Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Page 14
Liósmynd/Ðjörn Rúriksson
Purkárós og Kotafjara. Inn til vinstri Innri fjörur, sér innundir Hellisvík lengst til vinstri. Tóttir á Kotamýrum á gilbarmi neóst í Kotadal. Náttfaralæk
má greina allt að upptökum. Lengst til hægri sér út í Naustavík.
EFTIR VALGARÐ EGILSSON
Út er komin árbók Ferða-
félags íslands árið 2000
og heitir hún „í strand-
byggðum norðan lands
og vestan". Eins og nafn-
ið ber með sér er borið
niður á tveim stöðum.
Annarsvegar á Vestfjörð-
um milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar, svo og í Ár-
neshreppi á Ströndum, en
hinsvegar í úthafsbyggð-
um Mið-Norðurlands.
Þaðan er kaflinn sem hér
birtist að hluta, en höf-
undar hinna kaflanna eru
Bjarni Guðmundsson og
Haukur Jóhannesson.
VO HEITIR ströndin brött út
með Skjálfandaflóa að vestan,
þar sem þrjár jarðir voru fyrr-
um byggðar og var þarna held-
ur afskekkt. Síðast er verið í
Náttfaravíkum 1941.
Náttfaravíkur eru girtar frá
Köldukinn með fjallvegg mikl-
um er gengur standbratt í sjó í Bjargakrók -
hom Skjálfandaflóans vestan við ós Skjálf-
andafljóts - þetta er fjallið Bakrangi, öðru
nafni Ógöngufjall. Yfir Víknajörðunum gnæfa
svo Víknafjöllin, til norðurs ganga þau sem
björg í sjó. Byggðin er römmuð inn af fjöllum á
þrjá vegu, en framundan Skjálfandaflóinn og
himinn yfir.
Landslag í Náttfaravíkum er allsérkenni-
legt, alls staðar snarbratt með sjó og víða
standberg, á milli eru víkur og básar, en undir-
lendi ekkert. Gróður er víða vöxtulegur.
Frá Bjargakrók norður að Vargsnesi, ystu
jörðinni, eru 6-7 km; miðja vegu er Naustavík,
aðaljörðin í Náttfaravíkum. Ur Bjargakrók
var kallaður klukkustundar gangur í Nausta-
vík, og þaðan annað eins út í Vargsnes. Kota-
mýrar voru hið þriðja býli, uppá Kotadal. Fyr-
ir norðan Vargsnes eykst bratti enn, þó er vel
gróið land 4 km út eftir, þá taka við sæbrattar
hamraskriður og sjávarbjörg með hengiflug-
um næstu 8-9 km allt norður á Hágöng yflr
Flateyjardal.
Víknafjöll enda til norðurs í fyrrnefndum
björgum - en til suðurs eru fjöllin hækkandi,
Skálavíkurhnjúkur er 1129 m. Nokkru sunnar
er Kambur eða Kambsmýrahnjúkur, hæstur
fjalla hér, 1210 m. Víknafjallgarðurinn er mjór
norðanverður og allt suður fyrir Kambsmýra-
hnjúk, en þá breikkar fjallgarðurinn með slétt-
um flám á milli brúna. Heita svo Kinnarfjöll
áfram suður. Ekki eru skýr skil nafngifta þess-
ara á fjallgarðinum, Víknafjöll, Kinnarfjöll.
Upp frá Náttfaravíkum innst gengur allmik-
ill dalur til suðurs, Kotadalur, vestan undir
Bakranga, milli hans og Víknafjalla, og eru um
8 km fram í botn. Purká fellur niður dalinn,
stríð og stórgrýtt þar sem hún fer í mjög djúpu
gili fast við bak Bakrangans bratt og lítt gróið.
Vestan ár er miklu breiðara land á dalnum og
vel gróið. Dalurinn gengur suður í fjalllendið
og skiptist þar í Austur- og Vesturdal og Dals-
fjall heitir þar á milli. Kotajökull situr í Vestur-
dal, 3 km2. Þar fær Purká mest af sínu vatni.
Til suðausturs úr innanverðum Kotadal geng-
ur Víknaskarð, Kotaskarð öðru nafni, sunnan
Bakranga og er þar greið leið yfir í Köldukinn
að Björgum eða Nípá. Skarðið er um 470 m yf-
ir sjávarmáli, Skessufjall gnæfir sunnan þess.
Neðanvert á Kotadal að vestanverðu var jörð-
in Kotamýrar. A Kotamýrum lauk byggð 1910.
