Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 8
Teikning/Árni Elfar
Eitt sinn komu á skrifstofu skólans tvær konur miðaldra og vildu læra teikningu. Það var komið að innritun þegar hurðinni var hrundið upp og inn
gekk Ásta, kviknakin með blóm í hárinu, og hlammaði sér í hægindi.
ÁSTA LEIDD
Á SKÁLDABEKK
EFTIR KJARTAN GUÐJÓNSSON
„Þá gerðist það sem þessa fugla hafói sístórað fyrir.
Ásta reis upp úr sæti sínu án | þess að biðja um orðið,
sneri sér að þing heimi, sagði skoðun sína af festu og
einurð á feg urra talmál li en heyrst hafði þetta kvöld".
EYSTEINN G.
GÍSLASON
LAND-
NEMINN
Þau fóru að heiman í harðindatíð
frá hafís og gjósandi fjöllum,
fátæktarstríðinu, stormum og
hríð,
striti ograununum öllum,
því fréttirnar bárust af farsælli lýð
á fjarlægum ódáinsvöllum.
Þó tregaði margursem fyllti þann
flokk
sitt föðurland laugað í tái'um,
og til voru hinir er stigu á stokk
ogstrengdu þess heit á þeim árum
að stíga þar áfram sinn
átthagarokk
en úthýsa skortinum sárum.
Það var ekki auður né alsæla tóm
sem útlögum fagnaði vestra,
því fátækt og brauðstrit, með
kjafti ogklóm,
urðu kjör þeirra margra og flestra,
þótt smámsaman greru þar
gæfunnar blóm
viðgötu til auðlinda mestra.
Hinn norðlenski piltur sem
Kanada kaus
sem kost sinna ófæddu barna,
vargrimmur til verka, íhöndum
oghaus,
svo hamhleypa teljast má gjarna.
Hans arftekna snilld fór sem
eldurinn laus
um íslensku byggðirnar þarna.
Hann varfulltrúi bestursíns
fátæka lands
á fjarlægum landnema slóðum.
SniIIdin ogafrek þess
erfíðismanns
vekja undrun hjá menntuðum
þjóðum.
Þvíkomum við saman íhúsinu
hans
á haustdegi björtum oggóðum.
Höfundurinn er bóndi í Skóleyjum á
Breiðafirði. LjóSiS er ort eftir heimsókn í
hús Stephans G. Stephanssonar í septem-
ber síSastliSnum.
KRISTJÁN
HREINSSON
ELSKU
AFRÓDÍTA
Þú kemur einsog myrkrið,
þú ferðast hægt og hljótt
og hylur ljósið bjarta.
Þú kemur einsog dagur
eftir dimma nótt
með draum íþínu hjarta.
Þú ferðast einsog tíminn
og tekur eftir því
ef tárin okkar renna.
Svo ferðu einsog ástin
sem lifír Ijúfog hlý
og lætur hjörtun brenna.
Og þú ert máttur lífsins,
þú gefur öllu gaum,
þú glæðir ljósið bjarta.
Þú safnarsaman blómum
og breytir þeim í draum,
þú býrð íhverju hjarta.
Höfundurinn er skáld í Reykjavík.
EINU SINNI kenndi ég módel-
teikningu í Reykjavík. Það var
í kvöldskóla frístundamálara-
félagsins, sem var til húsa hjá
Trésmiðjunni Víði við Suður-
landsbraut. Ásta Sigurðardótt-
ir var módel, þá um tvítugt.
Hún var þolnasta módel sem
ég hef nokkum tímann haft, en hún sat eða
stóð eins og klettur í hverri þeirri stellingu
sem um var beðið, stundum blá af kulda, en
þetta var áður en einangrun var orðin sjálf-
sagður hlutur. Ekki veit ég hvernig hún fór
að, en oftar en ekki var hún með blóm í hár-
inu, þótt hávetur væri. Iðnskólinn leigði hæð-
ina fyrir ofan skólann. Ég sagði stundum við
strákana sem voru að byrja í módel og með
galsa í eftirvæntingu sinni: Ef þið viljið verða
náttúrulausir strákar mínir skulið þið bara
teikna módel. Salemi, sameiginleg fyrir báða
skólana, vom á neðri hæðinni og sá þaðan vel
inn í módelsalinn, og það skipti engum tog-
um, Iðnskólinn var allur kominn með blöðra-
bólgu. Strákamir sneru sig næstum úr háls-
liðnum, augun á stilkum, raflost. Nakið
kvenfólk lá ekki á glámbekk í dentíð. Og svo
lægði élið, þvaglát urðu aftur eðlileg og þeir
litu varla við þá sjaldan þeir áttu erindi nið-
ur. Enga manneskju hef ég vitað, sem var
jafn eðlilegt að vera nakin. Ef trúað hefði á
endurholdgun, hefði ég talið hana ættaða úr
Eyjálfu. En hún var frá koti á Snæfellsnesi
og bjó við hlóðaeldhús til 16 ára aldurs.
Amma hennar, fomkona, deildi við sveitar-
höfðinga um reka. Eitt sinn ráku vinnumenn
frá höfuðbólinu heim lest klyfjaða rekaviði.
Sú gamla gerði sér lítið fyrir, sat fyrir þeim í
götu og skar niður allar klyfjamar með torf-
ljá, en vinnumönnum féllust hendur. Eitt
sinn komu á skrifstofu skólans tvær konur
miðaldra. Þær gátu varla stunið upp erind-
inu, en það var, að þær langaði að vita, hvert
þær gætu fengið að læra teikningu. Mér
flaug í hug, að þær hefðu verið lengi að safna
kjarki í þessa ferð. Það var komið að innrit-
un, þegar hurðinni var hrundið upp og inn
gekk Asta, kviknakin, með blóm í hárinu og
sígarettu í hendi. Hún var í pásu og hlamm-
aði sér í hægindi. Og ekki var ein báran stök
því að nú birtist Stefán, módel í skúlptúr-
deildinni, og settist við hlið hennar, kviknak-
inn. Við sáum þessar konur aldrei meir.
