Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Qupperneq 6
m
Ljósmynd/Þrándur Tryggvason
Málarinn að leggja síðustu hönd á málverk fyrir nokkrum vikum.
m 9 »
ÞANKAR
MÁIARA
I tilefni yfirlil-ssýningar á verkum málarans Tryggva
Ólafssonar í Kaupmannahöfn, sem opnuð verður í
Gerðarsafni í da ig, lagði BRAGIÁSGEIRSSON
nokkrar spurningar fyr ir listamanninn á heimili hans
á Amákri. Spurði um tildrögin að sýningunni, skoð-
anir, föng, lífið og listina. Samdist svo um eftir endur-
teknar samræður, að Tryggvi velti spurningunum fyrir
sér á meðan rýnirinn væri á flan dri um E ivrópu , legði
árangurinn svo í 1 ófa kai rls er h iann kæmi til baka.
AÖdragandinn
ÉG hafði haldið nokkuð stóra sýningu í Nor-
ræna húsinu í nóvember 1997. Forstöðumað-
urinn á þeim tíma, Torben Rasmussen, þakk-
aði mér sérstaklega fyrir þann fjölda gesta ég
hefði dregið inn í húsið meðan á henni stóð,
eins og hann orðaði það. Sótti svo um salinn
strax fyrir árið 2000, tilefnið var að þá yrði ég
sextugur.
Undir miðsumar fékk ég svar, þar sem mér
var sagt að allt væri bókað fyrir aðrar sýningar
það árið. Hringdi í Gerðarsafn og Hafnarborg
og þar var líka allt fullt að mér var tjáð. Hugs-
aði sem svo, að það væri nóg að gera í menn-
ingunni, kristnihátíð (þó seinna hafi komið á
daginn, að Elton John hafi reynst vinsælli á
Fróni en Jesús frá Nasaret) menningarborg
Reykjavík, landafundir o.fl. Vísast ekkert
pláss fyrir 30 tonna pung eins og mig við þá
hálu bryggju. Hugleiddi að salta þetta í bili,
halda bara áætlun varðandi sýningar í Dan-
mörku, Svíþjóð og víðar, til að mynda Kína,
eins og til stóð.
Svo skeði dálítið óvænt, að einhver varð frá
að hverfa í sal Gallerís Foldar við Rauðarár-
stíg, og ég fékk þau boð að ég gæti opnað sýn-
ingu þar í tilefni afmælisins hinn 20. maí. Sendi
myndir út til íslands í flugi og sýningin gekk
afar vel, fékk drjúga aðsókn og seldist nær
upp.
A meðan á henni stóð hringdu þeir til mín frá
Búnaðarbankanum, með boð um að halda yfir-
litssýningu á vegum bankans í nóvember, og
nú var um heila tvo gilda staði að velja. Úr varð
að sýningin yrði sett upp í Gerðarsafni, sem er
nokkuð sérstakt, því Gerður Helgadóttir var
ættuð frá Norðfirði eins og ég er líka, og feður
Ljósmynd/Tryggvi Ólafsson
Litaspjaldið, eða réttara málningardollurnar, pentskúfarnir og önnur verkfæri á vinnustofunni.
okkar meira að segja miklir mátar, þótt svo
fúndum okkar Gerðar hafi aldrei borið saman.
Eðlilega tók ég hinu veglega tilboði bankans,
sem sér um allt, laust og fast kringum sýning-
una, og síðan hefur farið fram smölun á mynd-
verkum bæði á íslandi og í Danmörku, sem
spanna síðustu 32 árin eða það um bil.
Tíminn
Hugsa býsna mikið um samtíð og fortíð. Mér
finnst það hjálpa manni að skilja nú-ið sem er
það eina sem skiptir máli. Svo er gott að hugsa
um dauðann í leiðinni. Finnst stundum að lífið
gæti verið eins og gifsstytta þar sem skugginn
í myndinni er dauðinn, sem gefur formið, þótt
ég viti að skugginn komi náttúrulega frá ljós-
inu. Tíminn tengir alla hluti saman. Þegar ég
var yngri var það býsna sterk tilfinning, að
hann sundraði og skæri sundur. Núna get ég ef
vill farið í einhvern bæjarhluta K.hafnar, dags-
ferð til Hamborgar eða viku ferð til Toskana
eða barasta oní fjöru hér á Amákri og mér
íinnst það algjör náma. John Steinbeck sagði
eitt sinn, að tíminn væri eins og teygja sem
haldi öllu saman. Þetta finnst mér fallega orð-
að, en kannski er ég bara svona seinþroska.
Hef nú reyndar tekið eftir því áður.
Marga af þessum þönkum fínnur maður svo
aftur í ljóðum og tónum, í samþjöppuðu formi.
Annars er því miður mikið af ljótum hlutum og
andlausu drasli í umhverfi mannsins, bflafarg-
an, mengun, innantómt sprell, hræðileg tónlist
o.s.frv.
Póesían
Stundum kemur upp í huga mér leikrit eftir
Oehlenschláger, þegar ég er að sjá pappakassa
og skran í sýningarsölum Evrópu. Þar dregur
einn dám af öðrum. I leikritinu fer ungt
ástfangið par í hestvagni út á Dyrehavsbakken
til að líta undur lífsins í ilmandi skóglendinu.
Þar er staddur skrumari, sem laðar að fólk og
gegn greiðslu segist geta sýnt þeim minnsta
dýr heimsins, sem hann sé með í lokuðum
kassa. Svo opnar hann tóman kassa og úthróp-
ar að dýrið sé svo smávaxið að hingað til hafi
enginn greint það með berum augum! En ef
maður er nógu ástfanginn, er þetta náttúru-
lega einstök lifun, opinberun. Þannig er þessu
sjálfsagt farið, jafnframt einnig með trúar-
brögðin en þar er hver sæll með sig, enda flyt-
ur hún fjöll svo sem margur veit. Kannski er ég
ekki nógu trúaður eða ástfanginn í sambandi
við tómu kassana, en hvar er póesían? Engin er
hænan í kassanum sem ég get sett í pott og eld-
að. Mikið af því sem ég sé á sýningum finnst
mér eins konar hliðstæða lystarstols, svo sem
hendir ungar stúlkur sem eru hræddar um að
finna ekki sjálfar sig. Engin föst fæða, níhil-
ismi? Það er ekki frá neinu að segja, enginn
skáldskapur. Þetta er akademísk dultrú, okk-
ultismi og meinlæti. Ég kann ekki að meta
þetta ferli sem í Sturlungu var vist kallað harð-
lífi. Kannski má yfirfæra þetta á listarstol í
dag, það er að segja að ypsiloninu slepptu, lyst
verður að list. Og þetta listarstol hefur verið í
6 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000