innviðum tölvunnar, sem í augum okkar óinnvígðra eru óskiljanlega flóknir, má lýsa sem geysistóru smágerðu safni slökkvara sem gera ekki annað en að kveikja og slökkva í gríð og erg. Styrkur tölvunnar felst í því að geta meðhöndlað mikið magn upplýsinga á miklum hraða. Þessir kostir eru mikilvægir frá sjónarhóli raftónlistarmannsins því þeir veita honum meira og nákvæmara vald yfir efniviðnum. Hljóð framleitt af tölvu er að sjálfsögðu í bútum. Því þarf að breyta í analog hljóð. Viðfangsefnið er sambærilegt við kvikmynd- ina, sem einnig er digital í eðli sínu. Þar eru teknar stakar ljósmyndir í röð. Þegar myndaröðin er sýnd á ákveðnum hraða sýn- ist hún lýsa jafnri atburðarás. Sérstakt tæki er notað til að breyta digital hljóði í analog. Þá er einnig hægt að fara öfugt að og tak analog hljóð og breyta því í digital. Þannig er unnt að gera hljóðupptökur á einhverju hljóði og nota digital tæknina til þess að breyta því í smáatriðum. Digital tækni er einnig beitt um upptökurnar sjálfar. Nefnist það á ensku sampling. Með þeim hætti er hægt að taka upp með mikilli nákvæmni t.d. bút af söngrödd. Bútinn er hægt að marg- falda og umbreyta honum þar til komið er heilt kórverk. Tónsmiðar fyrir alla Markaðurinn hefur séð til þess að ótúlega fjölhæfir hljóðgervlar, byggðir á blandaðri tækni, eru aðgengilegir hverjum sem er. Þeim er unnt að stýra með venjulegri heimil- istölvu með tónlistarforritum, sem til eru í miklu úrvali. Tungumálið sem hljóðgervlar nota til samskipta nefnist Midi. Þá eru til forrit sem hjálpa tónskáldinu við sjálfa samningu verksins með því að taka fyrir það ýmsar ákvarðanir samkvæmt forskrift. Þar getur tölvan komið í stað tenginganna og talnatöflunnar í dæminu um Mozart sem um var rætt. Tölvur nýtast tónlistarmanni nútímans í fleira en að semja raftónlist. Forrit til nótna- skriftar hefa tekið miklum framförum. Nú getur tónskáldið prentað verk sín út með engu lakari gæðum en bestu útgáfufyritæki státa af. Unnt er að skrifa verkið í tölvu, láta hana síðan spila það í gegn um hljóðgervil og í lokin prenta verkið út í raddskrá og ein- stökum röddum. Þessir kostir eru í vaxandi mæli notaðir einnig til kennslu. Ekki þarf lengur kunnáttu í hlóðfæraleik til þess að geta fiktað við tónsmíðar. Dásemdir tækninnar eru miklar. Hvort hún hafi eitthvert gildi við lausn þeirra við- fangsefna listarinanr sem mestu skipta er hins vegar mikið álitamál. Tölvutónlist hefur fengið mikla útbreiðslu i nytjatónlist hvers konar, þar sem fagurfræðielgar kröfur eru litlar. I fagurtónlist hafa vinsældirnar látið á sér standa. Ef til vill stafar það af því að tónlist er tjáningartæki manna í milli. Fólk virðist, a.m.k. enn um sinn, frekar kjósa að hlusta á annað fólk en vélar, hversu full- komnar sem þær eru. Glíma tónskáldanna við viðfangsefni sín virðist í aðalatriðum óháð tækni. Hverju hefði það breytt fyrri gamla Bach að hafa aðgang að Steinway flygli? Varla nokkru sem máli skiptir. Machaut notaði fyrst og fremst mannsrödd- ina í verkum sínum. Það virðist ekki hafa háð honum neitt. Tækni hvers tíma er góður spegill tíðarandans. Fyrir þá sem hafa áhuga á tíðarandanum er hún því mikilvæg. Aðrir sem ef til vill hrífast frekar af eilífðinni, geta leitt hana hjá sér ef þeim sýnist svo. SÖNGFUGLAR Á SVEIMI Kammerkór Kópavogs heldur tónleika í Selfosskirkju í dag kl. 16 og í Salnum í Kópavogi annað