Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Side 9
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI
AF MANNIOG UÓÐI
Einn vetur
orti égljóðið
sem ýmist verður sagt fjalla
um geðhrif manna,
umsvif þeirra ákafleg,
dauðann
eða draugasögu, gamla;
um það ersjálfsagt
að menn velji að vild!
Sjálfur
man égaðeins
að maður og ljóð
vöktu um vikna skeið
einhuga um eitthvað
sem ef til vill mætti nefna
sáttargerð:
saman tvö
létu þau ósnert liggja
hvernig allt bar að,
sem mun þó verið hafa
um það bil einhvernveginn -
eins og til mynda
að gangstéttirnar
glitrandi a f sólbráð
hafí gert sig líklegar
til að þrengja sér inn,
eða þeyrinn andað
af fjöllum sem viðnánari íhugun
voru ekki til
nema í sögum;
allt er það mér
úr minni liðið.
En kvöld nokkurt í lokin
var ég sterklega haldinn þeim
hugarburði
að einhver gengi hljóðlega
afar hljóðlega
útogfram
til dyra,
fótatakið heyrðist dvína
útí fjarskann eftir götunni,
hvert
veit auðvitað enginn,
en síðan
synja ég ekki fyrir
að sum fjöll
séu á óumræðilega vísu önnur
en forðum var.
STEF UM HAUSTIÐ,
LÖGMÁLIÐ OG UÓSIÐ
Haustið svifaði Mér var enn
hraglandanum í fjúk mold íhug,
á svefnbökkum úrkomuvottur í augum.
síðustu slægna.
Vorgeisli hrökk
Lögmálið ákvarðar allt sem neisti í nóvembertundrið:
um trén,
hvaða tegund sem er. sértu skyggn
muntu sjá hvar eldkrákin fleygar
dægrin dimm.
Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók höfundarins. Hún ber titilinn Vetrarmyndin og er 18. Ijóðabók Þorsteins. Sú
Fyrsta, í svörtum kufli, kom út 1958. Útgefandi er Iðunn.
PÉTUR SIGURGEIRSSON
7. NÓVEMBER 1550
Aldirfjórar, fimm ártugir farinn tími er. Sjöunda dagsérstakan þar sjá í nóvember. Jón þá Arasonur settur - synir og hans tveir - höggstokk á þeim dauða’ að deyja drepnir voru þeir. Eðli hörku hörku magnar hafa stríðin sýnt. Sú er alröng leið til lausnar leiðrétta er brýnt. Hryðjuverk sem víti er til varnaðar um heim. Líknarverk er lífsins nauðsyn. Lof sé öllum þeim.
Öxi’ ogjörðu eftirlátið eldrautt þá var blóð. Minningu um merka feðga man vorfrjálsa þjóð. Biskupi var kær sín kirkja kær sem land og trú. Fann í vanda frelsi íslands frelsishetja sú. Artíð þessi á oss minnir afbrot framið mest. Iðrun synda sátt ogmildi sakir læknar best. Þar er hjálpin þörfín mikla, þásem einnignú. Lifír Jíristin kirkja fyrir kærleik, von og trú.
Höfundurinn er biskup.
LJÓÐRÝNI
HANNES SIGFÚSSON
NÁTTUGLUR
í turnhárri angist
og einveru mannauðra kirkna
við árbugður og freyðandi torg
ríða uglur skammbitum og prikum
hvern augljósan dag
undir blýþökum glymjandi klukkna
og blaktandi vindhönum
Og depla hálfblindum augum við lóðréttan vegg
ljóssins erjafnan snjóar að morgni
og snúðugir marsvindar hlóðu
fyrir glugga og klukknaport:
Þar ranghvolfir dagurinn augum
sem hrekkleysið grunaði dröfnótt egg
Hvaða djöfulleg áform
og dýrslegar tilhneigingar
búa deginum í hug?
