Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.2000, Page 20
FRA MANNITIL MANNS „Fært í stað" er heiti sýningar þeirra Elsu Stansfield og Madelon Hooyk ;aas sem hefst í Hafnarborg í dag. Þar gefst áhorfendum m.a. tækifæri til að „ferðast" fyrir tilstilli verksins „Frá manni til manns". FRÍÐA BJÖRKINGVARSDÓTTIR fór með >eim í stutt „ferðalag" þegar þærvoru að vinna við uppsetningu sýningarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Elsa Stansfield og Madelon Hooykaas vid uppsetningu sýningarinnar í Hafnarborg. SÝNING listamannanna Elsu Stansfield og Madelon Hooykaas hefst í dag í Hafnarborg. Þær hafa unnið saman í meira en tuttugu og fimm ár, en sam- starfsverkefni þeirra hafa hvarvetna hlotið mikið lof. Þær hafa verið áður á íslandi en fyrir nokkru dvöldu þær hér við vinnu sína um skeið sem gestir Hafnarborgar. Marg- miðlunarverkið „Frá manni til manns“ sem sýnt er á þessari sýningu byggist á því efni sem þær unnu að á meðan á þeirri dvöl stóð. Auk þess sýna þær stórt þrívíddarverk og innsetningu sem þær nefna „Fært í stað“ en það er jafnframt heiti sýningarinnar í heild. Stansfield og Hooykaas hófu samstarf sitt á grundvelli hugmyndalistar seint á áttunda ^áratugnum, en síðan þá hafa þær að eigin sögn reynt að vinna með þá miðla sem þeim finnst bjóða upp á nýstárlegustu möguleikana hverju sinni. I því felst mikið frelsi segja þær, auk þess sem slíkir miðlar eru ekki eins ná- tengdir hefðinni og sögunni. Þær hafa m.a. notað Ijósmyndatækni, kvikmyndir, mynd- bönd, hljóðupptökur og nú síðast tölvur. Þeir miðlar sem þær kjósa að nota í mynd- list sinni tilheyra þeim hluta tæknivæðingar sem almenningur þekkir einna helst sem tæki til skráningar eða heimildasöfnunar, - sem þá miðla er gefa tilteknu efni trúverðugleika stofnanavaldsins. Sjónvarp, hljóðvarp, hljóð- ^eniðlar af ýmsu tagi ásamt myndböndum eru svo stór hluti af daglegu lífi flestra að margir telja að persónuleg túlkun í gegnum þessa miðla geti ekki átt sér stað. Sumir hafa jafn- vel gengið svo langt að segja að áhorfendur og hlustendur fái ekki lengur notið einstakrar og persónulegrar upplifunar þar sem þessir nýju miðlar verði þess valdandi að við deilum allri okkar hlutlægu reynslu með óteljandi öðrum, - allir hafi sömu sýn og forsendur til úrvinnslu. Umfjöllunarefnið er oft það sem ekki sést Stansfield og Hooykaas hafa í list sinni tek- ist á við þessa nýju „fjöl“miðla á athyglisverð- an máta. Hooykaas sagði í samtali við blaða- mann að oft á tíðum væri umfjöllunarefni ^jþeirra einmitt það sem ekki sést, heldur fælist í einstöku sambandi hvers einstaklings við verkin. Áhorfandinn/hlustandinn er því í mik- ilvægu hlutverki í verkum þeirra, - og það hlutverk er fyrst og fremst af huglægum toga. Verk þeirra eru því einstök rannsókn á samskiptatækni. - Nú hafa þessir miðlar sem þið eruð að nota oftast verið notaðir til einhvers konar op- inberrar skráningar, - til fjölmiðlunar. Af hverju hafíð þið valið þessa miðla? „Við notum þessa miðla kannski á óvenju- legan hátt,“ segir Stansfield. „Við notum þá á skáldlegan og jafnframt á heimspekilegan máta, beinlínis til þess að vefengja þetta opin- bera viðhorf, - við færum hluti til eins og yfir- skrift sýningarinnar