Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Side 12
Hrefnubyssa Þorláks H. Guðmundssonar, Hrefnu-Láka, frá Saurum í Álftafirði. í baksýn vinstra megin má sjá merki úr hvalbeini, sem myndar stafina S og A. Merkið er vísast frá hvalveiðistöð í Seyðisfirði, sem Ásgeir Ásgeirsson og Norðmaðurinn Stixrud ráku saman um árabil. Á safninu má sjá nokkrar bátavélar, enda á vélvæðing í sjávarútvegi upphaf sitt að rekja til ísa- fjarðar. Á myndinni má sjá gamla „snafsavél" af Acadia-gerð og Penta-innanborðsmótor. Mál- verkið í horninu er af fyrsta mótorbátnum, Stanley frá ísafirði. Hann liggur nú á botni Skötufjarð- ar við ísafjarðardjúp, en árið 1908 slitnaði hann af legufærum í aftakaveðri og brotnaði. Óljóst er um afdrif vélarinnar. Ýmsir átíta hana liggja enn á botni Skötufjarðar og hafa margir orðið til þess að leita hennar, en án árangurs. Aðrir telja aftur á móti að hún hafi náðst úr bátnum skömmu eft- ir að hann brotnaði og hafi hún m.a. verið höfð til sýnis í Reykjavík á sjómannadaginn 1939, en óvíst er um afdrif hennar eftir það. Vinnuhagræðing 19. aldar. Teinunum var kom- ið fyrir á svæði Neðstakaupstaðar um miðja 19. öld, í tíð Sass verzlunar. Voru þeir notaðir til að auðvelda flutning á varningi, ekki sízt saltfiski út á reitana og aftur heim í hús. Vögn- unum var ýtt áfram með handafii. Verzlun Sass stóð fyrir fleiri stórframkvæmdum, en ár- ið 1868 lét hún reisa fyrstu hafskipabryggju á íslandi og var hún einnig við verzlunina í Neðstakaupstað. unarinnar í Neðstakaupstað þegar spurðist að von væri á landnema, ef svo mætti segja. Hall- dór Jónsson snikkari hugðist byggja sér hús á Norðurtanganum árið 1830 og lifa af iðn sinni í verzlunarstaðnum. Paus, sem þá var faktor í Neðstakaupstað, skrifaði þá Ebenezer Þorsteinssyni, sýslu- manni í Hjarðardal, til að vara við þessari ráð- stöfun og vitnaði til ákvörðunar frá árinu 1816 þess efnis að enginn mætti byggja sér hús í út- liggjarastað sem ekki hefði áður leyst út borg- arabréf í kaupstað amtsins. Sýslumaðurinn virðist ekki hafa verið með það á hreinu hvort leyfa mætti Halldóri snikkara að byggja sér hús á ísafirði og sendi erindið til amtmanns. Bjami Thorsteinsson, amtmaður á Stapa, sá hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að snikk- arinn fengi að setjast að í ísafjarðarkaupstað og leyfíð barst til sýslumanns í apríl 1831. Halldór Jónsson gat nú hafízt handa og byggt sér hús á Norðurtanganum og það gerði hann. Það var fyrsta húsið sem reis á staðnum án beinna tengsla við verzlanimar, en þótt Köfunarbúningur Guðmundar Marzelíussonar. Guðmundur var skipasmiður Ifkt og faðir hans, hinn nafntogaði Marzeiíus Bernharðsson. Köf- unarbúning þennan notaði Guðmundur við vinnu sína og þurfti ávallt að hafa menn á landi til að dæla til sín súrefni með sveifardælunni. Til að vera stöðugur í undirdjúpunum girti hann sig blýbelti og klæddist blýskóm. brautin væri rudd varð enginn lengi vel til að feta í fótspor Halldórs. Paus faktor hefði nokk- um hag af komu Halldórs snikkara; gat til að mynda selt honum timbur í húsið. En hann var samt með böggum hildar vegna vegna komu hans og ástæðan sést í sendibréfí sem varð- veizt hefur. Þar segir hann svo: „Tilgangur þessa snikkara með því að setj- ast að hér á ísafirði getur varla verið annar en sá að leita sér atvinnu sem túlkur og umboðs- maður lausakaupmanna, er hingað koma á ári hverju, og reka smáverzlun. Við iðn sína mun hann fá lítið að starfa, enda era íslenzkir bænd- ur vanir að smíða