Það er dimmunnar fuglum hulið
Og hulið er þeim
hvernig þjóðir og fljót eru virkjuð
í glúfrum og öngstrætum borga
Og hvernig þjóðir og fljót
er um þögular nætur runnu
líkt og þurr sandur úrgreip
og þornaðar orkulindir
verða þróttmikil fallvötn
á einum regnþungum degi
ogryðja hverri stálbentri tálmun
úr vegi
(Jarteikn, 1966)
Þetta er býsna sérkennilegt ljóð og engán veginn ljóst við fyrstu sýn, hver raunveru-
leg merking þess er. Það er ekki eitt af hinum skorinorðu ljóðum, sem Hannes
Sigfússon talaði um þá er bókin Jarteikn kom út, heldur einkennist einmitt af því
flókna og hugmyndaríka myndmáli sem lesendur hans þekkja úr fyrri bókum, ekki
síst Dymbilvöku (1949) og Imbrudögum (1951). Ekki er þetta myndmál þó óviðráðanlegt,
og mun ég reyna að lesa úr því eins og ég skil það. Lykill þess er fólginn í myndhverfing-
um, persónugervingum, líkingum, yfirfærslum - og táknum. Það er einnig athyglisvert,
að myndmálið er flóknast í fyrri helmingi ljóðsins og verður einfaldara undir lokin.
Upphafsmyndin er af uglum er sitja á bitum á háalofti í kirkjum í angist og einveru á
björtum dögum. Yfirfærsla er notuð með hliðsjón af umhverfi. Þannig verður angistin
turnhá og einveran sú er finna má í mannauðum kirkjum. Og yfir þeim hljóma kirkju-
klukkurnar og vindhanar snúast. Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að uglunum er
einmitt valinn staður í kirkjum, ekki einni kirkju. (Felst ef til vill í því gagnrýni á af-
skiptaleysi kirkjunnar í mannlegum samskiptum?). Uglurnar eru næturfuglar og sjá því
illa til í björtu. Myndhverfingu er beitt til að líkja ljósi þeirra við lóðréttan vegg, sem
byrgir sýn. Hér ber að hafa sérstaklega í huga, að það er ljósið sem byrgir sýn, ólíkt því
sem við eigum að venjast. Myndinni er haldið áfram er sagt er að snúðugir vindar (pers-
ónugerving) hlaði þennan vegg og honum líkt við snjókomu á útmánuðum. Síðan kemur
tvípunktur líkt og fylgi útskýring, sem er mér torskildasti hluti ljóðsins:
Par ranghvolfir dagurinn augum
sem hrekkleysið grunaði dröfnótt egg.
Mér virðist líklegast að hrekkleysið sé um leið andvaraleysi uglanna sem sjá flikrótta,
ógagnsæja dagsbirtu er minnir þær á egg.
í síðari tveimur erindunum einfaldast myndmálið, eins og áður er sagt, er lagt er út af
myndinni með boðskap ljóðsins. Sagt er að fuglum næturinnar í kirkjuturnum sé hulið
hvaða djöfulleg áform / og dýrslegar tilhneigingar / búa deginum í hug og sömuleiðis
hvernig þjóðir og fljót eru virkjuð/í gljúfrum og öngstrætum borga. Orðaröðin er athygl-
isverð, þar sem fljót eiga við gljúfur og þjóðir við borgarstrætin. Þeim er sömuleiðis hulið
hvernig þjóðir og fljót -
og þornaðar orkulindir
verða þróttmikil fallvötn
á einum regnþungum degi
ogryðja hverri stálbentri tálmun
úr vegi.
Nú nálgast Ijóðtextinn óneitanlega hið skorinorða Ijóð. Því er rétt að geta þess að í
þessum kafla bókarinnar, sem ber heitið Návígi, fjalla ljóðin um kúgun og uppreisn.
Augljóst er auðvitað að skáldið sér hliðstæðu með fljótum er ryðjast fram og þjóðum.
Og öngstræti borganna benda á fátækan almúga. En fyrst verður að ráða í tákn. Hvað
tákna uglurnar, hvað táknar dagurinn? Uglurnar gætu táknað þá sem sjá ekki það sem
augljóst er í dagsbirtu sakir angistar og einveru, og gera sér ekki grein fyrir mætti sam-
takanna. Og dagurinn getur blátt áfram táknað þjóðfélagsástand, hin djöfullegu áform
kúgara er drottna yfir lífi fjöldans með ofríki og yfirgangi, spillingu og svikum. Þeir okk-
ar sem eru uglar, munu því hvorki skilja né ráða bót á neinu. En það eru ekki allir uglur í
þessum skilningi sem betur fer. Það sáum við þegar Berlínarmúrinn hrundi, og það sjá-
um við á þessu hausti í Belgrad í Júgóslavíu og í Abidjan á Fílabeinsströndinni. Þar hefur
fólk öngstrætanna rutt hverri stálbentri tálmun úr vegi. Vonandi.
NJÖRÐU R P. NJARÐVÍK
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000 9