kvöld kl. 20.30. ORRI PÁLL ORMARSSON heyrði hljóðið í stjórnandanum, Gunnsteini Ólafssyni, en 1 tórinn er einnig að senda frá sér geislaplötu i. MORIÐ er tími söngfuglanna. Með hækkandi sól koma þeir saman í smærri og stærri hópum, ræskja sig og hefja upp raust. Söng- urinn ómar um sveitir og borg. Kammerkór Kópa- vogs er engin undantekn- reglu, brestur í söng á Sel- fossi í kvöld og á heimavelli, í Salnum í Kópavogi, á morgun. Það er vísast engin til- viljun að bæði vorið og fuglarnir verða þar ofarlega á baugi. Yfirskrift tónleikanna er Gömul vísa um vorið en um þessar mundir er að koma út samnefnd geislaplata sem hefur að geyma verk eftir stjórnanda og stofnanda kórsins, Gunnstein Ólafsson. Á plötunni syngja, auk Kammerkórs Kópavogs, Kammerkór Bisk- upstungna, Kór Menntaskólans að Laugar- vatni og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópran. Lítið til af kórtónlist Efnisskrá tónleikanna er þríþætt. Þeir hefjast á því að kórinn flytur lög af plötunni. „Þetta eru lög sem mörg hver voru samin fyrir Kór Menntaskólans í Kópavogi sem ég stjórnaði þegar ég var þar við nám fyrir um tuttugu árum. Síðan hefur ýmislegt bæst við sem ég læt fljóta með. Þetta eru tólf lög allt í allt fyrir blandaðan kór, kvennakór og barnakór, auk einsöngslaga,“ segir Gunn- steinn. Segir hann lögin fyrst og fremst hafa orðið til vegna þess að framboð á íslenskri kórtónlist var af skornum skammti á þessum tíma. „Það var lítið sem ekkert efni til þegar ég var að byrja með kórinn sautján ára gam- all. Það var helst að fara heim til tónskáld- anna, útgáfum var ekki til að dreifa. Ég varð því bara að semja þetta sjálfur. Það var auð- vitað góður skóli.“ Að sögn Gunnsteins hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum tveimur áratug- um. Islensk kórtónlist sé orðin mun aðgengi- legri en áður. Þar eigi Islensk tónverkamið- stöð stóran hlut að máli. Ástæðan fyrir útgáfunni er einföld, að sögn Gunnsteins - lögin mega ekki liggja niðri í skúffu. „Þetta er ekki byltingarkennd tónlist. Það viðurkenni ég fúslega. En þetta eru lög, sungin á íslensku, sem gætu nýst framhaldsskólakórum og öðrum kórum í sínu starfi. Þess vegna legg ég áherslu á að gera þau aðgengileg." Lögin eru samin við ljóð íslenskra skálda á borð við Stein Steinarr, Jóhannes úr Kötl- um, Guðmund Böðvarsson, Tómas Guð- mundsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson, auk þess sem Gunnsteinn á eitt ljóð sjálfur, Tálsýn. ,,Lag og ljóð voru samin á nætur- vakt í Aburðarverksmiðjunni um árið. Ég orti svolítið þar mér til gamans.“ Á tónleikunum í Salnum syngur Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópransöngkona enn- fremur tvö einsöngslög Gunnsteins og með á píanó leikur Kristinn Orn Kristinsson. Yfirskrift annars hluta tónleikanna er Fuglar alheimsins, en söngvar um fugla hafa fylgt öllum menningarsamfélögum frá upp- hafi vega. Fluttir verða nokkrir madrígalar og íslensk þjóðlög í útsetningu Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar, þar sem fuglar og fuglasöngur eru í brennidepli. Að síðustu verða fluttar tvær svítur í þjóð-^ legum stíl; Lorca-svíta eftir finnska tón- skáldið Einojuhani Rautavaara og Stjörnu- blóm ungverska tónskáldsins Lajos Bárdos. Kórinn hefur látið þýða ljóðin og eru þau sungin á íslensku. Góð æfingaaðstaða gulls ígildi Kammerkór Kópavogs var stofnaður í jan- úar árið 