allt sjálfir til þess að spara vinnulaunin Af þessum sökum kærði ég mig ekki um-að fá hann sem nágranna." Hclztu hcimildir: Saga faaQarðar, 1. bindi. Eftir J«n Þ. Þór. Safnvísir, kynningarrit um Sjóminjasafnið eftir Jón Sigurpálsson. ERLENDAR BÆKUR „ÞJÓÐNÍÐINGUR- INN" LANDSBERGIS FYRIR rúmum áratug áttu Litháar í harðvítugri baráttu fyrir endur- heimt sjálfstæðis síns, eftir hálfrar aldar sovéska áþján. Um þessar mundir, þegar frelsisvon Litháa gat hæg- lega orðið að engu andspænis ofurvaldinu í austri, gerðist það eitt sinn að erlendur gestur í Vilníus vatt sér að Vytautas Landsbergis, leiðtoga þeirra og spurði: „Herra Landsbergis, erað þér þjóðníðing- ur?“ Athugasemdin, sem gæti hafa þótt frekar framhleypin eða hreint og beint dónaleg, féll honum þvert á móti vel í geð eins og útlendingurinn hafði auðvitað vænst. Landsbergis er vel lesinn mennta- maður og vissi samstundis að hverju var ýjað. I útliti og atgervi minnir Vytautas Landsbergis helst á friðsaman háskóla- kennara eða listamann utan við ys og þys þjóðlífsins, svo ekki sé minnst á argaþras stjómmálanna. Landsbergis var enda pró- fessor í tónlist við háskólann í Vilníus, höf- uðborg Litháens þegar skyldan bauð hon- um að berjast fyrir sjálfstæði lands síns. Þá virtist upplag hans verða að sterku vopni í baráttunni; stefnufesta, réttlætiskennd og þvílík þrjóska að andstæðingum blöskraði gjarnan. En Landsbergis brosti þá bara við, „þjóðníðingurinn" holdi klæddur. Stokkmann læknir í leikriti Henriks Ib- sens er ein uppáhaldspersóna Landsbergis úr heimi bókmenntanna. Læknirinn vilda verja vatnsból á landi sem hægt var að selja fyrir mikið fé. Hann hafði hugsjón og hvikaði hvergi frá henni, jafnvel þótt allir aðrir væru á móti honum. Þess vegna var hann sagður óvinur fólks- ins, eða þjóðníðingur. I sjálfsævisögu Landsbergis, sem kom út á ensku í sumar, nefnir hann að líkt og Stokkmann í leikrit- inu hafí hann aðeins orðið vissari um ágæti eigin málstaðar þegar andstaðan óx, hvort sem var í útlöndum eða heima fyrir. Hon- um þótti sérstaklega mikið til þeirra orða læknisins koma að maðurinn væri sterk- astur þegar hann stæði einn. Meðan á sjálf- stæðisbaráttu Litháa stóð fannst Lands- bergis einmitt oft að þeir stæðu einú-, einkum þegar vonir um dyggan stuðning Vesturianda dofnuðu. Athyglisvert er að lesa í bókinni að þeir vora þó til sem nær aldrei brugðust, að mati Landsbergis, og það vora Islending- ar. Hann lofar í hástert íslenska ráðamenn og þessa „einstöku þjóð“ sem kunni að greina rétt frá röngu og lét algild siðferðis- sjónarmið ráða ferðinni á alþjóðavettvangi. Fátt nýtt kemur fram í þeirri frásögn. Að vísu kveðst Landsbergis hafa verið óá- nægður með seinagang íslenskra stjórn- valda því þótt þau lofuðu í ársbyrjun 1991 að koma á stjórnmálasambandi við Litháen eins fljótt og auðið væri, máttu Litháar bíða þar til í ágúst þegar misheppnað valdarán í Kreml leiddi til hrans Sovétríkj- anna. Þá er fróðlegt að frétta að þegar ut- anríkisráðherra Litháa var að leggja af stað til Reykjavíkur að undirrita samninga um stjórnmálasamband eftir valdaránstil- raunina barst boð frá Norðmönnum um að hann héldi fyrst til Osló, því eins og Lands- bergis bendir á fór svo þessa daga að mörg vestræn ríki hófu nokkurs konar keppni um að vera fyrst til að stíga þetta skref. En Litháum fannst íslendingar helst eiga þann heiður skilinn og norskum ráðamönn- um var kurteislega skýrt frá því. Loks er markvert að Landsbergis telur íslenska ráðamenn ekki