gefur til kynna. Hug- myndin sem liggur til grundvallar verkunum á þessari sýningu er í grófum dráttum sú sama, því hvort sem við vinnum með ljós- myndir, kvikmyndir eða myndband þá erum við að taka myndir á einum stað og færa þær yfir á annan. Það sama gerist þegar fólk er að ferðast, það fer eitthvað og tekur mynd sem það skoðar síðan seinna í öðru umhverfi. Aður fyrr færði fólk hluti, t.d. litla steina, frá einum stað til annars, seinna fór það að taka myndir til að færa heim til sín. Þannig höfum við öll áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann með því að vera stöðugt að færa hluti til. Eitthvað sem þú tekur úti í náttúrunni endar á safni, eða kannski í myndaalbúmi. Það er mjög áhugavert að skoða þetta ferli, hvernig það er notað, - og jafnvel að rannsaka manns eigin afstöðu til þess, því við tvær erum auðvitað að gera það sama í gegnum okkar list,“ segir Stansfield og hlær. Áhorfandinn deiiir reynslu okkar I tölvuverkinu „Frá manni til manns“ gefst áhorfandanum einmitt tækifæri til að „ferð- ast“ með listamönnunum tveimur á CD ROM- diski. A leiðinni kynnist hann bæði stöðum, tungumáli og fólki, getur tekið myndir og límt í myndaalbúm (sem hann getur síðan prentað út og haft með sér heim), auk þess að geta einnig rannsakað tæknilegar hliðar þess sýndarheims sem hann er að ferðast um. Stansfield útskýrir hvernig tenging verka þeirra við náttúruna er hluti af samspili milli manns og staðar, sem og áhorfanda og lista- manns. „I jöklinum horfum við á vatn sem hefur verið frosið aldalangt, það bráðnar og flýtur um, tengist sjónum, gufar upp í and- rúmsloftið, nærir gróður jarðarinnar um leið og við öndum því að okkur í endalausri hringrás. Hringrásinni er einnig viðhaldið í hugmyndinni sem felst í ferðalaginu sjálfu, þar sem áhorfandinn deilir reynslu okkar að einhverju leyti. Þar að auki gildir einu hvern- ig áhorfandinn ferðast í þessu verki, hann endar alltaf við hafið. ísland er eyja og það er sama hvert maður fer, maður mun alltaf enda við hafið, aftur og aftur. Hafið verður þannig fasti punkturinn í hringrásinn en ekki landið, þótt það hafi kannski frekar eiginleika þess fastbundna." - En hver eru tengsl ykkar við landslagið í þessu ferðalagi, - er þetta ekki ferðalag í mjög víðum skilningi? „Jú, auðvitað,“ segir Stansfield. „Ferðalag- ið sem við erum að vísa til hér er auðvitað fyrst og fremst ferðalag áhorfandans í gegn- um þetta efni, við notum ferð okkar sjálfra hér á landi einungis til að gera reynsluna í tölvunni gegnsærri. I þessu verki er gagna- miðillinn sjálfur ekki síður mikilvægur, og áhorfandanum gefst tækifæri til að ferðast þar líka.“ í list okkar verður að felast eitthvað óvænt Hér barst talið að markmiðum listarinnar og sambandinu á milli listamannsins og áhorf- andans. „Eitt meginmarkmið listar,“ segir Hooykaas, „er að skapa tækifæri fyrir áhorf- andann til að íhuga eitthvað sem er skapað af annarri manneskju, en birtist ekki bara hand- ahófskennt, eins og t.d. grasstrá í náttúrunni eða eitthvað annað sem grípur auga manns.