Gróðurfar í Náttfaravíkum er víða hið feg-
ursta, graslendi og lynggróður. Hvergi eru
mikil merki um uppblástur. Fagurt kjarr er í
Rauðuvíkurfjalli utan við Vargsnes, þar var
sagður skógur 1712.
I Náttfaravíkum er vetrarríki mikið og snjó-
þungt og í inndölum er mikil snjóflóðahætta.
Sumur eru fremur þokusæl í norðanátt. En
hafgolu gætir ekki í Víkum, þá getur verið
sólskin þar en þoka inni í héraði. Landið veit
við austri.
Sauðland þótti afbragðsgott í Náttfaravík-
um og mjólkuðu kvíaær vel og fé varð vænt. Úr
innsveitum var fé rekið í Náttfaravíkur til
sumarbeitar, bæði úr Út-Kinn og frá ýmsum
jörðum austan Skjálfandafljóts, til dæmis átti
Grenjaðarstaður þar fyrrum upprekstrarrétt
fyrir 350 fjár. Bændur í Út-Kinn nota nú einir
Víkurnar sem afrétt.
Mikið landbrot á sér stað með sjó, svo að
núlifandi menn sjá mikinn mun. Framundan
Víkum er misgengissprunga NV-SA. Sumir
jarðfræðingar telja eldstöð hafa verið nálægt
Bakranga.
Naustavík stóð við samnefnda vík tæplega 2
km fyrir norðan Purkárósinn. Naustavík þótti
allgóð jörð og var í nokkuð stöðugri byggð.
Þaðan var útræði mikið fyrr á öldum, reyndar
víðar úr Náttfaravíkum. Bæjarstæðið er afar
sérkennilegt: svolítið dalverpi eða slakki verð-
ur upp af víkinni, grösugt land en furðu bratt.
Kambar er heiti á miklum hrygg, sem gengur
ofan úr fjalli og niður sunnan dalslakkans og
endar í svörtum sjávarhamri sunnan yfir vík-
inni og heitir þar Vegghamarshorn. Víkin er
opin fyrir norðaustan átt. Líkt og í Fjörðum og
á Flateyjardal var sjóleið mikið notuð þegar
fært var - einkum til Húsavíkur. Sjaldan var
lent á sandinum við ós Skjálfandafljóts. Á fyrri
öldum mun hafa verið gert út frá ósnum, til
þess benda örnefni í landi Bjarga, ysta bæjar í
Kinn.
Líklega hefur Náttfari búið í Naustavík, sá
sem fyrst bjó í Reykjadal og fyrstur manna
nam sér land á Islandi og „merkti land á við-
um‘ í Reykjadal, var síðan vísað í Náttfaravík-
ur (Landnáma).
Bærinn í Naustavík stóð norðan við Nausta-
víkurá, talsvert hátt yfir fjöru. Greið leið er
niður í fjöru en þó brött. Klettagarðar tveir
sérkennilegir teygja sig út í sjóinn framundan
svörtum Vegghamrinum, Flasirnar.
í Naustavík stendur steinhús tvílyft, byggt
1926. Tóttabrotin í kring eru gróin, túngarðar
eru allvíðir. I Naustavík er allt bratt og túnið
furðulega bratt, rétt svo að hjólbörur standi
þar sjálfar. Sérkennilegar garðhleðslur eru á
nokkrum stöðum í brekkum móti suðri, líklega
eftir garðrækt. Niðri í víkinni syðst eru stein-
veggir af sjóhúsi frá fjórða áratug 20. aldar.
Vargsnes-bærinn var tæplega 4 km norðan
við Naustavík. Bæjarstæðið er á hamranesi, og
er æðihátt niður í fjöru. Byggð hefst í Vargs-
nesi fyrir 1700, en var þó óstöðug. Landið í
kring er mjög vel gróið og þótti afbragðsgott.
Auk landgæða þá voru fiskimið góð rétt fram-
undan bænum, óbrigðul við Fiskisker, sem er
um 1 km frá landi. Lending var ekki góð þó að
Ferðaféíag í»fand$
áíbÓklOOO
hlé veiti sker undan landi.
Norðan undir Vargsnesinu gengur allmikil
vík inn, Rauðavík, þar hefur verið mikið útræði
í fornum tíma, sér þar fjölda verbúða. Ein tótt
er þar miklu mest og er óljóst frá hvaða tíma
hún er. Stendur hún nálægt sjávarkambinum,
aflöng og langhliðar suður-norður meðfram
fjörunni - lengdin mest 11 m, breidd mest 3 m,
útgangur er á miðri langhlið sjávarmegin.
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000