Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 11
HÚSIN í N EÐSTAKAU PSTAÐII Suðurgafl Turnhússins. Hægra megin á myndinni má sjá kúfiskplóg en vinstra megin sést báturinn Gestur, sem Guðmundur Sigurðsson smíðaði í Súðavík árið 1906. Báturinn var lengst af í eigu Vigur- bænda sem notuðu hann til fiskveiða og ferjuflutninga. TJÖRUHÚSIÐ, TURNHÚSIÐ OG SJÓMINJASAFNIÐ Turnhúsið er yngst húsanna í Neðstakaupstað og þar 1 hefur afar verðmætu sjóminjasafni verið komið fyrir í umhverfi sem er við hæfi. Niðurlag greinarinnar um húsin birtist hér, en safninu eru gerð skil með Ijósmyndi jm. Jón Sigurpól sson safnvörður aðstoðaði við gerð myndatextanna. GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON ESSI tvö hús eru frábrugðin hin- um vegna þess að þeim var frá upphafí ætlað að vera vöru- geymsluhús. Tjöruhúsið var reist 1781, en Turnhúsið er yngst hús- anna í Neðstakaupstað, reist 1784. Byggingaraðferðin var sú sama og danskir byggingamenn á vegum Konungsverzlunarinnar síðari hafa kunnað hvert handbragð. Ofan á undirstöður úr grjóti var komið íyrir voldugum 9x9 tomma aur- stokkum, en veggimir síðan byggðir upp úr lá- réttum 6x11 tomma plönkum. Á þeim var gróp eða nót og þar í látin laus fjöður sem skorðaði þá saman. Á hornum eru trén rammlega læst sam- an, hálft í hálft og ná endamir um 30 cm út fyrir veggfletina. Tjöruhúsið var með háu risi, þremur opum eða gluggum á langhliðinni að framanverðu og dyrum með vængjahurðum. Nú er þakið svart, veggirnir rauðmálaðir en vindskeiðar og glugg- ar hvítmálaðir. Þetta er svipmikið hús, einfalt og sterklegt og hefur nú fengið nýtt hlutverk. Að innanverðu hefur því verið breytt í veitingasal Mörg glæsileg skipslíkön setja svip sinn á safnið. Hér má sjá líkan af kútter, sem Hálfdán Bjarna- son á ísafirði smíðaöi og í baksýn glittir í líkan af skonnortu, einníg eftir Hálfdán. ttl ÍILI-/ wmj ■ Af- □Eija ’T! Æ n r k. m . m Beykisverkstæði Guðmundar Pálssonar. Það var hverju héraði míkilvægt að eiga góðan beyki. Þeir sáu um að smíða hvers kyns ílát, svo sem tunnur, sái, aska, trog o.s.frv. Beykjar komu hingað til lands með eínokunarverzluninni og voru þeir fyrst í stað allir útlendingar, en snemma munu þó nokkrir íslendingar hafa lært iðnina. Guðmundur Pálsson fór til náms í Kaupmannahöfn árið 1869 og að námi ioknu fór hann til ísafjarðar til að starfa við iðn sína hjá Ásgeirsverzlun. Guðmundur var þúsundþjalasmiður, og eitt af verkum hans var að leggja fyrstu símalínu á fslandi, en hún var lögð árið 1889 frá Faktors- húsi í Neðstakaupstað upp í verzlunarbúð Ásgeirsverzlunar í Miðkaupstað. Tjöruhúsið, sem áður var jafnan kallað litla pakkhús, var áður vörugeymsluhús, en hefur nú fengið nýtt hlutverk. Þar er nú rekið afar vinsælt veitinga- og kaffihús á sumrin, auk þess sem salurinn er leigður út árið um kring fyrir hvers kyns veisluhöld og samkomur. Þar hefur byggðasafnið einnig að- stöðu til að setja upp smærri sýningar. og eru allar innréttingar úr gildum viðum, borð og bekkir í þeim stíl að vel rímar við útlit húss- ins. Nú er húsið notað fyrir ýmiss konar sam- kvæmi og hefur til að mynda verið vinsælt að halda brúðkaupsveizlur þar. í Neðstakaupstað gegnir Turnhúsið aðalhlut- verki vegna þess að þar hefur verið komið fyrir frábæru sjóminjasafni. í þessum gamalgróna út- gerðarbæ hefur verið af mörgu að taka úr sjó- sókn fyrri tíma og ísafjörður gegndi að ýmsu leyti forustuhlutverki í þróuninni sem sést af því að þar var fyrst sett vél í fiskibát á íslandi. Sá bátur er ekki ofansjávar lengur; þó er til mynd af honum í safninu. Gerð Turnhússins er sú sama og á Tjöruhús- inu og hlutföllin eins; þakhæðin nálægt því að vera tvöfold veggjahæð. Turnhúsið er þó frá- brugðið að því leyti, að turn er á því miðju, sem setur bæði svip á húsið og allan Neðstakaupstað. Tveir kvistgluggar, sem upprunalega voru á húsinu, eru þar ekki lengur, aðeins þakgluggar sem bera birtu inn á efri hæðina. Svo átti að heita að turninn væri útsýnisstaður. Hann er manngengur og gluggar í allar áttir. Þaðan gat faktorinn svipast um eftir skipaferðum og fylgst með störfum fólksins á saltfiskreitunum svo lítið bæri á. Þegar inn er komið vekur í fyrsta lagi athygli að fremur lágt er undir loft og í annan stað setja stoðir og bitar sérstæðan svip á þetta sýningar- húsnæði eins og ætti að sjást á myndunum. Varla er hægt að ímynda sér ákjósanlegra hús fyrir sjóminasafn en Turnhúsið og þar er öllu Saltfiskbörur. Á þeím var saltfiskur borinn út á reitana og til baka aftur. fyrii’ komið af stakri smekkvísi. Nánar vísast hér á meðfylgjandi myndir og texta. í Sögu Isafjarðar segir Jón Þ. Þór að fleíri hús hafi verið í Neðstakaupstað skömmu eftir 1800, en þau eru horfin. Þar á meðal var Púlsmanna- hús, byggt 1769, íbúðarhús frá 1771, sem byggt var handa Norðmönnum frá Sunnmæri, sem hingað komu á vegum landsnefndarinnar fyrri; einnig timburhús, reist 1772. Um útlit þessara húsa er ekki vitað, en ekki þykir ólíklegt að þeim hafi í ytra útliti svipað til Krambúðarinnar sem þá hafði skömmu áður verið byggð. Á því herrans ári 1816 voni tólf íbúar í Neð- stakaupstað; sjö Danir og fimm Islendingar. Verzlunarstjóri var þá Carl Orm, tæplega þrít- ugur Kaupmannahafnarbúi. Auk prestsetursins á Eyri mynduðu þrjár verzlanir sinn kjamann hver og allir íbúar staðarins höfðu sitt lífsfram- færi af störfum við þær, en þéttbýli gat þetta naumast talizt. Núna þætti augljóst að verzlunin hefði hag af því að mannfjölgun yrði á staðnum. Það þóttu þó ekki góð tíðindi á kontór verzl- ► í-2 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000 + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.