Ásta nefndi það stundum við mig, að hún
þekkti engan af ungu skáldunum og langaði
til að kynnast þeim. Ég taldi engin vand-
kvæði á að bæta úr því, en eitthvað dróst
með efndir. Og nú var stofnaður menningar-
klúbbur með þá stefnuskrá að halda vikulega
fundi um tiltekin menningarmál, framsaga,
umræður og því um líkt. Fundarstaður var
Café Höll við Austurstræti, en þar á annarri
hæð var salur sem oft var lánaður út. Hár
stigi lá upp í salinn. Að jafnaði skyldi þriðja
hver vika vera „blautvika“, þ.e. vínveitingar,
en til þeirra þurfti í hvert sinn leyfi lög-
reglustjóra.
Engan skyldi undra að fljótlega hættu
menn að mæta nema á blautu viku. Ekki man
ég eftir skáldkonum á þessum áram, en þær
hafa líklega farið með veggjum. Kvenmann-
sleysi skálda var viðbrugðið. Þau hafa líkleg-
ast ekki náð máli á hjónabandsmarkaði og
konur átt þá ekki margra annara kosta völ.
Það voru áhöld um það hvort plagaði skáldin
meira féleysið eða kvenmannleysið. Einstaka
stúlka, sem kærði sig kollótta um mannorð
sitt, lét þó sjá sig á skálanum í slíkum félags-
skap og og vöktu jafnvel meiri athygli en
skáldin sjálf. Og nú var komið að því að efna
loforðið. Bauð ég Ástu að koma með mér á
blautu-viku þriðjudagskvöld eftir kennslu.
Fundur var fyrir nokkra hafinn og komið að
skvaldri, þegar við Ásta birtumst. Tókum við
okkur sæti við autt borð framarlega. Það
kannaðist enginn við þessa dularfullu, dökk-
hærðu stúlku, en hún var skoðuð gaumgæfi-
lega. Ég þekkti þessa fugla nógu vel til þess
að vita hvað þeir hugsuðu, semsé: Nú hefur
málaraspíran lagt út netið, veitt þessa fallegu
stúlku og er nú kominn til að monta sig af
fengnum. Mig rámar ekki í hvert umræðu-
efnið var, en það hefur eflaust verið eitthvað
merkilegt. Menn bættu á sig, stigu í pontu og
Ijósið fór að skína, það var komin glóð og
bráðlega mátti vænta hita. Og þá gerðist það
sem þessa fugla hafði síst órað fyrir. Ásta
reis upp úr sæti sínu án þess að biðja um
orðið, sneri sér að þingheimi, sagði skoðun
sína af festu og einurð á fegurra talmáli en
heyrst hafði þetta kvöld. Hún reyndist alvön.
Skáldin urðu nú öll eins á svipinn, opin-
mynntir eins og slægðir golþorskar. Menn
stigu í pontu hver um annan þveran. Leifur
Haraldsson gleymdi alveg að stama og bun-
aði út sér andagiftinni eins og garðslanga.
Steinn sat eins og skógarpúki á grein og beið
átekta, það mátti sjá á honum að hann átti
von á skemmtilegu kvöldi. Thor Vilhjálmsson
með spegilmynd dropans í æði augna sinna,
flutti fimbulræðu, það komu brestir í loftið.
Höfuð Agnars Þórðarsonar glóði eins og
tungl yfir Esjunni. Geir Kristjánsson þagði
oftast á mannamótum, en nú steig hann á
stokk eins og hungraður Raskolníkoff með
hitasóttarglóð í augum, hann beit sundur
orðin og spýtti út yfir salinn. Nú var mér
ekki lengur rótt. Ég fann kalt augnaráð
skáldanna eins og nálarodda í hnakka mér.
Mér leið eins og ég væri strokinn heimilis-
köttur umsetinn af úfnum útilegufressum.
Nú hafði ég leitt Ástu á skáldabekk og gerði
eins og við höfðum um samið, kvaddi hana og
fór. Þegar ég var kominn niður í miðjan
stiga, hófst fyrirgangur á loftinu, stólar féllu,
traðk, brak í borðfótum. Af forvitni sneri ég
við og gægðist upp yfir loftskörina, og seint
gleymi ég þeirri mynd er við blasti. Þetta var
hið næsta við heilaga kvöldmáltíð. Ásta sat
eins og drottning drottninganna umkringd
skáldpostulum með sambland af ástarbríma
og lotningu í augum. Seinna frétti ég að tvö
skáld hefðu flogist á í snjóskafli, en voru sem
betur fer of máttfarinn til að verða nokkram
að meini. Ásta var náttúrubarn, frjáls eins og
fuglinn og hún gat ekki og vildi ekki vera
neitt annað. Hún elskaði allt sem lífsanda
dró, en enginn hefði getað sveigt undir kenn-
isetningar, formúlur eða póletískan sannleik
spakvitringa. Á seinni árum hefur borið við
að einhverjir hafa viljað gera hugsanir sínar
að hugsunum hennar, nú seinast femínistar í
lærðum ritgerðum. Þetta er ófrjó og vonlaus
iðja.
Ásta skildi aldrei við skáldin eftir þetta
vetrarkvöld í Austurstræti. Það var gæfa
hennar og ógæfa. Hún þaut á loft eins og
flugeldur, sem skín eitt andartak skærar en
nokkur stjarna í sömu andrá og hann fellur
til jarðar.
Höfundurinn er listmólari.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000