1998 og hefur Gunnsteinn stjórnað honum frá upphafi. Margir kórfélaga sungu í Kór Menntaskólans í Kópavogi á árunum 1979-83 undir stjórn Gunnsteins. Kórinn hefur það að markmiði að syngja , fjölbreytta kórtónlist frá ýmsum tímum, bæði íslenska og erlenda. Kammerkór Kópa- vogs hefur komið fram við margvísleg tæki- færi en fyrstu sjálfstæðu tónleika sína hélt hann í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, vor- ið 1999. Þá frumflutti kórinn á íslandi ævin- týraóperuna Arthúr konung eftir Henry Purcell ásamt einsöngvurum og barokksveit. Gunnsteinn segir starfið hafa verið með ágætum. Töluvert hafi verið um manna- breytingar en í kórnum sé góður kjarni sem byggt sé á. „Það sem háir okkur, eins og svo mörgum öðrum kórum, er skortur á góðu æfingahúsnæði. Við æfum um þessar mundir í einum grunnskóla bæjarins, þar sem við höfum fengið góðar viðtökur, en því er ekki að leyna að við vildum helst geta æft í sal þar sem hljómburður er góður fyrir kórsöng ^ - þar sem hægt er að móta hljóminn. Gott æfingahúsnæði er svo sannarlega gulls ígildi." Samsýning á Mynd- listarvori SAMSÝNING myndlistarmannanna Birgis Andréssonar, Ólafs Lárussonar og Kristjáns Guðmundssonar verður opnuð á Mynd- listarvori Islandsbanka í Vestmannaeyjum í dag, laugardag, kl. 17. Sérstakur gestur þeirra verður Ásgeir Lárusson inynd- listarmaður. Birgir og Kristján hafa sýnt áður í Eyjum, en Ólafur og Ásgeir eru að sýna þar í fyrsta sinn. Ólafur mun sýna það sem hann kallar, póstmódernískan punktisma, og segir að séu myndir í ramma. Sjálfur segist hann gefa lít- ið fyrir skilgreiningar og viti í raun ekki hvað póstmódernismi sé, en punktismi sé hins vegar eitthvað sem geti af sér annan punkt og svo þann þriðja, og þá hengi menn iðulega forskeytið póst á hann. Birgir Andrésson sýnir myndir bæði nýjar og gamlar, en megnið hefur hann ekki sýnt opinberlcga áður. Hann mun sýna blýants- tcikningar, bæði af mosa og hrauni, en einn- , Morgunblaðið/Sigurgeir. Birgir Andrésson, Olafur Lórusson og Kristjón Guðmundsson halda hér á verki Kristjáns. ig myndir af fálkum. Fálkamyndirnar, sem eru sex að tölu, eru eitt ákveðið verk. Þar snýr hann fálkanum á alla kanta, en verkið kallar hann: „Sú undarlcga hegðun íslenska fálkans að snúa sér stöðugt, í hringi." Sjálfur segist hann vita lítið um það hvort fáikinn geri mikið af því. Hann segist hins vegar vinna mikið með ímyndir og sér í lagi ímynd íslensku þjóðarinnar og fyrir hvað hún standi í víðara samhengi. Kristján Guðmundsson mun sýna litaljóð sem hann hefur ekki sýnt áður á íslandi. Ljóðin eru einhvers staðar sprottin af „con- crete poetry". Litaljóðin tengist því bókverk- um hans og þar eigi þau einhverjar sameig- iniegar gamlar rætur. Kristján segir að hann eigi sér gamalt vinnumottó og það sé í fullu gildi enn þá: - Mynd skal stefnt til heilla -. Gestur þeirra þremenninga, Ásgeir Lárus- son, hefur ekki sýnt áður í Vestmannaeyjum, en hann mun vinna verk á staðnum, sem tengjast lit Eldfellsins og Helgafells. Þessa liti ætlar hann að setja á flöt, en að öðru leyti mun verkið mótast af andrúmi staðarins. Sýningin stendur til 14. maí og er opin frá kl. 14-18. Lokað virka daga. Kammerkór Kópavogs ásamt stjórnanda sínum, Gunnsteini Ólafssyni. Morgunblaðið/Jim Smart LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAf 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.