aðeins hafa veitt siðferðis- legan stuðning, heldur hafi sífelldar áeggj- anir þeirra á alþjóðavettvangi ýtt við öðr- um valdhöfum, til dæmis í Danmörku. Það er rétt en hitt er svo annað mál hvort ís- lenskir ráðamenn hafí siðferðissjónarmið alltaf að leiðarljósi þegar þeir móta utan- ríkisstefnu landsins, og þá hvort þeir eigi að gera það. Víða í frásögn Landsbergis gætir megnrar andúðar hans á kaldrifjaðri eigin- hagsmunapólitík vestrænna ríkja, að því er honum finnst. Að sögn hans sviku þau Lit- háa og hinar Eystrasaltsþjóðirnar eftir seinni heimsstyrjöldina, og sá glæpur lýð- ræðisþjóðanna sé svo stórfenglegur að því verði ekki lýst með orðum. Jafnframt hafi fæstir ráðamenn á Vest- urlöndum viljað styðja rétt þessara kúguðu þjóða til sjálfstæðis þegar umbætur hófust í Moskvu, því þeir töldu það ekki samræm- ast eigin hagsmunum þá stundina. Annar rauður þráður í bók Landsbergis er hatur hans á kommúnisma og skyldi engan undra sem þekkir sögu Litháens á tuttugustu öldinni. Hann vill að „Nurn- berg-réttarhöld“ verði haldin, líkt og gert var þegar búið var að brjóta nasista og fas- ista á bak aftur. Þessi ósk hans rætist ör- ugglega ekki og hugsjónamaðurinn Lands- bergis hefur fengið að fínna fyrir því að það er vandlifað í hörðum heimi. Þótt hann hafi leitt þjóð sína til frelsis, með heilaga hug- sjón að vopni, verður vart sagt að honum hafi tekist sérstaklega vel upp í stjórnmál- um eftir það. Stokkmann læknir hefði ekki unnið kosningar, og sama fékk Landsbergis að reyna árið 1992. í bók hans sést vel hve mikil vonbrigði það vora honum að þá kom- ust arftakar litháíska kommúnistaflokks- ins til valda, en það er eitt að berjast gegn útlendum óvini og annað að stjórna landi. Þótt Landsbergis og aði-ir sjálfstæðissinn- ar hefðu haft yfirhöndina á þingi og við stjórn landsins áttu þeir mjög erfitt með að breyta kerfinu og hugsunarhætti embætt- ismanna sem höfðu meiri völd en margur hugði. Landsbergis segir til dæmis frá því að þegar sá stórkostlegi atburður varð í sögu Litháens að landið fékk aðild að Sam- einuðu þjóðunum gátu forráðamenn lit- háíska sjónvarpsins, sem honum voru and- snúnir, ekki horft framhjá þeim straumhvörfum en reyndu að lítillækka hann með því að sýna þakkarræðu hans á þingi samtakanna þegar hlé var gert á út- sendingu ljósblárrar bíómyndar. I bók Landsbergis má finna ýmsar smá- sögur af þessu tagi til að létta frásögnina sem annars er stundum nokkuð langdregin og þurr aflestrar, einkum í meginköflunum um sjálfstæðisbaráttu Litháa árin 1988-91. Hins vegar er lýsing hans á ætt og upp- vexti skemmtileg, þótt ekki sé hann jafn bersögull og tíðkast víða á Vesturlöndum. Landsbergis og fyrri kona hans skildu og er hann frekar fámáll um það áfall. Þá er hann mjög harðorður í garð andstæðinga sinna í litháískri innanlandspólitík, bæði meðan á sjálfstæðisbaráttunni stóð og árin eftir það. Við íslendingar ættum einmitt að þekkja vel úr eigin sögu að innanlandserjur voru sjaldan jafnharðar og þegar þjóðin var að losna undan stjórn Dana. Svo er Landbergis jú ekki maður málamiðlana. Það var hans kostur þegar við ofurefli virt- ist að etja, en löstur þegar leikreglurnar breyttust, andstæðingamir vora ekki jafn augljósir og markmiðin ekki jafn einföld Vytautas Landsbergis, Lithuania lndependent Again, Anthony Packer og Eimutis Sova staðfærðu og þýddu úr litháísku á ensku (Cardiff: University of Wa- les Press, 2000). GUÐNI TH. JÓHANNESSON 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.