“ Hér grípur Stansfield fram í og segir að hún hafi með sjálfri sér oft notað það hvort listaverk „sætti eða afhjúpi" sem skilgrein- ingu eða mælikvarða á gildi þess. „List hefur þessa tvo eiginleika, annaðhvort aíhjúpar hún eitthvað fyrir mér eða þá að hún lætur mér finnast ég vera „heilli“ eftir að hafa upplifað hana. Mér finnst þetta ágætt próf á list, - list hefur verk að vinna, það er ekki nóg að hún sé til, hún verður að þjóna stærra hlutverki." „Við viljum að í list okkar felist eitthvað óvænt og að efniviðurinn krefjist þess að áhorfandinn hugsi,“ segir Hooykaas. „List okkar á að fá fólk til að varpa fram spurning- um og vera þannig framsett að það geti unnið með verkin eða upplifað þau á sínum eigin forsendum sem einstaklingar. Nú hafa ekki allir sama félagslega eða menningarlega bakgrunn, né heldur endilega reynslu af list- um, - en við vonumst til þess að verk okkar eigi erindi til sem flestra, að sem flestir geti með opnum huga upplifað eitthvað í gegnum verkin.“ Endalok algilds skilnings ó sannfeikanum í lítilli bók sem myndar umslagið utan um geisladiskinn og verkið „Frá manni til manns“ skrifar Heiner Holtappels um verk Stansfield og Hooykaas. Hann segir þar að öll þekking sem til er samhliða vísindum og heimspeki sé hluti af kerfi er geri okkur kleift að henda reiður á því sem við almennt köllum hinn „raunverulega heim“, þótt við gerum kannski ekki ráð fyrir að komast að einfaldri niður- stöðu. „Ef póstmódernisminn eða upplýsinga- öldin hefur ennþá einhvem boðskap fram að færa, þá felst hann í endalokum algilds skiln- ings á sannleikanum. Það sem við getum gert og ættum að gera er að sannreyna heiðarleika hugmynda. Slíkt verður einungis gert með því að samþætta hugsun, tilfinningu og verknað,“ segir Holtappels í bæklingnum. Og það er einmitt það sem áhorfendum gefst tækifæri til að gera í Hafnarborg, í samleik með þeim Stansfield og Hooykaas. SAGNAHEIMUR í MYNDUSTAR- LEGUM BUNINGI í HAFNARBORG hefst í dag kl. 16 sýning á verkum færeysku listakonunnar Elinborgar Lútzen. Hún fæddist í Færeyjum árið 1919 og stundaði fyrst listnám í Kaupmannahöfn. A stríðsárunum varð hún innlyksa í Kaupmanna- höfn eins og svo margir aðrir, en flutti eftir það heim til Færeyja. Þaðan fór hún síðar til fram- haldsnáms í Bergen hjá grafíklistamanninum Paul Christensen. Að loknu námi hjá honum sneri hún enn á ný til Færeyja þar sem hún gat sér gott orð fyrir bókaskreytingar, en sú vinna varð jafnframt sá starfsvettvangur sem entist henni alla ævi. Elinborg lést árið 1995. Verk hennar spretta oftast nær upp úr heimi Eitt verka Elinborgar Liitzen. ævintýranna en hún myndskreytti mikið þjóð- sögur og ævintýri sem gefin hafa verið út í fær- eyskum ritsöfnum. Þær myndir voru mestmegnis dúkristur og náði hún mikilli færni í þeirri tækni og skapaði sér jafnframt mjög sérstakan stíl. í bæklingi frá Listasafni Færeyja kemur fram að Elinborg hafi fundið myndefni sitt í færeyskri náttúru; meðal dýra, plantna, vætta, dverga og trölla, - í gömlu umhverfi þar sem ævintýrin eiga sinn samastað. í bæklingnum er fjallað um það hvernig tengsl nútímafólks við náttúruna hafa rofnað og hversu mikilvægt það er að rækta það sem eftir lifir af þeim sagnaheimi sem Elinborg hefur léð myndlistarlegan búning. Sýningin er fengin að láni frá Listasafni Fær- eyja og stendur til 29. maí. 20 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.